Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 43

Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 43 menning H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 „ALLAR GÓÐAR SÖGUR ENDA MEÐ DAUÐSFALLI.“ Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is MEIN KAMPF EFTIR GEORGE TABORI Hvað er það sem gerir uppá-haldslagið þitt að uppá-haldslagi? Hefurðu ein- hvern tíma pælt í því? Er það rytminn? Textinn? Hljóðfæra- samsetningin? Söngurinn? Ég býst við því að persónulegur smekkur hvers og eins sé grund- vallaratriði þegar fólki líkar eitt en ekki annað. Þó skipta aðrir þættir líka máli, því vissulega er sumt aug- ljóslega betra en annað af marg- víslegum ástæðum. En hvaða galdur er það sem skapar lagi þann neista að falla öðr- um í geð? Það er ótrúlegur fjöldi laga sem saminn er í heiminum; hlýtur að skipta milljónum á ári hverju, ef ekki milljörðum. Tónstig- inn sem vestræn tónlist byggist á er samsettur af tólf tónum, og því seg- ir það sig sjálft að lög hafa tilhneig- ingu til að verða keimlík. Aðrir þættir en laglína tónlistarinnar skipta auðvitað máli líka, hraðinn, rytminn, stíllinn, hljóðfæra- samsetninginn og ekki síst hið raunverulega líf sem felst í flutn- ingnum. Þar gerist oft eitthvað sem erfitt er að henda reiður á hvað er, og öll þekkjum við dæmi um að líka við lag í flutningi þessa listamanns en ekki hins.    Vestur í Bandaríkjunum, hefurfyrirtækið Pandora Media tek- ist á hendur það verkefni að kort- leggja dægurmúsík mjög nákvæm- lega – og greina lög nánast í frumeindir. Tilgangurinn er sá að hjálpa fólki að velja sér músík að persónulegum smekk. Verkefnið kallast Genaverkefni tónlistarinnar og við greininguna starfa um 30 manns. Greinandinn hlustar á lag, og skráir allt að 400 atriði í því, og metur á skala frá einum til fimm, á þar til gert eyðublað. Upplýsing- arnar eru skráðar í gagnabanka, sem nú hefur að geyma um hálfa milljón laga. Þegar notandinn kemur til sög- unnar getur hann slegið inn nafnið á uppáhaldslaginu sínu, uppáhalds- söngvaranum eða því sem hann vill leita að, og hókus pókus – fær þá lista yfir öll þau lög sem hljóma sem líkast því lagi – eða söngvara – eða hverju því sem sett var inn. Þannig þarf hlustandinn ekki að bíða eftir því að næst reki á fjörur hans tón- list sem honum fellur í geð með hefðbundnum leiðum; hann getur einfaldlega haft upp á henni sjálfur.    Genaverkefni Pandóru er dæmi-gert fyrir þær hræringar sem eiga sér stað í miðlun tónlistar. Margir sjá kosti þess að stóru út- gáfurisarnir séu ekki einir um að móta smekk almennings með því gríðarlega fjármagni sem þeir leggja í auglýsingar á eigin lista- mönnum, og fagna þeim valkostum sem tæknin hefur getið af sér. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort Genaverkefnið geti nokkurn tíma raunverulega staðið undir nafni. Til að byrja með er hálf millj- ón laga smámunir; þau lög sem fara í grunninn eru valin – af Pandóru. Það mætti líka spyrja hvers vegna í ósköpunum ætti að beina fólki í þann farveg að finna eitthvað „eins“. Er það ekki til þess að tak- marka það að smekkur ein- staklingsins fái að þroskast eðli- lega? Í þriðja lagi hlýtur maður að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að gera ráð fyrir því að „genalagið“ hafi þá töfra sem heilluðu mann við uppáhaldslagið. Getur nokkurn tíma orðið á vísan að róa með það? Sem betur fer eru vegir hins per- sónulega smekks flóknari en svo. Genamengi smekksins ’Margir sjá kosti þess aðstóru útgáfurisarnir séu ekki einir um að móta smekk almennings …‘ begga@mbl.is AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Ásdís Smekkurinn Möguleikar almennings á að finna tónlist að eigin smekk hafa stóraukist með þeim tæknimöguleikum sem netið býður upp á. LIST kvennanna þriggja sem nú sýna í Gallerí + á Akureyri er afar ólík en þó gengur samsýning þeirra ágætlega upp. Hrafnhildur Halldórs- dóttir setur fram innsetningu í svörtu í hliðarrými þegar inn er komið, rými sem helst minnir á helli. Vinnuaðferð hennar hér minnir á uppbrot mál- verksins í malerískar og dýnamískar einingar sem sjá má í verkum fleiri listamanna nú um stundir, tam. verk- um Margrétar H. Blöndal, eða í verk- um Jessicu Stockholder en verk eftir þá áhrifamiklu listakonu eru vænt- anleg á samsýningu í Hafnarborg þegar þetta er skrifað. Hrafnhildur nefnir innsetningu sína „The Hide“ og eykur þannig á tilfinningu áhorf- andans fyrir helli, eða skjóli einhvers dýrs, frumstæðu rými. Svartar fjaðr- ir í gluggakistu rugla áhorfandann kannski aðeins en líklega er hér engin tenging við vinsælustu ljóðabók Ís- lendinga fyrr á tímum, Svartar fjaðr- ir eftir eyfirska skáldið Davíð Stef- ánsson. Sjálfsmynd og þroski einstaklings- ins er viðfangsefni Jónu Hlífar Hall- dórsdóttur í skemmtilega einfaldri en umhugsunarverðri innsetningu, „Að standa á eigin höndum“. Á barns- legan máta er hér snúið út úr orðtak- inu að standa á eigin fótum, að full- orðnast, að taka sjálfur ábyrgð á lífi sínu. Ljósmynd sýnir Jónu standandi á haus barn að aldri, lífsgleðin er að springa af henni. Myndband sýnir hana síðan fullorðna að standa á höndum, nú er leikurinn alvara, handstaðan nokkuð erfið, hefst, en ekki með smitandi gleði. Fyndið við fyrstu sýn en býður síðan upp á hug- leiðingar um bernsku og þroska og þær breytingar sem verða á okkur við að fullorðnast, einnig um muninn á skyndimyndinni af barninu og því samhengi sem myndbandið af henni fullorðinni er tekið og birtist í. Stina Wirfelt sýnir ljósmyndir og myndband þar sem óvæntar og húm- orískar tengingar eiga sér stað. Birt- ingarmyndir myndlistar í samtím- anum eru sýndar á skemmtilegan hátt, auðskiljanlegan og myndrænan. Wirfelt beinir sjónum sínum út á við en Hrafnhildur og Jóna Hlíf inn á við, saman ná þær að kveikja óræð hug- renningatengsl og vekja áhorfandann til umhugsunar og skapast þannig ágætt jafnvægi á sýningu þeirra, jafnvel má lesa úr henni ákveðna sögu sem lýsir frumstigi, bernsku og loks menningu. Í sambandi Ragna Sigurðardóttir MYNDLIST Gallerí + Hrafnhildur Halldórsdóttir, Jóna Hlíf Hall- dórsdóttir, Stina Wirfelt. Til 14. sept- ember. Opið lau. og sun. frá kl. 14–17 og samkvæmt samkomulagi. ÚTI Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stina Wirfelt „Sýnir ljósmyndir og myndband þar sem óvæntar og húm- orískar tengingar eiga sér stað. Birtingarmyndir myndlistar í samtím- anum eru sýndar á skemmtilegan hátt, auðskiljanlegan og myndrænan.“ ÞAÐ hafa örugglega margir glennt upp augun þegar þeir litu titil nýj- ustu myndar Alberts Brooks. Vita- skuld spauga menn og skemmta sér í heimi múslima líkt og aðrir í heimi hér, viðskipti Bandaríkja- manna við Austurlönd nær hafa hins vegar átt lítið skylt við kó- medíur. Það kemur líka í ljós að Brooks er að gera fálmkennda til- raun til að bæta andrúmsloftið, benda bíógestum á hyldýpið á milli þessara ólíku menningarheima. Af myndinni hans að dæma er um gagnkvæmt skilningsleysi að ræða þegar kemur að húmornum, sem annars staðar. Hvað sem því viðvíkur hefur Brooks gaman af að gera grín að sjálfum sér og um það snýst Look- ing for Comedy í og með, hún fjallar talsvert um stöðu hálf- útbrunnins gamanleikara og uppi- standara sem er til í að taka hvaða atvinnutilboði sem er til að hafa eitthvað fyrir stafni. Brooks er sér- stakur skemmtikraftur sem átt hef- ur góðar og mjög persónulegar myndir, eins og Defending Your Life (’91), Broadcast News (’87) og síðast en ekki síst Lost in America (’85) en veit að í dag er hann þekktastur í umheiminum fyrir að raddsetja fisk í teiknimyndinni Finding Nemo. Ferðalag Brooks um Indland og Pakistan í leit að hvað það er sem kemur múslimum í gott skap, er góð hugmynd út af fyrir sig sem hefði getað orðið magnaður grunn- ur fyrir gamanmynd. Það bólar lítið á henni, að undanskildum upphafs- kaflanum þar sem er verið að setja leikarann inn í verkefnið, og fund- inum með fréttastjórum Al Jazeera. Við verðum að komast að sannleik- anum í málinu annars staðar. Leitið og ? KVIKMYNDIR IIFF 2006: Háskólabíó Leikstjóri: Albert Brooks. Aðalleikarar: Albert Brooks, John Carroll Lynch, Sheet- al Sheth, Jon Tenney, Fred Dalton Thomp- son, Amy Ryan. 98 mín. Bandaríkin 2006. Looking for Comedy in the Muslim World  Sæbjörn Valdimarsson Misheppnað Brooks gerir fálm- kennda tilraun til að benda bíógest- um á hyldýpið á milli ólíkra menn- ingarheima en hefur ekki erindi sem erfiði, að mati Sæbjörns Valdi- marssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.