Morgunblaðið - 12.09.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.09.2006, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI AUSTURLAND Egilsstaðir | Þau eru hæglát, nægju- söm og skoða gjörvallan heiminn með opnum huga þess sem veit að svo lengi lærir sem lifir. Frönsku hjónin Isabelle og Bruno Frebourg hafa ferðast um heiminn í tólf ár samfleytt og hyggjast halda því áfram um ókomna tíð. Þau eru að fara frá Íslandi á morgun, eftir tveggja mánaða ferðalag eftir hring- veginum og um hálendið og komu við í kaffi á Morgunblaðinu á Egils- stöðum áður en haldið yrði yfir á Seyðisfjörð og með Norrænu til Dan- merkur. Þau eru komin undir fimmtugt og segjast hafa átt gott almanna- tengsla- og hönnunarfyrirtæki í Normandí, 80 kílómetra vestur af París, sem þau seldu þegar þau ákváðu að leggjast í ferðalög. Allur tíminn í heiminum „Við ferðuðumst gjarnan í sum- arleyfum áður fyrr, en þoldum ekki að þurfa alltaf að fara til baka á ákveðnum degi til að byrja að vinna aftur,“ segir Bruno, og rifjar upp þegar þau voru í Suður-Marokkó og var boðið í brúðkaup sem halda átti viku síðar. „Okkur langaði að vera lengur, en gátum það ekki vegna vinnunnar. Það vantaði alltaf meira svigrúm í ferðum okkar. Svo við seld- um fyrirtækið og fórum af stað. Núna látum við auðnu ráða.“ Þau eiga tvö hús í Normandí, eitt lítið sem þau hafa sem bækistöð milli langferða og annað stórt sem þau leigja út og gefur þeim tekjur til að ferðast fyrir. „Við viljum fara hægt yfir á ferðum okkar og meginmark- mið okkar er að hitta fólk um allan heim, tala við það og kynnast lífi þess,“ segir Isabelle. „Við höfum ferðast á mótorhjóli, gengið með bakpoka og síðustu árin höfum við verið á hjólum. Það er góður ferð- máti, ódýr og umhverfisvænn.“ Þau lifa sparlega og segja leigutekjurnar nægja vel á ferðalögum t.d. í Asíu, Norður-Afríku og Austur-Evrópu. Á Íslandi hafi peningarnir hins vegar farið hratt því allt sé hér dýrt. Á mót- orhjóli fóru þau m.a. um Spán, Portúgal, Marokkó, Alsír, Egypta- land, Rúmeníu, Búlgaríu, Tékkland, Þýskaland, Alsír og Tyrkland. Á þeim árum var dóttir þeirra ung höfð í hliðarvagni á mótorhjólinu og hún ferðaðist með þeim lengi vel. Nú er hún hins vegar að verða 25 ára í næstu viku og lifir sínu eigin lífi heima í Frakklandi. Fyrir fimm árum rúmum fóru þau Isabelle og Bruno m.a. á fæti um Tansaníu, þ. á m. upp á Kilimanjaro, um Perú og Nepal. Ferðast fram á gamals aldur „Við hófum þessa ferð í Englandi 8. apríl sl., fórum til Wales, Skot- lands, Írlands, Orkneyja, Shetlands- eyja, Færeyja og til Íslands komum við 6. júlí,“ heldur Bruno áfram. „Fólk hér er svolítið lokað en við höf- um fengið hlýjar móttökur og notið velvildar á ferð okkar um þetta ynd- islega fallega land.“ Og áfram skal haldið um Danmörku, Þýskaland, Holland og Belgíu. Þau staðnæmast tvo mánuði heima til að endurnýja vegabréfin og fá bólusetning- arsprautur og leggja í febrúar af stað hjólandi til Suður-Frakklands, um Spán, Portúgal, Marokkó, Alsír, Túnis, Ítalíu, Austur-Evrópu og As- íu. Indland, Kína, Taíland, Víetnam og Laos eru á dagskrá innan fjög- urra ára og Ástralía þar á eftir ásamt Norður- og Suður-Ameríku. „Heim- urinn, eins fagur og hann er, þjáist af peningagræðgi“ segja þessi víðförulu hjón. „Græðgi, hraða, hávaða og mengun. Sú þróun er agaleg. Við verðum öll að einfalda líf okkar og skilja raunveruleg gildi lífsins áður en það er of seint. Hvað okkur varðar þá viljum við ekki, þegar við verðum gömul, þjást af eftirsjá yfir að hafa ekki gert það sem okkur langaði mest til, að ferðast um jörðina og kynnast því fólki sem hana byggir.“ Hjón frá Normandí hafa ferðast í 12 ár samfleytt og eru rétt að byrja Ferðast til að kynnast fólki og mismunandi blæbrigðum lífsins Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Náttúrufegurð Hjónin Isabelle og Bruno Frebourg eru hér við Skógafoss, en þau hjóluðu hringinn í kringum landið og gengu svo um hálendið. Fram á veginn Frebourg-hjónin halda senn á vit nýrra ævintýra. Fjarðabyggð | Grunnskóli Reyð- arfjarðar verður leiðtogaskóli í um- ferðarfræðslu á Austurlandi. Um- ferðarfræðsla í grunnskólum er ein helsta aðgerðin í umferðarörygg- isáætlun stjórnvalda og á fyrra ári gerðu samgönguráðuneyti, umferð- arstofa og Grundaskóli á Akranesi með sér samning um að hann yrði móðurskóli á grunnskólastigi í um- ferðarfræðslu. Leiðtogaskólarnir eru þrír og Grunnskóli Reyð- arfjarðar einn þeirra. Hlutverk leiðtogaskóla er efling umferð- arfræðslu á sínu svæði með nám- skeiðum og ráðgjöf fyrir kennara. Leiðtogaskóli í umferðarfræðslu Fjarðabyggð | Næstkomandi laug- ardag verður haldin stórhátíð í Fjarðabyggð. Þá er sameiningu Fjarðabyggðar fagnað og nýtt níu þúsund fermetra fjölnotahús, Fjarðabyggðarhöll, verður vígt. Að auki verður nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Helga Jónsdóttir, boðinn velkominn til starfa og Guð- mundur Bjarnason, fráfarandi bæj- arstjóri, kvaddur eftir langt og far- sælt starf fyrir Neskaupstað og Fjarðabyggð. Ræðuhöld, fjöl- skylduskemmtun og góðar veit- ingar verða á boðstólum. Sunndaginn 17. september verð- ur svo vígslumót í Fjarðabyggð- arhöllinni að hætti Ungmenna- félagsins Vals á Reyðarfirði. Bæjarstjóraskipti og ný íþróttahöll Reisulegt Nýtt fjölnotahús. ÍBÚÐATURNARNIR tveir, sem fyrirtækið SS-Byggir er að reisa á Baldurshagalóðinni neðan við lög- reglustöðina, eru að taka á sig end- anlega mynd. Verkið er á áætlun og íbúðir verða afhentar 15. desember að sögn Sigurðar Sigurðssonar, eig- anda fyrirtækisins. Verkið var mjög umdeilt í bænum á sínum tíma. Fyrirtækið vildi reisa eitt 12 hæða hús á lóðinni, með 36 íbúðum, en eftir mótmæli hluta bæj- arbúa féll meirihlutinn í bæjarstjórn frá því að leyfa slíka byggingu en heimilaði hins vegar tvö sjö hæða hús með allt að 40 íbúðum. Var það samþykk í bæjarstjórn í árslok 2004. „Já, ég hefði gjarnan viljað sjá þarna einn háan turn,“ sagði Sig- urður aðspurður í gær. „Húsin tvö eru hugguleg en mér finnst samt vanta ofan á þau; stærra hús hefði orðið enn glæsilegra. Það hefði orðið skemmtilegt kennileiti á bænum.“ Sigurður sagði gríðarlega spurn hafa verið eftir íbúðunum á Bald- urshagalóðinni. „Þarna eru 40 íbúðir en hefðu mátt vera 80 miðað við eft- irspurnina. Það er greinilegt að fólk vill vera í göngufæri við þjónustu,“ sagði hann og vísaði til nálægðar við verslunarmiðstöðina Glerártorg og miðbæinn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Langt komið Íbúar efri hluta turnanna sjá líklega betur en aðrir landnámsmanninn Helga magra og Þórunni hyrnu, sem lengi hafa staðið á klöppunum. Turnarnir brátt tilbúnir Morgunblaðið/Skapti Af stað Framkvæmdir við „tvíburaturnana“ nýhafnar á Baldurshagalóð- inni neðan lögreglustöðvarinnar á Akureyri. Myndin er tekin 25. júní 2005. »Húsin tvö, akureyrsku „tví-buraturnarnir“ standa við Brekkugötu 36 og 38, en þeim verða gefin nöfnin Baldurshagi og Myllan, eftir húsum sem stóðu á lóðinni áður. »Á sunnudaginn var liðið ná-kvæmlega eitt ár síðan byrj- að var að steypa fyrri blokkina. »Alls eru 40 íbúðir í húsunumen eigandi SS-Byggis, segir að hann hefði getað selt 80. »Tvennt býr í flestum íbúð-anna, þrennt í sumum en Sig- urður veit um eina fimm manna fjölskyldu sem verður á efstu hæð annars hússins; það er hans eigin fjölskylda. Í HNOTSKURN PRÓFKJÖR verður haldið hjá Samfylkingunni í Norðaust- urkjördæmi í haust þar sem fer fram kosning í þrjú efstu sætin. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar kjördæmaráðs, sem fram fór í Mý- vatnssveit á sunnudag. Bindandi kosning verður í þrjú efstu sætin á listanum, með þeim skilmálum að hvort kyn hafi í það minnsta einn fulltrúa í þeim sæt- um. Raðað verður í önnur sæti á listanum með uppstillingu, segir Oddný Stella Snorradóttir, sem kjörin var formaður kjördæm- aráðsins á fundinum í gær. Um verður að ræða póstkosningu sem verður einungis opin skráðum flokksmönnum í Samfylkingunni, og verða atkvæði talin 4. nóvember nk. Samfylkingin á tvo alþingsmenn í kjördæminu, Kristján Möller frá Siglufirði og Einar Má Sigurðarson úr Neskaupstað en tveir Akureyr- ingar hafa þegar tilkynnt um fram- boð; Benedikt Sigurðarson, að- júnkt við Háskólann á Akureyri, gefur kost á sér í fyrsta sæti listans og Lára Stefánsdóttir, varaþing- maður, í annað sætið. Samfylkingin heldur prófkjör FRANCESCO Milazzo, prófessor í Rómarrétti við lagadeild háskólans í Catania, flytur fyrirlestur á Lög- fræðitorgi við HA í dag. Fyrirlest- urinn, sem hann kallar Guðspjöllin og einkarétturinn, hefst kl. 12 í hús- næði HA við Þingvallastræti. Eftir Milazzo liggja bæði bækur og greinar um réttarsögu Róma- veldis og stjórnskipunarleg áhrif erfðaraðar rómversku keisaranna; Lagalegt gildi opinberra athafna í Rómaveldi og lagaeiða fornaldar. Guðspjöllin og einkarétturinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.