Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 33
þegar maður leit út um gluggann.
Það var á þeim tíma sem ég ákvað að
fara svolítið í fótspor þín, læra þitt
fag, matreiðslu. Þú sem hafðir kennt
mér svo margt áður tókst mig á
samning í matreiðslu og gekkst í
gegnum það nám með mér á hóteli
fjölskyldu okkar. Það var alveg of-
boðslega skemmtilegur tími, margar
flottar veislur, forsetar og drottning-
ar, jökla- og fjöruveislur, staðsetn-
ingin skipti ekki máli, við græjuðum
matinn og vorum foreldrum okkar til
mikils sóma. Frábær tími í reynslu-
bankanum. Já, sá merkilegi banki.
Síðastliðin ár hafa heldur betur verið
mikil innlögn í hann. Fyrir 7 árum,
eiginlega upp á dag, skelltum við
okkur í djúpu laugina, fórum í fyr-
irtækjarekstur, bjartsýnir ungir
menn, fullir af hugmyndum og
áræði, enda leið ekki á löngu áður en
allt var orðið brjálað að gera, unnið
myrkranna á milli og allt leit nokkuð
vel út, en Adam var ekki lengi í para-
dís, fyrsta árás eitursins varð á
miðju sumri 2000, og lét þig ekki í
friði eftir það. Ég er alveg búinn að
missa tölu á uppskurðum og með-
ferðum sem þú fórst í. Skera hér og
skera þar, þessi meðferð og hin, en
engin þeirra varð til þess að þú losn-
aðir við þetta krabbamein að fullu.
Þú komst allaf fullur bjartsýni inn í
eldhúsið aftur eftir hverja aðgerð,
því þetta var nefnilega sú síðasta. En
það er þetta með Adam og para-
dísina, hún er skammvin, alltaf kom
þetta aftur og sami prósess fór í
gang. En þó að reksturinn gengi
ekki vel komstu ákveðinn inn aftur
og gafst okkur bjartsýnissprautu.
Og við héldum áfram bjartsýnir
bræður á batnandi hag. En svona er
þetta bara, allt tekur enda, okkar
daglegu samskipti líka, ég flyt aust-
ur aftur heim á Hornafjörð en þú
heldur þínu lífi áfram í Reykjavík.
En innlögnin í reynslubankann eftir
þessi 7 ár er stór og erfið og hefur
skilið eftir sig stóran lærdóm. Því,
kæri bróðir, þú kenndir mér gríðar-
lega margt, ekki bara það að elda
góðan mat og umgangast hann með
virðingu, heldur einnig þessa mann-
legu hlið, elska og dá fjölskylduna.
Þú varst alla tíð mjög stoltur og
ánægður með börnin þín og konu,
enda standa þau alveg undir því. Síð-
ustu veislur sem ég fékk að taka þátt
í með þér voru núna í vor og í sumar.
Óðinn Birgir fermdur og glæsilegt
brúðkaup Örnu Þórdísar. Það var
mér gríðarlegur heiður að fá að
standa við hlið þér í sumar og skera
kjötið fyrir veislugesti, ég gerði mér
grein fyrir því þá að þetta væri lík-
lega í síðasta skipti sem það gerðist,
því þótt þú værir voða spraðalegur
svona út á við, sá ég þetta alveg, en
ekki láta bera á því, klára þetta verk-
efni með stæl, að vanda.
Jæja, kæri bróðir, alveg fram í
blálokin hélstu áfram að leggja inn í
reynslubankann hjá mér, þú ætlaðir
ekki að láta þetta eitur hafa þig all-
an, barðist fram í blálokin og leyfðir
okkur öllum að taka þátt í þinni bar-
áttu. Ég er mjög stoltur af því að
vera bróðir þinn, Árni Stefán. Ég er
þér þakklátur, þakklátur fyrir svo
margt, en fyrst og fremst þakklátur
fyrir því að hafa kynnst þér, alla
viskuna sem þú hefur kennt mér,
hafa unnið með þér og fengið að
elska þig, elsku stóri bróðir.
„When I think of angels – I think
of you.“
Gauti Árnason.
Kæri vinur þar sem ég sit með
sorg í hjarta og hugsa til þín er þakk-
læti efst í huga mér, þakklæti fyrir
að hafa kynnst manni sem var jafn
fallegur að utan sem innan. Okkar
kynni hófust fyrir um 15 árum þegar
ég kom inn í fjölskylduna en síðustu
7 ár hefur samgangur okkar verið
mikill. Þegar þið Gauti byrjuðuð með
fyrirtækið ykkar var það bjartsýni,
dugnaður og mikill vilji sem hélt
ykkur gangandi en þótt slóðin
reyndist skrykkjótt og oft á tíðum
mjög erfið og hálflokuð stóðst þú
alltaf sem klettur og hughreystir
okkur. Ég hefði ekki fyrir nokkurn
mun viljað missa af því samstarfi, ég
er reynslunni ríkari og sú reynsla er
afar mikilvæg fyrir mig nú. Við sem
fylgdumst með þér í veikindum þín-
um dáðumst að hversu miklum krafti
þú bjóst yfir og alveg fram á síðasta
dag fann maður hversu mikill maður
þú varst. Mér þótt vænt um hvað við
áttum gott með að tala saman og
þegar við Gauti fluttum heim á
Hornafjörð með fjölskylduna okkar
töluðum við oft saman í síma, þá
spurði ég þig hvernig þér liði og þú
sagðir ,,bara ágætlega“ og þá sagði
ég við þig að þú ættir nú skilið að fá
óskarinn fyrir leikhæfileika þína því
þú lékir svo vel en þú sagðist bara
ætla að halda áfram að hafa aðal-
hlutverkið annars væri ekkert gam-
an að þessu. Við höfum sem betur fer
átt margar góðar stundir saman og
að þeim öllum ólöstuðum langar mig
að minnast á yndislega tíma sem við
áttum öll saman í vor við fermingu
Óðins og svo nú í sumar í brúðkaupi
Örnu Þórdísar og Sigurþórs, þar
sem þú varst í þínum bestu hlutverk-
um, stoltur faðir brúðar og ferm-
ingabarns og matreiðslumeistari
fram í fingurgóma. Þú varst ákaflega
barngóður og þótti mínum börnum
mjög vænt um þig og á þeim eftir að
finnast skrýtið að koma í heimsókn í
Hafnarfjörðinn og sjá þig ekki þar.
Þú varst stoltur af börnunum þínum
og það máttir þú líka vera þvílíkar
perlur sem þau eru. En stoð þín og
stytta var samt hún Þóra konan þín
sem er búin að vera eins og bjarg þér
við hlið. Ég var sem betur fer oft bú-
in að segja þér hversu vænt mér
þótti um þig og vona ég að þú hafir
fundið þá væntumþykju. Þú hafðir
mikinn áhuga á tónlist og í frægum
texta segir:,,Show must go on …“ og
það er það sem ég held þú myndir
vilja, þótt erfitt verði ætlum við að
gera okkar besta. Elsku Þóra, börn,
foreldrar, tengdaforeldrar, systkini
og aðrir ættingjar, ég bið ykkur guðs
blessunar á þessum erfiðu tímum.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum,
hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta.
Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snert-
ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með glöðum
hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið
glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég,
þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Blessuð sé minning Árna Stefáns.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín mágkona
Ragnheiður.
Það er með miklum trega og sökn-
uði sem ég kveð minn góða vin í dag.
Margs er að minnast allt frá þeim ár-
um sem við kynntumst þegar við hóf-
um nám til matreiðslu á Hótel Sögu.
Þú fluttur í bæinn frá Höfn í Horna-
firði og búinn að fá þér leigt herbergi
í Hraunbænum. Það tók ekki langan
tíma fyrir okkur að ná saman. Báðir
hressir og opnir fyrir öllum tækifær-
um sem biðu okkar.
Tími okkar í náminu einkenndist
af mikilli vinnu þar sem hver auka-
vaktin var tekin sem okkur var boðið
upp á. Á þessum árum eru mér
minnisstæðar ferðir okkar til Hafnar
þar sem þú varst eins og kóngur í
ríki þínu og þekktir alla. Og að sjálf-
sögðu urðum við að fara uppí Lón og
kíkja hvort eitthvað væri um að vera.
Svo var gist og borðað hjá foreldrum
þínum þar sem hver stórveislan á
fætur annarri var sett á borð fyrir
okkur. Það er margs að minnast.
Eftir að þú fluttir í borgina varð
samband okkar enn nánara og eft-
irtektarvert fannst mér hvað fjöl-
skyldan skipaði stóran sess í lífi þínu.
Ekkert var of stórt eða of mikið að
þú reyndir ekki að verða við óskum
hvers og eins.
Svona varstu, sagðir aldrei nei við
einn eða neinn.
Örlögin höguðu því þannig að síð-
asta árið vorum við báðir komnir í
hóp sjúklinga að berjast við sama
sjúkdóminn. Ófáir eru þeir kaffisop-
arnir og súpudiskarnir sem við feng-
um okkur í Ljósinu í Neskirkju.
Mig langar að þakka þér fyrir
samfylgdina sem lauk alltof, alltof
fljótt. Ég veit að ég á eftir að sakna
þess að geta hringt í þig eins og ég
var vanur.
Ég votta fjölskyldu þinni mínar
innilegustu samúðarkveðjur og bið
Guð að styrkja hana á erfiðum tím-
um. Minning um minn góða vin mun
aldrei gleymast.
Haukur Þorvaldsson.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 33
✝ Ingunn Sveins-dóttir fæddist á
Ásum í Skaftár-
tungu 12. septem-
ber 1915. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
í Víðinesi 26. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sveinn Sveinsson
bóndi, f. 5. desem-
ber 1875 að Hörgs-
landi á Síðu, d. 14.
janúar 1965, og Jó-
hanna Sigurðar-
dóttir, f. 21. október
1879 á Breiðabólstað á Síðu, d. 2.
júní 1968. Framan af bjuggu þau
að Ásum í Skaftártungu en flutt-
ust að Norður Fossi í Mýrdal
1923. Börn þeirra urðu 15 og 12
þeirra komust á legg. Eftirlifandi
er Gísli Sveinsson en látin eru Sig-
ursveinn, Gyðríður, Guðríður,
Runólfur, Sveinn, Páll, Kjartan,
Guðmundur, Sigríð-
ur og Róshildur.
Ingunn giftist
Ara Kr. Eyjólfssyni,
f. 17.2. 1892, d. 26.9.
1953. Barn Ingunn-
ar og Ara er Guð-
mundur Arason, f.
25.6. 1938. Börn
hans og Þórunnar
Gestsdóttur eru:
Elíza, f. 14.11. 1962,
Ari, f. 7.12. 1962,
Gestur Ben, f. 1.9.
1966, Ingi Þór, f.
1.3. 1971, og Hjör-
dís, f. 17.10. 1972. Börn Ara af
fyrra hjónabandi sem öll eru lát-
in, voru: Anna María, f. 11.8.
1919, Guðný, f. 2.9. 1920, Ragna,
f. 31.5. 1922, og Þorlákur Ari, f.
25.4. 1925.
Minningarstund um Ingunni
verður haldin í Fossvogskirkju í
dag og hefst klukkan 15.
Amma okkar, Ingunn Sveinsdótt-
ir, eða Inga amma eins og við systk-
inin kölluðum hana alltaf, er dáin.
Inga amma var hörkudugleg kona
sem lét sér aldrei neitt fyrir brjósti
brenna og hafði allt á hreinu til síð-
asta dags. Inga amma flutti ung til
Reykjavíkur og ekki löngu síðar gift-
ist hún Ara afa og þau eignuðust
Guðmund einkason sinn. Þau hjónin
bjuggu lengi í stóru húsi á Fjólugöt-
unni og þar hýstu þau marga enda
var oft gestkvæmt þar og varð henni
tíðrætt um þann tíma. Eftir að amma
varð ekkja fékk hún margar snjallar
hugmyndir til að framfleyta sér og
ein þeirra var að leigja út frá sér her-
bergi í stóra húsinu og heyrðum við
margar sögur frá þeim tíma í gegn-
um tíðina.
Inga amma var ekki manneskja
sem talaði um hlutina heldur fram-
kvæmdi hún þá líka og m.a. stofnaði
hún þvottahús með systkinum sín-
um, hún setti á stofn saumastofu,
gerðist ráðskona auk þess sem hún
réð sig til starfa hjá ferðaskrifstof-
unni Útsýn á Ítalíu í 11 sumur og
margt fleira. Við systkinin fengum
oft að fljóta með til Ítalíu á þeim ár-
unum og eigum við margar góðar
minningar þaðan. Amma lét það ekk-
ert há sér að hún talaði hvorki
ítölsku né ensku því hún talaði bara
kjarngóða íslensku með ívafi úr öðr-
um tungumálum og það, ásamt hæfi-
legu handapati, dugði henni vel.
Þó að amma ynni mikið í gegnum
tíðina átti hún líka sín áhugamál og
þar verður að nefna helstu ástríðu
hennar á yngri árum, þ.e. stangveið-
ina, en hún var einn af stofnendum
Stangveiðifélags Reykjavíkur þó að
Grímsá væri í miklu uppáhaldi hjá
henni. Amma var sannkölluð veiði-
drottning og hlotnuðust henni
nokkrir bikarar í gegnum tíðina
vegna veiðiafreka sinna, þar á meðal
fyrir stærsta fisk ársins veiddan af
konu í Stangveiðifélaginu það árið.
Við systkinin eigum ömmu okkar
margt að þakka og margar minning-
ar tengjast henni. Hún kenndi okkur
margt og við vorum afar lánsöm að
hafa átt hana svona lengi að auk þess
sem börnin okkar fengu að kynnast
ömmu löngu, eins og þau kalla hana.
Hún var stór hluti tilveru þeirra og
nú tala þau um ömmu löngu sem
engil á himnum sem fylgist vel með
okkur öllum og passar upp á allan
hópinn. Fram á síðasta dag fylgdist
elsku amma allaf með því hvað hver
og einn var að sýsla í lífinu og leyfði
sér alveg að hafa skoðanir á því, og
var alveg sama hvað öðrum þótti um
hennar skoðun. Amma fór sínar eig-
in leiðir og lét engan segja sér hvað
væri viðeigandi. Þá var hárbeitti og
kaldhæðnislegi húmorinn aldrei
langt undan og gerði hún að gamni
sínu fram á síðasta dag.
Inga amma var búin að bíða eftir
því að fá að fara og hafði nokkrum
sinnum haft á því orð að nú væri hún
að hugsa um að fara að fara því að
þetta væri orðið gott enda var hún
rúmliggjandi síðustu árin auk þess
sem bæði sjón og heyrn voru farin að
bila. Eins mikið og við söknum henn-
ar vitum við að nú líður henni betur
og að nú er hún farin að sjá og heyra
á ný og ef við þekkjum hana rétt er
hún áreiðanlega farin að skella í góm
og fussa yfir mistökum okkar í dag-
lega lífinu um leið og hún aðstoðar
okkur við að ráða fram úr málunum,
alveg eins og í gamla daga.
Við barnabörn Ingunnar viljum
þakka öllu því góða fólki sem kom að
umönnun Ingu ömmu síðustu árin,
bæði á Dalbrautinni og í Víðinesi,
kærlega fyrir alla velvildina og hug-
ulsemina í hennar garð. _
Barnabörnin,
Elíza, Ari, Gestur Ben,
Ingi Þór og Hjördís.
Ingunn Sveinsdóttir, Inga frænka,
föðursystir okkar bræðra er látin á
91. aldursári. Við lærðum strax í
æsku að þekkja og meta Ingu því
faðir okkar, Runólfur, og hún voru
náin og miklir vinir. Heimsóknir
urðu því tíðar á Fjólugötuna þar sem
þau Ari og Guðmundur sonur þeirra
bjuggu.
Nú er Inga fallin frá síðust af
systrunum, en yngsti bróðirinn,
Gísli, er einn eftir af stóra barna-
hópnum frá Ásum í Skaftártungu.
Þessi stóri systkinahópur hefur
haldið alveg einstaklega vel saman
og alla okkar tíð hefur þessi frænd-
garður verið sérstaklega samheld-
inn. Inga frænka hefur verið órjúf-
anlega tengd okkar fjölskyldu frá
okkar barnæsku því hún átti mikið í
okkur bræðrum, en einkum Þórhalli.
Ingunn var afar fríð og glæsileg
kona. Hún kom okkur fyrir sjónir
sem sterk kona sem stýrði stóru
heimili og var miðpunktur samskipta
á Fjólugötunni. Þar bjó hún foreldr-
um sínum fagurt heimili á þeirra
ævikvöldi. Ingunn tengdi með þessu
móti saman kynslóðirnar því afi og
amma fengu margar heimsóknir og
naut frændgarðurinn þá gestrisni
Ingu. Við bræður og fjölskyldur okk-
ar höfum átt því láni að fagna að eiga
föðurfólkið í mikilli nálægð, á meðan
þau lifðu, og ávallt á okkar fundum
var brugðið upp sögustund frá æsku
þeirra að Ásum og minnisverðum
stundum á lífsins leið. Þvílíkar sögur,
þvílíkt líf og svo margt sem enginn
skilur í dag, Kötlugos, lífsbaráttan í
Ásum og að eiga mat fyrir allan hóp-
inn. Hvernig fór fólk ferða sinna yfir
fljótin miklu? Sögur um leyndar-
dóma sandanna, stóru vatnahestana
hans afa Sveins og ótrúleg ferðalög
hans sem bónda og pósts um Suður-
land. Þessi fjársjóður af sögum var
okkur svo kær, auk þess sem Inga
sagði okkur sögur af föður okkar og
prakkarastrikum þeirra systkina.
Fallegar minningar um yndislega
föðursystur er það sem við eigum og
deilum með ættingjum okkar. Við
bræðurnir og fjölskyldur okkar
sendum hennar nánustu okkar inni-
legustu samúðarkveðjur er við
kveðjum okkar fallegu og höfðing-
legu Ingu frænku.
Þórhallur, Sveinn og Halldór.
Ingunn Sveinsdóttir
Útför móður okkar,
UNNAR ZOÉGA
fyrrverandi póstfulltrúa,
fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 8. sept-
ember kl. 14.00
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðný, Halldóra,
Steinunn og Unnur Jónsdætur.
MUFF WORDEN
tónlistarkennari
á Seyðisfirði,
verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju í dag,
fimmtudaginn 7. september, kl. 14:00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á styrktarsjóð til áfram-
haldandi starfs Bláu kirkjunnar.
(Reikn. 0176-26-90, kt. 620500-2830).
Systkini og vinir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma,
ÞORBJÖRG GYÐA THORBERG,
sem lést á líknardeildinni í Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 8. september kl. 11:00.
Sigurður Þór Þórsson, Ragna Rúnarsdóttir,
Diane Harwood Futch, Michael Futch,
Kristín Thorberg, Jónas Vigfússon,
Helga Thorberg
og barnabörn.