Morgunblaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Látin er í Reykja-
vík, Ása Ottesen, kær
vinkona og velgjörða-
maður til margra ára.
Ása var fædd og uppal-
in í Reykjavík og var
mikill Reykvíkingur en hún átti líka
sterkar rætur í Þingvallasveit og
raunar víða á Íslandi þar sem hún
ferðaðist um fótgangandi ásamt vin-
konum sínum. Í Miðfellslandi við
Þingvallavatnið reisti Ása sér skjól á
efri árum og dvaldi þar langdvölum á
sumrin, oftast ein en einnig í fé-
lagsskap fjölskyldu og vina sem sóttu
hana gjarnan heim, því það var bæði
gaman og gefandi að heimsækja Ásu.
Það kom reyndar nokkuð á óvart
þegar Ása ákvað að reisa sér sum-
arbústað því það hafði ekki verið
hennar stíll að setjast að á einum stað
til sumardvalar. Lengst af eyddi hún
mestu af sumarleyfum sínum í langar
og strangar gönguferðir um fjöll og
firnindi og var þar á undan samtíð
sinni eins og í mörgu öðru. Ákvörðun
hennar um byggingu sumarbústaðar
í fagurri náttúru Þingvallasveitar
tengdist þó sennilega því að þegar
þar var komið sögu hafði Ása ekki
sömu krafta til gönguferða og áður
og aðal ferðafélagi hennar og æsku-
vinkona Guðrún Þorvarðardóttir var
þá látin. Ása átti líka eftir að njóta
náttúrunnar í mörg sumur við Þing-
vallavatnið og það var henni sárt þeg-
ar hún hætti að geta farið þangað til
dvalar. Annars tók Ása mótlæti eins
og margar kvenhetjurnar, af stillingu
og auðmýkt. Ása var sterk kona og
hafði líka sterkar og ákveðnar skoð-
anir. Hún hafði alla tíð miklu að miðla
enda vel greind og menntuð í orðsins
besta skilningi.
Ása fór sem ung kona til náms til
Svíþjóðar sem var fremur óvenjulegt
meðal alþýðustúlkna af hennar kyn-
slóð en hún Ása lét sér fátt fyrir
brjósti brenna. Í Svíþjóð eignaðist
Ása fjölda vina og tengdist landi og
þjóð sterkum böndum. Hún varð þó
að hverfa heim áður en formlegu
námi hennar lauk og það voru henni
vonbrigði, það fann maður alla tíð.
Nýr kafli tók þá við í lífi Ásu, hún
giftist honum Hermanni sínum og
eignaðist með honum börnin sín þrjú.
Hennar aðalstarf varð á næstu ára-
tugum að sinna búi og börnum eins
og gjarnan var um giftar konur og
mæður á þessum tíma. Hún var á
sama tíma virk í félagsmálum m.a. í
Menningar- og friðarsamtökum ís-
Ása Þ. Ottesen
✝ Ása ÞuríðurOttesen fæddist
í Reykjavík 12. júní
1918. Hún lést 21.
ágúst síðastliðinn
og var jarðsungin
frá kirkju Óháða
safnaðarins 28.
ágúst.
lenskra kvenna og
sótti víða heimsþing
friðelskandi kvenna.
Ása var alla tíð mikill
sósíalisti og marga
Keflavíkurgönguna
gekk hún. Eiginmaður
Ásu, Hermann, var
nær því 20 árum eldri
en Ása. Kannski var
það einmitt líka þess
vegna að hann var
henni mjög eftirlátur
og hvatti hana alla tíð
til að gera það sem
hugur hennar stóð til,
hvort heldur það voru Keflavíkur-
göngur, fjallaferðir eða heimsreisur.
Hann studdi hana líka til dáða þegar
Ása ákvað að sækja um starf á nýrri
Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar upp úr 1970, þá rúmlega
fimmtug að aldri. Hún var ráðin til
starfans, góðu heilli og þar kynnt-
umst við henni. Ása var af kynslóð
foreldra okkar en aldrei fann maður
fyrir kynslóðamun þegar Ása átti í
hlut. Hún sýndi ungu samstarfsfólki
sínu bæði virðingu og velvild sem
auðvelt var að endurgjalda.
Á þessum mótunarárum nýrrar fé-
lagsþjónustu í Reykjavík var mikill
hugur í fólki, bæði faglega og fé-
lagslega. Mörg vinaböndin voru
hnýtt sem hafa haldið fram á þennan
dag og þannig var um vinskap okkar
við Ásu.
Það er bæði með virðingu og þakk-
læti að við kveðjum Ásu þegar hún
nú hefur lokið þessa heims göngu
sinni. Við munum minnast hennar
sem þessa góða vinar sem hún var.
Vinátta hennar birtist okkur og börn-
um okkar á margvíslegan hátt, í hlýj-
um orðum og handtaki eða faðmlagi,
en einnig í mjög persónulegum og
dýrmætum gjöfum. Bókum og mun-
um sem hún sjálf hafði átt og enn
dýrmætari hlutum, handunnum af
henni sjálfri því Ása var bæði hag-
leikskona til munns og handa. Þannig
eru í eigu okkar bæði hversdagslegir
nytjahlutir en einnig munir sem
teknir eru fram á hátíðarstundum,
allt sem stöðugt mun minna okkur á
Ásu, líf hennar og vináttu. Í hjarta
okkar á hún líka sinn stóra sess.
Megi hún hvíla í friði.
Lára Björnsdóttir og
Ingólfur Hjartarson.
Þeim fækkar ört þessum sönnu
gömlu róttæklingum, sem ekki bara
þekktu söguna, heldur höfðu upplifað
hana sjálfir og tekið þátt í að móta
hana. Nú kveður hún Ása Ottesen,
sem var meira og minna virk í öllum
róttækum samtökum framan af og
um miðja síðustu öld. Hún gekk flest-
ar ef ekki allar Keflavíkurgöngur og
einhvern veginn er maður ekki alveg
viss um að það sé tilviljun að nú loks-
ins þegar herinn er farinn þá kveðji
Ása.
Ása var starfsmaður á Félags-
málastofnun Reykjavíkur frá því rétt
eftir 1970 og var þar fyrir þegar við
sem vorum 30–40 árum yngri komum
þangað til starfa, oft nýkomin úr
námi erlendis. Þótt félagsráðgjafar
þá sem nú væru afskaplega hámennt-
aðir og bestir í öllu, sérstaklega strax
að námi loknu, uppgötvuðu flestir
fljótt að ýmislegt mætti af Ásu læra.
Vinnubrögð hennar voru fagmann-
leg, hún var vandvirk, víðsýn og rétt-
sýn. Seinna urðu vinnureglur frá
henni komnar uppistaðan í handbók-
um sem aðrir gáfu út.
Ekki var síður fróðlegt og
skemmtilegt að heyra frásagnir
hennar úr baráttunni og pólitíkinni
og sem ungur róttæklingur varð
maður agndofa þegar maður upp-
götvaði að ofan á þetta var þetta kona
sem hafði haft tengsl við sjálft Unu-
hús og það dýrðlega kompaní.
Ferðir með Ásu út á land voru sér-
stakur kapítuli, hún þekkti landið og
náttúruna og örnefnin en gerði skýra
kröfu um ákveðna lágmarksþekk-
ingu annarra. Fræg er lýsing á við-
brögðum hennar er yngri vinnufélagi
benti á fjall og spurði um heiti, – það
var nú ekki innan leyfilegra marka að
þekkja ekki Eldborg á Mýrum.
Pólitíkina hafði Ása auðvitað alltaf
á hreinu, það þarf ekkert að fjölyrða
um það, hún var þar sem annars stað-
ar bæði skorinorð og skarpskyggn.
Hún var gædd góðri kímnigáfu og
laumaði út fyndnum, stundum eilítið
meinlegum athugasemdum og sendi
manni þetta glettnislega augnaráð, –
það var enginn vandi að hafa það
skemmtilegt með Ásu.
Börnum og barnabörnum votta ég
innilega samúð.
Hjördís H. Hjartardóttir.
Mig langar til á þessum tímamót-
um að minnast þessarar ágætu vin-
konu minnar gegnum árin og um leið
þakka henni fyrir alla sólargeislana
sem hún gaf mér um dagana.
Ég á margar og góðar minningar
um hana frá kynningu okkar árið
1942, sama árið og ég fluttist í Hólm-
inn. Maður hennar Hermann hafði
verið hjá okkur á Eskifirði í heilt ár
og stýrt lítilli verslun sem pabbi minn
hafði komið á fót nokkru áður en
hann lést. Þá var Hermann útskrif-
aður úr Verslunarskólanum.
Ég heimsótti þau þá á heimili
þeirra, sem var mér alltaf kært frá
þeirri stundu. Tryggðin og vináttan
hélst alla tíð síðan og væri frá mörgu
að segja ef út í það væri farið. Ása var
mér mikill vinur á lífsleiðinni, kom oft
í heimsókn þegar hún ferðaðist um
landið og fyrir öll þessi ár er ég í
stórri þakkarskuld við hana. Minn-
ingarnar lifa og halda sínu gildi.
Hvað sem öðru líður og dýrmætari
með árunum.
Ég sendi ástvinum hennar mínar
bestu samúðarkveðjur og þakka
þeim og blessa minningu um góða
móður og samferðamann. Bið Ásu
blessunar og þakka allt sem hún gaf
mér. Því miður gat ég ekki fylgt
henni seinasta spölinn.
Árni Helgason.
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
LEGSTEINAR
SteinsmiðjanMOSAIK
Hamarshöfða 4 – sími 587 1960
www.mosaik.is
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
EINAR SIGURJÓNSSON
hárskerameistari,
Sólvangsvegi 3,
Hafnarfirði,
(Einar rakari),
lést á Sólvangi sunnudaginn 10. september.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 19. september
kl. 13.00.
Bryndís Elsa Sigurðardóttir,
Steinþór Einarsson, Sylvie Primel,
Guðný Elísabet Einarsdóttir, Einar Eyjólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN KARL ÓLAFSSON,
Háteigsvegi 26,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 4. september verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 13. sept-
ember kl. 15.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á að láta líknar-
stofnanir njóta þess.
Hanna Bachmann,
Halla Jónsdóttir, Gunnar E. Finnbogason,
Inga Jónsdóttir, Ottó Guðmundsson,
Kjartan, Hildur Björg, Hanna Guðný,
Jón Gunnar, Kristín og Embla Guðný.
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
SKARPHÉÐINN BJARNASON,
Flyðrugranda 6,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 10. september.
Sigríður Karlsdóttir,
Jón Ólafur Skarphéðinsson, Hólmfríður Jónsdóttir,
Friðgeir Bjarni Skarphéðinsson, Margrét Hallgrímsson,
Karl Skarphéðinsson, Sara Gylfadóttir,
Hjálmar Skarphéðinsson, Elín Ólafsdóttir,
Óskar Bjarni Skarphéðinsson.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
GUÐBJÖRG LILJA BÖÐVARSDÓTTIR
frá Norðurkoti,
Eyrarbakka,
andaðist laugardaginn 9. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jón Ingi Sigurjónsson,
Guðný Erna Sigurjónsdóttir, Hjörtur Guðmundsson,
Böðvar Sigurjónsson,
Valdemar Sigurjónsson, Þorbjörg Ársælsdóttir,
Ómar Óskarsson, Sólveig Pálsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Yndislega dóttir okkar og barnabarn,
BRYNDÍS EVA HJÖRLEIFSDÓTTIR,
Heiðarbóli 10,
Keflavík,
lést á Barnaspítala Hringsins miðvikudaginn 6. september.
Útförin verður gerð frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 18. september
kl. 12.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast
Bryndísar Evu, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724.
Bergþóra Ólöf Björnsdóttir, Hjörleifur Már Jóhannsson,
Björn Viðar Björnsson, Birna Oddný Björnsdóttir,
Jóhann Guðnason, Sóley Vaka Hjörleifsdóttir,
Eyjólfur Örn Gunnarsson.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞORBJARGAR JÓNSDÓTTUR
frá Geitavík,
Borgarfirði eystra.
Guð blessi ykkur öll.
Björn Jónsson,
Jón Björnsson, Guðlaug K. Kröyer,
Svavar H. Björnsson, Líneik Haraldsdóttir,
Guðrún Björnsdóttir, Gunnar Guðjónsson,
Birgir Björnsson,
Axel A. Björnsson, Lilja K. Einarsdóttir,
Þorbjörn B. Björnsson, Jóhanna E. Vigfúsdóttir,
Geirlaug G. Björnsdóttir, Ólafur Jakobsson,
Ásdís Björnsdóttir, Arnar Margeirsson,
ömmubörn og langömmubörn.