Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 31
✝ Sóley SvavaKristinsdóttir
fæddist í Reykjavík
19. janúar 1928.
Hún lést á heimili
dóttursonar síns í
Fagersta í Svíþjóð
28. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Kristinn
Einarsson frá
Grímslæk í Ölfusi,
kaupmaður í
Reykjavík, f. 1896,
d. 1986, og Ella Mar-
ie Einarsson, fædd
Proustgaard, f. í Kaupmannahöfn
1908, d. 1994. Systkini Sóleyjar
eru Sonja Ida, f. 1934, gift Karli
Vilhelmssyni, f. 1931, d. 11. ágúst
2006, Rúdolf Kristinn, f. 1940,
kvæntur Svölu Eiðsdóttur, f. 1942,
og Guðberg Henry, f. 1946, kvænt-
ur Kolbrúnu Jónsdóttur, f. 1946.
Dóttir Sóleyjar og Þorsteins
Grétars Kristinssonar, f. 18. októ-
ber 1928, d. 14. desember 1982, er:
1) María Anna íslenskufræðingur,
f. 1. nóvember 1954, maki Rúnar
Elberg Indriðason, f. 1. mars 1958.
Börn hennar eru: a) Eyþór Már
Hilmarsson, f. 10. júní 1972,
kvæntur Louise Hilmarsson fædd
Granström, þau eru búsett í Sví-
þjóð, b) Atli Viðar Þorsteinsson, f.
1. september 1983 og c) Katrín
sem þá var að byrja að fóta sig hér
á landi. Sóley vann framan af við
skrifstofustörf hjá Héðni, Smith og
Norland, Véltækni og Læknafélag-
inu. Hún rak um árabil verslunina
Dyngju við Laugaveg 25, þar sem
hún seldi m.a. prjónagarn, en
hannyrðir af öllu tagi voru eitt
hennar aðaláhugamála. Liggja eft-
ir hana mörg listaverk bæði út-
saumsverk af ýmsu tagi og prjón-
aðar og heklaðar flíkur stórar og
smáar. Hún starfaði sem leið-
sögumaður fyrir þýska ferðamenn
hér á landi og var einn hinna
fyrstu hótelstjóra sumarhótela
Ferðaskrifstofu ríkisins, síðar Hót-
el Eddu, og mótaði starfsemi
þeirra ásamt fleiri frumkvöðlum á
sviði ferðaþjónustu. Sóley hafði
mikið yndi af ferðalögum og ferð-
aðist vítt og breitt um sveitir
landsins auk þess sem hún á yngri
árum fór í torveldari ferðir um há-
lendið. Hún fékk einnig tækifæri
til að heimsækja stórborgir Evr-
ópu og naut hún þess í ríkum mæli
að vera vel sigld þegar hún sem
hótelstjóri á Varmalandi og Laug-
arvatni tók á móti erlendum gest-
um. Síðustu starfsár sín vann Sóley
við skrifstofustörf hjá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar og bjó
enn á ný við Laugaveg og síðar á
Skólavörðustíg. Þegar hún lést
hafði hún flust í þjónustuíbúð við
Dalbraut 27.
Sóley verður jarðsungin frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Edda Þorsteinsdóttir,
f. 8. maí 1989. Sonur
Sóleyjar og Péturs
Jónssonar, f. 11. sept-
ember 1918, d. 4 des-
ember 2003, er 2)
Kristinn Einar
framkvæmdastjóri, f.
22. júní 1962, maki
Björk Þórarinsdóttir,
f. 15. desember 1964.
Synir þeirra eru Al-
exander, f. 2. desem-
ber 1989, og Þröstur,
f. 3. desember 1995.
Barnabarnabörn Sól-
eyjar eru Freyja Rebekka, f. 24.
maí 1994, Astrid Sóley, f. 17. ágúst
1996, og Sigurbjörg Alva, f. 24.
september 1999, allar búsettar í
Svíþjóð.
Á uppvaxtarárum sínum bjó Sól-
ey við Laugaveginn, lengstum í
húsi númer 25, þar sem faðir henn-
ar rak leikfanga- og gjafa-
vöruverslunina K. Einarsson og
Björnsson og vefnaðarvöruversl-
unina Dyngju. Sóley lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1949 og hóf nám í
viðskiptafræði við Háskóla Íslands.
Hún nam einnig þýsku við háskól-
ann í Heidelberg og leiddi nám
hennar hana annars vegar á svið
viðskipta í atvinnulífinu en hins
vegar við störf við ferðaþjónustu
Í dag verður jarðsett frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík ástkær tengdamóð-
ir mín Sóley Kristindóttir. Ég minn-
ist þess er ég hitti Sóleyju í fyrsta
skipti, þá var ekki laust við að tölu-
verður kvíðahnútur væri í maganum
á mér sem var þó fljótur að hverfa
þegar ég kynntist þessari hjarta-
hlýju konu og frá fyrsta degi kom
hún fram við mig eins og ég hefði allt-
af verið í fjölskyldunni. Það gat að
vísu verið svolítið flókið fyrstu árin
því hún þekkti og umgekkst mjög
mikið af fólki og þá sérlega kvenfólki.
Það voru allar frænkurnar, gömlu
vinkonurnar, skólasysturnar og síð-
an allar konurnar sem hún hafði ann-
aðhvort unnið með eða kynnst undir
öðrum kringumstæðum á lífsleiðinni.
Alltaf talaði Sóley um allar þessar
konur við mig eins og ég þekkti þær
líka. Það tók mig nokkur ár að greina
í gegnum þann hafgrúa nafna allra
þessara merkiskvenna sem hún um-
gekkst og til þess kannski að gera
þetta enn flóknara átti hún t.d. þrjár
vinkonur sem allar hétu Inga. Með
árunum tókst mér þó að átta mig á
hver væri hvað og hvernig þær
tengdust Sóleyju og þá varð eftirleik-
urinn auðveldari fyrir mig.
Sóley var víðlesin og vel að sér, þar
kom sér vel góð tungumálakunnátta
hennar þar sem hún gat auðveldlega
lesið ensku, dönsku og þýsku. Hún
hafði ferðast mjög víða, bæði hér-
lendis og erlendis, og hafði mikinn
áhuga á bæði sögu, landafræði og
menningu. Hún var opin fyrir nýj-
ungum en hélt líka í gamlar hefðir.
Henni fannst til dæmis afskaplega
gaman að borða framandi mat og
elskaði að fara í matvöruverslanir ef
það voru einhverjir framandi dagar
þar og boðið upp á erlendar vörur.
En síðan fannst henni líka svið og
kjötsúpa eitt af því besta sem hún gat
fengið. Hún var vel að sér í landa-
fræði sem greinilega skilaði sér vel í
uppeldi barna hennar, því þegar ég
og Kiddi byrjuðum að ferðast um
landið í upphafi okkar sambands þá
kom í ljós ótrúleg vitneskja hans um
nöfn og staðhætti. Ef hann var ekki
viss um heiti á einhverju þá spurðum
við bara Sóleyju þegar við komum í
bæinn og ekki stóð þá á svari hjá
henni.
Barnabörnin fóru heldur ekki á
mis við ást og umhyggju ömmu sinn-
ar. Í augum hennar voru ekki til
meiri mannkostabörn og í hennar
huga gátu þessi börn ekki gert neitt
rangt og ef við dirfðumst að skamma
þau þá vorum við heldur betur
skömmuð til baka. Hún og Eyþór,
elsta barnabarnið hennar, voru mjög
náin og áttu hún margar sínar bestu
stundir hin síðari ár þegar hún dvald-
ist á heimili hans í Svíþjóð. Sóleyju
var mikið í mun að komast í sína síð-
ustu ferð til Svíþjóðar og þegar Kiddi
talaði við hana eftir flugið, þá var hún
mjög þreytt en afar ánægð með að
vera komin út og sagði að þetta væri
eins og vera í himnaríki. Hinn 27.
ágúst lagðist Sóley hins vegar til
svefns í síðasta sinn umkringd ást-
vinum sínum því þann dag höfðu
dóttir hennar, tengdasonur og dótt-
urdóttir komið úr ferðalagi og ætl-
unin var að þau myndu síðan fljúga
öll saman heim hinn 30. ágúst.
Við fráfall ástvina skipar söknuður
eftir því liðna stærsta sessinn, en
þessi söknuður einkennist í raun af
eigingirni okkar, því það er erfitt að
sleppa og erfitt að hugsa til þeirra
breytinga sem verða á lífi manns
þegar viðkomandi eru ekki lengur
hluti af því. Hin allra síðustu ár var
Sóley að mörgu leyti bara skugginn
af þeirri lífsglöðu kjarnakonu sem
hún hafði verið lengst af og var því
hvíldin langþráða henni löngu orðin
kærkomin. Blessuð sé minning Sól-
eyjar Kristinsdóttur.
Björk.
Það eru margar svipmyndir sem
birtast er ég hugsa um móðursystur
mína Sóleyju. Hún var einstæð móðir
og gerði það sem hún vildi. Hún var
alltaf á ferðinni og mikið um að vera í
kringum hana. Hún bjó í sama húsi
og afi og amma. Hún í risinu, afi og
amma á hæðinni. Það tilheyrði að
kíkja upp til hennar þegar við heim-
sóttum afa og ömmu. Einu sinni á ári
á þrettándanum hélt hún stórveislu
fyrir foreldra sína, systkini og börn.
Heimilið var eftir hennar höfði.
Mér fannst mikið til Sóleyjar koma.
Hún gaf sér tíma til að tala við mig og
mér fannst svo margt sem hún gerði
athyglisvert. Eflaust hef ég staðið í
gættinni og fylgst með öllu.
Það var margt svo skrýtið og fram-
andi í ísskápnum hennar. Margt sem
mér leist ekkert á, eins og sveppir,
ostar og allskyns niðursoðið græn-
metisjukk. Afi átti það til að fussa og
sveia þegar hann átti leið fram hjá
eldhúsinu hennar. En eitt var það
sem mér líkaði vel í ísskápnum henn-
ar og það var Hersey’s-súkkulaðisósa
í niðursuðudós. Stundum fékk ég að
stinga teskeið í sósuna og sleikja.
Þegar ég var fimm ára gaf hún mér í
afmælisgjöf eina svona Hersey’s-
súkkulaðidós og þeirri gjöf gleymi ég
aldrei. Þvílíkt sjálfstæði sem fylgdi
því að eiga ein þessa súkkulaðisósu-
dós.
Hún hrósaði mér oft fyrir að ég
hefði verið svo dugleg að snúa
saumavélinni fyrir hana. Þá hafði ég
staðið hjá henni og snúið en hún
saumað stelpuskjört sem hún svo
seldi. Kannski hefur þessi samvinna
haft sín áhrif á samband okkar.
Hún rak litla verslun, Dyngju á
Laugavegi 25, og á sumrin var hún
hótelstýra. Við fjölskyldan fórum og
heimsóttum hana á sumrin þegar
hún var hótelstýra á Hótel Eddu á
Varmalandi og síðar á Laugarvatni.
Eitt sumarið þegar Sóley stjórnaði
Hótel Eddu á Laugarvatni var ég
ráðin sem barnfóstra fyrir Eyþór son
Maríu Önnu. Þarna gafst mér enn og
aftur tækifæri til að vera með þeim
mæðgum og enn styrktist samband
mitt við Sóleyju.
Þegar ég átti elstu dóttur mína
Sonju Ýr og útséð var um að ég gift-
ist þá sagði ég Sóleyju að ég ætlaði að
verða eins og hún, einstæð móðir og
sjá um mig og mína dóttur sjálf. Hún
stríddi mér og sagði að ég yrði að
eignast strákinn líka. Já, það myndi
ég gera, en ef það yrði stelpa yrði hún
skírð Sóley. Síðar eignaðist ég strák
og þá fannst okkur ég verða eins og
hún. Ein með tvö börn og sjálfstæð.
Sonur minn var skírður Sölvi Steinn
og gátum við tengt nafnið Sóleyju í
gegnum Sólon Íslandus. Tveimur ár-
um síðar eignaðist ég dóttur sem var
að sjálfsögðu skírð Sóley og þá vor-
um við ánægðar.
Sóley frænka var glæsileg kona.
Mér fannst hún fallegasta konan í
ættinni. Hún var alltaf með hatt eða
flotta húfu. Hún var skvísa. Allt fram
á síðasta dag var hún flott. Síðasta
daginn sem ég sá hana, í jarðarför
föður míns, horfði ég á hana lasburða
og litla, sitjandi í hjólastól, en hún var
ekki búin að missa glæsileikann. Hún
sat í hjólastólnum í fallegum, vel
völdum fötum og að sjálfsögðu með
fínan hatt.
Það var sárt að horfa upp á þessa
glæsilegu, duglegu konu verða las-
burða og ég veit að hún var sjálf ekki
sátt við það að geta ekki stjórnað lífi
sínu eins og hún hafði alltaf gert. Ég
veit að henni líður betur nú, lausri við
hjólastólinn en glæsileg, kímin og
með fallegan hatt á höfðinu.
Elsku María Anna, Kiddi, barna-
börn, barnabarnabörn, mamma,
Rúddi og Beggi, ég votta ykkur sam-
úð mína og bið Guð að vera með ykk-
ur og okkur öllum hinum sem nú
kveðjum Sóleyju frænku.
Jóna Karólína Karlsdóttir
(Sússý).
Það var fyrir rúmum 60 árum, sem
við hittumst í 1. bekk MR, þá 13–15
ára gamlar og fullar eftirvæntingar
að hefja nýtt tímabil í lífi okkar.
Fljótt mynduðust vináttubönd, sem
Sóley átti stóran þátt í að rækta. Hún
var vinsæl meðal bekkjarsystkina
sinna, enda sérlega elskuleg, greið-
vikin og ljúf í viðmóti öllu.
Lengst af bjó hún í námunda við
foreldra sína á meðan þeirra naut við
og stóð heimili þeirra okkur vinkon-
um alla tíð opið og eigum við margar
góðar minningar frá þessum vina-
fundum.
Sérstaklega minnisstætt er okkur
17 ára afmæli Sóleyjar á Laugavegi
25 og í tilefni þess fannst okkur við-
eigandi að flytja henni afmælisbrag
sem byrjar svo: „Sautján ára Sóley
er sígur á hennar ævi …“ o.s.frv.
Um svipað leyti var stofnað til
saumaklúbbs og haldið var upp á 60
ára afmælið í fyrra.
Saumaklúbburinn hefur „starfað“
óslitið öll árin! En dýrmætust er okk-
ur þó órofa vinátta, sem engan
skugga hefur borið á.
Sóley er sú fyrsta úr hópnum okk-
ar sem kveður þennan heim og mun-
um við sakna hennar sárt og þökkum
við henni samfylgdina. Hvíli hún í
friði.
Blessuð veri minning hennar.
Börnum hennar, systkinum og fjöl-
skyldum þeirra allra sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Saumaklúbburinn.
Þegar ég frétti lát Sóleyjar setti að
mér tómleika og söknuð. Við höfðum
verið samstarfskonur og vinkonur í
rúma tvo áratugi. Þótt síðustu árin
hafi verið henni erfið vegna heilsu-
leysis og samverustundunum fækk-
aði, breytti það engu um vináttu okk-
ar.
Við unnum saman hjá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar, eins og
það hét þá, og þar gegndi Sóley því
ábyrgðarstarfi að hafa yfirumsjón
með úrvinnslu vinnuskýrslna fleiri
hundruð starfsmanna. Eins og gefur
að skilja krefst slík vinna mikillar
vandvirkni og nákvæmni og upp geta
komið álitamál þegar laun eru annars
vegar. Sóley sem var bæði kurteis og
eldklár leysti ávallt úr málum á sinn
elskulega hátt.
Ég minnist utanlandsferða okkar
sem voru skemmtilegar og viðburða-
ríkar. Í París létum við gamminn
geisa í heila viku, fórum í leikhús, þó
að við skildum ekki orð af því sem
fram fór, í óperuna, á söfn, til Versala
og margt fleira – innkaup í stórversl-
unum voru heldur ekki látin sitja á
hakanum og margt var brallað.
Sóley var í eðli sínu mikil fé-
lagsvera, hún naut þess að vera innan
um fólk og gat verið hrókur alls fagn-
aðar á góðri stundu. Börnin hennar
og öll fjölskyldan voru henni afar
dýrmæt. Oft lá leið hennar til Sví-
þjóðar þar sem dóttursonur hennar,
Eyþór, býr, en milli þeirra ríkti ein-
staklega kært samband. Hjá honum
kvaddi hún þennan heim, og ég er
viss um hvergi annars staðar hefði
hún frekar viljað vera.
Kær vinkona er kvödd með sökn-
uði og einlægri þökk fyrir trausta
vináttu frá fyrstu kynnum. Ég sendi
fjölskyldu hennar innilegar samúðar-
kveðjur.
Jónína M. Pétursdóttir.
Sóley Kristinsdóttir
GUÐMUNDUR FRIÐRIK VILHJÁLMSSON
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Ísafirði fimmtudaginn 31. ágúst.
Jarðsungið verður frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 9. september
kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.
Guðmunda Vilhjálmsdóttir,
Ásgeir Vilhjálmsson,
Hansína Vilhjálmsdóttir,
Ólafur Vilhjálmsson, Helga María Kristjánsdóttir,
Sumarliði Vilhjálmsson, Lára Jóhannsdóttir,
Jason Jóhann Vilhjálmsson, Anna Kristjánsdóttir.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞÓRÐUR ÁSGEIRSSON,
Baughól 10,
Húsavík,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
sunnudaginn 3. september, verður jarðsunginn
laugardaginn 9. september kl. 13.00. Athöfnin fer
fram frá Húsavíkurkirkju.
Fyrir hönd ástvina hans,
Friðrika Þorgrímsdóttir.
Elskuleg móðir okkar,
INGUNN SVEINSDÓTTIR,
Norður Fossi,
Mýrdal,
lést laugardaginn 26. ágúst.
Bálför hefur farið fram.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmundur Arason.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ALLA LÚTHERSDÓTTIR,
lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi
mánudaginn 4. september.
Lára M. Williams, Mark Williams,
Sigrún Ómarsdóttir, Sigurður B. Magnússon,
Sigríður Alma Ómarsdóttir, Kári V. Rúnarsson,
Ólafur Ómarsson, Stacey M. Williams
og barnabörn.