Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 33 En þegar ég rifja upp stundirnar okkar þá voru það oftast bækur sem við spjölluðum um. Við lásum nefni- lega mikið sömu bækurnar og skipt- umst á jólabókunum. Mér eru sér- staklega minnisstæð samtöl okkar um ,,Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur“ og ,,Karítas“, það sem við gát- um spjallað um þær, enda ekki alltaf sammála og það kveikti svolítið í henni! Hún hafði líka skemmtilegan húm- or, gerði bara grín að sjálfri sér og gantaðist með það að hún væri nú meiri druslan að þurfa að láta halda á sér upp stigana heima hjá mér. Meðan heilsan leyfði gerði frænka mikið af fallegum hannyrðum á Hvammi og var listakona í að mála myndir og munstur á alls konar dúka, rúmföt, svuntur, pottaleppa og póst- poka. Að ég nú ekki tali um laufa- brauðskökurnar sem hún skar út. Mér og heimilisfólki mínu fannst allt- af ótrúlegt að sjá hvernig henni tókst til við laufabrauðið eins fötluð og hún var orðin. Hún átti alltaf langfalleg- ustu kökurnar og sló ekki slöku við, ég hafði ekki undan að færa henni kökur! Mikið á ég eftir að sakna Helgu frænku. En við sem þekktum hana eigum góðar minningar um ótrúlega konu sem kallaði ekki allt ömmu sína. Ég og allir herrarnir mínir erum svo miklu, miklu ríkari eftir að hafa kynnst henni og minning hennar lifir í hjörtum okkar um ókomin ár. Bless- uð sé minning Helgu frænku. Dóra Ármannsdóttir. Fyrir rúmum ellefu árum sat ég með Helgu frænku þar sem hún grét sáran yfir systurmissi og sagðist ekki skilja af hverju Guð hefði ekki tekið hana í staðinn. Þær systur voru einstaklega nánar og þurftu alltaf að vita hvor af ann- arri. Helga átti við erfiðan gigtarsjúk- dóm að stríða sem smámsaman gerði henni erfitt með alla hreyfingu. Hún átti í mörg ár sitt annað heimili í Garðabænum hjá Dóru systur sinni vegna tíðra ferða suður til læknisvitj- ana, aðgerða og aðhlynningar. Alltaf var hún jákvæð og létt í lund sama hversu kvalin og illa farin hún var orðin og tók veikindum sínum með einstöku æðruleysi. Seinustu árin kom hún sér haganlega fyrir í sínu litla herbergi í dvalarheimilinu Hvammi þar sem hún tók höfðinglega á móti þeim sem áttu leið um. „Æi heillin, má ekki bjóða þér sherry-tár.“ Hún átti ævinlega sherry-flösku á vís- um stað og naut þess að geta boðið gestum og dreypt örlítið á með þeim. Það hefur verið ómissandi þáttur að heimsækja Helgu frænku þegar kom- ið er til Húsavíkur og verður því sár söknuður að hún sé ekki lengur þar. Ég er sannfærður um að Helga hefur hlakkað til heimferðarinnar í þeirri trú að þau systkinin Eysteinn og Dóra sem á undan fóru biðu henn- ar með opinn faðm. Sigurjóni, Kötlu og Palla votta ég mína innilegustu samúð og bið Guð að blessa minningu Helgu. Bjarni Þórðarson. ✝ Ingi Rúnar Ell-ertsson skip- stjóri fæddist á Eystri-Reynir í Innri Akranes- hreppi 21. janúar 1954. Hann lést á líknardeild LSH 1. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ellert Jón Haraldsson bóndi, f. 20.1. 1914, d. 11.1. 1976 og Marta Svanhvít Magnúsdóttir, f. 5.4. 1914, d. 15.11. 1990. Systk- ini Inga eru Inga Guðrún, f. 18.6. 1948, d. 18.8. 1952, stúlka andvana fædd 1949, Garðar Reynir, f. 23.4. 1952, maki Sig- ríður Kristinnsdóttir, þau eiga sjö börn, Guðbjartur Elís, f. 12.7. 1955, maki Rósa Sigurð- ardóttir, f. 1.4. 1955, þau eiga fimm börn, Dagbjört Anna, f. 11.11. 1956, maki Björn Kjart- ansson, f. 9.6. 1954, þau eiga fjögur börn og hálfbróðir Inga samfeðra er Ómar f. 1.9. 1948, hann á þrjú börn. Sonur Inga og Rósu Sigurð- ardóttur, f. 2.11. 1955, var Kristinn Rúnar, f. 3.2. 1974, d. 11.7. 1999, sonur hans og Ind- íönu Þorsteinsdóttur er Bjartur Logi, f. 13.1. 2000. Ingi kvæntist 25.12. 1978 Höllu Ólafsdóttur læknaritara, f. 3.2. 1945, d. 26.10. 1994, son- ur þeirra er Mar- teinn Jón, f. 5.10. 1978, dætur hans eru Selma Björg, f. 15.11. 2000 og Halla Líf, f. 26.7. 2003. Börn Höllu, stjúpbörn Inga eru a) Aðalsteinn Ein- arsson, f. 29.9. 1965, maki Emi Uda, sonur þeirra er Alexander Kot- aro, f. 24.9. 2000, og b) Kristín Erla Einarsdóttir, f. 25.10. 1969, börn hennar eru Elva Katrín Elíasdóttir, f. 19.11. 1990 og Heiðar Logi Elíasson, f. 21.12. 1992. Ingi kvæntist 29.6. 1996 Fjólu Sigurðardóttur, f. 17.10. 1954, börn hennar eru a) Guðjón Vil- helm, f. 29.6. 1972, maki Sylvía Færseth, f. 6.9. 1981, börn þeirra eru Sædís Ósk, f. 7.9. 1998, Kamilla Birta, f. 23.10. 1999, Benóný Einar, f. 11.9.2002 og Fjóla Dís, f. 17.5.2006, b) Angela Guðbjörg Eggertsdóttir, f. 5.5. 1985 og c) Agnes Bald- vinsdóttir, f. 15.8. 1988. Ingi var sjómaður mest allan sinn starfsaldur, bæði sem skip- stjóri og stýrimaður, einnig starfaði hann á bensínstöð og síðast hjá Gloria Casa á Spáni. Útför Inga verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku Ingi minn, það er svo margt sem ég vildi segja þér en aldrei nýtti ég tímann. Það hefur enginn hugsað eins vel um mig, Agnesi og mömmu eins og þú. Ég gleymi því aldrei þegar mamma kom inn í eldhús í Vest- urberginu og sagði mér hálfkjána- leg að hún ætti kærasta. Tveimur dögum síðar fluttir þú inn og varst klettur í lífi mínu næstu 11 árin. Það var rosaleg breyting að fá karlmann inn á heimilið, því það var annað en við höfðum vanist. Eftir á hugsa ég að það geti ekki hafa verið auðvelt að koma inn á heimilið þar sem 3 frekjur eru fyr- ir, hver annarri þrjóskari. En þú stóðst þig vel og það verður tóm- legt án þín. Ég hugga mig við það að nú líður þér vel og við hittumst einhvern tímann aftur. Takk fyrir allt. Ég elska þig. Öll mín bros og öll mín tár eru þaðan runnin, gleðin ljúf og sorgin sár af sama toga spunnin. (Örn Arnarson.) Þín Angela. Í dag kveðjum við þig, elsku Ingi, í hinsta sinn. Árið 1995 komst þú inn í líf Fjólu vinkonu minnar og barna hennar. Þá kynntist ég þér, yndislegur og góður sem þú alltaf varst við mig, og allt sem við gerð- um saman ég, þú og Fjóla konan þín, ég gleymi því aldrei. Alltaf hringduð þið í mig ef þið voruð að fara eitthvað eða gera eitthvað, þá fékk ég alltaf að koma með, það var alltaf svo skemmtilegt hjá okkur. Ég gat alltaf leitað til þín og Fjólu, þegar mér leið illa, þið voruð alltaf til staðar. Þegar þið giftuð ykkur þá báðuð þið mig um að vera bíl- stjóri fyrir ykkur á þessum stóra degi og ég var á hvítu skýi því mér fannst þetta svo merkilegt. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar þriggja. Það hvíslaði einhver að mér, að þeir deyja ungir sem guð- irnir elska, það á um þig, elsku Ingi. Megi guð styrkja, Fjólu, Guðjón, Angelu Agnesi, Martein, Kristínu, systkini og barnabörn. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísumVatnsenda-Rósu.) Hinsta kveðja frá okkur Óla og börnunum Halldóra. Ingi Rúnar Ellertsson Nafna mín og móð- ursystir, Ingunn Sveinsdóttir, var ein- stök kona. Það er óhætt að segja að heimili hennar á Fjólugötu í Reykja- vík hafi verið miðpunktur stórfjöl- skyldunnar um langa hríð. Þar bjuggu amma og afi, Jóhanna Mar- grét og Sveinn, eftir að þau brugðu búi á Fossi í Mýrdal. Heimilinu stýrði nafna mín af miklum höfðings- skap, gestrisni og snyrtimennsku. Gestum og gangandi tók hún fagn- andi, sama hvernig á stóð. Er mér í barnsminni krafturinn, hressileikinn og kátínan þegar móðurfjölskylda mín hittist. Þar var talað hátt og tæpitungulaust, mikið hlegið og slegið sér á lær, og voru afi og amma þar í miðpunkti. Af þessum fundum fóru allir ríkari af gleði og fróðleik. Greiðvikni og gjafmildi var ómæld hjá Ingunni, lítið dæmi er þegar hún og Ari þálifandi maður hennar, fóru í siglingu eins og það hét á þeim tím- um og var harla fátítt. Hún kom til baka með efni í jólakjóla handa okk- ur stelpunum í stórfjölskyldunni, og vorum við ekki færri en tíu. Alls kyns vanda þeirra fullorðnu reyndi hún að Ingunn Sveinsdóttir ✝ Ingunn Sveins-dóttir fæddist á Ásum í Skaftár- tungu 12. september 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu í Víðinesi 26. ágúst síðastliðinn og var minningarstund um hana haldin í Foss- vogskirkju 7. sept- ember. leysa af fremsta megni. Gæfa mannanna felst ekki í endalausri velgengni, heldur í því hvernig þeir takast á við og leysa áföll í líf- inu. Þetta kom best í ljós þegar Ari, eigin- maður hennar, lést á besta aldri, og Ingunn stóð eftir sem ung ekkja með einkason sinn Guðmund. Ing- unn einfaldlega bretti upp ermarnar, stofn- aði fyrst vefstofu með Gyðríði systur sinni og seinna þvottahús með systk- inum sínum, sem var undanfari þvottahússins Fönn. Hún vílaði ekki fyrir sér að stýra hópi unglings- stúlkna við að þrífa hótel á Ítalíu á vegum Ingólfs í Útsýn, án þess að tala orð í ítölsku. Skemmtileg er sag- an af því þegar hótelstjórinn ítalski kom til hennar eitt sinn, felmtri sleg- inn. Stór hópur ferðamanna var að koma, hótelgestir rétt við það að fara úr herbergjunum og allt óþrifið. Með verksviti sínu og stjórnsemi, blönd- uðu eðlislægum sjarma, kom hún hinni ítölsku karlrembu á fulla ferð við að þrífa herbergin með henni og stelpunum hennar! Fyrir okkur sem á eftir komum í næstu kynslóð var hún ómetanleg fyrirmynd. Skaftfellsk kona eins og þær gerast bestar, kraftmikil, skemmtileg og náttúrugreind. Flott kona. Ingunn mín. Það var mikið lán að eiga þig að. Þakka þér samfylgdina. Ingunn Ósk Benediktsdóttir. Á sólríkum sumar- degi, sumarið 1991, þegar við stelpurnar vorum að stíga okkar fyrstu skref í unglingavinnunni, kom umsjónarmaður kirkjugarðanna að máli við flokksstjórann. Erindið var að fá lánaðar stúlkur út vikuna í garðyrkjustörf. Tvær stúlkur urðu fyrir valinu en sá hængur var á að ✝ Jóhann Sæ-mundur Björns- son fæddist á Hvammstanga 20. febrúar 1942. Hann andaðist á Landspít- alanum 20. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 29. ágúst. þriðja vinkonan var í vinnuflokknum og ekki gekk að skilja hana eftir. Sett voru upp hvolpaaugu og úr varð að hún fékk að fljóta með. Svona voru fyrstu kynnin af Jóa. Dag- arnir með honum áttu hins vegar eftir að verða mun fleiri en út vikuna því samstarfið við hann og strákana þrjá sem þarna voru að auki gekk svo vel að á endanum ílengdumst við í fjölda sumra milli þess sem við gengum menntaveginn. Í Jóa reyndumst við hafa fundið sannan vin. Hann hafði einstakt lag á þessum hópi. Eins og gengur með unglinga var ýmislegt brallað. Oft- ast tók Jói fullan þátt í gríninu en þætti honum of langt gengið ræddi hann við okkur þannig að við skynj- uðum alvöruna þótt aldrei væri æs- ingi fyrir að fara. Þannig kenndi hann okkur smám saman að draga okkar eigin mörk í þessum efnum. Jói dekraði líka við okkur á alla lund; sá okkur fyrir endalausum kexbirgðum, sagði sögur og fór með vísur. Honum var mikið í mun að við lærðum að meta Sæmund í spariföt- unum (Frón kremkex) sem var í miklu uppáhaldi hjá honum. Þá gát- um við alltaf leitað til hans ef eitt- hvað bjátaði á og fengið góð ráð. Hann hafði svo einstaklega fallega sál. Elsku Jói. Að leiðarlokum þökk- um við allar samverustundirnar og gildin sem þú kenndir okkur. Sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska og það á svo sannarlega við um þig. Fjölskyldunni vottum við dýpstu samúð. Minningin um vandaðan og góðan mann lifir. Eydís, Hulda og Vilborg. Jóhann Sæmundur Björnsson Elsku Skafti frændi, ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem ég átti með þér. Þær voru all- ar jafn frábærar og skemmtilegar, líkt eins og þú varst alltaf. Ég á svo erfitt með að trúa því og sætta mig við það að þú hafir þurft að kveðja þennan heim svona fljótt, því vona ég að þú hafir það gott á þeim stað sem þú ert nú kominn á. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Skafti Kristján Atlason ✝ Skafti KristjánAtlason fæddist í Neskaupstað 8. nóvember 1971. Hann lést á Land- spítalanum 14. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð 19. ágúst. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Þórey, Arna og Atli, Jón- abára, Atli, Jakob, Heiðar og amma & afi í Sigtúni og allir þeir sem eiga um sárt að binda á þessum erfiðu tímum, megi guð vera með ykkur. Guð blessi þig, elsku Skafti Kristján. Þín frænka, Guðlaug Sigríður. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.