Morgunblaðið - 12.09.2006, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.09.2006, Qupperneq 35
fyrir þær og ekki þótti þeim það leið- inlegt. Svo var hann alltaf bara svo góður við okkur barnabörnin og barnabarnabörnin. Elsku afi minn ég mun aldrei gleyma þér, ég mun alltaf hugsa til þín með gleði í hjarta. Einnig eigum við öll eftir að passa vel upp á ömmu. Gerður Inga. Þegar mamma hringdi í mig á laugardaginn og sagði mér að afi Einar væri dáinn brá mér rosalega mikið, ég bjóst engan veginn við því að afi færi svona fljótt. Fyrir mér hefur afi alltaf verið þessi sterki og hrausti kall sem aldrei tók sér svo mikið sem einn veikindadag í vinnu. Það var einhvern veginn ekki inni í myndinni hjá mér að afi myndi nokk- urn tímann deyja. En svona er lífið víst og við ráðum ekki við það. Afi var rosalega barngóður mað- ur, hann var alltaf til í einn Olsen með okkur krökkunum og skemmti- legast fannst mér að leggja höfuðið á bumbuna á honum og hlusta á hin ótrúlegu hljóð þar fyrir innan. Afa þótti ofboðslega vænt um okkur krakkana og þegar við uxum úr grasi var hann alltaf að biðja okkur um að fara varlega, sérstaklega eftir að við fengum bílpróf. Það sem ég á eftir að geyma best í minningunni um afa er röddin hans. Hann var með svo mjúka og fallega rödd og einnig góða söngrödd sem mér fannst hann spara of mikið. Ég á eftir að sakna þess að heyra hann hlæja og segja: „Sæl, elskan,“ þegar ég kem í heimsókn. Elsku afi, ég sakna þín mikið og mun aldrei gleyma þér. Ég veit að maður á að vera duglegri en þetta, en ég elska þig og mun alltaf gera. Þakka þér, elsku afi, fyrir þann tíma sem við áttum saman. Og, elsku afi, viltu standa við hlið- ina á ömmu og styðja hana í gegnum þessa erfiðu tíma því hún þarf svo sannarlega á því að halda. Þar til við hittumst aftur. Kveðja. Elísabet Jean. Elsku afi minn, ég bjóst ekki við þeim degi að þú myndir kveðja okk- ur. En síðastliðinn laugardag kom sá dagur og erum við enn að jafna okk- ur eftir fréttirnar. Ég á eftir að sakna þín meira en orð fá lýst. Við pabbi áttum það til á laugardags- morgnum að sækja þig og fara í okk- ar frægu laugardagsrúnta. Eitt skipti er mér ofarlega í huga, þú varst sóttur klukkan sex að morgni og var ferðinni heitið inn á Sprengi- sand og þaðan norður til Akureyrar þar sem við snæddum borgara áður en haldið var inn á Kjöl. Við rennd- um svo í hlað í Karfavoginum rétt í tíma fyrir kvöldmat hjá ömmu. Þú talaði alltaf um að við værum hálfbil- aðir, engu að síður varst þú alltaf til í þessa löngu laugardagsrúnta. Þetta voru yndislegar ferðir þar sem ég fékk að njóta þess að vera einn með pabba mínum og þér – mikið hef ég lært af þessum tveimur mönnum. Ég er svo glaður að hafa fengið að vera með þér daginn sem síðustu 18 hol- urnar voru spilaðar í yndislegu veðri á Brothers Open nú fyrir stuttu. Þær voru ófáar næturnar sem við systk- inin fengum að vera hjá ykkur í Karfavoginum, okkur fannst það æð- islegt, þið voruð svo yndislega góð við okkur og ykkar heimili stóð okk- ur barnabörnunum alltaf opið. Það kom vel í ljós þegar ég flutti heim frá Denver og þið buðuð mér (og seinna Elínu Ósk) að búa í bílskúrnum í Karfavoginum, þeir voru nú ófáir sem urðu þeirrar ánægju aðnjótandi. Loksins þegar þú varst kominn með bílskúrinn fyrir sjálfan þig, afi minn, þá selduð þið Karfavoginn og fluttuð í nýja og flotta íbúð í Grafarvoginum. Okkur fannst það nú ekki verra að þegar við komum í pössun þá feng- um við alltaf pening hjá ykkur til að fara í sjoppuna og kaupa bland í poka. Það var ekki hægt að biðja um betri afa, mikið hef ég lært af þér, afi minn, og munum við sakna þín sárt. Ég vona bara að ég verði jafnmynd- arlegur og þú þegar ég kemst á efri ár, þú með þetta fallega silfurlitaða hár. Það jafnast enginn á við þig. Ásgeir Sigurbjörnsson. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 35 Gunna, elsku gamla góða vinkona mín, er fallin fyrir sláttumanninum slynga. Gunna var ári yngri en við hinar í gaggó- og menntóklíkunni. Aftur á móti var hún námsséníið í bekknum, eða rétt- ara sagt, eitt af séníunum, því það voru ótrúlega mörg séní í þessum A- bekk í Hringbrautarskólanum sem seinna breyttist í Hagaskóla. Hún var jafnvíg á íslensku, önnur tungu- mál og stærðfræðigreinar og því sterkari sem lengra leið á mennta- skólaárin, og í mínum huga, engan veginn sjálfsagt að hún legði ensku fyrir sig sem aðal-háskólagrein. Sá hana ekkert síður fyrir mér sem vís- indamann í raungreinum. Það var Maggý, náfrænka mín og vinkona, sem kynnti okkur Gunnu þegar ég lenti í miðjum 1. bekk í þessum merka A-bekk. Fyrir var einnig Sigga Þormóðs, bernskuvin- kona mín norðan úr Þingeyjarsýslu. Við þessar fjórar vorum síðan saman allt í öllu, að heita mátti, fram að landsprófi. Þá fór Maggý í verslunar- deild og þaðan í Samvinnuskólann að Bifröst, en við hinar þrjár í MR með viðkomu í landsprófsdeild allra landsmanna í Vonarstræti. Þessi landsprófsdeild fannst mér að sumu leyti hroðalegur skóli og hef frá þeirri reynslu, mikla samúð með ung- lingunum okkar um þessar mundir, sem gangast heldur fúllyndir undir það sem þeir kalla sumir tímaeyðsl- una, samræmdu prófin í 10. bekk. – En „landsprófið“ var líka gósenland. Þar lentum við t.d. í höndunum á Haraldi Steinþórssyni, einum af þessum útvöldu kennurum. Þangað var stefnt saman, einhverjum hluta, blóma unglinga af öllu landinu í kringum 15 ára aldurinn. T.d. horfði ég og hlýddi þar í fyrsta skipti á framúrskarandi bráðþroskaðan ræðumann, nýfermdan unglinginn, Ólaf Ragnar Grímsson. Ég sagði við stelpurnar: „Þessi verður orðinn sýslumaður uppúr tvítugu.“ Hann var ári á undan í skóla eins og Gunna. Gunna kynnti okkur Siggu Þor- móðs fyrir nýrri vinkonu, Ingibjörgu Haraldsdóttur, sem var bernskuvin- kona Gunnu og enginn vissi þá að var efni í stórskáld. Og við vorum aftur orðan fjórar, skvísurnar. Við vorum rosalega menningarleg- ar. Stunduðum Þjóðleikhúsið, sinfón- íutónleika og aðra menningarvið- burði grimmt. Svo ekki sé talað um málfundi í skólanum og náttúrlega skólaböllin, sem engu var sleppt. Ég flutti með foreldrum mínum úr Vesturbænum í Garðabæinn þegar við vorum í 2. bekk. Ég held það hafi verið þá sem ég gerðist heimagangur á Ægisíðu 70, þar sem foreldrar Gunnu, Bryndís Ásgeirsdóttir og Sigurður Sigurðsson, þá berklayfir- læknir og skömmu síðar landlæknir, höfðu fyrir nokkru komið sér fyrir í fallegu húsi á fallegu heimili með dætur sínar þrjár. Það var auðvelt að telja mig á að labba frekar við á Ægi- Guðrún Sigurðardóttir ✝ HrafnhildurGuðrún Anna Sigurðardóttir menntaskólakenn- ari fæddist í Reykja- vík 26. september 1943. Hún andaðist á kvennadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss 11. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 24. ágúst. síðunni á leið heim úr skólanum, en skrölta í ýmsum strætisvögn- um á annan klukku- tíma til að komast heim til mín. Fá hress- ingu með Gunnu og læra svo saman á eftir. Bryndís tók alltaf fagnandi á móti okkur, setti fyrir okkur heitt kókómalt og smurt brauð eins og við gát- um troðið í okkur. Allir á heimilinu tóku manni yndislega. Sigurður þurfti alltaf að finna hvernig lá á stelpunum, tók undir dægurlaga- sönginn og steig nokkur létt dans- spor, okkur Gunnu til ævarandi ánægju. Og lét sig ekki muna um að keyra óforsjála, astmaveika stelpu heim, eftir langan vinnudag á skrif- stofu landlæknis. Frómt frá sagt gekk mér aldrei neitt sérlega vel að læra á Ægisíð- unni. Gunna var svo fyndin, skemmtileg og mögnuð. Hún söng og blaðraði stöðugt yfir stærðfræði og málfræði og leysti allar þrautir, að því er virtist, gersamlega fyrirhafn- arlaust. Það var nú ekki barningur- inn þar. Allt klárað, bókinni skellt og búið! Og mikill tími eftir til að gera allt mögulegt skemmtilegt. Gunna var mjög mikill vinur, heil- steypt og trygg. Eftir 4. bekk í MR fundu foreldrar mínir upp á því að flytja til Akureyr- ar og ég fylgdi þeim norður. Mér var það bæði mjög ljúft og mjög sárt. Það var nær óyfirstíganlegt að yfirgefa skólann og vinkonurnar fyrir sunnan. Á móti kom að við fluttum í hús bróð- ur míns og mágkonu sem áttu hóp barna sem ég elskaði útaf lífinu og í MA eignaðist ég líka skemmtilega vini. Eftir þetta lágu leiðir okkar Gunnu ekki lengur saman í skóla. Þó ég ent- ist ekki nema einn vetur í skólanum fyrir norðan var ég orðin gift húsfrú hér í borg í 6. bekk og las utanskóla fyrir stúdentsprófið frá MA. Klíkan okkar gamla hafði að einhverju leyti breyst við hvarf mitt á vit Norður- lands og Gunna komin í aðra vina- hópa. Ég upptekin af nýjum hlutum. Okkar daglega samneyti var liðið. Hittumst samt við og við því við átt- um svo margt ósagt. Líf og leiðir runnu í aðskildar áttir. En þó stund- um liðu árin tvenn og þrenn milli endurfunda var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Trúnaður og hjartans mál rædd. Fyrir nokkrum árum varð Gunna fyrir ótrúlegu áfalli. Sterk skaphöfn hennar, skörp greind og rökvísi komu henni upp úr áralangri þrauta- göngu sem fylgdu í kjölfarið. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem mað- ur hefur horft á illvígan sjúkdóm koma í kjölfar slíkrar reynslu, ef þar skyldi vera eitthvert samband á milli. Það var sárt að fregna andlát Gunnu, yngstu vinkonunnar í hópn- um, og sárt að horfast í augu við að hafa verið víðst fjarri þegar orrustan var háð. En huggun í harmi að frétta hjá ástvinum hve Gunna hafði verið sjálfri sér lík til hins síðasta, kjark- mikil, glaðsinna, æðrulaus og ákveð- in í að berjast til sigurs. Guð veri með henni Gunnu vin- konu minni í landinu nýja. Guð blessi börnin hennar góðu, tengdadóttur og barnabörn í sorg þeirra, systur hennar og fjölskyldur þeirra. Sigrún Björnsdóttir. Fallegir legsteinar á góðu verði í sýningarsal okkar Englasteinar Helluhrauni 10 220 Hafnarfjörður Sími 565 2566 www.englasteinar.is Þakka hlýhug og samúð vegna fráfalls móður minnar, INGUNNAR SVEINSDÓTTUR, Norður Fossi, Mýrdal. Guðmundur Arason. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL HJARTARSON, andaðist á Droplaugarstöðum laugardaginn 9. september. Hjörtur Egilsson, Erna Hannesdóttir, Kristín Egilsdóttir, Þorsteinn Aðalsteinsson, Finnur Egilsson, Guðbjörg Einarsdóttir, Ingunn Egilsdóttir, barnabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÓLAFUR LÚTER KRISTJÁNSSON tónlistarkennari, Eyjabakka 5, Reykjavík, varð bráðkvaddur föstudaginn 8. september. Jarðarförin auglýst síðar. Kolbrún Kristín Ólafsdóttir, Pétur Jökull Hákonarson, Kristján Björn Ólafsson, Pála Kristín Ólafsdóttir, Erna Ólín Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengda- móðir, dóttir og amma, ANNA HAFSTEINSDÓTTIR, Brekkuskógum 1, Álftanesi, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 9. september. Ársæll Karl Gunnarsson, Gunnar Karl Ársælsson, Sigurlaug Sverrisdóttir, Sólrún Ársælsdóttir, Ingólfur V. Ævarsson, Ingibjörg Birna Ársælsdóttir, Rakel Ársælsdóttir, Rúnar Snæland Jósepsson, Ingibjörg B. Þorláksdóttir, Hafsteinn Sigurþórsson og barnabörn. Elskulegur faðir minn, ARTHÚR ELÍASSON, lést á dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði, sunnudaginn 10. september. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudag- inn 18. september kl. 15.00. Sesselja Guðrún Arthúrsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.