Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 24
neytendur 24 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ U mtalsverðar verð- hækkanir hafa orðið á langflestum mat- vörum í lág- vöruverðsverslunum frá því í upphafi þessa árs og í mörgum tilvikum nema hækk- anirnar vel á annan tug prósenta. Þetta kom í ljós hjá verðlagseft- irliti ASÍ þegar verðkönnun verð- lagseftirlitsins frá því í janúar sl.er borin saman við könnun í lág- vöruverðsverslunum sem gerð var í síðustu viku. Á sama tíma hefur vísitala mat- ar- og drykkjarvöru hækkað um 6,4%. Mikil hækkun á mjólkurvörum Borið er saman verð á algengum neysluvörum úr ýmsum flokkum, sem skoðaðar voru í báðum könn- unum. Í fréttatilkynningu frá verð- lagseftirliti ASÍ er bent á að áber- andi sé hversu mikil hækkun hefur orðið á mjólk og öðrum mjólkuraf- urðum á tímabilinu. „Lítri af mjólk hefur hækkað um 16–17 % í öllum lágvöruverðsverslunum nema Nettó, þar sem hann hefur hækkað um 40% frá því í janúar. Meðalverð á mjólkurlítra í þessum verslunum er nú kr. 75 en var kr. 61 í upphafi árs. Hækkun á öðrum mjólk- urvörum er enn meiri. Stoðmjólk fyrir ungbörn hefur hækkað um u.þ.b. 50% í öllum verslunum, kost- aði að meðaltali kr. 42 í lág- vöruverðsverslunum í janúar en kostar nú kr. 63 og lítrinn af súr- mjólk hefur hækkað um tæp 40% í öllum verslunum. Af öðrum vörum má nefna að Camembertostur og smurostur hækkuðu á bilinu 14%– 20% og meðalverð á öskju af smjörva hefur hækkað úr kr. 134 í kr. 154 eða um rúm 15%.“ 32% hækkun á hveitibrauði Verð á brauðmeti hefur einnig hækkað. Til dæmis hefur ódýrasta tegund af heilhveitibrauði hækkað um 32% í Bónus, 16% í Krónunni, 10% í Kaskó og um 4% í Nettó frá því í janúar. Verð á grænmeti og ávöxtum sveiflast að jafnaði tals- vert eftir árstíma. Mest hækkun var á meðalverði af hvítkáli, 100% og jöklasalati, 69%, en mikil hækkun var á öllum teg- undum sem skoðaðar voru, að und- anskildum appelsínum, vínberjum og spergilkáli. Verð á bleium hefur einnig hækkað mikið síðan í könnuninni í janúar. Pakki af Pampers-bleium nr. 5 var að meðaltali 28% dýrari nú í september en í janúar sl. Í fréttatilkynningunni er einnig athygli vakin á því að verð á for- pökkuðum brauðosti, sem verð- merktur er hjá framleiðanda, er eina varan þar sem verð er óbreytt milli kannana hjá öllum verslunum. „Eins og verðlagseftirlitið hefur áð- ur bent á er forverðmerking mat- vöru hjá framleiðanda bönnuð og ætluð til þess að hafa hamlandi áhrif á eðlilega verðsamkeppni. Í könnunum verðlagseftirlitsins hefur sýnt sig að verðsamkeppni á forverðmerktum matvörum er mun minni en á annarri matvöru og því nauðsynlegt að samkeppnisyfirvöld gangist í það að framfylgja þessu banni. Eins og ofangreind dæmi sýna, og berlega hefur komið fram í verðbólgumælingum Hagstofunnar, hefur matarreikningur margra heimila hækkað umtalsvert á liðn- um mánuðum. Þetta er mikið áhyggjuefni og hefur áhrif á kjör allra heimila í landinu. Það er eðli- legt að neytendur leiti skýringa á hækkunum upp á tugi prósenta á almennum neysluvörum eins og brauði og mjólk á nokkurra mánaða tímabili, langt umfram hækkun vísi- tölu neysluverðs“, segir í frétta- tilkynningunni. Kannanirnar ná til eftirtalinna verslana: Bónuss, Krónunnar, Nettó og Kaskó. Hér er aðeins um beinan verð- samanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Miklar hækkanir á matvöru í lágvöruverðsverslunum , "!!! * -     ./# !  0#  ) '  .112 98#. $.!!" * " !' " E " Q" J  =! ' & D! C  '!  0'!R  < D !  #" J( !% J'% & ,,'!  '!   * & $"S* %  * %  "I !  (% #JS- D   H -& !D      "I ! BR S' DD  GD! (!* ! T &S(!* ! GD!    ! ( . <- '  L4 -& (   B &S((  # S(( '   C ( ( S(   = S(D' "  0* %E% &  B"SR D! % <'AA' 6, CDJ JS   ! ': (% .%;  ,, %   9,   9, R  0%&% 6   K% D  R   E  %   6,  R  6,    C") H&%!) @*!>A D  0% ) , ) B R! %   0 !*(                                                      %            %    %                                                                                                                                 %   %(          %(          %      %( %   %  %   %(     % %(    % %(                                                                                      %(                                                                                                                                      %                     %  %                  % %                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                           #     ,!    ,! C J!    ,! C J!    ,! C J!    ,! C J!    ,! C J! "# <%# " # 9% .% P ! P &  ! Morgunblaðið/Árni Torfason Í könnunum verðlags- eftirlitsins hefur sýnt sig að verðsamkeppni á for- verðmerktum matvörum er mun minni en á annarri matvöru. Buddan Matarreikningur heimila hefur hækkað töluvert undanfarið. Heimsferðir bjóða beint flug til Kraká í haust, þriðja árið í röð. Þessi fegursta borg Póllands hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum og nú bjóða Heimsferðir beint flug til Kraká. Borgin er friðlýst af UNESCO, enda býr hún að 1000 ára sögu sem helsta menningarborg Póllands og fyrrum höfuðborg. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kraká í haust frá kr. 19.990 Fegursta borg Póllands Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.19.990 Flug báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, út 23. eða 29. okt. og heim 26. okt. eða 2. nóv. Netverð á mann. Verð kr.36.734 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Eljot með morgunmat, 23. október. Beint flug 19. okt. - UPPSELT 23. okt. - laus sæti 26. okt. - örfá sæti 29. okt. - laus sæti 2. nóv. - UPPSELT Frábærir flugtímar - beint morgunflug

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.