Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er bara Villta Vestrið beint í æð. VEÐUR                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! '' '- '. '/ '/ '. 01 0- '' 0/ '2 3 4! 4! )*4! 4! 3 4! 3 4! ) % 4! 4! )*4! 3 4!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   01 0. 0( 0( '5 '5 0( 0- 0- 0( 01 )*4! 3 4!       3 4! 3 4! 3 4! 4! 3 4! 3 4! 3 4! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 6 - - 2 - 5 . / 0' 0/ 01 7 3 4! 7   %         7   %   4! 4! 4! 4! 4! 9! : ;                         !"#     $   %  &     '  "# $    #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   89    ; -         :!  $    *  7       : ;   < 3 : 4!  =:    !! ; *  %  !  < *% 7         - 0.  <        * <05:018  :      <  ):   >!    <  *%    *    :  ;     1 0' <)4!    >? *4  *=    "3(4= =<4>"?@" A./@<4>"?@" ,4B0A*.@" '51 /0( 5</ 5<. 116 (5. 05'. .5- 0'5' 0/52 0256 60. 0(5- 0616 '''- 01'/ -5- -00 21/ 2.2 06.. 06.( 06'' 065''0.' .<2 0<6 0<' 0<6 5<2 5</ 5</ 5<1 .<6 '<0 0<. '<5 5<1            Það er ekki fráleitt að ætla, aðSjálfstæðisflokkur og Frjáls- lyndi flokkurinn hefðu getað tekið upp samstarf eða jafnvel Frjálslyndi flokkurinn sameinast Sjálfstæð- isflokknum ef áhugi hefði verið fyrir hendi á báða bóga. Á milli þessara tveggja flokka er ekki slík mál- efnaleg fjarlægð að hún hefði orðið óyfirstíganleg. Af þessu varð ekki og tækifærið til þess sennilega úr sögunni.     En Frjálslyndiflokkurinn hefur bersýnilega átt annan valkost, sem flokknum hefur litist betur á. Í gær var til- kynnt um samein- ingu Frjálslynda flokksins og stjórnmála- samtakanna Nýs afls.     Nýtt afl hefur ekki náð neinummarkverðum árangri á vett- vangi stjórnmálanna en eitthvað hljóta samtökin að færa með sér í bú Frjálslynda flokksins, ella hefðu for- ystumenn Frjálslynda flokksins ekki haft áhuga á þessari sameiningu.     Þegar sameining sem þessi verðurað veruleika svo skömmu fyrir þingkosningar hljóta einhverjar djúpstæðar pælingar að liggja að baki, sem ekki blasa við augum venjulegs fólks en snjallir for- ystumenn í báðum flokkum hafa komið auga á. Snilld manna í pólitík byggist ekki sízt á því, að sjá það sem aðrir sjá ekki.     Forystumenn Frjálslynda flokksinshafa lagt grunn að kosningabar- áttu sinni með tvenns konar útspili að undanförnu. Annars vegar með yfirlýsingu Guðjóns Arnar um vinstri snúning og hins vegar nú með því að Nýtt afl renni inn í flokk- inn. Þetta eru veigamiklar pólitískar ákvarðanir, sem hljóta að skila Frjálslynda flokknum miklu.     Ella hefðu þær ekki verið teknar. STAKSTEINAR Guðjón A. Kristjánsson Val Frjálslynda flokksins SIGMUND Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is TEKIST hefur að fullmanna tvo leik- skóla til viðbótar í Reykjavík og verð- ur skerðingu á viðverutíma barna þar því aflétt. Helga Hallgrímsdóttir, leikskóla- stjóri í Kvistaborg, segir að búið sé að fullmanna leikskólann og því geri hún ráð fyrir að skerðingu verði aflétt eft- ir helgi. Á leikskólanum séu 12 til 13 stöðugildi og þegar staðan hafi verið verst hafi vantað starfsfólk í fjögur stöðugildi. „Það verður ekki alveg fullmannað fyrr en um mánaðamótin en ætlum samt að aflétta ríkjandi skerðingu í næstu viku,“ segir hún. Í Kvistaborg eru 67 börn. Að und- anförnu hafa öll börn getað verið í leikskólanum fyrir hádegi en tveir hópar hafa skipst á að vera þar eftir hádegi, þ.e. börnin hafa verið allan daginn einn dag og farið heim á há- degi þann næsta. Dagrún Ársælsdóttir, leikskóla- stjóri í Vinagerði, segir að staðan hafi batnað en samt verði skerðing áfram í næstu viku. „Börnin hjá okkur urðu ýmist að vera heima einn eða tvo daga í viku en nú þurfa þau að vera heima hálfan dag vikulega og eftir næstu viku reikna ég með að skerð- ingin verði búin,“ segir hún. Í Vinagerði eru 46 börn, þau yngstu 13 mánaða gömul, og alls um 12 stöðugildi. Dagrún segir að þegar skerðingin hafi verið sem mest hafi vantað að manna rúmlega fimm stöðugildi en frá og með 1. október verði fullmannað í allar stöður. „Ég hef verið mjög heppin,“ segir Dag- rún. „Ég hef ekki fengið marga leik- skólakennara en ég hef fengið kenn- aramenntað fólk hérna inn og kokk í eldhúsið. Það er að birta til og frá og með 1. október verður vandamálið úr sögunni eftir skerðingu í þrjár vik- ur.“ Sér til sólar í leikskólum Leikskólarnir Kvistaborg og Vinagerði fullmannaðir og skerðingu aflétt BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar hefur hafið tilraun með morgunakstur úr bænum beint í Borgarholtsskóla. Boðið verður upp á þennan akstur til áramóta og sennilega út skólaárið nemendum að kostnaðarlausu. Eftir að Korpúlfsstaðavegur var opnaður hefur vegalengdin úr Mos- fellsbæ í Borgarholtsskóla styst verulega. Leiðin er ekki í leiðakerf- inu hjá Strætó bs., hvað svo sem síð- ar verður, og því ákvað bæjarráð Mosfellsbæjar að gera fyrrnefnda tilraun. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæj- arstjóri í Mosfellsbæ, segir að rúm- lega 130 nemendur í Mosfellsbæ stundi nám í Borgarholtsskóla. Bæj- arráðinu hafi þótt slæmt að þessir nemendur þyrftu fyrst að taka strætisvagn niður í Ártúnsholt og síðan annan vagn þaðan til baka í skólann með tilheyrandi bið. Því hafi verið ákveðið að hefja þennan til- raunaakstur nemendum að kostnað- arlausu. Ragnheiður segir að verði leiðin ekki komin í leiðakerfi Strætó um áramót verði lagt til að aksturinn haldi áfram út skólaárið „í þeirri von að okkur takist að fá nýja leið inn innan leiðakerfisins“. Ragnheiður bætir við að stöðugt sé verið að knýja á um framhalds- skóla í sveitarfélaginu og segja megi að aksturinn hangi á sömu spýtunni. Ein ferð er farin í gegnum bæinn á hverjum morgni alla skóladaga. Far- ið er frá Reykjavegi/Hafravatnsvegi kl. 07.45, frá Háholti á móti bæjar- skrifstofunum kl. 07.49 og frá Lága- fellsskóla kl. 07.53. Ekki var hægt að bjóða upp á ferð til baka þar sem ekki var hægt að finna tíma sem hentaði öllum nemum. Nemum ekið í Borgarholtsskóla Bæjarráð Mosfellsbæjar gerir tilraun með morgunakstur beint í skólann »Um 80 leikskólar eru íReykjavík og í byrjun mán- aðarins voru um 45 þeirra full- mannaðir »Um síðustu mánaðamót áttieftir að manna um 105 stöðu- gildi í leikskólum Reykjavíkur. Í HNOTSKURN Á FUNDI trún- aðarmanna á Landspítala var samþykkt álykt- un þar sem kraf- ist er að gengið verði frá nýjum stofnanasamn- ingi við sjúkraliða nú þegar. „Fundurinn gerir jafnframt þá kröfu að kjörin verði í samræmi við þá samninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðr- ar stéttir innan félags- og heilbrigð- isgreina. Sú staða er komin upp að nýút- skrifaðir sjúkraliðar fá sig metna sem félagsliða og hefja störf utan heilbrigðisþjónustunnar, þrátt fyrir þá miklu þörf sem er á þeim til starfa innan heilbrigðiskerfisins. Fundurinn krefst þess einnig að kjör sjúkraliða verði metin með tilliti til menntunar, þeirrar miklu hjúkr- unarþyngdar, álags og ofbeldis sem orðið er hluti af daglegri önn þeirra sem starfa á sjúkrahúsinu.“ Trúnaðarmenn voru sammála því að ekki væri hægt að semja upp á þann kost sem fyrir lá, eftir að ljóst væri, að fjármálaráðuneytið hefði lagt til aukna fjárveitingu umfram samninga við sum önnurstéttarfélög. Vilja fá nýjan samning Betri kjör Sjúkra- liðar vilja bætt kjör.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.