Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 8

Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta er ekkert persónulegt, Valgerður mín, það veiðist bara svo vel á þig. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing-maður Samfylkingarinnar, fjallar um náttúruverndaráætlun, sem Alþingi hefur samþykkt fyrir árin 2004 til 2008, á heimasíðu sinni: „Áætlunin hefur ekki lagagildi en umhverfisráðherra er falið að hrinda henni í framkvæmd. Nú er gildistími náttúruverndaráætlunar hálfnaður og að- eins eitt svæði verið friðlýst samkvæmt henni. Eitt svæði af fjór- tán sem lagt er til að friðlýsa. Það getur hvorki tal- ist skjótur né góður árangur en með þessu áfram- haldi mun það taka marga áratugi að friðlýsa verð- mætustu náttúrusvæðin á Íslandi.“     Þórunn beinir spjótum sínum ekkiað stofnunum og embætt- ismönnum heldur löggjafanum, sem hafi sett ófullnægjandi lagaramma um verkefnið og heldur ekki gefið því nauðsynlegan forgang, m.a. með því að setja kraft í öflun grunn- gagna um náttúru landsins og gerð náttúrufarskorta, sem enn sé ekki lokið.     Samkvæmt núgildandi nátt-úruverndaráætlun er friðlýsing svæða í höndum umhverfisráð- herra, m.ö.o. friðlýsing hefur reglu- gerðargildi en ekki lagagildi. Það þýðir að henni má breyta með einu pennastriki ráðherra, eins og dæm- in sanna. Þetta fyrirkomulag getur varla talist viðunandi nema það sé ætlun manna að samþykkja sérlög um öll verðmætustu svæði landsins. Ég er þeirrar skoðunar að í þessum efnum eigi að styðjast við almenna löggjöf en ekki sérlöggjöf um verndun tiltekinna svæða. Slík vinnubrögð heyra fortíð til.“     Þórunn hittir hér á veikan blett.Hvaða tilgangi þjónar það að setja sér markmið í náttúruvernd- aráætlun, sem fyrirfram er vitað að útilokað er að náist? Það lítur vel út og hentugt að geta vitnað til fag- urra fyrirheita í ræðum, en oft þarf meira en góðan ásetning til þess að hlutirnir gerist. STAKSTEINAR Þórunn Sveinbjarnardóttir Áform og efndir VEÐUR                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! '( '- '. '/ '- '0 '1 23 '1 '0 -' 4! 5   4! 4! ) % ) % 6 4! 4! 4! )*4! 4!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! 0 ! 20 2/ 2. 2/ '1 '0 '' '' '' '7 '7 )*4! 6 4! )*4! 4! )*4! 6 4! 4! 4! 6 4! 6 4! 6 4! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 27 3 ( ( 2- . 0 / 27 2- 23 4! 4! 4! )*4! 6 4! 4! 4! 4! 4!   *%   4! 9! : ;                          !  "  #      $  %    #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   89    = -         !!  *  4!   !    :     ;  %   /     /<27 :      !   ( 2/  <6  % *     =  4 %)   *  :      3 2/  "3(4> ><4?"@A" B./A<4?"@A" ,4C0B*.A" '72 12' 7=2 7=2 //- 0// 27'3 -7' 2'7' 2170 2.20 373 2(22 '77( ''-2 2/-' .'0 .'. .73 /// '7'- '7-- '72. 23/-'21' -=3 '=' 2=- '=2 7=' 7=2 7=- 7=' 1=1 '=. 2=/ '=1 7=-            SIGMUND „ÞESSAR reglur snúast um það að tryggja að þau leyfi sem eru gefin út séu vegna íþróttafólks en ekki aðgengi að vinnumarkaðnum að öðru leyti,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar, um synjun um atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk utan EES-svæðisins sem hingað kemur fyrir milli- göngu íslenskra félagsliða. Hann segir nokkur dæmi um það að erlendum leikmönnum íþrótta- félaga hafi að undanförnu verið synjað um at- vinnuleyfi enda búið að þrengja aðgang þeirra sem koma utan EES. Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, segir að for- svarsmenn sambandsins hafi fundað með Vinnu- málastofnun, fyrstir allra innan íþróttahreyfing- arinnar, og átt ágætis fund. Unnið er að því að ná fram ásættanlegri niðurstöðu í málinu sem þykir afar mikilvægt, s.s. fyrir lið utan af landi sem þurfa á tveimur til þremur erlendum leikmönnum að halda til að manna lið sín. Friðrik er ósáttur með aðkomu Útlendingastofnunar að málinu. „Það nefnir þetta enginn hjá Útlendingastofnun þegar liðin fara fyrst þangað til að sækja um leyfi fyrir leikmennina. Það tekur um einn mánuð, jafn- vel einn og hálfan mánuð, að fá leyfin og svo þegar Útlendingastofnun hefur gefið grænt ljós er farið til Vinnumálastofnunar sem segir þvert nei. Ef þetta hefði verið afgreitt eðlilega hefðum við getað brugðist við fyrir löngu síðan,“ segir Friðrik og bætir við að KKÍ hafi heyrt það fyrst í lok ágúst að Vinnumálastofnun væri að synja þessum mönnum um atvinnuleyfi. „Meðal annars átti að stoppa af bandarísku leikmennina en við erum búnir að opna fyrir það. Það verður ekki hægt að stoppa það því þar er 30 ára hefð.“ Þörf er á að sýna fram á kunnáttu og leikni við- komandi einstaklings í íþróttagreininni og leggja fram ferilskrá þar sem fram kemur í hvaða liði og í hvaða deild hann hefur leikið, hvort hann hafi leik- ið landsleiki og annað slíkt. Undanteking er gerð fyrir íþróttamenn frá Bandaríkjunum þar sem hvert tilfelli er skoðað sérstaklega. Friðrik vill fá breytingar á reglunum og telur áhrifaríkast að sérsambönd innan ÍSÍ taki höndum saman í mál- inu og krefjist breytinga. Íþróttahreyfingin gangi saman í málið HENRIK Danielsen stórmeistari og Omar Salama skákmeistari, héldu á mánudag til Namibíu þar sem þeir munu dveljast í sex vikur við skákkennslu. Um er að ræða sam- vinnuverkefni milli namibískra stjórnvalda, Þró- unarsamvinnu- stofnunar Ís- lands, Skáksambands Íslands og Skák- félagsins Hróksins. Á vefsíðu Þróun- arsamvinnustofnunar segir að þetta sé fjórða ferð skáksérfræðinga frá Íslandi vegna þessa verkefnis. Haft er eftir Vilmundi Víði Sigurðssyni, umdæmisstjóra Þróunarsamvinnu- stofnunar í Namibíu, að til þessa hafi helstu verkefnin verið skákkennsla í skólum, aðstoð við mótahald og að- stoð við að koma á laggirnar og byggja upp skáksamband í Namibíu. Einnig þjálfuðu skákfræðingarnir frá Íslandi ólympíulið Namibíu sem fór á Ólympíumótið í Torino á Ítalíu fyrr á árinu. Skákmennirnir tveir munu dveljast í sunnanverðri Nami- bíu og heimsækja marga skóla og kenna, en tveir namibískir skák- menn munu fylgja þeim. Egypski skákmeistarinn Omar Salama er nú að fara í fyrsta sinn til Namibíu en hann hefur víðtæka reynslu og þekkingu á flestum hlið- um skáklistarinnar. Kenna skák í Namibíu Henrik Danielsen NÝ úttekt á stöðu Færeyja, Græn- lands og Álandseyja í norrænu sam- starfi var meðal umræðuefna á fundi samstarfsráðherra Norðurlanda sem fram fór í Ósló í gær, en Jónína Bjartmarz, umhverfis- og sam- starfsráðherra, sótti fundinn fyrir Íslands hönd. Úttektin var gerð vegna aðildar- umsóknar Færeyinga að Norður- landaráði og Norrænu ráðherra- nefndinni, en hvorug stofnunin hefur tekið afstöðu til umsóknarinn- ar. Jákvæð beiðni til Færeyinga „Við höfum verið jákvæð í garð Færeyinganna að þessu leyti en spurningin hefur verið sú hvort það þyrfti að breyta Helsinki-samningn- um, sem er grundvöllur undir sam- starf þessara landa, hinna fimm full- valda ríkja. Spurningin er líka hvort hægt er að styrkja stöðu þeirra og efla aðkomu þeirra að norræna sam- starfinu án þess að breyta Helsinki- samningnum,“ segir Jónína. Hún segir engar enda- legar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum um málið. Einnig var á fundi samstarfs- ráðherranna rætt um útfærslu á nýrri áætlun um þekkingarupp- byggingu og myndun tengslaneta í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, en áætlunin gerir ráð fyrir að Norræna ráðherranefndin styrki rússneska og hvítrússneska borgara til þess að heimsækja Norðurlönd til að kynn- ast menningu og starfsaðferðum sem þar tíðkast við að taka á hvers kyns viðfangsefnum og vanda- málum. Norræna ráðherranefndin ætlar að verja 87 milljónum danskra króna til aðgerða í grannríkjum og grannsvæðum. „Þetta er liður í því hjá Norrænu ráðherranefndinni að efla lýðræðisþróun í þessum lönd- um,“ segir Jónína. Norrænir ráð- herrar ræddu nýja úttekt Færeyingar hafa sótt um fulla aðild að Norðurlandaráði og ráðherranefndinni Jónína Bjartmarz

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.