Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞEIR sem lagt hafa leið sína um Sæbraut við Klepps-
veg í sumar hafa eflaust orðið varir við miklar
gatnagerðarframkvæmdir. Verktakar vinna nú baki
brotnu við að færa Sæbrautina fjær Kleppsvegi auk
þess sem til stendur að leggja húsagötu við veginn.
Samhliða framkvæmdunum verður hljóðveggur
reistur við götuna til þess að koma í veg fyrir að um-
ferðarniður frá Sæbraut berist um hverfið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íbúar Kleppsvegar losna við niðinn
AFAR sjaldgæft er að munum sé
stolið af leiðum í kirkjugörðum
að sögn Þórsteins Ragnarssonar,
forstjóri kirkjugarða Reykjavík-
urprófastsdæma.
Í lesendabréfi sem birtist í
Morgunblaðinu kom fram að
stytta hefði verið söguð af leiði í
Fossvogskirkjugarði, en styttan
hafði verið steypt niður á leiðið.
„Það kemur einstaka sinnum fyr-
ir að hlutir eru teknir og
skemmdir líka, því miður,“ segir
hann. Stundum sé þetta gert af
óvitahætti, svo sem þegar börn
rekast á hluti í garðinum.
Í því tilfelli sem greint var frá
í lesendabréfi Morgunblaðsins
hafi komið fram að styttan hafi
verið söguð af og þá horfi öðru
vísi við.
„Það er mjög óalgengt og
heyrir undantekningum til,“ seg-
ir Þórsteinn. Að styttum við leiði
sé stolið eða þær sagaðar af, sé
sem betur fer afar sjaldgæft.
„Einstaka sinnum kemur þetta
upp og þarna er náttúrulega
bara um sjúka einstaklinga að
ræða,“ segir Þórsteinn.
„Sjúkir ein-
staklingar“
BÚIST er við að rannsókn lög-
reglunnar í Reykjavík vegna
fjöldaátakanna í Skeifunni á laug-
ardagskvöld ljúki senn og verði
send lögfræðideild embættisins til
frekari ákvörðunar. Níu unglingar
voru handteknir í kjölfar sam-
kvæmis á vegum félagahópsins
Congo í sal Húnvetningafélagsins
en þau veisluhöld hafa einnig
dregið að sér athygli lögreglunnar
fyrir það hvernig staðið var að
málum þá um kvöldið. Það skal þó
tekið fram að lögreglan var ekki
kölluð út vegna óláta í salnum á
laugardagskvöld heldur atvika í
nágrenni salarins eftir að sjálfu
samkvæminu lauk.
Sex þeirra unglinga sem hand-
teknir voru eru 18 ára, tveir 16
ára og einn 17 ára. Lögreglan
segir að flestir þeirra kannist við
að hafa heyrt fyrirmæli lögreglu
um að dreifa sér en að þeir hafi
sjálfir talið að þeir hefðu farið
nægilega langt frá lögreglu. Meint
brot vegna atburða kvöldsins þar
sem grjóti og flöskum var hent í
lögregluna varða 106. gr. al-
mennra hegningarlaga sem fjallar
um brot gegn valdstjórninni.
Slasaðist á handlegg
undan járnkylfu
Í átökunum slasaðist einn ung-
lingur á handlegg undan kylfu-
höggum lögreglunnar, en hún not-
ar járnkylfur svipaðar þeim sem
bandaríska lögreglan notar. Um
er að ræða kylfur sem eru inn-
draganlegar líkt og loftnet.
Frásagnir eru uppi um að hinn
slasaði hafi handleggsbrotnað án
þess að lögregla hafi hirt frekar
um hann og látið hann liggja af-
skiptalausan í götunni. Félagi
hans hafi síðan hringt á sjúkrabíl
fyrir hann. Geir Jón Þórisson hjá
lögreglunni segir um þetta atriði
að samkvæmt skýrslum lögregl-
unnar hafi verið óskað eftir
sjúkrabíl vegna drengs með
meiðsli á handlegg. Lítur Geir
Jón því svo á að það hafi verið
lögregla sem óskaði eftir sjúkra-
bílnum. Frásagnir eru líka um að
a.m.k. einn hinna handteknu hafi
verið hálfan sólarhring í haldi lög-
reglu án þess að mega gera vart
við sig heima hjá sér. Geir Jón
segir um þetta atriði að hand-
tökur hafi farið fram milli kl. tvö
og þrjú um nóttina og síðasta
skýrslutaka hafi farið fram um
hádegið daginn eftir. Geir Jón
segir það rétt að foreldri eins 18
ára unglingsins hafi kvartað við
lögreglu yfir því að ekki hafi verið
tilkynnt heim um soninn hand-
tekna. Vinnulag lögreglu eftir að
hinir handteknu voru komnir á
lögreglustöð var fólgið í að kalla
til rannsóknarlögreglumenn til
þess að taka skýrslur af fólkinu
sem var síðan sleppt jafnóðum
þar til sá síðasti fór eftir skýrslu-
töku um hádegið á sunnudaginn
eins og fyrr var sagt.
Berist formlegar kærur vegna
framgöngu lögreglunnar í um-
deildum málum tekur ríkissak-
sóknari þær til athugunar og get-
ur höfðað sakamál fyrir
dómstólum á hendur lögreglu ef
ástæða er til. Samkvæmt upplýs-
ingum ríkissaksóknara hafa engar
slíkar kærur borist embættinu
vegna Skeifumálsins.
Af Congo-hópnum er það að
segja að heimasíðunni congo.-
bloggar.is hefur verið læst vegna
fjölmiðlaumfjöllunar um málið.
Þeir sem eru í félaginu eru átta
piltar á framhaldsskólaaldri.
Unglingar í nálega 12 tíma varðhaldi vegna Skeifumálsins á laugardagskvöld
Heyrðu fyrirskipanir lög-
reglunnar um að dreifa sér
SJÓSUNDSKAPPINN Benedikt S. Lafleur
mun leggja upp í sund sitt yfir Erm-
arsundið nú í morgunsárið, ef aðstæður
leyfa.
Að sögn Stefáns Hermannssonar, aðstoð-
armanns Benedikts, var
hann upphaflega skráð-
ur í sundið dagana 30.
ágúst til 5. október, en
vegna brjálaðs veðurs
og mikils öldugangs á
sundinu um síðustu helgi
riðlaðist dagskrá skipu-
leggjenda um tvo daga.
Aðspurður segir Stefán
veðurspá dagsins í dag
vera skínandi. „Færið og
veðrið er með því besta
sem orðið getur í dag [miðvikudag] og á
morgun,“ segir Stefán og tekur fram að að-
stæður gætu því ekki verið betri.
Að sögn Stefáns hefur Benedikt síðustu
daga verið að undirbúa sig bæði líkamlega
og andlega fyrir sundið með því að hlaupa,
synda í höfninni í Dover, fara í nudd og
stunda jóga. Aðspurður segir Stefán ráð-
gert að sundið taki 22–26 klukkustundir og
að Benedikt nái Frakklandsströndum
snemma í fyrramálið. Spurður hvort reikna
megi með því að Benedikt syndi aftur til
baka til Bretlands, eins og nefnt hefur ver-
ið, segir Stefán það ólíklegt, einfaldlega
sökum tímaskorts.
Eins og áður hefur komið fram er sjó-
sund Benedikts yfir Ermarsundið liður í því
að vekja athygli á mansali. Hægt er að
styrkja söfnunina með því að hringja í núm-
erið 905 2020 og verða þá skuldfærðar
1.500 kr. af símareikningi. Einnig er tekið á
móti frjálsum framlögum í síma 562 3500.
Ágóðinn rennur í Sjóð sakleysis. Honum er
ætlað að styrkja þau verkefni sem sporna
gegn alþjóðlegri klámvæðingu, einkum
mansali og kynferðislegu ofbeldi gegn kon-
um og börnum.
Benedikt
leggur í hann
Benedikt S.
Lafleur
RÍFLEGA 52 þúsund af tæplega 82 þús-
undum framteljenda með fjármagnstekjur
árið 2005 hefðu engan skatt greitt af fjár-
magnstekjum sínum ef
fjármagnstekjuskattur
hefði verið 15% í stað
10% við álagningu 2006,
samkvæmt útreikn-
ingum Ríkisskattstjóra
fyrir Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, þingmann
Samfylkingarinnar.
Forsenda útreikning-
anna var einnig að kom-
ið yrði á frítekjumarki
þannig að einstaklingar
með vaxtatekjur undir 100 þúsund krón-
um og hjón með 200 þúsund króna vaxta-
tekjur væru skattfrjáls. Ríkissjóður hefði
þó haft við álagningu 2006 rúmlega 5,7
milljörðum meira í tekjur.
Hefði haft 5,7 millj-
örðum meira í tekjur
Jóhanna
Sigurðardóttir
RAFMAGNSLAUST varð í stórum hluta
Mosfellsbæjar og á Barðastöðum í Graf-
arvogi síðdegis í gær. Fór rafmagn af rétt
fyrir kl. 18 og hófst þá þegar leit starfs-
manna Orkuveitu Reykjavíkur að bil-
uninni.
Aðeins tók um þrjátíu mínútur að kom-
ast að biluninni en í ljós kom að háspennu-
strengur hafði verið grafinn í sundur við
Skálatún í Mosfellsbæ. Viðgerðarmenn
Orkuveitunnar voru ekki lengi að gera við
strenginn og hafði rafmagni verið komið
aftur á rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi.
Rafmagnslaust í Mos-
fellsbæ síðdegis í gær
SKÓGFRÆÐINEMAR við Landbúnaðarhá-
skóla Íslands heimsóttu helstu skóga lands-
ins í sumar, m.a. í þeim tilgangi að finna
hæsta tré landsins. Sitkagreni á Kirkjubæj-
arklaustri reyndist vera hæsta tré Íslands,
23,7 m á hæð. Næstar komu alaskaaspir í
Hallormsstaðarskógi og í Fljótshlíð, 23,1 og
22,5 m á hæð. Hæsta innlenda birkitréð
fannst í Vaglaskógi og mældist 14 m hátt.
Á milli hæðarmælinga tóku skóg-
fræðinemarnir sér ýmislegt fyrir hendur;
Sóttu keðjusagarnámskeið, sátu ráðstefnur
og hittu fagmenn að máli.
Hæsta tré landsins
mælist 23,7 metrar
»Foreldrar 18 ára pilts semhandtekinn var við Skeif-
una hafa kvartað undan því
við lögreglu að þeim hafi ekki
verið greint frá málinu.
»Lögregla beitti járnkylfugegn pilti einum á vett-
vangi. Sagt er að hann hafi
handleggsbrotnað og legið án
hjálpar í götunni þar til félagi
hans hringdi á sjúkrabíl. Lög-
reglan lítur hins vegar svo á
að hún hafi óskað eftir bílnum.
Í HNOTSKURN
ÓVÍST er með framtíð Konukots
eftir að tilraunaverkefni Reykja-
víkurdeildar Rauða krossins, sem
staðið hefur undanfarin tvö ár, lýk-
ur í haust. Verkefnastjórn Konu-
kots hefur skrifað velferðarsviði
Reykjavíkurborgar og óskað eftir
upplýsingum um hvað borgin
hyggist gera varðandi framhalds-
rekstur. Framkvæmdastjóri RRKÍ
segist ekki sjá fyrir sér að kotinu
verði lokað.
Konukot er afdrep fyrir heim-
ilislausar konur sem RRKÍ hefur
rekið í húsnæði sem Reykjavík-
urborg útvegaði. Þegar til-
raunaverkefnið er að renna sitt
skeið á enda hafa spurningar vakn-
að um framtíð kotsins og hvað verði
um þær heimilislausu konur sem
þar hafa dvalið.
Katla Þorsteinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar
RKÍ, segir að reynslan hefði sýnt
að það sé tvímælalaust þörf fyrir
starfsemi af þessu tagi. Hægt er að
taka á móti átta konum í Konukoti
og í fyrrinótt hefðu til dæmis gist í
athvarfinu sjö konur, sem væri að
vísu fremur óalgengt. Katla segir
að Verkefnastjórnin bíði svara
Reykjavíkurborgar áður en önnur
úrræði verða athuguð. „Ég sé ekki
fyrir mér að Konukoti verði lokað
þó svo að Reykjavíkurborg taki
ekki yfir,“ segir Katla sem getur
hins vegar ekki staðfest að RRKÍ
muni þá halda áfram rekstrinum.
„Það er stjórn Reykjavíkurdeild-
arinnar sem ákveður framhaldið en
það er alla vega ljóst að til-
raunaverkefninu er lokið. Við bíð-
um eftir að vita hvað Reykjavík-
urborg ætlar að gera áður en við
förum að hugsa út í framhaldið.“
Fimmtán konur leituðu til Konu-
að heimilislausar konur þurfi sér-
stakt úrræði. Ekki sé raunhæft að
bjóða þeim vist á sama stað og körl-
um. Konur eiga við önnur vanda-
mál að stríða en karlar og því fer
ekki vel á því að vista kynin saman.
Katla segir kostnaðinn við rekst-
ur Konukots á ári nema um 17
milljónum króna. Rauði krossinn
rekur hins vegar afdrepið með mik-
illi aðstoð frá sjálfboðaliðum sem
hafa unnið í Konukoti á kvöldin,
auk þess sem fjölmargir aðilar og
fyrirtæki hafa styrkt starfið.
„Ég myndi vilja sjá Reykjavík-
urborg taka yfir þessa starfsemi,
hvort sem hún væri í þessu hús-
næði eða einhverju öðru. Það þarf
sérstakt úrræði fyrir konur, en það
þarf að taka það með í myndina að
þetta er neyðarúrræði. Konukot er
griðastaður fyrir þá sem hafa ekki í
önnur hús að venda.“
kots í júní og júlí í sumar og gisti-
næturnar voru 74 og 75 samtals í
hvorum mánuðinum fyrir sig.
Katla segir að reynslan hafi sýnt
„Sé ekki að Konukoti verði lokað“
Morgunblaðið/Sverrir
Óvissa Konukot við Eskihlíð hef-
ur verið rekið í tæp tvö ár.