Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 34

Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Haukur Ragn-arsson fæddist í Reykjavík 3. október 1929. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. ágúst síðastliðinn. Faðir hans var Ragnar Ás- geirsson, ráðunaut- ur Búnaðarfélags Ís- lands í Reykjavík, f. 6. nóv. 1895, d. 1. jan. 1973. – Föð- urforeldrar voru Ás- geir Eyþórsson, kaupmaður í Kóra- nesi í Álftaneshreppi á Mýrum, síð- ar bókhaldari í Reykjavík, f. 3. júlí 1868, d. 19. jan. 1942, og kona hans Jensína Björg Matthíasdóttir, hús- freyja, f. 1. okt. 1864, d. 25. okt. 1928. Móðir Hauks var Grethe Harne Ásgeirsson, húsfreyja í Reykjavík, f. 20. febr. 1895, d. 12. jan. 1971. - Móðurforeldrar voru Ole Nielsen Harne, gestgjafi í Árós- um í Danmörku, f. 27. nóv. 1870, d. 8. ág. 1908, og kona hans Margr- ethe Nielsen Harne, húsfreyja, f. 20. jan. 1873, d. 21. nóv. 1916. 1965–66 og sinnti ýmsum trún- aðarstörfum fyrir samtök hesta- manna. Ýmsar ritgerðir um skóg- rækt liggja eftir Hauk, flestar í Ársriti Skógræktarfélags Íslands. Maki I: Maí 1954, Gro Aslaug Sjötveit, efnafræðingur, f. 23. sept. 1926. Þau skildu 1960. - For.: Brynjulv Sjötveit, lektor í Arendal í Noregi, f. 25. jan. 1889, d. 27. des. 1943, og k.h. Guro Sjötveit, f. Sval- astoga, barnakennari, f. 25. sept. 1890, d. 19. júlí 1974. Börn þeirra: 1) Brynjulv, f. 2. des. 1954, cand. real. í tölvufræðum, sérfræðingur í Ósló. Brynjulv á eina dóttur, Maríu, f. 9. júní 1992. 2) Anne Kristin, f. 19. des. 1959, BFA í kvikmyndagerð frá NYU. Vinnur við eigið fyr- irtæki. Maki II: 26. nóv. 1962 Ásdís Alex- andersdóttir, fyrrverandi starfs- maður Loftleiða og síðar Flugleiða, f. 12. júlí 1931. - For.: Alexander McArthur Guðmundsson, mjólk- urfræðingur í Reykjavík, f. 26. des. 1904, d. 4. maí 1971, og kona hans Margrét Aðalheiður Friðriksdóttir, húsfreyja, f. 1. júlí 1906, d. 28. júní 1974. Haukur og Ásdís voru barn- laus. Haukur var kvaddur af fjöl- skyldu og vinum í Fossvogskirkju 11. ágúst. Systkini Hauks eru: Eva, f. 14.7. 1922, Úlf- ur, f. 29.9. 1923, og Sig- rún, f. 29.11. 1924, d. 12.8. 2002. Haukur stundaði verknám í skógrækt í Noregi 1949. Nám við Statens Praktiske Skogskole í Osen í Nor- egi 1950 og við Statens Skogskole í Steinkjer 1951. Hann lauk kandi- datsprófi frá skógrækt- ardeild Norges Land- brukshögskole í Ási í Noregi 1956. Haukur var starfsmaður Vestland- ets forstlige forsöksstasjon í Björg- vin í Noregi 1956–57, tilraunastjóri hjá Skógrækt ríkisins frá 1957, for- stöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins frá stofnun hennar 1967 til vors 1978. Hann var skógarvörður á Vesturlandi og Vest- fjörðum frá 1978, búsettur á Hólum/ Mógilsá á Kjalarnesi. Haukur sat í hreppsnefnd Kjal- arneshrepps 1970–74. Hann var for- maður Félags ísl. náttúrufræðinga Á Mógilsá undir Esjunni er mik- ill, þéttur skógur og gróðurbreiður langt upp í fjall, m.a. Alaskalúpína. En þegar Skógrækt ríkisins eign- aðist Mógilsá á miðjum sjöunda áratugnum voru þar engin tré ut- an reyniviður í garði gamla bónda- býlisins. Hlíðin var gróðurlítill melur niður undir tún. Þessi rækt- un er hluti lífsstarfs Hauks Ragn- arssonar, móðurbróður okkar, en hann var ráðinn fyrsti stjórnandi hinnar nýju tilraunastöðvar sem styrkt var af norskum stjórnvöld- um. Annar okkar spurði Hauk tveimur dögum fyrir andlátið hvort hann saknaði lúpínunnar í fjallinu sem væri að víkja fyrir annarri plöntu, en hann var þá illa haldinn af verkjum og dormandi af sterkum lyfjum. Haukur opnaði strax augun og svaraði um hæl, að þetta væri „cyclus“, hlutskipti lúp- ínunnar væri að víkja og skóg- arkerfillinn, sem hefði reyndar komið óvart með öðrum fræjum, myndi með tímanum einnig víkja fyrir öðrum gróðurtegundum. Bara bíða. Svo vék Haukur sjálfur fyrir nýjum kynslóðum. Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, flutti inn lúpínuna í einum eldspýtustokk og Haukur flutti inn Alaskaöspina, sem er eitt dugleg- asta skógartré á Íslandi. Ummerk- in um þessa menn og fleiri frum- kvöðla skógræktarinnar sjást víða um land. Haukur sótti náttúrufræ- ðiáhuga sinn til föður síns, Ragn- ars Ásgeirssonar garðyrkjufræð- ings, og hann lauk prófi í skógfræði frá landbúnaðarháskól- anum í Ási í Noregi. Þar kynntist hann einnig fyrri konu sinni, Gro Sjötveit, efnafræðingi og átti með henni börnin tvö, Brynjulv og Kristínu. Haukur fékk gott vega- nesti að heiman, æskuheimili hans var listasafn þar sem ríkti blanda af léttum dönskum brag og mat- seld, enda móðirin dönsk, Grethe Harne Ásgeirsson, og rammís- lenskur þjóðararfur, fornsögur og skáldskapur sem einkenndi kyn- slóð föður hans. Þessi andi ásamt árunum í Noregi mótaði Hauk sem varð í senn nútímamaður, alda- mótamaður og endurreisnarmaður. Hann einkenndist af framfara- hugsun og skemmtilegri norrænni blöndu fróðleiks, kímni og skemmtilegra sagna sem allir nutu. Haukur var einn af uppáhalds- frændum okkar bræðra frá því við munum eftir okkur. Við hlupum til móts við hann er hann kom og hann fékk ekki næði til að tala við systur sína fyrr en hann hafði sinnt okkur. Við máttum tuskast á við hann eða skiptast á um að keppa við hann í íshokkíspili sem Brynjúlfur, sonur hans, hafði kom- ið með frá Noregi. Engir aðrir áttu íshokkí og jók þessi eign vin- sældir okkar bræðra. Þá var ekk- ert kynslóðabil og glaðvær hlátur hans og græskulaus smá stríðni hrifu okkur með. Við bræðurnir erum þrír, en urðum sjálfkrafa eins og fjórir þegar Brynjúlfur kom í heimsókn. Hann flutti til Noregs fimm ára við skilnað for- eldra sinna, en tengslin rofnuðu aldrei. Á hverju sumri kom Brynj- úlfur – og svo einnig Kristín systir hans þegar hún stækkaði – í langa heimsókn þar sem við dvöldumst saman svo vikum skipti, ýmist í Reykjavík, á Mógilsá, í Skorradal, á Hallormsstað, í Haukadal í Bisk- upstungum eða annars staðar þar sem skógræktargirðing fannst. Haukur eignaðist nýja konu, Ás- dísi Alexandersdóttur, flugfreyju hjá Loftleiðum. Hún var glæsileg og „alþjóðleg“, ók á gráum sport- bíl og eldaði spennandi mat frá NY; kalkún, hvítlauksbrauð og kunni að grilla áratug á undan öðrum. Saman áttu þau skemmti- legt líf í mikilli útiveru og í hesta- mennsku. Það voru mikil forrétt- indi að fá að sækja Grana og Hött út í hestagirðingu og fá að ríða Grana berbakt heim. Hann var svo reistur að maður fékk háls hans og höfuð bókstaflega í fangið. Hafði þennan ljúfa vilja og gerði sér ekki mannamun, hvaða barn sem var gat riðið honum, og svo tók hann ekki í taum, bara ef hann mátti vera fetinu framar en aðrir hestar. Og hann „valsaði“, svo knapinn skildi að klárnum líkaði vel. Hauk- ur og Ásdís áttu sennilega ein- hverjar sínar mestu ánægjustund- ir með þeim félögum. Ásdís og Haukur eignuðust ekki börn, en samband hennar við Brynjúlf og Kristínu var einstakt sem og áframhaldandi velvild Gro gagnvart Hauki og nýju konunni og öllum skyldmennum Hauks. Við bræðurnir minnumst þessa góða frænda okkar með hlýjum hug og miklu þakklæti. Við nutum sam- vista og kynna við hann og þær minningar eru sjóður sem við munum geta gengið í á ókomnum tímum. Blessuð sé minning Hauks Ragnarssonar. Ragnar Önundarson, Páll Torfi Önundarson. Í æsku fram á lífsins leið vér lítum, en ei annað neitt, vonandi að breiða gatan greið grænum sé blómum skreytt; en – aftur horfir ellin grá. Sólarlag liðinn dag laugar í gulli þá. (Grímur Thomsen.) Bjart er yfir dögunum liðnu, bjart yfir æskudraumum og gleði- stundum, bjart yfir minningum um góðan dreng. Ég man Hauk Ragnarsson fyrst í Menntaskólanum á Akureyri. Hár var hann og myndarlegur, greindur, spaugsamur og skemmtilegur. Hann bar með sér framandi blæ, prúðmennskan runnin honum í merg og bein, ef til vill dönsk háttvísi, arfur úr móðurkyni. En umfram allt var hann traustur félagi, drenglyndur og falslaus vinur. Hann var ungur vel heima í þeim hlutum sem okk- ur fannst þá máli skipta, bók- menntum, öðrum listgreinum og sögu. Hann kunni ógrynni af tæki- færisvísum og sögum, var sjálfur málhagur og hagmæltur eins og hann átti kyn til, kominn af séra Páli skálda og faðir hans bráð- snjall hagyrðingur. Ekki vorum við gamlir þegar hann benti mér á ýmsa höfuðsnillinga 20. aldar, svo sem Tagore, nokkur ensk og frönsk ljóðskáld og merka evr- ópska myndlistarmenn. Og ekki spillti það að hann þekkti marga íslenska listamenn enda faðir hans vinur þeirra og velgerðarmaður. Kynni mín af Hauki víkkuðu þröngan sjóndeildarhring heima- alningsins ekki síður en áhrif kennaranna í MA en þar voru ógleymanlegir menn að verki og sumir þeirra stórir í sniðum. En nánust urðu þó kynni okkar Hauks þegar við vorum saman við rit- stjórn Munins veturinn 1948–1949 þegar Akureyrarveikin geisaði og olli þungum búsifjum. Haustdagur í Kaupmannahöfn nokkrum mánuðum eftir stúdents- próf: Haukur er á leið til Noregs í skógræktarstörf. Ekki man ég nú hvers vegna við eyddum síðdeginu í Friðriksbergsgarði og á Suður- velli (Sønderparken). Við gengum þar um trjágöngin og héldum áfram samtali okkar frá Eyrar- landsvegi og úr kirkjutröppunum á Akureyri. Hins vegar rann það upp fyrir mér seinna að við hefð- um vart getað fundið okkur betri stað. Við vorum sem sé á slóðum gullaldarskáldanna dönsku sem Vernharður Þorsteinsson hafði oft- sinnis rætt um í MA. Örstutt er þaðan að Brekkubæ (Bakkehuset), húsi Knúts og Kömmu Rahbek, þar sem snillingar á borð við Oehl- enschläger og H.C. Andersen gengu um garða á öndverðri 19. öld. Við kvöddumst. Árin liðu og samfundir urðu strjálir en aldrei slitnaði taugin sem tengdi okkur – og alltaf var jafngott að hitta Hauk og heyra frá honum. Í fyrrahaust vorum við nágrann- ar á hóteli á Spáni. Það nábýli var gott. Ég hafði haft með mér að heiman ljóð Heines, sem Jónas nefndi Hæni, til að eiga sálufélag við skáldið í hálfan mánuð. Þá komst ég að því að Haukur kunni utanbókar ýmis ljóð þessa snill- ings. Hann var enn samur við sig. Haukur Ragnarsson eignaðist framúrskarandi góða konu þar sem var Ásdís Alexandersdóttir. Með þeim var jafnræði. Saman mótuðu þau glæsilegt heimili þar sem gott var að koma og gaman að vera. En „skjótt hefur sól brugðið sumri“. Húsbóndinn á Mógilsá er í val fallinn fyrir þeim vágesti sem hvað þunghöggvastur er um þess- ar mundir. Ásdísi og börnum Hauks flytjum við Björg samúðar- kveðjur og biðjum þeim allrar blessunar. Og óhætt mun að full- yrða að hugur allra samstúdent- anna dvelst nú hjá þeim og minn- ist Hauks Ragnarssonar með virðingu og einlægri þökk. Skammdegiskvöld eitt ókum við hjónin sem oftar leiðina heim að Mógilsá. Þar biðu okkar Ásdís og Haukur og fram undan var dýr- legur fagnaður. Logn var veðurs, tré þakin nýsnævi, tungl á lofti- .Upp úr eins manns hljóði segir kona mín: Þetta er eins og að aka inn í ævintýri eftir Selmu Lag- erlöv. Fleiri orð þurfti ekki til að lýsa blæ þessa kvölds. – Nú hefur vinur okkar ekið inn í fegurra æv- intýri en nokkur fær lýst. Honum fylgja þakkir fyrir stundirnar laugaðar í gulli. Ólafur Haukur Árnason. Haukur Ragnarsson, fyrrver- andi skógarvörður, var fæddur 3. október 1929 og var því tæplega 77 ára þegar hann lést að kvöldi 4. ágúst sl. eftir skammvinn en erfið veikindi. Útför hans hefur verið gerð í kyrrþey að hans eigin ósk. Með Hauki er genginn góðvinur okkar sem við eigum margar ljúfar minningar um og verður hans sárt saknað. Það var á vordögum 1978, sem kynni okkar af Hauki og Ásdísi hófust fyrir alvöru, en Haukur hafði þá nýtekið við starfi skóg- arvarðar á Vesturlandi vestan Hvítár. Reistu þau sér sumarbú- stað í Jafnaskarðsskógi við Hreða- vatn skammt frá sumarhúsi okkar. Þau kynni urðu eftir því sem árin liðu náin og þróuðust í vináttu, sem aldrei hefur borið skugga á. Sameiginlegt áhugamál okkar var m.a. hestamennska og áttu þau hjón ágæta hesta og voru þeir ófá- ir útreiðartúrarnir sem farnir voru um sveitir Borgarfjarðar. Nutum við þar margþættrar þekkingar hans á náttúru og lífríki landsins og ekki síður sögu lands og lýðs. Þó að menntun og störf Hauks hafi fyrst og fremst verið á sviði náttúruvísinda hefðu hæfileikar hans vafalaust ekkert síður notið sín í húmanískum fræðum. Hann var fjölmenntaður, víðlesinn og hafsjór af margvíslegum fróðleik og minnið óbrigðult. Virtist gilda einu hvar borið var niður, aldrei var komið að tómum kofanum hjá Haukur Ragnarsson Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Útför bróður okkar og frænda, ÞORSTEINS SKÚLASONAR frá Hólsgerði, Fellsmúla 16, Reykjavík, verður gerð frá Áskirkju föstudaginn 8. septem- ber kl. 15.00. Duftker hans verður jarðsett í Þóroddsstaðakirkju- garði laugardaginn 23. september að lokinni bænastund sem hefst í Þorgeirskirkju kl. 14.00. Skúli Skúlason, Kristveig Skúladóttir, Þorkell Skúlason og systkinabörn hins látna. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, RAGNAR HEIÐAR GUÐMUNDSSON, Hafnargötu 32, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 9. september klukkan 11.00 árdegis. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningar- kort Hjartaverndar. Svanhildur Freysteinsdóttir, Freysteinn S. Ragnarsson, Kristín M. H. Karlsdóttir, Ragna Björk Ragnarsdóttir, Heimir Halldórsson, Erla Ösp Ragnarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, VILBORGAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Vatnsholti 2, Reykjavík. Ketill Ingólfsson, Ursula Ingólfsson Fassbind og dætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.