Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 21
þar sem þær tapi gæðum sínum í 40– 60 gráða hita frá vélinni. „Kaffivélar með innbyggða kvörn laga kaffið á þann hátt að möluðu kaffinu er blandað saman við vatn í sérstöku hólfi. Þegar hólfið er yfir- fullt opnast botntappi og kaffið er sí- að í bolla. Þetta er í raun ekki ósvip- uð kaffilögun í pressuvél. Enda kalla Ítalir þetta ekki espresso italiano- vél heldur sjálfvirka kaffivél.“ Einar segir að líka séu til sjálf- virkar og hálfsjálfvirkar espresso- vélar, sem geti lagað stuttan, milli- langan og langan espresso og um leið og þær flóa mjólk. Einar segir að tvennt sé mikil- vægt að hafa í huga í sambandi við kaffivélar. Annars vegar sé það sjálfur vatnsketillinn og hins vegar dælan. Ódýrari vélar séu með katla úr stáli sem hafi skemmri endingar- tíma og leiði hita í ríkari mæli en lát- únskatlarnir, sem jafnan er að finna í dýrari gerðum véla. Flestar ódýr- ari gerðir véla séu með 15 bara dælu þar sem þær eru ódýrastar í fram- leiðslu. Þær eru ekki eins nákvæmar og dælur sem eru 12–14 bara. gugu@mbl.is Vinsælt Heimili landsins eru í sí- auknum mæli að espresso-væðast. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 21 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 Saab turbo 3.090.000 kr. 2.990.000 kr. Saab 9-3 Combi Turbo, sjálfskiptur Saab 9-3 Sedan Turbo, sjálfskiptur Nú geturðu fengið þér þotu á viðráðanlegu verði Saab á að baki áralanga sögu sem herþotuframleiðandi auk þess að framleiða hina virtu Saab bíla. Saab 9-3 hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir öryggi og aksturseiginleika. Stórkostleg hönnun, öflug vél, frábærir hemlar og ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að byltingu í klassíska geiranum. Nú bjóðum við þér þotuna í Saab bílaflotanum, 9-3 Turbo, á frábæru verði. Komdu og reynsluaktu! KAFFI er af sumum talið draga nafn sitt af bænum Caffa í Eþíópíu. Sagnir herma að geitahirðirinn Kaldi frá Caffa hafi veitt því eftirtekt að mikið líf færðist í hjörðina þegar hún át rauð „ber“ af vissri plöntu þegar skipt var um haga. Hann ákvað að smakka sjálfur á fáeinum þeirra og fann þá sjálfur fyrir örvandi áhrif- um eins og hjörðin hans. Munkur einn varð vitni að þessu og ávítti hirðinn fyrir að taka þátt í neyslu á „ávexti djöfulsins“. Ekki leið þó á löngu áður en munkarnir höfðu uppgötv- að að ávöxturinn af þessari skærgrænu plöntu gerði þeim kleift að vaka lengur á bænastundum. Önnur sögn hermir hvernig orðið mokka komst inn í orðabækur. Arabinn Omar hafði verið dæmdur til útlegðar og hungurdauða í eyðimörkinni ásamt fylgjendum sínum. Í ör- væntingu sinni bauð Omar vinum sínum að sjóða og borða ávöxtinn af óþekktri plöntu. Útlagarnir héldu fyrir vikið lífi og íbúar í bænum Mocha töldu að hér hefðu átt sér stað trúarlegir atburðir og gáfu plöntunni og seyðinu heitið Mocha. Blessun í stað bannfærslu Tyrkir eru taldir hafa orðið fyrstir þjóða til þess að nýta sér kaffibaunina til þess að búa drykki. Þeir bættu einatt kryddjurtum út í kaffið, eins og t.d. kanel, kardemommum og anís. En hvað sem öllum sögusögnum líður virð- ist allt benda til þess að Coffea arabica hafi orðið til á miðsléttum Eþíópíu. Á einhver hátt var plantan flutt til Jemen og þar hefur hún verið ræktuð síðan á 6. öld. Margir kristnir menn töldu að kaffi væri drykkur djöfulsins. Þetta barst til eyrna Vin- centínusar III páfa sem ákvað að bragða á drykknum áður en hann bannfærði hann. Svo naut hann drykkjarins að í stað þess að bann- færa hann blessaði hann dropann. „Kaffi er svo ljúffengt að það væri synd að leyfa hinum trúlausu að hafa það út af fyrir sig.“ Ávöxtur djöfulsins HEIMILI landsins eru í síauknum mæli að espressovæðast. Ekki er þó sjálfgefið að salan sé einungis í lög- giltum espresso italiano-vélum heldur fer mest af vélum með inn- byggðar kaffikvarnir inn á heim- ilin. Vélar af þessu tagi eru reynd- ar nokkuð stór biti fyrir mörg heimili því verðið er frá 40.000 kr. og allt upp í 200.000 kr. Dýrustu gerðirnar eru með stórum látúns- katli og nákvæmri vatnsdælu. Ódýrari gerðirnar eru með stál- katli og sumar jafnvel án ketils og eingöngu með plastslöngu og kop- arþynnu. Látúnsketill endist lengur og viðheldur nákvæmara hitastigi en aðrar gerðir. Stálið er hitaleiðn- ara og hætta er á því að það ryðgi. Í stærri vélum er svokallaður hita- skiptir sem öðrum megin hitar upp í 128 gráður og býr til gufu, sem nýtist við flóun mjólkur, en hinum megin hitar hann kaffið upp í 90 gráður. Dæmi um vél sem vinsæl er inn á heimili er Silvia. Hún er með 30 cl ketil og frágangurinn á henni er því eins og á barvél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.