Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 37

Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 37 arskóli rétti úr kútnum með 3–1 sigri gegn dönsku sveitinni Marslet Skole en finnska sveitin núllaði sænsku sveitina út. Norðmennirnir jakkaklæddu töp- uðu óvænt fyrir dönsku sveitinni í þriðju umferð með minnsta mun sem gerði finnsku sveitinni Puolal- anmaen kleift að ná þeim að vinn- ingum eftir 2½–1½ sigur á Lauga- lækjarskóla. Þegar einungis lokadagurinn var eftir voru því finnsku og norsku sveitirnar jafnar og efstar með 8½ vinning af 12 mögulegum en Rimaskóli var í þriðja sæti með 7 vinninga og Laugalækjarskóli í því fjórða með 6 vinninga. Það voru því ekki miklar líkur á íslenskum sigri þegar fjórða og næstsíðasta umferð hófst sunnu- dagsmorguninn 10. september sl. en einmitt þá sýndu íslensku sveitirnar hvers þær voru megnugar. Daði Ómarsson leiddi sína menn til stór- sigurs gegn norsku tískulöggunum 4–0 og á sama tíma lögðu Rima- skólapiltarnir hina öflugu finnsku sveit að velli með minnsta mun. Þessu úrslit þýddu að finnska sveit- in og Laugalækjarskóli voru jafnar og efstar fyrir síðustu umferð með 10 vinninga en Rimaskóli kom svo hálfum vinningi á eftir. Spennan í lokaumferðinni var mikil en snemma varð ljóst að sveit Laugalækjarskóla myndi standast álagið og að lokum höfðu allir sigrað nema hinn ólánsami Daði sem þrátt fyrir góðar stöður á borðinu fékk eingöngu einn vinning af 5 mögu- legum á fyrsta borði. Norska sveitin LAUGALÆKJARSKÓLI hefur á að skipa sterkri skáksveit í grunn- skólakeppnum en í Danmörku á síð- asta ári varð sveitin Norðurlanda- meistari í fyrsta skipti. Daði Ómarsson, Vilhjálmur Pálmason, Matthías Pétursson og Aron Ellert Þorsteinsson skipuðu sveitina en þeir hafa notið leiðsagnar Torfa Leóssonar um langt skeið. Þetta teymi hefur haldið áfram að vinna saman í þágu skólans og sl. föstudag hófst Norðurlandamótið og fór það fram í skólanum sjálfum. Alls mættu sex sveitir til leiks og þar á meðal tvær íslenskar, Laugalækjarskóli og Rimaskóli. Í fyrstu umferð mótsins lagði Rimaskóli Norðurlandameistarana að velli með 2½ vinningi gegn 1½ en norska sveitin Giesdal skole vann sænsku sveitina Malarhojdens skola með fullu húsi vinninga, 4–0. Það vakti athygli að Norðmennirnir voru flestir afar vel klæddir sem er óvenjulegt fyrir skákmenn á þessum árum. Að jafnaði eru það eingöngu bestu skákmenn heims sem mæta í skákir sínar í jakkafötum og með bindi en Norðmennirnir ungu ætl- uðu ekki að vera minni menn. Þeir sýndu einnig klærnar á skákborðinu vegna þess að í annarri umferð báru þeir sigur úr býtum í viðureign sinni við Rimaskóla, 3–1 en Laugalækj- vann þá finnsku með minnsta mun og Rimaskóli vann þá dönsku 3–1. Glæsilegur tvöfaldur íslenskur sigur var því í höfn en lokastaða mótsins varð þessi: 1. Laugarlækjaskóli 13 vinninga af 20 mögu- legum. 2. Rimaskóli 12½ v. 3. Puolalanmaen (Finnland) 11½ v. 4. Giesdal (Noregur) 11 v. 5. Marslet skole (Danmörk) 7½ v. 6. Malarhøjdens skola (Svíþjóð) 4½ v. Matthías Pétur var aflakló Norð- urlandameistara Laugalækjarskóla en hann fékk 4½ vinning af 5 mögu- legum á þriðja borði. Einar Sigurðs- son vann allar sínar þrjár skákir á fjórða borði og varamaður Aron Ell- ert Þorsteinsson fékk einn og hálfan vinning í sínum tveim skákum. Vil- hjálmur Pálmason fékk 3 vinninga í fimm skákum á öðru borði en Ingv- ar Ásbjörnsson stóð sig best í liði Rimaskóla en hann fékk 4½ vinning af 5 mögulegum. Skáksamband Íslands stóð fyrir mótinu og var hægt að fylgjast með gangi máli í beinni útsendingu á vef sambandsins, www.skaksamband.is. Mótshaldið var til mikillar fyrir- myndar og myndaðist góð stemning á skákstað. MR Norðurlandameistari framhaldsskóla Norðurlandamót framhaldsskóla- sveita fór fram um síðustu helgi í Helsinki og tók sveit Menntaskólans í Reykjavík þátt fyrir Íslands hönd. Skemmst er frá því að segja að sveitin stóð sig frábærlega er hún varð Norðurlandameistari með sína 10 vinninga af 16 mögulegum. Finn- land I fékk jafnmarga vinninga og lið MR en færri stig. Noregur varð í þriðja sæti, Svíar í því fjórða og Finnland II í fimmta og neðsta sæt- inu. Eins og svo oft áður var Ólafur H. Ólafsson liðsstjóri íslensku sveitar- innar en árangur einstakra liðs- manna hennar varð þessi: 1. Guðmundur Kjartansson 3½ vinning af 4 mögulegum. 2. Aron Ingi Óskarsson 2½ v. af 4 mögu- legum. 3. Hilmar Þorsteinsson 3 v. af 4 mögulegum. 4. Helgi Egilsson 1 v. af 2 mögulegum. 1. vm. Benedikt Örn Bjarnason 0 v. af 2 mögulegum. Salaskóli hársbreidd frá Norðurlandameistaratitli Lið Salaskóla tók þátt í Norður- landamóti barnaskólasveita sem fram fór um síðustu helgi í Blokhus í Danmörku. Keppnin um efsta sætið var æsispennandi og fyrir lokaum- ferðina hafði sveit Salaskóla 9 vinn- inga í öðru sæti en Danmörk I leiddi keppnina með 9½ vinning. Lyktir í lokaumferðinni urðu þær að Sala- skóli fékk 2 vinninga og endaði keppni með 11 vinninga en sænska sveitin varð Norðurlandameistari með 11½ vinning þó að Danmörk I fengi einnig 11½ vinning þar eð danska sveitin fékk færri stig en sú sænska. Þetta þýddi að Salaskóli lenti í þriðja sæti sem er dágóður árangur. Páll S. Andrason á fjórða borði gerði sér lítið fyrir og fékk 4½ vinning af 5 mögulegum. Liðsstjórar sveitarinnar voru Hrannar Baldurs- son og Tómas Rasmus en nánari upplýsingar um keppnina er að finna á www.skak.is. Tvöfaldur íslenskur sigur Morgunblaðið/ÓmarNorðurlandamót Verðlaunahafar á NM grunnskólasveita. SKÁK Skáksamband Íslands Norðurlandamót grunnskólasveita 8.–10. september 2006 HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Elsku Ásta Unnur. Mig langar að skrifa niður nokkur orð til þess að minnast þeirra stunda sem við áttum saman. Í fyrsta sinn er við hittumst var sem okkur hafi alltaf ætlað að vera vinkonur. Við náðum svo vel saman þrátt fyrir að vera ólíkar að skapgerð. Ég minn- ist með hlýhug allra þeirra kvölda Ásta Unnur Jónsdóttir ✝ Ásta UnnurJónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 18. október 1963. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 14. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Graf- arvogskirkju 22. ágúst. sem við ráðlögðum hvor annarri og þeirra ófáu klukku- tíma sem við töluð- umst við í síma hvort sem var til að deila gleði eða sorg. Okkar styrkur lá í því að geta hlegið að óförum hvor annarrar og í huga mínum er svo skýr mynd af þeirri hláturmildu og góð- hjörtuðu manneskju sem þú varst. Ég mun minnast þín með sérstökum hlýhug og í hjarta mínu munt þú ávallt eiga sérstakan stað. Takk fyrir, mín kæra vinkona. Innilegar samúðar- kveðjur sendi ég börnunum og fjöl- skyldunni. Jónína Þ. Þorvaldsdóttir. Elsku besta langamma okkar. Þú hefur alltaf verið okk- ur svo góð í gegnum tíðina og okkur systkinunum eru mjög minnisstæðar allar heimsóknirnar eftir skóla. Þá fengum við ávallt brauð með miklu smjöri og sultu og svo eftirrétt sem oftast var ísblóm. Við erum mjög heppin að hafa fengið að kynnast þér og fá að eyða stundum með þér. Þú munt ávallt verða hluti af okkur og við munum aldrei gleyma því hve góð þú varst við okkur. Það var alltaf jafngaman að koma í mat til þín og borða kjúkling frá Kentucky Fried Chicken og þá fékkstu þér alltaf BBQ-bita. Þú átt alltaf sess í hjarta okkar allra. Þín barnabarnabörn, Sigurjón, Hinrik, Þorbjörg og Vilhjálmur Andri. Amma mín er dáin. Fallega, stolta og stórmerkilega amma mín í litla kroppnum sínum. Enn á ný heldur hún af stað á vit ævintýra og nýrra örlaga til að vera hjá afa, stóru ást- inni sinni. Áður hefur hún ferðast um ókunn höf, flutt til framandi lands þangað sem ástin bar hana. Þar tók hún ástfóstri við land og þjóð sem hún gerði að sinni eigin. Hafnar- fjörður varð bærinn hennar. Þar byggði hún sitt líf með elskaða afa mínum, eignaðist börn og buru og ævintýrahús í álfahrauni. Hús ömmu og afa er risastórt í minningunni. Fullt af málverkunum hans afa og fína dótinu hennar ömmu. Þar eru Gertrud M. Sigurjónsson ✝ Gertrud Sig-urjónsson hús- móðir fæddist í Bremerhaven í Þýskalandi 20. októ- ber 1917. Hún lést á Sólvangi í Hafn- arfirði 13. ágúst síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 23. ágúst. kistur fullar af gulli og gersemum, ranghalar og skúmaskot til að skoða og rannsaka fyrir litla stelpu, og þar eru amma og afi. Afi með mjúka hárið sitt sem ég fékk að greiða við sérstök tækifæri og amma með gullhendurnar sem struku mér stundum í svefn á kvöldin. Ömmuhendur eru nefnilega svo hlýj- ar og mjúkar, þær eru fallegustu hendur í heimi. Hreinlega og snyrtilega amma mín. Aldrei ryk- korn að sjá og ef ömmustelpa er reytt og úfin er henni snarlega greitt og strokið og hún sett í handsnyrt- ingu hjá ömmu sinni. Ævintýra- amma sem heldur stundum skrýtnu og skemmtilegu boðin sín. Krakka- partý fyrir barnabörnin, jólaboð fyr- ir fjölskylduna þar sem barnabörnin fá endalaust að vera með skemmti- atriði. Hatta- og búningaboð fyrir fjölskyldu og vini. Hún ber á borð fínustu kræsingar. En amma getur líka galdrað fram furðumat sem ég hef aldrei séð áður. Hún býr til pönnukökur úr kartöflum og getur eldað alveg eldrauða grauta. Amma er minningakona. Hún safnar minn- ingum í formi mynda. Aldrei kemur maður til hennar öðruvísi en að myndavélin sé dregin fram. Ríka amma mín. Rík af ást á lífinu, ást til mannsins síns, drengjanna sinna, tengdadætra og barnabarna. Öll elskuðum við hana út af lífinu. Annað var bara alls ekki hægt. Því þannig manneskja var hún. Elsku besta amma mín. Mikið held ég að afi verði glaður að sjá þig og fá aftur að faðma litlu sterku kon- una sína. Fljúgið hátt á vit nýrra æv- intýra. Sjáumst seinna. Svava. Sigurður Rúnar Þórisson ✝ Sigurður RúnarÞórisson fædd- ist 13. október 1981. Hann lést á heimili sínu 19. ágúst síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Digraneskirkju 31. ágúst. koma, stelpur og bæj- arferðir til þess að kíkja á menninguna voru ógleymanlegar. Þú varst alltaf svo vin- sæll enda var þetta fyrir tíma gsm-sím- anna og þú varst einn af þeim fáu sem áttir símboða sem gerði þig að skipuleggjara hóps- ins. Ég veit ekki hversu mörg 911 skila- boð um að hringja í einhvern þú fékkst á hverju kvöld en þau voru ekki fá. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn og komir ekki aftur, að maður fái aldrei að sjá þig aftur, heilsa þér og spjalla við þig á förnum vegi. Ég tel það hafa verið forréttindi að hafa þekkt þig og að hafa eytt með þér frábærum tíma sem ég kem aldr- ei til með að gleyma. Þó að samband okkar hafi minnkað seinustu árin, vorum við alltaf saman vinahópur- inn, alltaf þéttir, þótt ekki væru allir alltaf sammála. Ég kveð þig með tár- votum augum Siggi minn, megirðu finna frið á himnum. Ég sendi auðmjúkar samúðar- kveðjur til fjölskyldu þinnar og að- standenda. Arnar Jón Agnarsson. Elsku Siggi minn, ég naut þeirrar gæfu að kynnast þér fyrir nokkrum árum og verð ég ævinlega þakklát fyrir það. Sérhvert vinarorð vermir sem vorsólar ljós. Sérhver greiði og góðvild er gæfunnar rós. Hvort sem leið þín liggur, um lönd eða höf. Gefðu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf. (Höf. ók.) Ég votta foreldrum, fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð og bið þess að góð guð gefi ykkur styrk í þessum mikla missi. Hvíl þú í friði. Þín vinkona, Alda. Ég man fyrst er ég sá þig á Esso- mótinu í fótbolta þegar við vorum um 12–13 ára, þú varst í D-liðinu enda nýbyrjaður að æfa. Eftir tvær þrjár vikur varstu kominn í A-liðið með mér, þá kynntumst við fyrst. Við áttum margar góðar stundir saman næstu árin. Ógleymanleg er ferð til Danmerkur með fótboltanum þegar við vorum 14 ára nýbyrjaðir á gelgjunni, töluðum um fátt annað en stelpur, vorum rosalega hrifnir af því að KR stelpurnar bjuggu í sama íþróttahúsinu og við. Við eyddum miklum tíma saman, vinahópurinn, á þessum árum, hvolpavitið var að Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur| Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.