Morgunblaðið - 07.09.2006, Qupperneq 25
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 25
Rúnar Kristjánsson á Skaga-strönd veltir fyrir sér um-
ræðunni um Kárahnjúkavirkjun:
Í vitleysisgangi er verið að ljúka
Valgerðarstíflu við Kárahnjúka.
Þar raforkuverðið er laumuspil lubba
og löngun manns stendur því helst til að
gubba!
Hann bætir við:
Mannvirkið rís – þetta milljarðadæmi,
sem meinvarp í íslensku náttúruflæmi.
Og handan við stífluna landskunna að leka
mun Lómatjörn myndast á brothættum fleka!
Og Rúnar klykkir út með:
Um sérfræðihópinn ég segi ekki mikið
en sé þó ei kringum hann ljósgeislablikið.
Þar tryggingarákvæði talaðra orða
ég tel ekki haldgóðan öryggisforða.
Ef öflugur jarðskjálfti verður – mót vonum,
sem verkfræðisnilldin ei bindur í hlekki,
á stíflan að dansa og hoppa með honum
og haldast í lagi – ég trúi því ekki!
VÍSNAHORN
Af virkjun
við Kára-
hnjúka
pebl@mbl.is
Sú hugmynd hefur verið rædd innan veggja
Menntaskólans á Akureyri að banna alfarið
reykingar á skólalóðinni. Í nokkur ár hefur
verið bannað að reykja innandyra en nem-
endur og kennarar getað skotist út til þess
arna, og nú velta stjórnendur því fyrir sér
að banna ósómann alfarið á svæðinu. Þar
með yrði MA fyrsti skólinn sem færi að lög-
um hvað þetta varðar, að sögn.
Kunningi minn flutti frá Akureyri til
Reykjavíkur á dögunum, næstum því ein-
göngu til þess að fara í fjarnám við Háskól-
ann á Akureyri … Það er að vísu ekki alveg
sannleikanum samkvæmt en sagan er
skemmtilegri þannig! En fjarnámið er
a.m.k. merkilegt fyrirkomulag og umrædd-
ur maður heldur áfram námi sínu við HA
eins og ekkert sé.
Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýn-
inguna Sú þrá að þekkja og nema, um ævi
og störf sr. Jónasar Jónassonar frá Hrafna-
gili í anddyri Amtsbókasafnsins á Akureyri.
Sýningunni, sem sett er upp í tilefni af því
að 150 ár eru liðin frá fæðingu hans, lýkur á
laugardaginn, 9. september næstkomandi,
en full ástæða er til þess að hvetja fólk til
að kíkja við.
Nýstárleg íþróttakeppni, Skrifstofuleikarnir,
fór fram í Ráðhúsinu við Geislagötu 9 á
dögunum. Þar áttust við tvö lið, annars veg-
ar starfsmenn Ráðhússins og hins vegar lið
félagssviðs Akureyrarbæjar úr Glerárgötu
26. Síðarnefnda liðið fór með sigur af hólmi
skv. heimildamanni blaðsins, en þess ber að
geta að hann starfar á félagssviði bæj-
arins …
Keppnisgreinar voru óvenjulegar á Skrif-
stofuleikunum; bréfaklemmuþræðing, skrif-
stofustólarall og pappírskast í körfu auk
spurningakeppni. Sigurlaunin voru forláta
bikar, en þess var sérstaklega getið við
blaðamann að bikarinn hefði ekki verið
keyptur fyrir skattfé borgaranna! Starfs-
menn greiddu hann sjálfir.
Þetta er í fyrsta skipti sem G9 mætir G26 í
þessari keppni. Áður kepptu hæðir innan
félagssviðs innbyrðis og þá var um að ræða
einstaklingskeppni. Ýmsar hugmyndir að
nýjum keppnisgreinum hafa verið ræddar;
sú frumlegasta er líklega sú að keppa í því
hver er fyrstur til þess að sofna fram á
lyklaborðið við tölvuna! Einnig hver er
fljótastur að naga blýant og þá hefur verið
rætt um að keppa í kaffidrykkju, en það ku
gömul og vinsæl keppnisgrein hjá skrif-
stofufólki almennt.
AKUREYRI
SKAPTI HALLGRÍMSSON
Morgunblaðið/Kristján
NEMENDUR í 5B í Ekenbergs-
skólanum í Solna í Svíþjóð fá að sofa
lengur á morgnana en aðrir nem-
endur skólans. Ástæðan er sú að um-
sjónarkennarinn Peter Nordin hefur
barist fyrir því í mörg ár að grunn-
skólanemar fái að sofa út – á hverj-
um degi. Nemendur eiga að mæta í
skólann kl. níu á morgnana, klukku-
stund síðar en aðrir nemendur.
Hann segir þetta borga sig vegna
þess að börn sem fái nægan svefn nái
betri námsárangri. Nordin segir að
vegna breyttra lífshátta séu börn
þreyttari á morgnana en áður. Í
gamla daga hafi börn verið lengur
úti, hreyft sig meira og sofnað fyrr á
kvöldin. Nú á tímum sitji þau fyrir
framan sjónvarpið eða tölvuna og
fari seinna að sofa. Skólarnir taki
hins vegar ekki tillit til breyttra
svefnvenja og hefjist á sama tíma og
áður. Fréttavefur Aftonbladet hefur
eftir Torbjörn Åkerstedt, sem hefur
rannsakað svefnvenjur Svía, að 15-
16 ára unglingar séu þreyttasti ald-
urshópurinn. Helmingur þeirra sé á
mörkum þess að teljast sjúklega
þreyttur. Norskur grunnskóli ákvað
nýlega að seinka fyrstu kennslu-
stund elstu nemenda um 40 mínútur
en Åkerstedt sagði ekki víst að það
nægði til að nemendurnir fengju
nægan svefn.
heilsa
Börnin sofi
út á hverj-
um degi
SIMPLY CLEVER
GullnaStýrið
Skoda Octavia hefur meðal annars
hlotið Gullna stýrið, einhver
eftirsóttustu bílaverðlaun heims.
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
-
4
0
9
8
Afl og hagkvæmni
SkodaOctavia
Skoda Octavia með TDI dísilvél sannar að afl
og hagkvæmni þarf ekki að vera mótsögn.
Hér er kominn bíll sem sameinar fullkomlega
sparneytni og kraft. Vélin er 1,9 lítra, aflmikil
og hljóðlát og skilar 105 hestöflum. Þrátt fyrir
það er eyðslan ótrúlega lítil, aðeins 4,9 lítrar
í blönduðum akstri. Svo er Octavia TDI
fáanlegur beinskiptur, sjálfskiptur og með
sítengdu aldrifi.
*M.v. 100 km blandaðan akstur