Morgunblaðið - 07.09.2006, Side 22
ferðalög
22 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
SKÍÐABREKKURNAR í frönsku
ölpunum þykja með þeim bestu í
heiminum, hvort heldur litið er til
þeirra sem eru orðnir leiknir í íþrótt-
inni eða þeirra sem eru að taka sínar
fyrstu salíbunur á skíðum. Þeir sem
hafa búið á Norðurlöndunum sakna
líka margir hverjir að skíða niður
góðar brekkur í faðmi norskra og
sænskra fjalla.
Ekki er boðið upp á skipulagðar
ferðir á þessi svæði frá Íslandi held-
ur horfa íslenskar ferðaskrifstofur
að mestu til Austurríkis, Ítalíu og
Bandaríkjanna þegar kemur að
skíðaferðum.
Gistiaðstaða hentar ekki
Úrval Útsýn er með skipulagðar
skíðaferðir á sex áfangastaði í Aust-
urríki, Ítalíu og Ameríku en hvorki
til Frakklands né Norðurlandanna.
Guðrún Sigurgeirsdóttir, fram-
leiðslustjóri fyrirtækisins, segir
tvær ástæður helstar fyrir því að
ekki er boðið upp á skíðaferðir í
frönsku alpana. „Annars vegar er
erfiðara að komast að frönsku ölp-
unum því þar er ekki flugvöllur sem
leiðir þig beint að staðnum, líkt og í
Veróna á Ítalíu og Salzburg og Ins-
bruch í Austurríki. Hins vegar hent-
ar gistiaðstaða í frönsku ölpunum
ekki íslenskum ferðamönnum. Ann-
aðhvort eru þeir með ævintýralega
dýr hótel eða þá íbúðarsamstæður í
fjöllunum þar sem engri þjónustu er
til að dreifa eða huggulegheitum.
Þar er hvorki að finna „Bed and
Breakfast“ gistingu eða venjuleg
þriggja, fjögurra stjörnu hótel með
hálfu fæði og það hefur dregið úr því
að við förum með fólk þangað.“
Hún segir ferðalanga einnig
veigra sér við frönskuna en þó fari
alltaf einn og einn hópur í frönsku
alpana á eigin vegum. „Þá leigir fólk
sér rútu frá Frankfurt, eða tekur
lest og svo aftur leigubíl upp í fjöllin.
Almennt fáum við þó lítið af fyr-
irspurnum um þetta efni.“
Hvað varðar Norðurlöndin segir
Guðrún lítinn áhuga á skíðaferðum
þangað. „Það eru einfaldlega ekki
eins góðar skíðabrekkur á Norð-
urlöndunum og í ölpunum. Ef fólk
ákveður á annað borð að leggja í
þann kostnað sem fylgir því að fara
til útlanda á skíði, þ.e. kaupa flug,
gistingu og skíðapassa vill það kom-
ast á alvöru skíðasvæði og þau er að
finna í Ölpunum, hvort sem það er í
Frakklandi, Austurríki, eða Ítalíu.“
Slök enskukunnátta
Heimsferðir bjóða upp á skíða-
ferðir á tvo staði í Austurríki en að
sögn Bjarna Ingólfssonar markaðs-
stjóra er ástæða þess að Frakkland
er ekki meðal áfangastaða sú að erf-
iðara sé með gistingu í frönsku ölp-
unum auk þess sem hún er dýrari en
gengur og gerist annars staðar.
„Slök enskukunnátta á þessum slóð-
um dregur líka úr áhuga fólks á ferð-
um þangað,“ bætir hann við. „Fyrir
okkur sem ætlum að halda úti reglu-
bundnu flugi yfir talsverðan tíma
skiptir þetta máli og hefur ekkert að
gera með það hvort skíðasvæðin séu
frambærileg eða ekki.“ Hann segir
fyrirtækið ekki hafa séð forsendur
til þess að skipuleggja skíðaferðir til
Norðurlanda, enda haldi flugfélögin
úti reglubundnu flugi til þeirra
landa.
Íslenskir skíðaáhugamenn sem
renna hýru auga til Frakklands og
Norðurlanda þurfa þó ekki að deyja
ráðalausir heldur geta alltaf skipu-
lagt ferðir á eigin vegum. Í því sam-
bandi er hægt að styðjast við heima-
síður flugfélaga og erlendra
ferðaskrifstofa í þeim efnum. Eins
má benda á vefsvæðið www.ifyo-
uski.com þar sem fjallað er um
Frábærar brekkur
í frönsku ölpunum
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Það er erfitt fyrir Ian Watsonað mæla með aðeins einniborg í Evrópu enda hefurhann ferðast um þær ófáar
sem leiðsögumaður og höfundur
nokkurra ferðahandbóka um lönd í
álfunni. ,,Eftir margra ára ferðalög
um heiminn get ég ekki nefnt eitt-
hvert eitt land umfram annað,“ segir
Bandaríkjamaðurinn Ian sem er
doktor í félagsfræði og hefur verið
búsettur á Íslandi í fimm ár. Hann er
alþjóðafulltrúi við Viðskiptaháskól-
ann á Bifröst þar sem hann kennir
einnig.
,,Það er nánast hvert einasta land
Evrópu í uppáhaldi hjá mér enda hef-
ur hvert þeirra sín sérkenni og merk-
ingu fyrir mig. Almennt þykir mér
fólk einblína um of á stóru borgirnar
þegar það skipuleggur ferðalög sín.
Það er vitaskuld frábært að fara til
Parísar, Amsterdam, Stokkhólms,
Kraká, Tókýó, Auckland eða San
Francisco en nýt ég þess betur að
ferðast til smærri staða. Beaune, Ha-
arlem, Kalmar, Pszczyna, Matsu-
yama, Napier eða Eugene myndu
hins vegar verða mínir ákvörð-
unarstaðir í þessum löndum,“ segir
hann og brosir. ,,Loftið er hreinna í
minni borgum, verðið lægra, það er
auðveldara að versla, minna um
glæpi, auk þess sem manni gefst færi
á því að kynnast staðbundinni menn-
ingu betur en í stórborgunum.“
Ian tekur Ungverjaland sem
dæmi. ,,Búdapest er heillandi en hún
er stór og getur verið frekar yfir-
þyrmandi. Það er erfitt að fá yfirsýn
yfir borgina á stuttum tíma. Í minni
fyrstu ferð til Ungverjalands myndi
ég því fara til Eger, sem er borg í um
tveggja tíma akstursfjarlægð frá
Búdapest. Hún er minni en Reykja-
vík en stærri en Akureyri. Eger er
háskólaborg og í miðju eins besta vín-
svæðis Ungverjalands. Þar er fallegt
aðaltorg og göngustígar og leiðir út
um allt í borginni. Í Eger er er hægt
að klífa bænaturn í mosku frá valda-
tíma Tyrkja í Ungverjalandi á síðmið-
öldum, skoða kastala, bragða á ung-
versku bakkelsi og borða frábæran
mat, horfa á stúdentaleikhús svo fátt
eitt sé nefnt. Gisting er nær helmingi
ódýrari en í Búdapest en ég get mælt
með hótelunum Senator-Ház, Szent
János og DobóVendégház sem eru
virkilega fín og á sanngjörnu verði.“
Ungverjaland Í Eger er hægt að klífa bænaturn í mosku frá valdatíma Tyrkja í Ungverjalandi á síðmiðöldum, skoða kastala, bragða á ungversku bakkelsi og borða frábæran mat.
Það er ekki síðra að ferðast til minni borga
Í minni borgum fær ferðamaðurinn oft meira fyrir
minna en upplifunin er ekki síðri segir Ian Watson,
höfundur nokkurra ferðahandbóka um Evrópu.
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Leiðsögumaður Ian Watson er hér í hlutverki leiðsögumannsins
á vínyrkjugarði einum í Ungverjalandi.
Vika á Spáni
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
3
15
83
03
/2
00
6 13.200 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar.
Bíll úr flokki A
50 50 600 • www.hertz.is
*
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
*Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar