Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 255. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Kl. 12 SA 8–13
m/s sunnan- og
vestanlands,
rigning síðdegis,
annars hægari. » 8
Heitast Kaldast
17°C 8°C
„ERTU ekki þreyttur?“ spurði Þorbjörg Eyjólfsdóttir
Þorstein bróður sinn þegar þau hittust á gangi á Hrafn-
istu í gær. Spurningin var vel við hæfi enda hafði bróð-
ir hennar, Þorsteinn Eyjólfsson, haldið upp á 100 ára
afmælið sitt daginn áður og var mikið fjör í þeirri
veislu. Þorsteinn og Þorbjörg eru með elstu systkinum
þar sem Þorbjörg verður 102 ára í nóvember. Á milli
systkinanna stendur Sigurður, sonur Þorsteins. | 4
Morgunblaðið/Ásdís
100 ára bróðir og 101 árs systir
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
BERGVIN Oddsson missti sjónina í júní 2001,
15 ára gamall, og hefur því reynslu af íslenska
skólakerfinu bæði sem sjáandi og blindur nem-
andi. Hann segir algerlega nauðsynlegt að
þjónusta við blinda verði sameinuð á einum
stað, og vill að það verði í sérstakri þekking-
armiðstöð fyrir blinda og sjónskerta.
„Það vantar þekkingarmiðstöð sem maður
getur leitað til sama hvað vantar. Allt frá upp-
lýsingum um réttindi sín í félagslega kerfinu,
og til þess að fá upplýsingar um hvernig maður
á að læra stærðfræði,“ segir Bergvin.
Hann segir að Sjónstöð Íslands hafi verið
fjársvelt undanfarin ár og sé í allt of litlu hús-
næði. „Bara eitt dæmi um fjársveltið var í
fyrra, þegar tölvukaupapeningar Sjónstöðv-
arinnar kláruðust í september, þegar fjórir
mánuðir voru eftir af árinu. Það getur enginn
verið í skóla nema hafa fartölvu. Tölvan er lyk-
ill að bæði námi og samfélaginu,“ segir Berg-
vin. „Það að Sjónstöð Íslands sé svo fjársvelt
að hún hafi ekki peninga til að kaupa nauðsyn-
legustu hjálpartæki handa blindum er eitthvað
sem heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið ættu
að skammast sín fyrir.“
Bergvin hafði nýlokið 9. bekk í Grunnskól-
anum í Vestmannaeyjum þegar hann missti
sjónina. Hann segir að reynsla sín af náminu í
10. bekk hafi litast af því að skólayfirvöld hafi
aðeins haft tvo mánuði til að undirbúa sig fyrir
að taka á móti blindum nemanda.
„Þetta var allt tilraunastarfsemi, ég var ekki
í þessu fagi eða hinu. Það var – eins og blindi
maðurinn sagði – rennt blint í sjóinn með
þetta. Það var lögð áhersla á það að ég færi í
ensku, íslensku og stærðfræði og tæki loka-
próf í þeim, en ég var ekki í dönsku, eðlisfræði
og líffræði,“ segir Bergvin.
Eftir að grunnskólanum lauk ákvað Bergvin
að fara í Menntaskólann við Hamrahlíð. Hann
segir að í raun hafi enginn annar framhalds-
skóli komið til greina, hann hafi vitað af því að
þar hafi menn haft reynslu af blindum nem-
endum, og það hafi verið mun æskilegra í sín-
um augum en að standa í sífelldu strögli og til-
raunastarfsemi í námi sínu. „Þó að maður hafi
þurft að berjast fyrir ýmsu í MH hefur það
gengið vel.“ | Miðopna
Vill sameina þjónustu í þekkingarmiðstöð
Morgunblaðið/Kristinn
Fjársvelti Það er til skammar að Sjónstöðin
hafi verið í fjársvelti, segir Bergvin Oddsson.
FORELDRAR í
Reykjanesbæ
geta frá og með 1.
október nk. sótt
um að fá greiddar
svokallaðar
umönnunar-
greiðslur með
börnum frá því að
fæðingarorlofi
lýkur og þar til
þau fá pláss á leikskóla. Samhliða
umönnunargreiðslunum geta for-
eldrar sótt kynningar þar sem farið
er yfir grundvallaratriði er tengjast
uppeldi barna.
Upplýsingar á samskiptavef
Að sögn Árna Sigfússonar, bæj-
arstjóra Reykjanesbæjar, var því lýst
yfir fyrir síðustu kosningar að stefnt
væri að því að umönnunargreiðslur
yrðu greiddar frá og með 1. október.
„Við stöndum einfaldlega við það.
Verkefnið hefur verið undirbúið af
góðu starfsfólki Reykjanesbæjar frá
því í byrjun þessa árs,“ segir Árni.
Greiðslufyrirkomulag verður með
rafrænum hætti og fer fram á upplýs-
inga- og samskiptavef íbúa Reykja-
nesbæjar sem ber nafnið „Mitt
Reykjanes“.
Um foreldrakynningarnar segir
Árni að markmiðið með þeim sé að
foreldrar þekki skyldur sínar í upp-
eldishlutverkinu og grundvallaratriði
í þroska barna. Jafnframt að for-
eldrar læri á þá þjónustu sem býðst
börnum og foreldrum í Reykja-
nesbæ. „Þannig náum við að koma á
framfæri mikilvægum upplýsingum
til foreldranna þegar þeir eru mót-
tækilegastir fyrir þeim,“ segir Árni.
Umönnun-
argreiðslur
í Reykja-
nesbæ
Árni Sigfússon
♦♦♦
SALIR Hótels Holts verða opnir
fyrir gestum og gangandi einn mið-
vikudag í hverjum mánuði og um
leið boðið upp á kynningu á lista-
verkunum sem þar er að finna.
Mörg hundruð listaverk eru á hót-
elinu, þar af mörg eftir klassíska
málara síðustu aldar, eins og Kjar-
val, Jón Stefánsson og Ásgrím Jóns-
son. Verkin eru hluti af einkasafni
Þorvaldar Guðmundssonar og eig-
inkonu hans, Ingibjargar Guð-
mundsdóttur, sem nú eru bæði lát-
in. | 16
Leiðsögn um lista-
safn Hótels Holts
GEIR H. Haarde
forsætisráðherra
segir að eitt af
þeim atriðum sem
rætt sé um í
samningaviðræð-
um við Banda-
ríkjamenn sé
hvernig staðið
verði að rekstri
ratsjárstöðvanna í
framtíðinni og vel megi vera að þetta
sé eitt af þeim atriðum sem íslenskir
aðilar þurfi að taka að sér í framtíð-
inni en fram hefur komið í fjölmiðlum
að bandaríski herinn hafi hætt að
fylgjast með merkjum frá Ratsjár-
stofnun í maí.
Geir sagði að þegar varnarliðið færi
héðan hætti það starfsemi sem það
hefði verið með og þ.m.t. væri það
verkefni að lesa úr þessum merkjum
sem þó væri ennþá safnað saman.
„Eitt af því sem við erum að tala
um við Bandaríkjamenn er hvernig
staðið verður að rekstri þessara
stöðva, en vel má vera að þetta sé eitt
af því sem íslenskir aðilar verða að
taka að sér í framtíðinni. Það er ekki
búið að klára það frekar en margt
annað í þessum efnum, en ég tel ekki
að það sé nein stórfelld hætta á ferð-
um,“ sagði Geir einnig.
Rætt um
rekstur rat-
sjárstöðvanna
Geir H. Haarde
SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna
fatlaðra á Reykjanesi [SMFR] hefur
brugðið á það ráð að bjóða þeim
starfsmönnum sínum sem geta út-
vegað annan starfsmann 35 þúsund
kr. greiðslu. Að sögn Hrannar Harð-
ardóttur, starfsmannastjóra hjá
SMFR, var ákveðið að fara þessa leið
til þess að fjölga starfsfólki, en alls
eru um 40 ómönnuð stöðugildi hjá
SMFR. „Við höfum verið í langvar-
andi erfiðleikum með að fá starfsfólk
til okkar,“ segir Hrönn og tekur fram
að viðvarandi starfsmannaskortur
hafi í raun varað sl. tvö ár, sem megi
að miklu leyti setja í sambandi við þá
þenslu sem ríkt hafi í þjóðfélaginu.
„Við erum búin að prófa ýmislegt
og höfum auglýst víða. Þetta er ein
leið til að fá starfsfólk til starfa,“ seg-
ir Hrönn og tekur fram að vonast hafi
verið eftir því að hægt væri með
þessu móti að höfða m.a. til skólafólks
sem þegar vinnur hjá SMFR um að
það fái samnemendur sína til starfa.
Aðspurð segir hún starfsfólki standa
til boða 15 þúsund kr. greiðsla útvegi
þeir annan starfsmann og 20 þúsund
kr. greiðsla ef ábendingin leiði til
fastráðningar. Spurð hvort SMFR
hafi fengið mikil viðbrögð síðan byrj-
að var að auglýsa þennan bónus fyrir
um tveimur vikum svarar Hrönn því
neitandi. Innt eftir því hvort fjár-
hagsrammi SMFR beri slíkar auka-
greiðslur segir Hrönn rétt að skrif-
stofan starfi innan þröngs ramma
fjárlaganna, en ljóst sé að ómældur
kostnaður fylgi langvarandi mann-
eklu.
Aðspurð hvaða áhrif hinn langvar-
andi starfsmannaskortur og oft á tíð-
um ör mannaskipti hafi á þjónustu-
notendur SMFR segir Hrönn það
alltaf hafa slæm áhrif. Bendir hún á
að í sumum tilvikum sé aðeins hægt
að veita grunnþjónustu. Þannig sé
t.d. ekki hægt að sinna tómstunda-
starfi þjónustunotenda SMFR ef það
kalli á fylgdarmanneskju. „Að sama
skapi höfum við ekki getað farið af
stað með ný heimili sem við höfum
ráðgert vegna þess að okkur tekst
ekki að manna þau.“
Leita nýrra leiða til að
fjölga starfsfólki sínu
Bjóða starfsmönnum aukagreiðslu útvegi þeir annan starfskraft
Í HNOTSKURN
»Alls eru um 40 ómönnuðstöðugildi hjá Svæðis-
skrifstofu málefna fatlaðra á
Reykjanesi.
»SMFR hefur glímt við við-varandi starfsmannaskort
síðastliðin tvö ár.
»Sökum þess hefur biðtímieftir þjónustu lengst.
»Vegna manneklu hefurekki verið hægt að fara af
stað með ný heimili.