Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 15
MENNING
KVENNAKÓR Reykjavíkur
ásamt söngvaranum Friðriki
Ómari mun endurtaka söng-
dagskrána „Lífið er söng-
leikur“ í Hásölum, safn-
aðarheimili
Hafnarfjarðarkirkju, í kvöld kl.
20. Síðan verður farið norður í
land laugardaginn 9. sept-
ember og tónleikar haldnir í
Dalvíkurkirkju kl. 14 og í hvelf-
ingunni í Laxárvirkjun kl. 20. Flutt verða lög úr
söngleikjunum Sound of Music, Grease, Fiðlarinn
á þakinu og Phantom of the Opera, við undirleik
fjögurra manna hljómsveitar. Stjórnandi er Sig-
rún Þorgeirsdóttir.
Kórtónleikar
Lífinu líkt við
söngleik
Friðrik Ómar
HINN húmoríski og hárbeitti
Davíð Þór Jónsson ætlar að
sprengja fólk úr hlátri á Hverf-
isbarnum í kvöld, en þá snýr
hann aftur með uppistand eftir
nokkurt hlé á þeim vettvangi.
Húsið verður opnað kl. 21 og
verður upphitun fyrir Davíð
Þór í höndum Eyvindar Karls-
sonar.
Að loknu gríninu munu óraf-
magnaðir Franz og Sverrir Bergmann taka við og
leika tónlist, m.a. eftir Lenny Kravitz og Johnny
Cash.
Í síðustu viku var húsfyllir og því eru áhuga-
samir hvattir til að mæta tímanlega á svæðið.
Uppistand
Íslensk fyndni á
Hverfisbarnum
Davíð Þór Jónsson
FENEYJATVÍÆRINGURINN á
sviði byggingarlistar og borg-
arskipulags verður opnaður á morg-
un en þá koma saman í Feneyjum
helstu fagaðilar og boðsgestir fag-
stétta þessa sviðs. Daginn eftir, á
laugardag, verður sýningin síðan
opnuð almenningi. Ísland tekur þátt
í þessum viðburði í fyrsta sinn í ár og
kynnir Tónlistar- og ráðstefnuhúsið
við Austurhöfn í Reykjavík, ásamt
breytingum og skipulagi sem því
tengist.
Íslenski sýningarskálinn verður
opnaður strax að morgni dags og
mun Dorrit Moussaieff forsetafrú
opna sýninguna fyrir hönd þeirra
Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra og Vilhjálms
Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra.
Sýningarskálinn er hannaður af
Ólafi Elíassyni í samvinnu við Henn-
ing Larsen Tegnestue, en þar gefur
að líta myndræna útfærslu af verk-
efninu í heild sinni. Sérstakir gler-
strendingar, í fullri stærð, sem
mynda munu klæðningu hússins
verða utan við sýningarskálann.
Byggingarlist | Opnun tvíæringsins
Tónlistar- og ráð-
stefnuhús kynnt
Morgunblaðið/Sigríður Tulinius
Feneyjatvíæringurinn Á sýningunni gefur m.a. að líta glerstrendinga
myndlistarmannsins Ólafs Elíassonar sem klæða munu bygginguna.
STÖÐVA varð PROMS-hátíð Breska
útvarpsins, BBC, í Royal Albert Hall
um helgina þegar vesturhluti þess-
arar glæstu byggingar fylltist af
reyk og varð rafmagnslaus. Þá var
hljómsveitin Fíladelfía í þann mund
að stíga á sviðið og leika verk eftir
Beethoven og Matthias Pintscher.
Engin meiðsli urðu á fólki, sem
þurfti að yfirgefa bygginguna í snar-
hasti. Slökkvilið Lundúna kom á
staðinn og slökkti eldinn, sem reynd-
ist vera lítils háttar og bundinn við
listamannabar hússins.
Hátíðinni verður fram haldið á
mánudag þegar Fíladelfía leikur
fimmtu sinfóníu Tsjaíkovskíjs og
fimmtu sinfóníu Beethovens, sem
stundum er kölluð Örlagasinfónían.
Fyrir fjórum árum varð söngv-
arinn mjúkraddaði, Tony Bennett,
að hætta tónleikum í miðjum klíðum
vegna elds sem þá kom upp í bygg-
ingunni. Þá sakaði engan, ekki frek-
ar en nú.
Logandi
„Proms“
Eldur kom upp í Royal
Albert Hall í London
Lítilsháttar Eldurinn í Royal Al-
bert Hall var slökktur fljótt og vel.
BÚLGARSKI
píanóvirtúósinn Ves-
selin Stanev heldur í
kvöld opnunartón-
leika Tíbrár-
tónleikaraðarinnar í
Salnum í Kópavogi.
Þegar blaðamaður
Morgunblaðsins náði
af honum tali í gær
var Vesselin nýkom-
inn til lansins og
kvaðst hæstánægður
að fá loksins að leika
á Íslandi: „Því miður
vissi ég ekki mikið
um Ísland fyrir komuna, og er for-
vitinn að læra meira um land og
þjóð,“ sagði hann, og bætti við að
eitt af hans fyrstu verkum á stuttri
dvöl hér á landi verði að fara í út-
sýnisferð um helstu náttúruperlur.
Vesselin hefur verið líkt við
Sofronitski, Richter og Horowitz,
kallaður áhættupíanisti, píanóljón
og „loftfimleikamaður án nets“. Ef
Vesselin stendur undir orðsporinu
ættu gestir í Salnum því að eiga von
á góðu. Aðspurður um hvað hann
ætlar að bera á borð svarar Vessel-
in þó af stakri hógværð því til að
hann ætli að leggja sig allan fram
við að standa undir væntingum.
Barrokk og rómantík
Á efnisskrá eru Sónata í F-dúr
K129, Sónata í f-moll K50, Sónata í
d-moll K516 og Sónata í C-dúr
K357 eftir Domenico Scarlatti,
Humoresque í B-dúr op. 20 eftir
Robert Schumann, Deux Poémes
op. 32 nr 1 í Fís-dúr og nr 2 í D-
dúr, og Sónata nr 3 í fís-moll op. 23
eftir Alexander Scriabin, og loks
ungverskar rapsódíur nr. 11. í a-
moll og nr. 12 í cís-moll eftir Franz
Liszt.
Um lagavalið segist Vesselin í
seinni tíð hafa hrifist æ meir af bar-
rokktónlist: „Ég hef mjög gaman af
tónlist frá rómantíska tímabilnu en
hef síðustu ár hneigst æ meir til
barrokkmeistara á borðvið Bach og
Scarlatti samhliða meisturum seinni
hluta 19. aldar á borð við Scriabin,
Rachmaninov, Debussy og Ravel.“
Vesselin segist því hafa reynt að
víkka efnisskrá sína í samræmi.
Að loknum tónleikum sínum hér
á landi heldur Vesselin til Englands
þar sem hann mun halda þrenna
tónleika með fílharmóníusveit
Lundúna undir stjórn Alexanders
Lazarev.
Tónlist | Opnunartónleikar Tíbrár
Virtur búlgarskur
píanóleikari í
Salnum í kvöld
Einn sá besti Gagnrýnendur hafa líkt Vesselin
Stanev við þá allra bestu í heiminum.
www.salurinn.is
www.vesselin-stanev.com
JAGÚAR leikur
á Barnum í kvöld
og hefst skemmt-
unin upp úr kl.
22. Um þessar
mundir skipa
hljómsveitina
þeir Ingi Skúlason, bassi, Samúel Jón Samúelsson,
söngur og básúna, Kjartan Hákonarson, trompet,
Óskar Guðjónsson, saxófónn, Ómar Guðjónsson,
gítar, og Einar Scheving, trommur.
Á tónleikunum verður aðallega flutt nýtt efni
sem hljómsveitin er að spila til þessa dagana, hún
er nýkomin úr æfingabúðum á Vestfjörðum, þar
sem lagður var grunnur að nýrri hljómplötu sveit-
arinnar.
Fönktónleikar
Nýtt efni frá
Jagúar á Barnum
Núverandi Jagúar
ný tækifæri – nýr lífsstíll
www.nesvellir.is · sími 414 6400
Almennur kynningarfundur
í safnaðarheimilinu Kirkjulundi við Keflavíkurkirkju
í kvöld kl. 19:30
Allir velkomnir – Kaffi og léttar veitingar
Ný hugsun og spennandi íbúðakostur í hverfi fyrir eldri íbúa í hjarta Reykjanesbæjar
Fyrstu íbúðir
verða afhentar
í júlí 2007