Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 48

Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 GEGGJUÐ GRÍNMYND eee LIB - TOPP5.IS eee HJ - MBL eee TV - kvikmyndir.is Tvöfalt fyndnari tvöfalt betri GRETTIR ER MÆTTUR AFTUR Í BÍÓ! eeee VJV - TOPP5.is THANK YOU FOR SMOKING TAKK FYRIR AÐ REYKJA Ein fyndnasta mynd ársins My super ex-girlfriend kl. 8 og 10 Þetta er ekkert mál kl. 8 Little Man kl. 6 B.i. 12 ára You, Me & Dupree kl. 10 Grettir 2 m. ísl. tali kl. 6 kvikmyndir.is Stórir hlutir koma í litlum umbúðum Þetta er ekkert mál kl. 5.45, 8 og 10.15 Þetta er ekkert mál LÚXUS kl. 5.45, 8 og 10.15 My Super-Ex Girlfriend kl. 5.50, 8 og 10.10 Little Man B.i. 12 ára kl. 4, 6, 8 og 10 Takk fyrir að reykja kl. 8 Grettir 2 kl. 4 og 6 m.ísl.tali Miami Vice kl. 10.10 B.i. 12 ára Ástríkur og Víkingarnir kl. 4 eeee Heiðarleg, fróðleg og bráðskemmtileg mynd - S.V. Mbl. Mögnuð heimildarmynd um ævi Jóns Páls Sigmarssonar. Mynd sem lætur engan ósnortinn Meistarar koma og fara en goðsögnin mun aldrei deyja! MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Enda þótt Víkverjisé af og til að slá ryki í augu lesenda Morgunblaðsins með því að binda trúss sitt við hin og þessi lið í ensku knattspyrnunni er hann vitaskuld gegnheill Arsenal- maður og verður með- an honum endist aldur. Sumarið hefur verið stuðningsmönnum þessa fornfræga félags erfitt. Lengstu og leið- inlegustu félagsskipta- sögu seinni tíma lauk loksins tveimur mín- útum áður en lokað var tímabundið fyrir leikmannakaup í Englandi, 31. ágúst sl. Enski landsliðsbakvöð- urinn Ashley Cole gekk til liðs við Chelsea. Ekki þarf að rekja þetta lang- dregna mál fyrir lesendum, svo ít- arlega hefur verið um það fjallað, en kjarni málsins er sá að einn besti vinstri-bakvörður sem Arsenal hef- ur haft í sínum röðum hvarf á braut. Drengur sem ólst upp á áhorf- endabekkjunum á Highbury og braust af harðfylgi inn í stjörnum prýtt lið Arsenal um síðustu alda- mót. Margir sáu í honum framtíð- arfyrirliða Arsenal. En eitthvað fór svona hryllilega úr- skeiðis bak við tjöldin. Ágreiningur um launa- kjör virðist hafa leitt til þess að samband Cole við David Dein, hús- bónda á Emirates Stadium, stirðnaði. Að því er virðist lítur Cole svo á að hann hafi verið svikinn. Sína hlið á málinu mun hann þó reifa betur í end- urminningum sínum sem væntanlegar eru síðar í mánuðinum. Þá fór Cole, sem frægt er, að leita hófanna hjá Chelsea fyrir hálfu öðru ári. Upp frá því var ekki aftur snúið enda höfðu Arsenal-menn lítinn smekk fyrir þessu baktjaldamakki. Það breytir því þó ekki að Ashley Cole gaf aldrei þumlung eftir meðan hann lék fyrir Arsenal og skarð hans verður vandfyllt enda þótt Gaël Clichy sé efni í afburðamann líka. Ólíklegt er þó að stuðningsmenn Arsenal muni eftir þessu þegar Cole mætir með Chelsea á Emirates Stadium næsta vor ef marka má orð- bragðið sem þeir hafa haft um hann á spjallrásum að undanförnu. Kapp- inn má búa sig undir yfirhalningu. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is        Orð dagsins: Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: Takið og etið, þetta er líkami minn. (Matt. 26, 26.) Í dag er þriðjudagur 12. september, 255. dag- ur ársins 2006 árnað heilla ritstjorn@mbl.is velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Ljótasta safn í heimi er í París? PARÍS falleg og rómantísk. En oft er flagð undir fögru skinni. Fegurðin er ekki bara rómantík og rómantíkin ekki alltaf falleg. Borgin á sér sögu. Og borgin á sér líka mikilmennsku! Hana má í raun sjá allt of oft. Þar er svart – hvítt og hvítt iðandi af mannlífi sem drekkur rautt vín. Þar eru glæsihallir hégómans og hreysi þeirra þiggjandi. Þar eru flestir útigangsmenn sem ég hef séð á einum degi hvert sem ég hef farið. Og það segir meira en allt um franska menningu. Það segir meira að segja um hvernig franska rauð- vínið er í dag. Þar eru líka lengstu biðraðir sem ég hef séð. Og þar er líka dýrasta kók sem ég hef drukkið. Þar er líka hallærislegasta „lista- mannahverfi“ í allri Evrópu og þó víðar væri leitað. Þar er líka glæsi- legasta nútímasafn og ljótasta óp- eruhús sem hægt er að finna. Hvað er í raun betra ? Þú ert sam- mála því sem þú sérð í eina mínútu en næst ósammála því sem þú varst sammála! Hvað mundir þú t.d. segja ef þjónn á Íslandi rukkaði þig um 580 krónur fyrir kók í glasi, og gerði það með bros á vör? Eða hvað mundir þú segja ef hótelherbergið þitt kostaði yfir 20.000 krónur nóttin, og þá er- um við ekki að tala um neitt sem lík- ist Hótel Eddu eða glæsilegu gisti- húsi á Íslandi. Við erum bara að tala um að geta skáskotið ferðatöskunni sinni inn í herbergið, tannburstað sig inni á salerni og lagst upp í gormarúm með teppi fyrir sæng. Sem sé Parísar lúxus fyrir tvo ef þú vilt hafa það svo. En hvað svo? Svo hefst hið mikla ráp. Skoða Sigurbogann, söfnin, Eiffelturninn, söguslóðir, hallir, garða, Versali … og allt ber þetta að sama brunni. Öll sagan er um eitt- hvað sem kemur nútímanum ekkert við. Við nútíminn erum ekki til í tím- anum. Við erum bara látin sjá það sem gerðist fyrir hundrað árum eða meira. Nútíminn er ekkert. Ekkert! Og ekki tekur betra við ef farið er í Louvre-safnið. Þar er versta og ekki sú allra versta, heldur sú allra allra versta upphenging á verstu og bestu verkum sem hægt er að sjá í öllu Frakklandi. Það er reynt að troða öllu sem Frakkland á í heljarinnar mikla og langa ganga, og út um allt og upp um allt. Og loks Mona Lisa – Búmm. Það er í raun frábært að komast út úr iðrum þessa skrímslis. Út í ferskt loft. Og við túrhestarnir – glápum úr okkur augun – Vá! Þvílík hörmung og þvílík aft- urhnignun. Er þetta virkilega „líb- ertíið“ sem Frakkar hafa upp á að bjóða í dag? Meira að segja vínið er orðið vont miðað við það sem hægt er að kaupa í ríkinu á Íslandi í dag! Hvað varð eiginlega um hina róm- antísku Fransmenn og hina róm- antísku og metnaðarfullu listamenn Frakklands? Því miður! París – nei takk. Reykjavík – já takk. Guðmundur R. Lúðvíksson, myndlistarmaður. Hjól hvarf frá Kórsölum STÚLKNAHJÓL hvarf frá Kórsöl- um 5 sl. sunnudag 3. september. Hjólið heitir Author og er 24" hvítt fjallahjól. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 822 9943. 70ára af-mæli. Magnús Rósin- krans Jónsson varð sjötugur 9. september sl. Af því tilefni langar fjölskyldu hans að bjóða til móttöku í húsnæði Garra ehf. að Lynghálsi 2, þriðjudaginn 12. september milli kl. 17–19. 80 ára afmæli.Í dag, 12. september, er átt- ræður Bolli A. Ólafsson, hús- gagnasmiður, nú búsettur í Sunnu- hlíð í Kópavogi ásamt eiginkonu sinni Svanhildi M. Júlíusdóttur. Rapparinn Puff Daddy, Puffy, PDiddy, Diddy eða Sean Combs líkt og hann heitir réttu nafni neyð- ist til að skipta um nafn enn eina ferðina eftir að breskur útsetjari, sem kallar sig Diddy, fór í mál við Combs. Kornið sem fyllti mælinn var ákvörðun P Diddy um að hætta að notast við stafinn P í hinu nýja nafni sínu. Fóru þá hinum breska Diddy að berast undarlegir tölvu- póstar, m.a. frá dansmeyjum og fatahönnuðum sem vildu starfa með rapparanum. Combs þarf að greiða Diddy 100.000 pund í lögfræðikostnað og 10.000 pund til viðbótar í skaðabæt- ur. Meginkostnaður Combs liggur þó væntanlega í markaðssetningu á nýju nafni í kjölfar dómsins.    Fólk folk@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúm- er. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. „Rock ’N’ Roll Star“, „Some Might Say“, „Talk Tonight“, „Lyla“, „The Importance Of Being Idle“, „Wonderwall“, „Slide Away“, „Cigarettes & Alcohol“, „The Mast- erplan“, „Live Forever“, „Ac- quiesce“, „Supersonic“, „Half The World Away“, „Go Let It Out“, Fyrsta safnplata Oasis, Stop TheClocks, kemur út 20. nóvember næstkomandi, en sveitin hefur nú verið starfandi í 12 ár. Meðlimir sjálfir völdu lögin á plötuna og nú hefur lagalistinn loksins verið stað- festur. Hann er sem hér segir, og nú geta aðdáendur farið að rífa skegg sitt og rökræða kosti hans og galla. Ég meina, af hverju er „(setjið inn eftir smekk)“ ekki á plötunni? „Songbird“, „Morning Glory“, „Champagne Supernova“ og „Don’t Look Back In Anger“.    Breski sjónvarpskokkurinnJamie Oliver vandar for- eldrum sem senda börnin sín með ruslmat sem nesti í skólann ekki kveðjurnar og kallar slíka foreldra „fífl“. Oliver segist vera búinn að fá sig fullsaddan af því að vera kurteis. Sjö af hverjum tíu nest- ispökkum sem bresk börn komi með í skólann séu „til skammar“. Frá þessu greinir Ananova og hefur eftir The Sun. Oliver les foreldrum skólabarna pistilinn í nýjum sjónvarpsþætti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.