Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
VIÐAR Sigurjónsson hefur verið
ráðinn sviðsstjóri fræðslusviðs
Íþrótta- og ólympíusambands Ís-
lands með aðsetur á Akureyri. Eru
það nokkur tíðindi, því þetta er í
fyrsta skipti sem stjórn einhvers
stoðsviða ÍSÍ er flutt út á land.
Skrifstofa ÍSÍ á Akureyri var
opnuð 1. september 1999. Viðar
hefur verið starfsmaður þar frá
upphafi og þjónað 10 héraðssam-
böndum, frá USAH í vestri til UÍA
í austri. Hann sinnir því starfi
áfram um tíma, en segir stefnt að
því að opna fleiri skrifstofur á
landsbyggðinni til að auka þjón-
ustu við hreyfinguna.
Viðar tekur við stjórn fræðslu-
sviðs af Andra Stefánssyni en hann
tekur við stjórn afrekssviðs af
Kristni J. Reimarssyni sem réð sig
til starfa hjá Reykjavíkurborg.
„Þær raddir hafa oft heyrst á
landsbyggðinni að hægt væri að
taka við einhverjum stjórnunar-
störfum hjá ÍSÍ og nú hefur það
gerst og verður vonandi hreyfing-
unni allri til heilla og framfæri,“
sagði Viðar í samtali við Morgun-
blaðið. „Við ætlum fyrst og fremst
að sýna að staðsetning sviðsstjóra
skiptir ekki máli.“
Hann segir hið nýja starf fela í
sér eitthvað fleiri ferðalög til
Reykjavíkur á fundi en hingað til
„en af þremur í sviðsstjórn
fræðslusviðs sitja tveir í Reykjavík
en einn hér, Helga Steinunn Guð-
mundsdóttir, fyrrverandi formað-
ur KA. Við fundum því eflaust bæði
hér og fyrir sunnan, eftir því hvað
hentar mönnum best hverju sinni,“
segir Viðar.
Þegar sviðsstjórinn er spurður
hvort breytinga sé að vænta með
nýjum manni í brúnni svarar hann:
„Já og nei. Það er auðvitað ekkert
leyndarmál að með nýjum mönn-
um í stjórnunarstörfum verða allt-
af einhverja nýjar áherslur og farið
í einhver ný verkefni. Það er haf-
sjór hugmynda í höfðinu á mér en
fyrst og fremst mun ég halda
áfram því góða starfi sem fyrrver-
andi sviðsstjóri hafði unnið.“
Viðar segir að menntun og
fræðsla bæði þjálfara og stjórn-
enda sé afar mikilvæg. „Það er ein-
faldlega í takt við áherslur í þjóð-
félaginu. Íþróttahreyfingin má
einfaldlega ekki dragast úr hvað
þessar áherslur snertir.“ Hann
segir fólk sem kemur í fyrsta skipti
að stjórnunarstörfum í félögum og
sérsamböndum jafnan hafa brenn-
andi áhuga á verkefninu en telur
nauðsynlegt að fólkið fái einnig
fræðslu til þess að uppfylla kröfur
sem til þess eru gerðar. „Sömu
sögu er að segja af þjálfurum.
Krafa samfélagsins er að þeir séu
vel menntaðir.“
Þegar skrifstofa ÍSÍ á Akureyri
var opnuð á sínum tíma var það
Viðari nokkurn veginn í sjálfsvald
sett hvernig starfið þar myndi
þróast. Og eftir að hann greindi að-
stæður varð Viðari ljóst að einn
þáttur yrði mjög afgerandi. „Fljót-
lega kom í ljós að um 80% starfsins
fór í fræðslustörf.“
Hann ítrekar að hvers konar
fræðsla skipti afar miklu máli.
„Mín skoðun er að hin tvö svið ÍSÍ,
afrekssviðið og almenningsíþrótta-
sviðið, þrífist að miklu leyti á
fræðslusviðinu.“
Og það rökstyður hann svona:
„Það er ekki spurning að með
markvissri og aukinni fræðslu
aukast líkurnar á því að fleiri af-
reksmenn komi fram á sjónarsvið-
ið. Eftir því sem þjálfarar, og aðrir
sem koma að afreksstarfi, hafa
betri menntun og þekkingu, aukast
líkurnar á auknum fjölda afreks-
manna og það sama gildir um al-
menningssviðið; því meiri sem
þekkingin og fræðslan er náum við
til fleiri á meðal almennings sem er
mikilvægt, því þörfin er mikil og
gildi almenningsíþrótta ótvírætt.“
Viðar Sigurjónsson er fæddur og
uppalinn í Vopnafirði. Þaðan hélt
hann á sínum tíma til náms. Hann
er útskrifaður frá Kennaraháskóla
Íslands sem grunnskólakennari
með íþróttakennararéttindi.
Viðar flutti til Húsavíkur og
kenndi þar eftir að hann útskrif-
aðist úr Kennaraháskólanum, „en
þegar auglýst var starf á skrifstofu
ÍSÍ á Akureyri á sínum tíma sótti
ég um vegna þess að mér þótti
starfið mjög áhugavert, svo vægt
sé til orða tekið.“
Viðar er kvæntur Völu Stefáns-
dóttur, deildarstjóra unglingastigs
Giljaskóla, og þau eiga þrjú börn.
Sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ með aðsetur á Akureyri frá mánaðamótum
Markviss fræðsla mikilvæg
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fræðsla að norðan Viðar Sigurjónsson, nýr sviðsstjóri Fræðslusviðs
ÍSÍ. Hann segir að með aukinni fræðslu komi fram fleiri afreksmenn.
ÞRJÚ ungmenni frá Akureyri sóttu um-
hverfisþing ungs fólks sem haldið var í
Khanty Mansiysk í Rússlandi á dögunum.
Þingið var á vegum Northern Forum sam-
takanna sem Akureyrarbær á aðild að.
Frá Akureyri fóru Marta Sigríður Ró-
bertsdóttir, sem er lengst til vinstri á
myndinni, Ólafur Evert Gunnarsson,
þriðji frá vinstri, Guðrún Sigfúsdóttir,
hægra megin við hann, og Ingunn Helga
Bjarnadóttir fararstjóri, sem er lengst til
hægri. Hinir stúlkurnar tvær á myndinni
eru rússneskar.
Á umhverfisþingunum koma saman
ungmenni frá ríkjum og borgum á norð-
urhveli jarðar og ræða og fræðast um
ýmsa þætti umhverfismála en sams konar
þing var haldið á Akureyri í fyrrasumar.
Marta Sigríður er farin til Tékklands
sem skiptinemi en Ólafur og Guðrún segja
ferðina hafa verið fróðlega en Khanty
Mansiysk er vestast í Síberíu, rétt austan
Úralfjalla. Þau segja nánast allt hafa verið
gjörólíkt því sem þau eigi að venjast hér.
„Þarna hafa t.d. orðið mun meiri um-
hverfisslys en möguleg eru hér og það var
dálítið merkilegt að fræðast um þau,“
sagði Guðrún þegar blaðamenn hittu þau
að máli.
„Það sem skiptir líklega mestu máli eru
vinirnir sem við eignuðumst þarna;
krakkar frá ólíkum löndum á þessu norð-
ursvæði sem þó eru að fást við svipaða
hluti og við,“ sagði Ólafur.
Þremenningarnir eru öll í MA og svo
skemmtilega vill til að þau voru öll saman
í bekk í Lundarskóla á sínum tíma.
Fróðleg ferð
í austurveg
»Stoðsvið ÍSÍ eru þrjú; af-rekssvið, fræðslusvið og
almenningsíþróttasvið.
»Fræðslusvið er það fyrstasem flutt er úr höf-
uðstöðvum ÍSÍ og út á land.
»Verkefni fræðslusviðs erum.a. að kynna stefnu ÍSÍ í
forvarnarmálum og jafnrétt-
ismálum, að halda námskeið í
samstarfi við önnur svið ÍSÍ
og samstarf við skóla, félög
og félagasamtök á sviði
íþrótta og tómstunda.
Í HNOTSKURN
AKUREYRI
ÞORBJÖRG Helga Vigfúsdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, var
kjörin formaður leikskólaráðs á
fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á
þriðjudaginn en þá fór fram kosning
sjö manna í ráðið
til loka kjörtíma-
bilsins. Í ráðinu
sitja einungis
konur en þær
eru: Helena
Ólafsdóttir, Anna
Margrét Ólafs-
dóttir, Þorbjörg
Helga Vigfús-
dóttir, Áslaug
Friðriksdóttir,
Sigrún Elsa
Smáradóttir, Oddný Sturludóttir og
Svandís Svavarsdóttir.
Á fundinum fór fram fjörleg um-
ræða um málefni hins nýja leikskóla-
ráðs og settu borgarfulltrúar Sam-
fylkingar, Vinstri grænna og
Frjálslyndra fram bókun þar sem sú
ákvörðun meirihlutans „að kljúfa
leikskólamál frá öðrum menntamál-
um í borginni“ var gagnrýnd.
„Ákvörðunin er úr takti við alla
skólaþróun undanfarinna ára,
menntun kennara, þróun fagum-
hverfis og hefur auk þess ekki verið
studd neinum athugunum eða könn-
unum á reynslunni af núverandi fyr-
irkomulagi né viðhorfsathugunum
meðal fagfólks. Að öllu skoðuðu virð-
ist liggja fyrir að einu gildir fyrir
nýjan meirihluta hvað fagfólk og
hagsmunaaðilar hafa fram að færa,“
segir m.a. í bókuninni.
Í ræðu Þorbjargar Helgu Vigfús-
dóttur á fundi borgarstjórnar kom
fram að stofnun ráðsins væri auljós-
lega til þess fallin að auka áherslur
borgarinnar á málefni barna á leik-
skólaldri.
„Sú ákvörðun um að svo mikilvæg-
ur málaflokkur, sem veltir um 6
milljörðum á ári, fái sinn eigin um-
ræðuvettvang er afar eðlileg og sjálf-
sögð. Aukinn vettvangur fyrir mál-
efni yngstu Reykvíkinganna er sterk
fagleg rök fyrir stofnun leikskóla-
ráðs.“
Þorbjörg sagði jafnframt að í leik-
skólaráði myndi gefast meiri tími til
að ræða og móta skólastarf leikskól-
ans og að auki yrði rætt um málefni
sem vörðuðu yngstu börnin sem ekki
væru enn í leikskóla.
Eingöngu konur
í leikskólaráði
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
Deilt um málefni ráðsins í borgarstjórn
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
hvetur ríkisvaldið til að íhuga vand-
lega að starfsemi sem tengist heilsu-
vernd borgarbúa verði höfð áfram á
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við
Barónsstíg. Til-
laga þessa efnis
var samþykkt á
fundi borgar-
stjórnar á þriðju-
daginn og sam-
þykkt borgarráðs
frá árinu 2005
ítrekuð þar sem
fram kemur að
Heilsuverndar-
stöðin henti
ágætlega þeirri þjónustu sem þar er
nú veitt.
Ólafur F. Magnússon, borgar-
fulltrúi Frjálslynda flokksins, lagði
fram tillöguna og var hún breytt
samþykkt með fjórtán samhljóða at-
kvæðum.
„Tillögur mínar varðandi þetta
efni hafa ýmist verið felldar eða þeim
vísað til borgarráðs en nú var þetta
samþykkt og það er mikill árangur,“
segir Ólafur en hann fagnar því að
borgarstjórn skuli loks styðja fagleg
rök í málinu.
„Rökin eru þau að það myndi
valda mikilli þjónustuskerðingu ef
starfsemin flyttist á brott. Þannig er
þetta bæði í þágu borgarbúa og ein-
dreginn vilji starfsfólksins. Umfram
allt eru fagleg og þjónustuleg rök
fyrir þessu.“
Aðspurður segist Ólafur vona að
stuðningsyfirlýsing við ábendingar
starfsfólks og fagaðila geti fengið
heilbrigðisyfirvöld til þess að hugsa
sinn gang hvað varðar málefni
Heilsuverndarstöðvarinnar en hún
sé nauðsynleg heilsugæslu Reykja-
víkur.
„Það hlýtur að hafa eitthvert vægi
að kjörnir fulltrúar Reykvíkinga í
borgarstjórn bendi á það ófremdar-
ástand sem hlytist af brottflutningi
starfseminnar.“
Núverandi eigendur
í vandræðum með eignina
Heilsuverndarstöðin var seld und-
ir lok síðasta árs en kaupendurnir,
Mark-Hús ehf., keyptu eignina á 980
milljónir króna. Allt ytra byrði
Heilsuverndarstöðvarinnar telst
verndað ásamt tilheyrandi innrétt-
ingum, gólfefnum og frágangi. Nýir
eigendur geta því ekki fjarlægt eða
breytt þessum hlutum hússins án
leyfis húsafriðunarnefndar ríkisins.
Ólafur telur að núverandi eigend-
ur húsnæðisins muni eiga í stökustu
vandræðum með eignina enda sé
ljóst að hún henti einfaldlega best til
þeirrar starfsemi sem þar fer nú
fram.
„Ég tel að það verði hugsanleg
lending í málinu að heilbrigðisyfir-
völd sjái til þess að ríkið eignist
Heilsuverndarstöðina aftur eða geri
að minnsta kosti leigusamning um að
núverandi starfsemi fari þar fram.“
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur nauðsynleg heilsugæslunni
Núverandi starfsemi
verði haldið áfram
Morgunblaðið/Golli
Friðað hús Ytra byrði Heilsuverndarstöðvarinnar telst verndað.
Ólafur Magnússon
» Leikskólaráði er ætlað aðfara með málefni barna á
leikskólaaldri í Reykjavík og
þjónustu við foreldra þeirra
en málefni leikskólans og
daggæslu í heimahúsum
munu færast frá menntaráði
til hins nýja leikskólaráðs.
» Þar til nýtt leikskólasviðverður stofnað fer
menntasvið og sviðsstjóri þess
með framkvæmd verkefna
fyrir leikskólaráð en ráðið
tekur til starfa hinn 15. sept-
ember nk.
Í HNOTSKURN