Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 47
menning
Fyrir stuttu kom út á íslensku skáldsaganNorwegian Wood eftir Haruki Mura-
kami og kominn tími til finnst eflaust ein-
hverjum, enda nítján ár síðan hún kom út í
Japan. Aftan á íslenskri útgáfunni stendur
þessi setning: „Þessi áhrifamikla saga skaut
Haruki Murakami upp á stjörnuhimin bók-
menntanna (og metsölulista heimsins).“
Víst er það rétt að bókin varð metsölubókí Japan og hrinti reyndar af stað slíku
æði að ekki eru dæmi um annað að mér
skilst, en della að hún hafi skotið Murakami
á metsölulista heimsins.
Noruwei no mori heitir bókin á japönsku
og hefur nafn sitt eftir Bítlalaginu Norwegi-
an Wood (og þó ekki, nánar síðar). Hún var
fimmta skáldsaga Murakamis og sú sem
gerði hann að stjörnu í heimalandi sínu.
Fram að því höfðu bækur hans selst þokka-
lega, í 50.000–100.000 eintökum hver og ef
marka má viðtöl við Murakami var hann
hæstánægður með þá sölu, fannst hann vera
að skrifa fyrir einlæga aðdáendur. Þegar
Norwegian Wood skreið yfir milljón eintaka
múrinn hafi honum hinsvegar fundist sem
allir hafi farið að hata hann og í kjölfarið
treysti hann sér ekki til að skrifa skáldsögu
í nokkur ár.
Fyrir ókunnugan er erfitt að gera sérgrein fyrir því hvers vegna Norwegian
Wood sló svo rækilega í gegn í Japan, en í
ljósi þess að það voru víst unglingsstúlkur
sem féllu fyrst fyrir bókinni má gera því
skóna að það hafi verið vegna þess hvaða
tökum Murakami tekur ást og kynlíf í bók-
inni. Unglingsstúlkurnar hrifust af bókinni
og síðan aðeins eldri stúlkur, svo ungar kon-
ur, þá konur á miðjum aldri og svo koll af
kolli. Síðan bættust piltar við, þá ungir karl-
menn og svo má telja. Í lok árs 1988, ári eft-
ir að bókin kom út, hafði hún selst í hálfri
fjórðu milljón eintaka í Japan sem var og er
fáheyrt.
Um gervallt Japan var Murakami æði,eða réttara sagt Norwegian Wood-æði.
Bókin var gefin út í tveimur bindum sem
seld voru hvort í sínu lagi, annað skær-
grænt, hitt eldrautt og dæmi um að aðdá-
endur bókarinnar veldu sér klæðnað í sam-
ræmi við það hvort bindið þeir kunnu betur
að meta. Ýmis varningur kom einnig á
markað; hægt var að kaupa gríðarstórar
veggmyndir af norskum furuskógi, sælgæti
sem hét eftir bókinni, reykelsi með furuilmi,
geisladiska með bítlalögum í norskri slök-
unarútsetningu og fleira.
Þessu til viðbótar tók sala á bítlaplötunni
Rubber Soul kipp, en á henni er einmitt lag-
ið Norwegian Wood. Íslenskun á heitinu
væri „Norskur viður“, sem er reyndar í
samræmi við inntak þess eins og síðar verð-
ur getið, en fyrir einhverjar sakir snöruðu
Japanir því sem „Norskur skógur“ sem
skýrir þegar lagið vekur hjá Toru í bókinni
þá tilfinningu að vera staddur í kyrrum
skógi og eins það hvers vegna Murakami-
æðið snerist að svo miklu leyti um norrænan
skóg.
Réttur skilningur á titlinum er þó annar,
því hann vísar til svefnherbergisinnrétt-
ingar úr furu. John Lennon, sem samdi lag-
ið, lýsti því eitt sinn að hann hefði viljað
gera grín að stúlkum sem keyptu sér ódýrar
furuinnréttingar og kölluðu norskan við til
að þær virtust merkilegri (Lennon við-
urkenndi að lagsheitið Cheap Pine, Ódýr
fura, hefði ekki hljómað eins vel, þannig að
hann beitti sömu blekkingum).
I once had a girl, or should I say, she once had me.
She showed me her room, isn’t it good, Norwegian
wood?
She asked me to stay and she told me to sit anywhere,
So I looked around and I noticed there wasn’t a chair.
I sat on a rug, biding my time, drinking her wine.
We talked until two and then she said, „it’s time for
bed“.
She told me she worked in the morning and started to
laugh.
I told her I didn’t and crawled off to sleep in the bath.
And when i awoke I was alone, this bird had flown.
So I lit a fire, isn’t it good, Norwegian wood.
Eins og sjá má segir textinn frá því ersögumaður hittir stúlku og fer með
henni heim. Hún sýnir honum þó ekki þá
hlýju sem hann hefði helst óskað og á end-
anum neyðist hann til að sofa í baðkarinu.
Hann kemur þó fram hefndum að lokum því
hann kveikir í viðarinnréttingunni góðu.
Ekki orð um norskan skóg.
Ódýr fura úr
norskum skógi
Vinsældir Norwegian Wood urðu til þess að
Haruki Murakami treysti sér ekki til að
skrifa skáldsögu í mörg ár.
af listum
Árni Matthíasson
» Þegar Norwegian Wood
skreið yfir milljón eintaka
múrinn fannst Murakami sem
allir hefðu farið að hata hann.
arnim.blog.is
Auglýst eftir framboðum
til prófkjörs í Reykjavík
Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir
alþingiskosningarnar næsta vor fari fram 27. og 28. október næstkomandi.
Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti.
a) Gerð er tillaga til yfirkjörstjórnar innan ákveðins framboðs-
frests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aðeins gild að
hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur
staðið að fleiri tillögum en hann má fæst kjósa í prófkjörinu.
Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í
kjördæminu.
b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til
viðbótar frambjóðendum skv. a-lið.
Hér með er auglýst eftir tillögum að framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér að
ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir
skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur
skulu vera kjörgengir í næstu alþingiskosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðis-
menn, búsettir í Reykjavík, skulu standa að hverju framboði og enginn flokks-
maður getur staðið að fleiri framboðum en 10.
Tillögum að framboðum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi,
helst á tölvutæku formi, til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Varðar – Fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 17.00, 6. október
2006. Eyðublöð fyrir framboð og æviágrip er hægt að fá á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins
eða á heimasíðu flokksins www.xd.is
LANDSLAGSMÁLVERKIÐ er í nokkurri uppsiglingu
hér á landi og það er áhugavert að spá í þróun þess og
hvernig hún mun verða á næstu árum. Mjög margir ís-
lenskir myndlistarmenn vinna á einn eða annan hátt með
landslag í verkum sínum, bæði í málverkinu og öðrum
miðlum. Það er ekki hlaupið að því fyrir ungan myndlist-
armann að mála landslag á persónulegan máta, finna
sína sýn, sína leið. Hallur Karl prófar sig þó ótrauður
áfram á sýningu sinni í Óðinshúsi á Eyrarbakka þar sem
hann sýnir tuttugu verk öll unnin á þessu ári. Málverk
hans leita nokkuð í ýmsar áttir, ein þeirra sýnir málverk
unnin eftir ljósmyndum en yfirbragð þeirra má tengja
Gerhard Richter. Í öðrum myndum má greina rúðu-
mynstur á myndfletinum, eins og til að leggja áherslu á
vísindalega eða rannsóknarlega nálgun við landið, til að-
greiningar frá rómantískri nálgun og upphafningu. Mál-
arar landslags í dag óttast nokkuð að falla í hina róm-
antísku gryfju og forðast það með ýmsum hætti, Húbert
Nói skráir t.d. GPS-staðsetningar á verk sín í sama
skyni. Þriðja leiðin er ef til vill persónulegri en hér er
eins og veðrið verði hluti af myndinni, abstrakt-
expressíónískar slettur koma inn á myndflötinn og skapa
ókyrrð og spennu. Hallur hefur teiknað mikið og í Óðins-
húsi má líka sjá möppu með teikningum sem sýna bæði
færni og kraft. Sama má segja um málverkin sem gefa til
kynna hæfileikaríkan málara sem er að taka sín fyrstu
skref á málarabrautinni en ég er á því að hún henti hon-
um vel. Í dag er ef til vill erfitt að halda sig við miðil eins
og málverkið því svo margt annað er í boði sem fær oft
meiri athygli, en málverkið stendur alltaf fyrir sínu og
ekki má vanmeta áhrifamátt miðilsins. Náttúra landsins
er okkur sífellt hugleikin og það er mikilvægt að lista-
menn samtímans haldi áfram samræðum sínum við hana
á hvaða hátt sem þeir kjósa að gera það. Málverk Halls
sem sýnir Ingólfsfjall fyrir ofan námuna er t.d. dæmi um
hugvitssamlega nálgun við áleitið viðfangsefni. Í heildina
tekst Halli vel upp á sýningu sinni, verk hans bera þess
vitni að hann er leitandi í list sinni en fari saman hugur
og hönd verður forvitnilegt að fylgjast með hvað frá hon-
um kemur í framtíðinni.
Ingólfsfjall fyr-
ir ofan námuna
MYNDLIST
Óðinshús á Eyrarbakka
Hallur Karl Hinriksson. Til 24. september. Opið lau. og sun. frá
kl. 14–21. Aðgangur ókeypis.
Málverk
Málar landslag „Málverkin gefa til kynna hæfi-
leikaríkan málara sem er að taka sín fyrstu skref á mál-
arabrautinni,“ segir í umsögn um verk Halls Karls.
Ragna Sigurðardóttir
JOHNNY Depp hefur leikið í ótrúlegustu
myndum á sínum ferli og er iðulega óhrædd-
ur við að velja krefjandi eða ögrandi verkefni
samhliða stórstjörnuverkefnum. Þannig hefur
Depp tekið sér frí frá túlkun sjóræningjans
Jacks Sparrows til þess að leika óforbetr-
anlegt enskt 17. aldar hirðskáld í kvikmynd-
inni Svallarinn (Libertine). Kvikmyndin
fjallar um John Wilmot, jarlinn af Rochester,
sem lifði miklum ólifnaði í hirð Karls II og
var rekinn úr hirðinni nokkrum sinnum en
leyft að koma aftur vegna vinskapar konungs
við föður jarlsins. Kvikmyndin er byggð á
samnefndu leikriti eftir Stephen Jeffrey, en
ekki er hægt að segja að vel hafi tekist til
með kvikmyndaaðlögunina. Johnny Depp
leikur jarlinn af mikilli innlifun, en þetta get-
ur þó ekki talist besta frammistaða leikarans,
sem dettur jafnvel inn í Jack Sparrow-fasann
þegar halla tekur undan fæti fyrir jarlinum
og hann lendir í ræsinu, tannlaus og hel-
sjúkur af áfengissýki og bólusótt. Myndin er
þó vel gerð í marga staði, mótleikarar Depps,
þau John Malkovich og Samantha Morton,
gefa myndinni dýpt, en helsti kostur hennar
er sá hrái hóglífis- og kaldhæðnistónn sem
einkennir tíðarandaframsetninguna. Persón-
an sem myndir fjallar um er áhugaverð, en
að sama skapi vandmeðfarinn efniviður og
úrvinnslan í myndinni er bæði brokkgeng og
ruglingsleg.
Brokkgeng en vel leikin
Sæmilegur Gagnrýnandi telur framistöðu
Johnny Depp í The Libertine vera langt frá
hans bestu. Heiða Jóhannsdóttir
KVIKMYND
IIFF Háskólabíó
Leikstjórn: Laurence Dunmore. Aðalhlutverk: Johnny
Depp, Samantha Morton, John Malkovich. Bandarík-
in, 114 mín.
Svallarinn (Libertine)