Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 27
Þótt deila megi um nákvæmasætaskipan á listanum yfirbestu háskóla heims ernokkuð góð sátt um hverjir
tilheyri hinum 100 bestu. Nánast allir
skólar sem lenda á slíkum listum eiga
það sameiginlegt að leggja mikla
áherslu á rannsóknir. Þessi fylgni milli
framúrskarandi rannsókna og þess
hversu eftirsóknarverðir skólar eru er
ekki tilviljun.
Ástæðan er að eðli (góðra) rann-
sókna er að þær snúast um frum-
kvöðlastarf, hugmyndaauðgi og út-
sjónarsemi, auk
umfangsmikillar þekk-
ingar og þrotlausrar
vinnu. Það er ekki sjálf-
gefið að góðir vís-
indamenn séu góðir
kennarar, en það er þó
augljóst að virkur vís-
indamaður er líklegri til
að miðla nemendum sín-
um nýlegri og ferskri
þekkingu en sá sem ekki
stundar eigin rann-
sóknir.
Mikilvægast er þó að
virkur vísindamaður
getur þjálfað nemendur sína í þeim
vinnubrögðum sem einkenna góð vís-
indi, og búið þá þannig undir skapandi
starf, sama á hvaða vettvangi það er.
Rannsóknir og atvinnulíf
Einn helsti ávinningurinn sem Ís-
land gæti haft af öflugum háskóla er
efnahagslegur. Fjöldinn allur af stór-
fyrirtækjum hefur beinlínis sprottið
upp úr rannsóknaumhverfi háskóla.
Eitt þekktasta dæmið um slík fyr-
irtæki er Google, en það er þó aðeins
toppurinn á ísjaka.
Sú hátækni sem er drifkrafturinn í
efnahag þróaðra samfélaga hvílir á
grunni vísindarannsókna. Bilið milli
háskólarannsókna og rannsókna sem
stundaðar eru í hátæknifyrirtækjum
hefur minnkað gríðarlega síðustu fáa
áratugi, sem veldur því að samstarf
háskóla og fyrirtækja er víða að taka á
sig breytta mynd. Það er þó alltaf eðl-
ismunur á rannsóknum í þessum
tveimur heimum, þegar til lengri tíma
er litið, því fyrirtæki leitast við að tak-
marka rannsóknir sínar við það sem
hagnýtt getur orðið á skömmum tíma,
á meðan háskólarannsóknir eru yf-
irleitt lausar við slíkar hömlur. Það
þýðir að háskólarannsóknir reynast oft
gagnslausar í efnahagslegum skilningi,
en sá hluti þeirra sem gagnast skapar
á hinn bóginn auð sem er margfalt
meiri en kostnaðurinn við allt háskóla-
starf heimsins.
Að sjálfsögðu er mikilvægt að efla
rannsóknasamstarf háskóla og fyr-
irtækja. En besta leiðin til að hámarka
efnahagslegan ávinning af háskóla-
rannsóknum er eftir sem áður að hlaða
undir afburðavísindamenn og gefa
þeim lausan tauminn. Það er grund-
vallarregla í flestum háskólum (ekki
síst þeim sem mest hafa lagt af mörk-
um til efnahagslegra framfara) að vís-
indamenn þeirra hafa frjálsar hendur í
rannsóknum sínum og vali á viðfangs-
efnum, því reynslan sýnir að stýring
ofan frá á starfi slíks fólks er dæmd til
að mistakast.
Hvernig væri þetta hægt?
Að byggja upp framúrskarandi há-
skóla er ekki létt verk, en það er hins-
vegar tiltölulega einfalt. Til þess þarf
ekki annað en að safna saman úrvals
vísindamönnum, og búa þeim umhverfi
sem þeir þrífast í. Þetta gætum við
gert á Íslandi ef viljinn væri fyrir
hendi, og við þyrðum að horfast í augu
við að þurfa að leggja til hliðar alla
frændsemi og klíkuskap, og ráða í
staðinn alltaf þá bestu sem völ er á,
hvort sem þeir heita Guðrún eða Jón
eða Ibrahim. Við gætum ef til vill ekki
ráðið mikið af þegar heimsfrægum vís-
indamönnum, en það er til aragrúi af
mjög efnilegu fólki um allan heim sem
ekkert vill frekar en tækifæri til að
verða leiðtogar í vísindastarfi.
Slík uppbygging myndi kosta mikla
peninga. Það er nokkuð ljóst að ís-
lenska ríkið verður að reiða fram stór-
an hluta af þeim, a.m.k. til að byrja
með, en einnig að háskólar með metn-
að verða líka að sækja sér fjármagn
annað. Það væri hins vegar glapræði
að byrja á því að ausa fé yfir íslensku
háskólana, einn eða fleiri, án þess að
þeir hefðu sýnt það með sannfærandi
hætti að þeir væru lagðir af stað í þetta
ferðalag.
Það væri líka glapræði að dreifa því
fé sem tiltækt er hugsunarlaust yfir
allt háskólanám á Íslandi eða á öll svið
tiltekins háskóla. Þó væri enn verra að
láta stjórnmálamenn eða stjórnendur
innan háskólanna ákveða þessa dreif-
ingu. Öruggasta leiðin til að fá sem
mest fyrir peningana er
að notast við þá mæli-
kvarða sem vísinda-
samfélagið er löngu búið
að koma sér upp, og sem
hafa gífurlega fylgni við
árangur í rannsókna-
starfi. Mat sem byggt er
á þessum mælikvörðum
fer stöðugt fram í öllu
vísindasamfélaginu, bæði
innan háskóla og hjá ut-
anaðkomandi stofnunum
sem veita fé til rann-
sókna. Þótt þær aðferðir
sem notaðar hafa verið
við slíkt mat séu ekki fullkomnar hefur
engum tekist að finna aðrar betri.
Þetta þýðir að umtalsverðu fé til
rannsókna á fyrst og fremst að veita til
einstaklinga og rannsóknahópa sem
hafa þegar sýnt árangur og eru þess
vegna líklegir til afreka í framtíðinni.
Þótt samstarf vísindamanna, oft í
stórum hópum, verði æ algengara og
árangursríkara, er það þó ein-
staklingsframtak sem er drifkraft-
urinn í öllu vísindastarfi. Þess vegna er
háskalegt að ákveða fyrirfram í hvers
konar rannsóknaverkefni eigi að veita
styrki, áður en vitað er að þar starfi
burðugra fólk en í öðrum greinum.
Stærstu styrkir sem að öllu jöfnu
eru veittir af opinberu fé til rannsókna
á Íslandi eru um 10 milljónir á ári
(Öndvegisstyrkir Rannsóknasjóðs).
Það samsvarar litlu meira en heild-
arkostnaði fyrir einn starfsmann í há-
skóla. Við ættum ekki að skera niður
þá (smáu) styrki til einstaklinga sem
nú eru allsráðandi, en hins vegar að
stórauka það fé sem lagt er í rann-
sóknir og nota allt nýja féð til að veita
myndarlega styrki einstaklingum og
hópum sem skara fram úr á al-
þjóðavettvangi, ekki síst með það að
markmiði að fá margt slíkt fólk til að
setjast að hér á landi.
Útrás íslenskra háskóla?
Góðir háskólar eiga það sammerkt
að laða til sín góða nemendur, sem eru
nauðsynlegir því frjóa umhverfi sem
háskóli verður að vera. Ekki síst er
það lífsnauðsynlegt að hafa afburða-
nemendur í doktorsnámi, sem er einn
helsti drifkraftur rannsóknastarfs.
Augljós afleiðing af þessu er að við
verðum að fá til landsins fjölda er-
lendra nemenda, og reikna með að á
flestum sviðum doktorsnáms verði
þeir í miklum meirihluta. Þessir er-
lendu nemendur eru ekki bara nauð-
synlegir rannsóknaumhverfinu, heldur
líka einn besti mælikvarðinn á hversu
góða skóla við eigum. Ef okkur tekst
að laða hingað góða nemendur erlendis
frá munu þeir skapa landinu miklu
meiri auð en sem nemur kostnaðinum
sem af hlýst.
Hins vegar ættum við ekki að letja
Íslendinga til að sækja sér menntun
erlendis, því þannig eflum við best
tengslin við alþjóðasamfélag vís-
indanna, að því tilskildu að við getum
boðið bestu vísindamönnunum aðlað-
andi rannsóknaumhverfi að flytja heim
í aftur.
Vísindastarf er í eðli sínu alþjóðlegt,
hvort sem um er að ræða rannsóknir í
eðlisfræði eða á íslenskum fornbók-
menntum. Að halda því fram að við
eigum að hafa önnur viðmið en í al-
þjóðasamfélagi vísindanna á hverju
sviði er að segja að íslensk vísindi eigi
ekki að vera fyrsta flokks. Þess vegna
þurfum við líka, vegna smæðar ís-
lenska samfélagsins, að nota erlenda
sérfræðinga í miklu meira mæli en
gert er þegar íslenskt vísindastarf er
metið og styrkjum úthlutað. Ekki síst
ætti að fara fram reglulegt mat á rann-
sókna- og kennslustarfi íslenskra há-
skóla, sem til væru fengnir óháðir er-
lendir aðilar. Það verða aldrei til
gæðastaðlar um háskólastarf, en það
kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að fá
glögg gests augu til að meta það.
Er HÍ eina vonin?
Því er stundum haldið fram að Há-
skóli Íslands sé eini raunverulegi há-
skóli landsins, og óskynsamlegt sé að
byggja upp vísindastarf annars staðar.
Þótt ríkisrekstur háskóla sé ef til vill
skynsamlegur er rétt að benda á að HÍ
er að því leyti frábrugðinn rík-
isháskólum í nágrannalöndum okkar
að hann var lengi ríkiseinokunarfyr-
irtæki, og slík einokun er ekki endilega
holl. Reyndar má færa fyrir því ýmis
rök að einokunaraðstaða HÍ yrði ekki
líkleg til framdráttar vísindarann-
sóknum á Íslandi, af því að skólinn sýni
ýmis merki skrifræðis og skorts á
sveigjanleika og áræði, sem komi í veg
fyrir að hann geti verið í fararbroddi.
HÍ á talsvert af ágætum vís-
indamönnum, og þar af nokkra sem
augljóslega standa framarlega á al-
þjóðvettvangi (þótt það sé reyndar slá-
andi hversu fáir erlendir vísindamenn
starfa við skólann). Skólinn hefur þó
ekki þorað að gera þessu fólki hátt
undir höfði, en í staðinn komið sér upp
stigakerfi við mat á vísindastörfum.
Þetta er dæmigert skriffinnskukerfi,
þar sem yfirvöld þora ekki að meta
verðleika einstaklinga og verka þeirra,
heldur einskorða sig við hugs-
unarlausa talningu á þessum verkum.
Kerfið umbunar ekki aðeins fyrir alls
kyns undirmálsvinnu, heldur hvetur
beinlínis til slíkra vinnubragða. Að
breyta þessu verður sársaukafullt, en
er engu að síður óhjákvæmilegt ætli
HÍ sér eitthvað með þeim metn-
aðarfullu yfirlýsingum sem gefnar
hafa verið út síðustu mánuðina.
Það er engin ástæða til að ætla ann-
að en að HÍ muni taka virkan þátt í
samkeppninni um að koma upp fram-
úrskarandi háskólastarfi í landinu.
Hins vegar er óráðlegt að víkja öðrum
keppendum af velli áður en HÍ er einu
sinni kominn í hlaupaskóna.
Er þetta hægt?
Þeir sem halda því fram að ekki sé
hægt að byggja upp afburða háskóla á
Íslandi hefðu trúlega kallað það of-
metnað fyrir tuttugu árum að Ísland
gæti eignast nokkur hátæknifyrirtæki
í fremstu röð á sínum sviðum í heim-
inum. Þeir sem segja að óskynsamlegt
sé að veðja á fleiri en einn skóla í þeim
efnum ættu að svara spurningunni
hvort betra væri ef á Íslandi væri að-
eins einn banki með umtalsverð umsvif
á alþjóðavettvangi.
Það má vel vera að skynsamlegt
verði að sameina einhverja (hluta)
þeirra háskóla sem nú starfa hér, og
hugsanlega einnig að skipta þeim upp
á nýtt, ef ætlunin er að búa til háskóla
á heimsmælikvarða. Enn um sinn er
þó vænlegra til árangurs að þeir skólar
sem einhvern metnað hafa keppi sín á
milli um að laða til sín bestu vís-
indamennina, og bestu nemendurna,
og þá ekki síst erlendis frá.
Það tekur ef til vill lengri tíma að
byggja upp afburða háskóla en há-
tæknifyrirtækin sem hér starfa. Áhætt-
an við slíka fjárfestingu er hins vegar
mun minni, og góð ávöxtun er nánast
tryggð ef rétt er staðið að málum.
Getur Ísland eignast
háskóla í fremstu röð?
Eftir Einar Steingrímsson » Að byggja upp fram-úrskarandi háskóla
er ekki létt verk, en það
er hinsvegar tiltölulega
einfalt. Til þess þarf ekki
annað en að safna saman
úrvals vísindamönnum,
og búa þeim umhverfi
sem þeir þrífast í.
Höfundur er prófessor í stærðfræði við
Háskólann í Reykjavík og við Chalm-
ers-tækniháskólann í Gautaborg.
Einar Steingrímsson
breyta
r upp-
ds að
sjón-
ru 1–2
nd og
askóla
ð víða
nnslu í
ntuðu
lag og
a
m átta
til að
hlutun
sjón-
indra-
ofnun-
ar á sviði útgáfu námsgagna fyrri
blinda, sjónskerta og nemendur
með dyslexíu og komið á íslenskri
blindraletursnefnd sem hefði það
hlutverk að vinna að stöðlun og
þróun blindraleturs. Einnig lagði
samráðshópurinn til að komið yrði
á föstu samstarfi við þekkingarmið-
stöðvar á öðrum Norðurlöndum og
að þeim tilmælum yrði beint til
kennaramennntunarstofnana að
þær fjölluðu um kennslu blindra og
sjónskertra í almennu grunnnámi
kennara. Þá var lagt til að tilmæl-
um yrði beint til framhaldsskóla og
háskóla um að skólarnir settu sér
reglur um sértæk úrræði í námi,
líkt og gert hefði verið í Háskóla Ís-
lands. Ennfremur að kannaðir yrðu
kostir þess að með breytingu á lög-
um og reglugerðum yrðu framlög
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna
hvers fatlaðs nemanda tengd við-
komandi einstaklingi og skylt að
nýta framlagið til þjónustu við
hann og í samráði við aðstandendur
hans. Að lokum lagði hópurinn til
að þeim tilmælum yrði beint til
stofnana á vegum ríkis og sveitar-
félaga að við hönnun og framsetn-
ingu efnis á netinu yrði tekið mið af
þörfum blindra og sjónskertra.
Staðan versnað utan
höfuðborgarsvæðisins
Því var haldið fram í samráðs-
hópnum að þjónusta utan höfuð-
borgarsvæðisins væri verri núna
en áður. Þótt búið væri að greina
nemendur væri ekki kallað eftir
þjónustu, hvorki Sjónstöðvar né
blindradeildar, m.a. vegna þekk-
ingarleysis og kostnaðar við þjón-
ustuna fyrir sveitarfélögin.
töð vegna
uðsynleg
Morgunblaðið/Þorkell
öðu hvað varðar rekstrargrundvöll og yfirstjórn málefna blindra nemenda.
anemendur. Blindrabókasafnið
námsgögnum fyrir blinda og
amhaldsskólastigi og fyrir full-
áðuneytið fer með málefni fatl-
g hefur yfirumsjón með Jöfn-
arfélaga en þaðan fá sveitar-
fjármunum vegna kennslu
veðnum reglum, þar með talið
jónskerta. Greiningar- og ráð-
gjafarstöð ríkisins heyrir einnig undir félags-
málaráðuneytið, en sú stöð kemur að málefn-
um blindra og sjónskertra með ýmsum hætti.
Heilbrigðisráðuneytið tengist málefnum
blindra og sjónskertra einkum gegnum Sjón-
stöð Íslands, sem heyrir undir ráðuneytið.
Stöðin veitir sjónskertum m.a. þjónustu á borð
við sjúkdómsgreiningu, sjónmælingu og út-
hlutun sérhæfðra hjálpartækja, þjálfun í notk-
un hjálpartækja og hvers konar endurhæfingu.
neyta
NGRÍMUR Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, sagði alveg
að samkvæmt grunnskólalögum væri ábyrgðin á rekstri grunnskóla á
sveitarfélaganna. Það ætti jafnt við um almenna kennslu, sérkennslu og
æðiþjónustu. Hann benti á að á sínum tíma hefði verið gerður samningur
sveitarfélögin tækju við sérdeildunum sem þá voru reknar af ríkinu.
purður sagði Steingrímur að ráðuneytið hefði ákveðið eftirlitshlutverk með
i grunnskóla en tók aftur fram að ábyrgðin væri hjá sveitarfélögunum.
n tók einnig fram að fjárskortur ætti ekki að standa í vegi fyrir að þjón-
væri veitt, heldur væri vandamálið frekar að erfitt hefði reynst að finna
eð rétta sérþekkingu. Rætt hefði verið um að ráða blindrakennsluráðgjafa
veita ráðgjöf á bæði grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Ef það yrði raun-
ði um að ræða sameiginlegt verkefni ráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og
narsjóðs sveitarfélaga. „Viðræður standa yfir. Lausn verður að nást sem
enda óviðunandi að engin kennsluráðgjöf standi blindum og sjónskertum til
toðarmaður menntamálaráðherra
eitarfélögin bera ábyrgð á
kstri grunnskólanna í landinu