Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 22
hönnun
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir væturíka sumartíð kunna vel-flestir að meta blíða haustdagaog reyna eftir megni að lengjasumarið. Sumir eru duglegir við
að byggja skjól og setja jafnvel gashitara út
fyrir, svo lengur megi sitja utandyra. Enda
lítur garðurinn einkar fallega út á haustin,
skærrauð rifsber glansa í runnunum og
hægt er að njóta uppskerunnar, hvort sem
um er að ræða ber, rabarbara, grænmeti
eða hvað annað það sem sprottið hefur í
garðinum yfir sumartímann. Mynta vex til
að mynda vel á Íslandi og gott að neyta
hennar í ljúffengum drykkjum á stilltum
haustkvöldum, hvort sem um er að ræða
heita eða kalda drykki, áfenga eða óáfenga.
Þannig er t.d. gott að fá sér myntute eftir
kvöldmatinn, því myntan róar magann og
hjálpar til við meltinguna og eins má gera
hinn sívinsæla Mojito drykk úr myntunni,
þegar tilefni gefst til.
Þegar síðan hvorki nýtur við gashitara
eða útikamínu er um að gera að skella yfir
sig stóru og fallegu ullarsjali sem svo held-
ur vel hita á kroppnum. Því hlý haustkvöld
eru stundir sem allir ættu að njóta til hins
ýtrasta til útiveru áður en vetrarveður
senda okkur inn í hús á ný.
Suðræna stemningu Arabíunæturinnar
má líka, eins og myndirnar sýna, töfra fram
í litlum garði í miðbæ Reykjavíkur eða bara
hvar sem er!
Austræn veisla Te og kaffi, Smáralind, teglös í
tyrkneskum stíl 540 kr. Fríða frænka, Vestur-
götu, ljósblá glerskál 50 kr., brún glerskál 350
kr. og teglas 100 kr. Søstrene Grenes, Smára-
lind, sæblá keramikskál 110 kr., sæblá glerskál
78 kr., hvít skál 61 kr., glerskál 86 kr. og blár
glerkúpull með loki 1.399 kr.
Eftir Sigrúnu Söndru Ólafsdóttur
Ilmandi drykkir Teglas í tyrkneskum stíl 540 kr. Te og kaffi, Smáralind. Glas á fæti 1.400 kr.,
rjómakanna sem hluti af kaffikönnu, rjómakönnu og sykurkari, saman á 5.000 kr., grænn gler-
bolli, með undirskál 700 kr., græn skál 350 kr. og kertastjaki, 3.500 kr. Fríða frænka, Vestur-
götu. Rauðar og rósóttar pullur 5.775 kr. stk. Nóra, Lynghálsi.
1001
nótt
í 101
Krydduð stemning Glerlukt 1.450 kr. Blómálfurinn, Vesturgötu. Bastkarfa 1.700 kr. Kirsuberjatréð, Vesturgötu. Stór kertastjaki fyrir 6
sprittkerti 9.800 kr. og glerkertastjaki í ýmsum litum, fyrir sprittkerti 750 kr. Nóra, Lynghálsi. Blár glerkúpull með loki 1.399 kr., skraut í
austrænum stíl 199 kr., hvít lukt 220 kr. og bambusmotta 219 kr. Søstrene Grenes, Smáralind. Gyllt kaffikanna með sykurkari og rjóma-
könnu 5.000 kr., silfurskeið 700 kr., silfurgaffall 700 kr. og silfurhnífur 1.500 kr. Fríða frænka, Vesturgötu. Egglaga lukt fyrir sprittkerti
890 kr. Habitat, Askalind. Bakki og inniskór í einkaeign.
Hlýlegt Sísalmotta fæst í mörgum stærðum verð
frá 5.000–20.000 kr. Habitat Askalind. Rauð og
rósótt pulla 5.775 kr. Nóra, Lynghálsi. Bakki 500
kr. og kertastjaki 3.500 kr. Fríða frænka, Vest-
urgötu. Skraut í austrænum stíl 199 kr. Blóm-
álfurinn, Vesturgötu, rauð lukt 950 kr. Søstrene
Grenes, Smáralind. Ullarslá 5.980 kr. Hand-
prjónasamband Íslands, Skólavörðustíg.
Myntute
Hellið sjóðandi vatni yfir gott búnt af
ferskum myntulaufum og látið standa um
stund. Gott er að hræra aðeins í tekatl-
inum til þess að ná sem mestu úr lauf-
unum. Berið fram í teglösum, með kandís
eða hunangi eftir óskum.
Mojito
3 lime bátar
lófafylli af myntu
2-3 msk hrásykur
sletta af Sprite
3 cl ljóst romm
sódavatn
mulinn ís
Limebátarnir eru settir neðst í glasið
og myntulauf og svo sykurinn þar ofaná.
Sletta af Sprite er því næst sett í glasið
og allt sem í glasinu er því næst mulið
saman með mortéli. Glasið er þá fyllt með
muldum ís og romminu hellt yfir. Síðast
er sódavatni bætt út í.
Þessi drykkur er líka mjög góður
óáfengur og er þá gerður alveg eins,
nema að romminu er sleppt. Þá má jafn-
vel nota sódavatn sem er með léttu
ávaxtabragði.
Morgunblaðið/Sverrir