Morgunblaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 19
SUÐURNES
SVEITARSTJÓRNARMENN á
Suðurnesjum leggja á það áherslu
að í framhaldi af niðurstöðu við-
ræðna Íslands og
Bandaríkjanna
um varnarmál á
Miðnesheiði verði
haft fullt samráð
við heimamenn
um ráðstöfun
húsnæðis og þró-
un atvinnumála á
svæðinu.
Í ályktun um
brotthvarf varnarliðsins sem sam-
þykkt var samhljóða á aðalfundi
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum, en þingið var haldið í Vog-
um um helgina, er minnt á það að
fyrir aðeins fimm mánuðum stóðu
900 starfsmenn frammi fyrir til-
kynningu um uppsagnir starfa hjá
varnarliðinu og stærstur hluti þeirra
sé fjölskyldufólk af Suðurnesjum.
Tekið er fram að því verkefni að
leysa atvinnumál þessa fólks sé ekki
lokið þótt stærsti hluti þess hafi þeg-
ar gengið til annarra starfa á svæð-
inu.
Aðalfundurinn lýsir yfir stuðningi
við framkomnar kröfur um að leitað
verði allra leiða til þess að koma til
móts við þá starfsmenn varnarliðs-
ins sem eru að nálgast eftirlaunaald-
urinn og eiga erfitt með að komast á
almennan vinnumarkað.
Bent er á að næstu skref snúi að
tilhögun á nýtingu mannvirkja sem
eftir kunna að standa, hreinsun
mengaðra svæða, ráðstöfun lands og
sköpun nýrra atvinnutækifæra.
„Mikilvægt er að í því breytingar-
ferli sem fram undan er verði allir
þættir flugvallarstarfseminnar skoð-
aðir í samhengi og litið á svæðið sem
eina heild. Það er grundvallaratriði
að sveitarfélögin séu áhrifavaldar
um þá framtíð sem hér er mótuð.“
Heima-
fólk með
í ráðum
Sveitarstjórnarmenn líta
á svæðið sem eina heild
Vogar | Sveitarstjórnarmenn á
Suðurnesjum telja mikilvægt að
ráðist verði í gerð menningar-
samnings og vaxtarsamnings á
milli sveitarfé-
laganna á Suð-
urnesjum og rík-
isvaldsins.
Ályktun þessa
efnis var sam-
þykkt á aðal-
fundi Sambands
sveitarfélaga á
Suðurnesjum,
SSS, sem hald-
inn var í Vogum um helgina.
Vakin er athygli á því að slíkir
samningar hafi í auknum mæli
verið gerðir við sveitarfélög í
öðrum landshlutum og er reynsl-
an sögð góð. Hafi samningarnir
tryggt fjárhagslegan grundvöll
menningarstarfs og nýsköpunar.
„Fundurinn leggur áherslu á
að stjórn SSS hefji þegar við-
ræður við þau ráðuneyti sem að
málinu koma og vonar að gerð
samninga taki skamman tíma,“
segir m.a. í ályktuninni, enda
hljóti jafnræðis að verða gætt
milli sveitarfélaga.
Vilja menningar-
samning við ríkið
Helguvík | Lýst er yfir stuðningi
við áform um byggingu álvers í
Helguvík í Reykjanesbæ í ályktun
sem samþykkt var á aðalfundi
SSS. Ályktunin var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum gegn
einu.
Vakin er athygli á því að upp-
bygging álvers sé einstakt tæki-
færi til að auka framboð vel laun-
aðra starfa sem hentað gætu sem
framtíðarstörf fyrir fjölmarga sem
nú hverfa úr störfum á vegum
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Þá kemur fram það álit að ef
öllum skilyrðum sé fullnægt hljóti
afskipti stjórnvalda fyrst og
fremst að miða að því að liðka til
fyrir framvindu þessa verkefnis.
Jafnframt sé allra umhverfissjón-
armiða gætt.
Styðja áform um
byggingu álvers
FYRSTU niðurstöður ráðgjafa
sveitarfélaganna þriggja sem liggja
að Keflavíkurflugvelli benda til að
möguleikar séu til uppbyggingar
flugsækinnar þjónustu í tengslum
við alþjóðaflugvöllinn. Talið er nær-
tækast að skoða tækifæri til rekst-
urs alþjóðlegrar birgðastöðvar og
miðstöðvar fragtflutninga.
Keflavíkurflugvöllur á umbreyt-
ingatímum var aðalmál aðalfundar
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum sem fram fór um helgina.
Geir H. Haarde forsætisráðherra og
Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-
ráðherra sögðu frá stöðu viðræðna
við Bandaríkjamenn og Vilhjálmur
Kristjánsson ráðgjafi og Árni Sig-
fússon bæjarstjóri sögðu frá vinnu
við undirbúning breytinga.
Bíða á hliðarlínunni
Árni segir að heimamenn hafi gert
sér grein fyrir því að þeir væru á
hliðarlínunni á meðan stjórnvöld
ættu í viðræðum við Bandaríkja-
stjórn um varnarsamning þjóðanna
og gætu ekki gert neinar ráðstafanir
um nýtingu eigna á varnarsvæðinu.
Hins vegar hafi verið unnið að tiltek-
inni undirbúningsvinnu, við öflun
gagna og greiningu tækifæra.
Reykjanesbær, Sandgerðisbær og
Sveitarfélagið Garður vinna að þess-
um verkefnum í samvinnu við full-
trúa stjórnvalda.
Væntanleg er niðurstaða ráðgjafa
um greiningu á svæðinu og hug-
myndir um áherslur í uppbyggingu á
alþjóðaflugvellinum og frumskýrsla
um aðferðir við umbreytingu her-
stöðva í borgaralegt atvinnusvæði
var kynnt á aðalfundi SSS um
helgina. Árni Sigfússon segir að
fyrstu niðurstöður um uppbyggingu
á alþjóðaflugvellinum bendi til þess
að nærtækast sé að skoða tækifæri
alþjóðlegra birgðastöðva og aukinna
fragtflutninga. Um er að ræða að fá
hraðflutningafyrirtæki eða stór flug-
félög sem stunda vöruflutninga til að
skoða möguleika á uppbyggingu
birgðastöðvar til notkunar við flutn-
inga milli Evrópu og Ameríku. Árni
segir ljóst að slík aðstaða myndi
einnig skapa mikla möguleika fyrir
önnur fyrirtæki.
Reykjaneshöfn víkkuð út?
Í hinni skýrslunni er aflað gagna
um það hvernig staðið hefur verið að
lokun herstöðva í öðrum löndum,
frágangi eigna og uppbyggingu at-
vinnu. Árni segir mikilvægt að við-
komandi sveitarfélög verði leiðandi í
þessari vinnu og að þau standi sam-
an að henni. Einn aðili þurfi að hafa
vald til ákvarðana. Árni telur að góð
samstaða sé um þetta mál meðal
heimamanna og hafi bæjarstjórar
Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar
og Garðs unnið að því. Hann segir að
rætt hafi verið um stofnun sameig-
inlegs félags til að vinna að umbreyt-
ingunum, nýtingu nýrra tækifæra,
skipulagsmálum, hreinsun mengun-
ar og yfirtöku eigna. Segir hann það
nauðsynlegt því þetta sé eitt at-
vinnusvæði og ákvarðanir sem tekn-
ar eru um Keflavíkurflugvöll hafi
áhrif á öllu svæðinu. Þá sé hætta á
að sveitarfélögin fari að bítast um
fasteignagjöldin. Árni telur vel
koma til greina að unnt sé að nýta
Reykjaneshöfn í þessum tilgangi.
Þar sé ákveðinn grunnur við Helgu-
víkurhöfn og iðnaðarsvæðið. Unnt sé
að stækka umráðasvæði hennar út
fyrir olíubirgðastöð hersins sem er í
landi Garðs og inn á flughafnar-
svæðið sem er í Sandgerðisbæ og
varnarstöðvarinnar sem er að
stærstum hluta í landi Reykjanes-
bæjar. Segir Árni að bæjarstjórarn-
ir hafi lagt hugmyndir sínar fyrir
ríkisstjórnina og bíði niðurstaðna í
varnarviðræðunum.
Skoða rekstur mið-
stöðvar fragtflugs
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Völlurinn Mikið er af ónýttu húsnæði á Keflavíkurflugvelli.
Í HNOTSKURN
»Þeir starfsmenn varn-arliðsins sem missa vinn-
una hafa verið aðstoðaðir við
atvinnuleit.
»Tillögur um nútímavæð-ingu varna landsins bíða
niðurstaðna varnarviðræðna.
»Unnið hefur verið að und-irbúningi að nýtingu nýrra
tækifæra.
Keflavík | Þrjátíu ár voru í gær liðin frá því Fjölbrautaskóli Suðurnesja var
settur í fyrsta sinn. Af því tilefni var starfsfólki og nemendum boðið upp á
veitingar og dugði ekkert minna en þrjátíu metra afmælisterta.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því skólastarf hófst og Fjölbrauta-
skólinn vaxið og dafnað með hverju árinu sem liðið hefur. Nú eru nem-
endur liðlega tólf hundruð. Sérstök afmælisnefnd hefur nú tekið til starfa
og síðar í haust verður haldið veglega upp á afmælið.
Afmæli skólans ber upp á sama dag og hryðjuverkin miklu voru unnin í
New York og Washington, 11. september 2001, og var þess minnst við at-
höfnina á sal skólans í gærmorgun.
Ljósmynd/Ellert Grétarsson
Þrjátíu metra löng terta
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
NÝTT Í SÖLU !
Sérlega skemmtilega teiknaðar
íbúðir, 3ja-5 herbergja ásamt
stæði í bílageymslu. Tvær
glæsilegar íbúðir á efstu hæð
með 28 fm svalarverönd. Mjög
vandaðar innréttingar frá GKS
og vönduð tæki frá ORMSSON
(AEG sambærileg), hreinlætis-
tæki frá BYKO.
Verð 20,5-34,5 millj.
BAUGAKÓR 18–20 KÓPAVOGI
BYGG – Byggingafélag GYLFA OG GUNNARS ásamt
AKKURAT kynna glæsilegt fjölbýli á frábærum stað
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
S. 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali
Hafið samband við
sölufulltrúa Akkurat
og fáið teikningar og
frekari upplýsingar í
síma 594 5000
www.akkurat.is