Morgunblaðið - 12.09.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 12.09.2006, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Einar Jónssonfæddist í Reykjavík 15. sept- ember 1935. Hann lést á heimili sínu á Sóleyjarrima 9 í Grafarvogi 2. sept- ember síðastliðinn. Hann var næst- elstur níu systkina sem ólust upp á Grenimel 8 í vest- urbænum. For- eldrar hans voru Guðríður Ein- arsdóttir og Jón Þorkelsson, þau eru bæði látin. Einar kvæntist Þorgerði Egils- dóttur 22. desember 1954. For- eldrar Þorgerðar voru þau Inga Ingvarsdóttir og Egill Örn Ein- arsson, þau eru bæði látin. Börn þeirra hjóna eru Brynhildur Inga, f. 15.7. 1955, gift Sig- urbirni Ásgeirssyni, f. 4.10. 1952, Sigurlaug Sandra, f. 26.1. 1960, gift Skúla K. Skúlasyni, f. 3.6. 1959, Anna Guðríður, f. 19.9. 1964, gift Atla Norðdahl, f. 7.8. 1967, og Egill Örn, f. 27.1. 1970, maki Helga Fjóla Sæ- mundsdóttir, f. 27.9. 1976. Barna- börn Einars eru tíu talsins og barna- barnabörnin eru þrjú. Einar Jónsson starfaði hjá Skeljungi í 55 ár og lauk þar störfum árið 2005 sjö- tugur að aldri. Eftir starfsferil sinn lagði hann rækt við fjöl- skyldu sína og áhugamál sitt til margra ára, golf. Útför Einars verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þessi fagri laugardagsmorgunn breyttist skjótt í dimman dag er sím- tal barst frá foreldrahúsum með þær fregnir að faðir okkar Einar Jónsson væri látinn. Ekki er hægt að lýsa þeirri tilfinningu með orðum sem heltekur mann við slíka fregn. Við vorum dofnar og með brostin hjörtu. Okkar stoð og stytta í lífinu fallin frá langt um aldur fram. Faðir okkar sem var sjötugur unglingur, þetta gat ekki verið satt. Margt hafði hann brallað með okkur í lífinu og kennt okkur. Hann þekkti hvert fjall, hvern fjörð og hverja á um allt land því hér áður fyrr ók hann um landið þvert og endilangt á vegum vinnu sinnar hjá Skeljungi. Þessari þekkingu reyndi hann að troða í hausamótin á okkur með misjöfnum árangri. Það er þrautinni þyngra að setjast niður og skrifa kveðjuorð til föður okkar. Það er svo margt sem við átt- um eftir að segja og svo margt sem við áttum eftir að gera saman. Það er svo sárt til þess að hugsa að líklega höfum við tekið hann sem sjálfsagð- an hlut í gegnum tíðina. Við erum þó sannfærðar um það að hann hafi vit- að af ást okkar þó við hefðum mátt segja það oftar. En eins og allir vita þá er svo gott að vera vitur eftir á en einnig sárt. Pabbi var þessi fasti klettur í lífi okkar. Það var sama hvað við börnin vorum að gera, hvort sem það var að ferðast, skemmta okkur eða byggja hús, alltaf var hann tilbúinn að taka þátt í öllu með okkur. Pabbi hætti ekki að vinna fyrr en hann varð sjötugur á síðasta ári og átti þá allt lífið framundan. Pabbi og mamma seldu æsku- heimili okkar systkinanna í Karfa- vogi 17 í vor og keyptu sér fallega íbúð að Sóleyjarrima í Grafarvogi. Það þurfti mikið til þess að fá pabba til þess að losa sig við gamla hjóna- rúmið og kaupa nýtt. Hann vildi halda í góðu minningarnar um okkur krakkana þegar við vorum lítil að skrattast í rúminu þeirra og síðar tóku barnabörnin við því hlutverki okkar. Þetta segir ansi margt um það hvað ástríkur faðir okkar var. Hann átti medalíu skilið fyrir að vera okkur svo góður faðir sem hann var. Á nýja heimilinu blasti framtíðin við þeim mömmu. Nú þurfti ekki lengur að slá gras né klippa hekk. Pabbi keypti sér nýjan bíl svo hægt væri að skreppa út fyrir bæinn og svo það færi nú vel um golfsettið sem var orðið ansi stór þáttur í lífi hans því hann hafði unun af að spila golf í góðra manna hópi. Pabbi var að plana ferð vestur í Djúpadal og utan- landsferð að ári svo eitthvað sé nefnt. Hann var í sjöunda himni yfir nýju íbúðinni, bílnum, fjölskyldunni og þeim tíma sem hann hafði til þess að spila golf. Það er svo sárt til þess að hugsa að við höfum hann ekki lengur hjá okk- ur. Barnabörnin og barnabarna- börnin höfðu svo gaman af því að fá að gista hjá afa sínum og ömmu og fengu oft að vera í pössun heilu og hálfu dagana í góðu yfirlæti. Þau koma til með að sakna afa síns mjög sárt. Sárastur er þó söknuður mömmu sem situr ein í nýju íbúðinni, en líkt og börnin á hún góðar minn- ingar. Við munum hjálpa móður okk- ar í gegnum sorgina af bestu getu. Það er huggun harmi gegn að vita að faðir okkar er á meðal okkar þótt lát- inn sé og er það okkur smá friðþæg- ing. Við horfðum á brjóst þitt, en ekkert skeði er við sátum á þínu dánarbeði. Hvaða Guð tekur frá okkur elskandi mann eiginmann, föður og afa sem að lifa kann. Er þessi Guð sanngjarn, minn eða þinn ég bara spyr með grátbólgna kinn. Minn Guð tæki ekki frá mér minn pabba svo hvar er minn Guð er ég að leiðinu labba. Elsku pabbi ég sakna þín svo mikið að mig verkjar í brjóstið fyrir vikið. Ég vildi að ég gæti snúið tímanum aftur því úr mér er farinn allur kraftur. Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir allt passaðu að láta þér ekki verða kalt. Þú átt langa ferð fyrir höndum meðfram ókunnum ströndum. Þar bíða þín afi, amma, ættingjar og vinir síðar svo koma á eftir þér allir hinir. Ég kem seinna og fæ þá koss á kinn elsku hjartans pabbi minn. (Brynhildur Inga Einarsdóttir.) Við viljum þakka föður okkar fyrir lífið sem hann gaf okkur og alla hans ást. Hvíli hann í friði. Dæturnar, Brynhildur Inga, Sigurlaug Sandra og Anna Guðríður. Það var fagran laugardagsmorgun í sólskini og logni að ég fékk símtal frá foreldrahúsum mínum með þeim fregnum sem nísta hjartarætur að faðir minn Einar Jónsson væri lát- inn. Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem brýst út við slíkar fregnir en ég varð strax innantómur og fylltist miklum söknuði. Það má segja að þessi laugardag- ur hafi verið sá erfiðasti á minni lífs- leið því við pabbi áttum eftir að gera svo margt og höfðum svo margt á prjónunum. Pabba hafði aldrei liðið betur en núna á seinni árunum og samband okkar feðga nánara en nokkru sinni fyrr. Pabbi með öll sín börn, barnabörn og barnabarnabörn var stoltur pabbi, afi og langafi fram í fingurgóma. Þegar pabbi tók eina stærstu ákvörðun sína, að flytja sig á brott frá Karfavogi í Grafarvoginn var sem þungu fargi væri af honum létt og honum leið yndislega með að geta nú á efri árum notið lífsins til hins ítrasta. Við áttum margan golfhringinn saman og það var honum einna kær- ast að geta stundað áhugamál sitt af kappi nú á seinni árum. Það eru svo margar minningar sem brjótast um í manni við aðstæð- ur sem þessar en sú minning sem er mér efst í huga er þegar ég og pabbi sátum margar kvöldstundirnar sam- an þegar ég var gutti og spiluðum skák. Pabbi gaf aldrei þumlung eftir, vann mig alltaf og ég vonaðist til að hann myndi leyfa mér að vinna svona einu sinni … nei, það var sko af og frá. Í seinni tíð höfum við feðgarnir gantast með þetta og ég held að þetta hafi einfaldlega verið ágæt leið hjá pabba til að herða mig upp fyrir seinni tíma. Á föstudagskvöldið fóru Helga Fjóla og strákarnir til afa og ömmu að borða og eins og Helga komst að orði þá segir það svo margt um pabba eins og hann var; Daginn áður: … áttir þú góðan GOLFDAG og fórst létt með 18 holurnar ...knúsaðir þú strákana okkar og mig líka … varstu með sama húmorinn og alltaf … dásamaðir þú dugnað þinn í eldhúsinu … þar sem þú hrærðir nú í laukn- um … fussaðir þú yfir hollustufæðinu … og hlóst yfir því að fá fisk tvo daga í röð … sagðir þú mér sögu úr vinnunni þar sem þú fórst á kostum … varstu svo stoltur af fjölskyld- unni þinni fyrir vel heppnað golfmót … hlóstu að frekjunni í nafna þín- um … þvoðir þú allt upp áður en þú settir í uppþvottavélina … annað væri bara sóðaskapur … sagðir þú mér að fara nú vel með mig og keyra varlega … fengum við að eiga síðustu kvöldmáltíðina með þér. Ekki bjuggumst við við því að þú yrðir tekinn svona snögglega frá okkur. Hraustur og hress, fullur af orku og tilhlökkun, kominn á nýja fína bílinn, í yndislegt húsnæði og allt í blóma. Þú varst yndislegur pabbi og afi og við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Við getum ekki einu sinni hugsað út í það erfiða verkefni að útskýra þetta fyrir Ein- ari Dúa enda ekki nema 2 ára snáð- inn, litli afastrákurinn. Við kveðjum þig með söknuði, munum geyma minningarnar á góðum stað og rifja upp allar góðu stundirnar með strák- unum við hvert tækifæri. Englarnir hljóðlega yfir þér nú svífa, ásjóna þín svo ljúf og undurblíð. Minningarnar áfram mig hrífa, eftir þér við gluggann ég bíð. Einn ég sit og stari, út um gluggann minn. Í von um að nú fari, að sjást í bílinn þinn. Afastrákur lítill nú grætur, veit að englarnir passa nú afa. Býður góða nótt svo sætur, dreyminn og segir til afa, “Góða nótt afi minn og guð geymi þig í nóttinni“ Elsku besti pabbi minn, sárt ég mun sakna þín. Á næturhimni nú ég finn, stjörnu merkta þér, sem skín. (Egill Örn Einarsson.) Elsku pabbi og tengdapabbi, eins og við segjum við strákana okkar á hverju kvöldi, „góða nótt og guð geymi þig í nóttinni“. Egill Örn Einarsson, Helga Fjóla Sæmundsdóttir. Kæri Einar, það er svo einkenni- legt, en ég hugsaði aldrei út í það að þú myndir einhvern tímann fara. Þú varst alltaf eins, kletturinn sem aldr- ei haggaðist. Aldrei man ég eftir því að þú hafir kvartað eða kennt þér meins, þó auðvitað hafi ég séð til þín þegar þú fórst afsíðis til að skipta um umbúðir á sárinu á fætinum, sem hrjáði þig í mörg ár. Það má segja að við höfum þekkt hvor annan alla mína tíð, þar sem við Sigurlaug erum alin upp í sömu göt- unni. Ég man þegar ég loksins mannaði mig upp í það að bjóða dótt- ur þinni á stefnumót, hringdi dyra- bjöllunni og beið eftir örlögum mín- um. Ég var alveg að líða útaf af stressi og vonaði svo heitt að Sig- urlaug kæmi sjálf til dyranna. Dyrn- ar lukust upp og þarna stóðst þú, þessi myndarlegi og kraftalegi mað- ur sem ég hafði aðeins fylgst með úr fjarlægð, hvesstir á mig augun og spurðir: „Hvað vilt þú?“ Ég rétt gat gert mig skiljanlegan og stamaði: „Er, er Sigurlaug heima?“ „Já og hvað með það?“ var svarið sem ég fékk. Hjartað stoppaði og ég fann hvernig höfuðið hitnaði. Ég var alveg að missa móðinn og farinn að und- irbúa flóttann þegar þú skyndilega brostir og kallaðir á Sigurlaugu. Auðvitað vissir þú að ég var að koma og í hvaða erindagjörðum. Sigurlaug sagði þér allt, enda ríkti alltaf mikil og gagnkvæm virðing ykkar í milli. Það má segja að frá þeim degi hafi ekki slegið skugga á samskipti okk- ar. Ég man ekki eftir tilviki þar sem við vorum ekki fullkomlega sáttir og í raun man ég ekki eftir að við höfum nokkurn tímann verið ósammála um eitt eða neitt, hvort sem það voru þjóðmál eða önnur persónulegri mál sem við ræddum. Ég fann það alla tíð að þú varst stoltur af okkur Sigurlaugu og fylgd- ist með okkur á þinn hátt, án þess að segja mikið. Þú varst alltaf svo glað- ur þegar þú sást að við vorum að ná tökum á lífsbaráttunni, fyrst með því að koma yfir okkur þaki og svo þegar við gátum endurnýjað bílinn, fjárfest í húsgögnum eða öðru sem fylgir fjölskyldulífi. Já, þú vissir vel hvað það var mikilvægt að eiga heimili og búa fjölskyldunni öruggt umhverfi, enda unnið langan vinnudag sjálfur í fjölda ára til að svo mætti vera. Ég man vel þegar við ákváðum að byggja bílskúrinn við Karfavog 17, en hann átti að verða fyrsta heimili okkar Sigurlaugar og dótturinnar sem þá var á leiðinni. Við undum okkur saman kvöld eftir kvöld, og vikum saman, við byggingu skúrsins. Fyrst við mokstur, síðan við smíðar og að lokum við frágang og máln- ingu. Mér er sérstaklega minnis- stætt þegar steypumótið á aðalvegg skúrsins sprakk þegar ný lokið var að fylla það með steypu. Fleiri rúm- metrar af steypu flæddu út á gólf- plötuna og ég starði steini lostinn á hamfarirnar og hélt að nú værum við búnir að klúðra þessu alveg. Það liðu ekki nema nokkrar sekúndur þar til þú byrjaðir að öskra skipanir á liðið sem var að steypa og allir sem einn lögðumst við á eitt til að koma í veg fyrir tjón sem hefði getað verið erfitt viðureignar. Eftir mikið streð og óteljandi skóflufylli var veggurinn loksins kominn í sitt fyrra horf og öll steypan farin í mótið aftur. Ég gleymi ekki svipnum á þér þegar þú horfðir stoltur á vegginn og síðan á okkur Bjössa smið, en hann hafði reynst þér sannur vinur í þessum framkvæmdum. Þú varst svo þakk- látur og feginn að hafa lokið þessum hluta framkvæmdanna. Kæri tengdafaðir, nú ert þú skyndilega farinn frá okkur. Spilaðir 18 holur í eftirmiðdaginn og ert lát- inn að morgni. Það er eins og þú haf- ir farið í slysi. Okkur sem eftir sitjum finnst þetta ósanngjarnt, þú sem varst rétt að hefja eftirlaunaárin, ár- in sem þú ætlaðir að njóta með barnabörnum og barnabarnabörn- um, spila golf og flakka um landið á nýja bílnum þínum. Ég vil þakka þér af öllu hjarta fyrir að hafa verið mér svo góður og traustur tengdafaðir í gegnum tíðina og bið þess að þú njót- ir nú þess hversu heiðarlegur, góður og hjartahlýr maður þú varst í þessu lífi, hvar sem þú nú dvelur. Þinn tengdasonur Skúli K. Elsku Einar, okkur langar til að minnast þín með nokkrum orðum en vitum þó ekki alveg hvernig við eig- um að byrja því hver hefði trúað því að aðeins tveimur vikum eftir að við sáumst síðast værir þú farinn frá okkur? Þú varst svo hress á Brother’s Open golfmótinu og heilsaðir okkur svo vel eins og þín var von og vísa, með knúsi og kossi á kinn. Hvað þið bræður hlóguð þegar þið tveir elstu fenguð sérstök Öldungaflokksverð- laun á mótinu, bráðungir mennirnir. Það verður skrýtið að koma á næsta bolludag til Kiddýjar frænku og enginn Einar við borðsendann. Þú ert fyrstur af systkinum pabba til að kveðja og við sem héldum að þið væruð eilíf. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Við sendum fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að gefa þeim styrk í þessari miklu sorg. Elsku Einar, takk fyrir allt, Guð og englar himinsins varðveiti þig um alla eilífð. Við biðjum að heilsa ömmu og afa. Hulda, Kristín og Guðríður Þórsdætur. Elsku afi minn. Ég á enn svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Þú varst alltaf svo hress og kátur. Ég var alltaf og er svo mikil ömmu- og afastelpa. Mér þótti alveg rosalega gaman þegar ég var lítil að gista hjá þér og ömmu. Ekki þótti mér leiðinlegt að fara með ykkur í útilegur. Eða þegar ég fékk að fara með í bústað í Skorradalinn. Þú varst alltaf svo hjálpsamur og þú passaðir vel upp á fjölskylduna. Ég man um daginn þegar ég var í heimsókn hjá ykkur, þá vorum við inni í stofu að tala saman. Allt í einu varðst þú voða alvarlegur og horfðir á mig og sagðir: „Gerður mín, þú veist hvar við eigum heima.“ Ég horfði undrandi á hann og spurði hvað hann væri eiginlega að meina. Þá sagði afi: „Nú í vetur þegar það kemur vont veður þá vil ég ekki að þú keyrir heim til þín úr vinnunni. Þú kemur bara til okkar og gistir.“ Þessi orð lýsa svo sannarlega því hversu góður maður hann afi minn var og hversu vænt honum þótti um fjölskylduna sína. Það var alltaf svo vel tekið á móti manni hjá ömmu og afa. Dætrum mínum þótti alltaf jafngaman að fara til langömmu sinnar og langafa. Afi var alltaf viljugur að fara út í bakarí Einar Jónsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil| Greinarnar skal senda í gegnum vef- síðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.