Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ eir George W. Bush Bandaríkjaforseti og Alexander Downer, ut- anríkisráðherra Ástr- alíu, héldu því báðir fram í síðustu viku að leynifang- elsi CIA og „sérstakar aðferðir“ við yfirheyrslur á föngum hafi skilað verulegum árangri; beinlín- is komið í veg fyrir hryðjuverk og þannig bjargað mannslífum. Þetta vekur þá athyglisverðu og sígildu spurningu hvort það geti virkilega verið réttlætanlegt að beita fáeina einstaklinga – sem allt útlit er fyrir að hafi margt til saka unnið – „sérstökum aðferð- um“ (við vitum jú öll hvað átt er við með því, er það ekki?) til að koma í veg fyrir að margfalt fleira blásaklaust fólk – og líklega þar á meðal börn – deyi. Þetta er siðferðileg spurning. Hvernig er hægt að leita svars við henni? Hver einasta manneskja með heilbrigða réttlætiskennd getur fundið svar í eigin brjósti, byggt á einlægri sannfæringu. Að vísu getur verið misjafnt hversu ákveðið fólk er í sinni sök, og eins víst að flestir myndu finna með sjálfum sér djúpstæða togstreitu. Franski heimspekingurinn Albert Camus mun einhvern tíma hafa verið spurður hvort hann myndi vera reiðubúinn að fórna réttlæt- inu til að bjarga lífi móður sinnar, og segir sagan að hann hafi svar- að á þá leið að hann vonaði að hann myndi hafa hugrekki til að velja þann kostinn að bjarga lífi móður sinnar. Þótt ólíklegt sé að ef og þegar á reynir sé fyrir hendi þolinmæði eða yfirleitt tími til að leita fræði- legra svara við þessari spurningu er hún engu að síður afar athygl- isverð frá sjónarhóli siðfræðinnar – þeirrar fræðigreinar sem leitast við að svara almennt spurning- unni um hvað manni sé leyfilegt að gera. Það sem gerir spurninguna um beitingu „sérstakra aðferða“ við yfirheyrslur sérstaklega áhuga- verða fyrir siðfræðinga er að í henni lýstur svo augljóslega sam- an tveim af helstu tegundunum sem til eru af siðfræðikenningum, það er að segja reglusiðfræði og afleiðingasiðfræði. Reglusiðfræðin kveður á um að rétt breytni ráðist af algildum reglum, eins og til dæmis boðorð- unum tíu, og þannig er kristið sið- ferði gott dæmi um reglusiðferði. Afleiðingasiðfræði kveður aftur á móti á um að það sem sker úr um hvort breytni er góð eða vond sé það hvort hún hefur góðar eða slæmar afleiðingar fyrir sem flesta. Það er að segja hvort breytnin „hámarkar hamingju“, eins og það myndi heita á við- skiptaíslensku. Orð þeirra Bush og Downers í síðustu viku voru greinilega sprottin af einhverskonar afleið- ingasiðferðishugsun. Þeir sem gagnrýnt hafa Bandaríkjamenn fyrir leynifangelsi og meintar „sérstakar aðferðir“ við yf- irheyrslur hafa aftur á móti ekki það ég man skírskotað til neinna meintra afleiðinga heldur yfirleitt til meintra brota á algildum grundvallarreglum, eins og til dæmis mannréttindum og Genf- arsáttmálanum. En má þá vænta þess að sið- fræðingar geti skorið úr um hvort það eru á endanum prins- ippmennirnir eða pragmatistarnir sem hafa á réttu að standa? (Væri vissulega gaman að heyra frá atvinnusiðfræðingum um þetta efni). Uns annað kemur á daginn verður að teljast af- skaplega ólíklegt að siðfræðin geti skorið þarna úr. Sem fyrr kemur hún því að litlum notum þegar á reynir. Vissulega getur siðfræðin dregið fram ýmis rök í málinu. Til dæmis má benda á, reglusið- ferðinu til stuðnings, að það get- ur verið afskaplega torvelt að sjá fyrir afleiðingar allrar breytni, og segja má að ógerlegt sé með öllu að vera handviss um að til- tekin breytni muni í raun og veru hafa tilætlaðar, jákvæðar afleið- ingar fyrir svo og svo marga. Aftur á móti má benda á að mað- ur getur verið viss um að öll breytni hafi einhverjar afleið- ingar, og því sé maður að skorast undan ábyrgð á eigin gjörðum ef maður reynir ekki að sjá afleið- ingarnar fyrir. Ennfremur má halda því fram, að þar sem afleiðingar verði í flestum tilfellum ekki séðar fyrir – og því ekki hægt að taka ákvörðun í ljósi þeirra – verði einfaldlega að hafa fyrirfram gefnar og algildar reglur til að fara eftir, því að annars sé alls ekki hægt að taka neina ákvörð- un. Samkvæmt þessu leiðir eig- inlegt afleiðingasiðferði (þar sem breytni er raunverulega byggð á fyrirfram séðum afleiðingum) til einskonar siðferðislömunar, því að það sé sjaldnast hægt að skera úr um réttmæti breytni. En það má líka segja að sá sem breytir samkvæmt fyrirfram gefinni reglu, án þess að reyna að sjá fyrir afleiðingarnar, virðist loka augunum fyrir hinum áþreif- anlega veruleika og leita skjóls í einhverskonar hugsjón, og sé jafnvel tilbúinn til að fórna lífi saklauss fólks til að ekki falli blettur á hugsjónina. En ef við nú höfum engar grundvallarreglur, er þá ekki hætta á að við missum tökin og leiðumst út í hina hroðalegustu breytni? Er vogandi að setja sið- ferðið í hendur mannanna? Verð- ur það ekki að vera með ein- hverjum hætti mönnunum „æðra“, það er að segja, komið frá Guði eða hreinni skynsemi? Ég held satt að segja að lengra komist siðfræðin ekki með svar við spurningunni sem spurt var hér í upphafi. En það má þó kannski segja að siðfræðina megi nota til að henda að einhverju leyti reiður á þeim grundvallars- iðferðisgildum sem lendir saman þegar svör eru gefin við spurn- ingunni. Reglur og afleiðingar »Ef við höfum engar grundvallarreglur, er þá ekkihætta á að við missum tökin og leiðumst út í hina hroðalegustu breytni? Er vogandi að setja sið- ferðið í hendur mannanna? Verður það ekki að vera með einhverjum hætti mönnunum „æðra“, það er að segja, komið frá Guði eða hreinni skynsemi? BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is MEÐ lögum skal land byggja. Á tímum hnattvæðingar verður það einnig að gilda um Jörðina alla og al- þjóðasamfélagið sem nú stendur frammi fyrir gríðarlegri ógn af völd- um loftslagsbreytinga. Meðalhitnun andrúms- lofts jarðar frá iðnbylt- ingu á 18. öld er nú talin vera 0,7°C og æ fleiri vísindamenn vara við að hitnun þess megi ekki aukast um meira en 2°C að meðaltali. Takist ekki að hindra það minnki líkurnar á að hægt verði að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar, þ.m.t. bráðnun Græn- landsjökuls og norð- urskautsins. Viðvörun Al Gores Ekki er mikill tími til að snúa þróuninni við. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkj- anna nefnir í mynd sinni „Óþægilegur sannleikur“ (An Incon- venient Truth) að ein- ungis séu 10 ár til stefnu því jafnvel þótt tækist að stöðva út- streymi gróðurhúsalofttegunda af manna völdum á morgun myndi and- rúmsloftið halda áfram að hitna vegna þeirrar mengunar sem þegar hefur orðið. Til að hægt sé að stöðva og snúa þróuninni við verður að stíga á bremsurnar núna. Skuldbinding alþjóðasamfélagsins Alþjóðasamfélagið brást við með Rammasamningi Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar frá 1992. Í 2. grein segir: „Lokamarkmið þessa samnings og hvers konar löggerninga honum tengdra sem þing aðila kann að sam- þykkja [t.d. Kyoto-bókunin] er, í sam- ræmi við viðeigandi ákvæði samn- ingsins, að halda styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúms- loftinu innan þeirra marka að komið verði í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af manna völdum. Þeim mörkum ætti að ná innan tíma- marka sem nægðu til að vistkerfi geti sjálf lagað sig að lofts- lagsbreytingum til þess að tryggja að mat- vælaframleiðsla sé ekki í hættu og til að efna- hagsþróun geti haldið áfram á sjálfbæran hátt.“ [leturbr. höf.] 195 aðildarríki Rammasamningsins hafa þannig skuldbund- ið sig til að koma í veg fyrir hættulegar lofts- lagsbreytingar. Stefna Íslands – heima og heiman – hlýtur því að miða að því að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerf- inu af manna völdum í samræmi við ofan- greinda skuldbindingu. Mótsagnakennd loftslagsstefna Íslands Stefna íslenskra stjórnvalda í loftslags- málum er bæði óskýr og mótsagnakennd. Ekki liggur fyrir nein stefna til fram- tíðar með tölusettum markmiðum um samdrátt í útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda. Ljóst er þó að Ísland styður Kyoto-bókunina og frekari samninga á grundvelli hennar. A.m.k. í orði kveðnu. Lengi vel drógu forsvarsmenn rík- isstjórnarinnar í efa vísindalegar nið- urstöður um gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar. Þeir töluðu á svipuðum nótum og Bush Banda- ríkjaforseti. Því var jafnvel haldið fram að loftslagsbreytingar fælu ekki síður í sér tækifæri en ógnir. Jafnframt var það yfirlýst stefna stjórnvalda að afla sem mestra und- anþágna frá Kyoto-bókuninni fyrir álfyrirtæki sem vilja fjárfesta á Ís- landi. Vísindalegar rannsóknarnið- urstöður benda þó til að virkjun jök- ulvatna dragi úr bindingu kolefnis í sjó og því hæpið að halda því fram að uppbygging áliðnaðar á Íslandi sé lið- ur í átaki mannkyns gegn loftslags- breytingum. Á sama tíma og iðnaðarráðherra hampaði framlagi Íslands til að þróa vetni sem orkugjafa hældi hún sér (Valgerður Sverrisdóttir) af setningu laga sem heimila leit að olíu og gasi í íslenskri efnahagslögsögu í þeim til- gangi olíuleitarfyrirtæki fengjust til þess að fjármagna slíka leit. Athygli vekur að ný rafskautaverk- smiðja í Hvalfirði hlaut blessun í úr- skurði umhverfisráðherra vegna kæru Landverndar. Það gerðist þrátt fyrir að verksmiðjan skuli knúin olíu og að starfsemi hennar muni auka út- streymi gróðurhúsalofttegunda um 3,8% á ári miðað við 1990. Loftslagsstefna til framtíðar Eyða verður ríkjandi óvissu um hver sé loftslagsstefna ríkisstjórnar Íslands. Loftslagsstefna stjórnvalda verður að taka til uppbyggingar alls samfélagsins og móta verður skýra stefnu sem m.a. feli í sér eftirfarandi: Ríkisstjórn Íslands lýsi yfir stuðn- ingi við markmið ESB frá mars 2005 um að meðalhitnun andrúmslofts Jarðar verði haldið innan við 2°C mið- að við það sem var fyrir iðnbyltingu Stjórnvöld móti stefnu til næstu ára og áratuga um verulegan sam- drátt í útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda. Slík stefnumótun feli í sér skýr töluleg markmið fyrir iðnað, sam- göngur og sjávarútveg. Hinum auð- ugu þjóðum heims ber skylda til að ganga á undan með góðu fordæmi og jafnframt veita þróunarríkjum aðstoð við uppbyggingu sjálfbærs samfélags Gera verður öflugt fræðsluátak til að upplýsa almenning um þann mikla vanda sem við er að etja og leiðir til úrbóta. Einungis þannig er unnt að virkja almenning. Íslensk stjórnvöld verða að styðja Kyoto-ferlið; að samningaviðræður um frekari samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu byggi á Kyoto-bókuninni. Stjórnarflokkarnir og stjórnarand- staðan geta ekki mætt kjósendum sínum í kosningum á vori komanda án þess að hafa trúverðuga loftslags- stefnu. Hættulegar loftslagsbreytingar Árni Finnsson lýsir eftir lofts- lagsstefnu ríkisstjórnar Íslands » Gera verðuröflugt fræðsluátak til að upplýsa al- menning um þann mikla vanda sem við er að etja og leiðir til úrbóta. Árni Finnsson Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Á UNDANFÖRNUM tveimur árum hafa sjö manns látist og einn maður slasast mjög alvarlega vegna ofsaaksturs. Æ oftar heyrast fréttir af þessari tegund afbrota úr um- ferðinni sem því mið- ur hefur leitt til dauða og örkumla í alltof mörgum tilfellum. Þá eru enn ónefndir allir þeir sem stöðvaðir eru af lögreglunni, áður en illa fer, á umferð- arhraða sem er ekk- ert annað en tilræði við líf og heilsu far- þega þeirra og ann- arra saklausra vegfar- enda. Ofsaakstur á götum og vegum þessa lands er víta- vert gáleysi en engu að síður eru viðurlögin í engu sam- ræmi við alvöru brotsins. Sam- göngutæki, sem ætlað er að flytja fólk og varning frá einum stað til annars, getur snúist upp í lífs- hættulegt „vopn“ í höndum þeirra sem gerast sekir um ofsaakstur. Farartækið sjálft limlestir eða drepur engan – því sá veldur sem á heldur. Byssan ein og sér er ekki hættuleg en ef hún kemst í hendur þeirra sem misnota hana er hún orðin lífshættuleg. Nú er svo komið að almennir veg- farendur eru farnir að óttast mjög að þurfa að aka um þjóðvegi lands- ins. Og lái þeim hver sem vill. Þeir sem aka á löglegum hraða geta átt von á að mæta ökuníðingi sem miss- ir stjórn á bifreiðinni, vegna ofsaaksturs, og fer yfir á rangan veg- arhelming. Oft skilur aðeins hársbreidd á milli lífs og dauða. Hver kannast ekki við að hafa upplifað svona tilræði af völdum öku- fanta sem beita löglegu samgöngutæki til þess að fá útrás fyrir hraða- fíkn sína. Norðlensk móðir hafði samband við mig fyrir skömmu og sagði mér frá dóttur sinni, á tvítugsaldri, sem varð að aka út fyrir veg til þess að komast undan bíl sem ekið var yfir á rangan vegarhelming á ofsa- hraða. Að mínu mati er refsirammi umferðarlaganna ekki nægilega rúmur til þess að refsa fyrir svo al- varleg afbrot í umferðinni; afbrot sem eru ekkert annað en ógnun við líf og heilsu fólks. Í hegningarlög- unum er kveðið skýrt á um refsingu við brotum sem leiða til mannsbana eða líkamstjóns af völdum gáleysis og er þeim viðurlögum oft beitt í reynd (t.d. 168., 215. og 219. gr.). Að gefnu tilefni (og það fleiri en einu) legg ég til að saksóknarar landsins líti einnig til 168. gr. hegn- ingarlaganna þar sem segir orðrétt: „Ef maður raskar öryggi járnbraut- arvagna, skipa, loftfara, bifreiða eða annarra slíkra farar- eða flutningatækja, eða umferðarör- yggi á alfaraleiðum án þess að verknaður hans varði við 165. gr., þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.“ (Leturbr. greinarh.) Það hlýtur að vera skýlaus krafa okkar allra, sem viljum komast á leiðarenda í umferðinni án þess að bíða tjón á lífi eða heilsu, að harðar verði tekið á þeim ökuníðingum sem ógna lífi okkar með ofsaakstri. Sá sem gerði slíkt með eggvopni eða byssu myndi ekki verða tekinn neinum vettlingatökum hjá ákæru- og dómsvaldi. Hið sama á að gilda um afbrotamenn sem misnota sam- göngutæki. Ökuníðingar – ógn- in á þjóðvegunum Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar um umferðaröryggismál » Það hlýtur að veraskýlaus krafa okkar allra, sem viljum komast á leiðarenda í umferð- inni án þess að bíða tjón á lífi eða heilsu, að harð- ar verði tekið á þeim ökuníðingum sem ógna lífi okkar með ofsa- akstri. Ragnheiður Davíðsdóttir Höfundur er forvarnarfulltrúi VÍS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.