Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 17
AUSTURLAND
Reyðarfjörður | Félag áhugamanna
um Hrafnkelssögu efndi til Hrafn-
kelssögudags nýverið. Var farið um
Fljótsdal, Fljótsdalsheiði, gengið frá
Brú og áð í Aðal-
bóli í Hrafnkels-
dal. Leiðsögu-
menn voru Páll
Pálsson fræði-
maður og Anna
Guðný Halldórs-
dóttir bóndi. Sig-
urður Ólafsson
ferðaþjónustu-
bóndi og fjöl-
skylda grilluðu
skagfirska faxas-
teik og drukkið
var öl á Sámsbar. Auk leiðsagnar um
svæðið flutti séra Lára Oddsdóttir
tölu um félagið og Hrafnkelssögu og
systurnar Kristrún og Dagný Páls-
dætur frá Aðalbóli kváðu Hrafnkels-
rímur sem taldar eru ortar af séra
Eiríki Bjarnasyni um 1739. Tæplega
60 manns nutu kvöldsins á Aðalbóli
og er það von manna að Hrafnkels-
dagur sé kominn til að vera.
Hrafnkels-
rímur og
faxasteik
Söguslóð Rýnt í
sögu Hrafnkels
Freysgoða.
Djúpivogur | Það
hefðu trúlega
ekki margir jafn-
aldrar Axels
Kristjánssonar,
10 ára Djúpa-
vogsbúa, veitt
óvenjulegri biðu-
kollu athygli sem
varð á leið hans á
dögunum. En þar
sem hann Axel er dálítill grúskari
og hefur líka næmt auga fyrir hinu
smáa í umhverfinu, tók hann eftir
þessari sérkennilegu tvíhöfða biðu-
kollu sem sjálfsagt finnst ekki á
hverju strái.
Tvíhöfða
biðukolla
Axel Kristjánsson
Seyðisfjörður | Pétur Már Gunn-
arsson og Kristján Loðmfjörð
opnuðu sýningu sína It will never
be the same um helgina og er hún
sú síðasta í sýningaröð Vest-
urveggjarins í menningarmiðstöð-
inni Skaftfelli þetta sumarið.
Að sögn stjórnanda Skaftfells
er sýningin rúsínan í pylsuend-
anum.
Túlka forvitni
og efa veraldar
Egilsstaðir | Einn allra stærsti
hreintarfur sem felldur hefur verið
á Austurlandi var fyrir skemmstu
skotinn af veiðimanni sem aldrei
hafði fellt hreindýr áður. Það var
Loftur Einarsson, þjálfari karlaliðs
Hattar í körfuknattleik, sem vann
dýrið og segir hann að eftir að búið
var að gera að því hafi skrokkurinn
vegið 133 kíló. Er þetta þyngsta
hreindýrið sem veitt hefur verið á
þessu veiðitímabili og segja vanar
skyttur það með þyngstu dýrum
sem hafi verið veidd yfir höfuð.
„Ég skaut dýrið í Gilsárdal upp
af Suðurdal Fljótsdals eftir aðeins
klukkustundar leit,“ segir Loftur
Einarsson í samtali við Morgun-
blaðið. Hann segist vera vanur að
skjóta gæs og rjúpu ásamt því að
veiða lunda í Vestmannaeyjum. „Ég
hef einu sinni farið áður á hrein-
dýraveiðar sem hjálparmaður en
ekki til að veiða sjálfur. Ég fékk út-
hlutað dýri núna og ákvað að skjóta
það sjálfur. Ég náði góðu bógskoti
af gömlum 3,08 riffli sem ég fæ lán-
aðan hjá frænda mínum. Jón Egill
Sveinsson var veiðileiðsögumaður
og lóðsaði mig vel í gegnum að
finna dýrin og velja það vegleg-
asta.“
Þyngsti tarfur tíma-
bilsins veginn í Gilsárdal
Körfuboltaþjálfarinn kominn með jólasteikina
Ljósmynd/LJ
Myndarlegur Loftur Jónsson með tarfinn væna. Hann fékk sér bita af
heitri lifur dýrsins eins og hreindýraveiðimanna er háttur.
Hveragerði | Á aðalfundi Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga sem fer
fram í Hveragerði í dag og á morgun
verður lögð fram tillaga stjórnar At-
vinnuþróunarfélags Suðurlands um
háskólanám á Suðurlandi en efling
háskólanáms og samgöngumál með
tvöföldun vegar um Hellisheiði eru
stærstu mál fundarins auk vaxtar-
samnings fyrir Suðurland.
„Vaxtarsamningur Suðurlands er
stórt verkefni og nær til alls svæð-
isins. Það er alveg á hreinu að það
eru mörg sóknarfæri í þessum samn-
ingi,“ segir Gunnar Þorgeirsson for-
maður SASS. „Þar er tekið á mjög
mörgum málum sem unnið hefur
verið að á síðastliðnu ári. Í tengslum
við samninginn hefur verið beðið
með að ráðstafa formlega fjármun-
um frá Atvinnuþróunarsjóði Suður-
lands til menntamála og þá til að efla
háskólastarf á Suðurlandi. Þess er
vænst að ályktun um þetta verði
samþykkt á aðalfundinum en í vaxt-
arsamningnum er tillaga um hvernig
nálgast megi þetta markmið.
Samgöngumálin eru í forgangi og
stjórnin hefur eytt talsverðri vinnu
með Sjóvá hf. varðandi einkafram-
kvæmd við tvöföldun Suðurlands-
vegar.“ sagði Gunnar. Hann er sveit-
arstjórnarmaður í Grímsnes- og
Grafningshreppi og býður sig fram á
fundinum til áframhaldandi for-
mennsku.
Sókn með
vaxtar-
samningi
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Býður sig fram Gunnar Þorgeirs-
son býður sig fram til formennsku.
Ögur | Á Vestfjörðum þykir mönn-
um sumarið hafa komið seint og
kvatt snemma. Í það minnsta sáu
starfsmenn kirkjugarða Reykjavík-
ur sér þann kost vænstan að klæða
sig hlýlega í norðanvindinum sem
næddi um kirkjugarðinn í Ögri við
Ísafjarðardjúp þegar þeir unnu þar
að því að rétta og lagfæra gamla
legsteina. Það er hægara sagt en
gert að flytja til stóra legsteina en
þeir Halldór Pedersen og Þor-
grímur G. Jörgensson, sem starfa
hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur,
kunna sitt fag og nota þar til gerð-
an þrífót. Þeir Guðmundur Rafn
Sigurðsson, umsjónarmaður kirkju-
garðanna hjá Biskupsstofu, og
Halldór Hafliðason, bóndi í Ögri,
fylgjast með.
Kalsasöm vinna í kirkjugarði
Morgunblaðið/Guðfinna M. Hreiðarsdóttir
SUÐURNES