Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 11
barn eða fóstur njóti engra réttinda
þar sem ekki sé um einstakling að
ræða.
„Við höfum hins vegar haldið því
fram að hér sé um mismunun að ræða
þar sem heilsu barns, sem fæðist hér-
lendis og mun öðlast íslenskan rík-
isborgararétt við fæðinguna, sé stefnt
í hættu vegna búsetuskilyrða sem
móðurinni eru sett,“ segir Margrét. Í
ljósi þessa má velta fyrir sér hvort
upp geti komið sú staða að ósjúkra-
tryggð móðir velji að fæða barn sitt,
sem öðlast mun íslenskan ríkisborg-
ararétt við fæðingu, í heimahúsi án
aðstoðar sökum þess að hún telji sig
ekki hafa efni á því að fæða barn sitt á
sjúkrahúsi.
Skráning í þjóðskrá miðast
við útgefið dvalarleyfi
Samkvæmt upplýsingum frá
Tryggingastofnun ríkisins þarf ein-
staklingur að hafa verið búsettur á Ís-
landi í samtals sex mánuði til að telj-
ast sjúkratryggður hérlendis, nema
annað leiði af milliríkjasamningum.
Er þá miðað við skráningu lögheimilis
í þjóðskrá, en til þess að skrá lög-
heimili í þjóðskrá þarf að hafa viðeig-
andi dvalarleyfi frá Útlendingastofn-
un. Þetta ákvæði á við um alla
einstaklinga sem koma utan EES-
svæðisins.
Ríkisborgarar EES-landa sem
hafa verið sjúkratryggðir í EES-ríki
geta framvísað vottorði sem nefnist
E-104 frá þeirri tryggingastofnun eða
sjúkrasamlagi sem þeir voru tryggðir
hjá fyrir komuna til landsins en þá
öðlast þeir sjúkratryggingu strax við
flutning til landsins, hafi þeir verið
tryggðir erlendis í a.m.k. sex mánuði.
Hafi hins vegar liðið lengri tími en
tveir mánuðir frá því að tryggingar-
tímabili erlendis lauk er TR ekki skylt
að taka tryggingatímabilin til greina.
Norðurlöndin geta gefið út N-104
vottorð fyrir ríkisborgara ríkja utan
EES sem flytjast á milli Norðurlanda
og lýtur það sömu reglum og E-104.
Íslenskir ríkisborgarar sem flytja
lögheimili innan EES-svæðisins
halda tryggingu sinni, en ef viðkom-
andi flytur lögheimili til landa utan
EES-svæðisins missir hann íslenska
sjúkratryggingu. Þetta þýðir að hann
öðlast ekki sjúkratryggingu hérlendis
fyrr en að sex mánuðum liðnum.
Ef einstaklingur frá EES-svæðinu
sem ekki hefur E-104 vottorð og hef-
ur enn ekki búið hérlendis í sex mán-
uði samkvæmt þjóðskrá veikist eða
slasast á meðan beðið er eftir dval-
arleyfi er hvert tilvik afgreitt sérstak-
lega hjá TR.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 11
Dömur
Hálsfestar
Hanskar
Veski
Kjólar
Belti
Sjöl
Jakkar
Peysur
Blússur
Buxur
Bolir
Leðurpils
Ullarkragar
Bóm.peysur
Kvartbuxur
Skyrtur
Herrar
Hanskar
Treflar
Belti
Töskur
Sokkar
Nærföt
Bolir
Peysur
Buxur
Skyrtur
Leðurjakkar
Ullarpeysur
Vindjakkar
Úlpur
Mittisjakkar
Frakkar
Kringlunni – sími 581 2300
VANDAÐUR FATNAÐUR
FYRIR DÖMUR OG HERRA
10% kynningarafsláttur
og fallegur kaupauki
Draumurinn um fullkomnun ...
silkimjúk og hrukkulaus húð á augabragði
Kringlan • Sími 533 4533www.laprairie.com
the illusion of
perfection
Velkomin á kynningu í Hygeu Kringlunni
í dag og á morgun föstudag
kl. 13-17 báða dagana
Lúðvík Berg-
vinsson hefur til-
kynnt um að hann
muni sækjast eft-
ir því að skipa 1.
sæti á lista Sam-
fylkingarinnar í
Suðurkjördæmi í
næstu alþingis-
kosningum. Lúð-
vík hefur setið á
alþingi frá árinu
1995, en hann skipaði annað sæti
listans við síðustu alþingiskosningar.
Í fréttatilkynningu segir Lúðvík
mikilvægt að halda þeirri stöðu Sam-
fylkingar sem stærsti stjórnmála-
flokkurinn í kjördæminu eftir síð-
ustu Alþingiskosningar. Sækist
hann eftir því að leiða listann þar
sem hann telji að reynsla og þekking
hans á málefnum kjördæmisins muni
koma flokknum og kjördæminu til
góða. Hvað varðar kjördæmi sitt
segir Lúðvík að aukin menntun og
bættar samgöngur séu lykilorð þeg-
ar kemur að því að bæta lífskjör á
landsbyggðinni. Einnig sé ljóst að
næsta ríkisstjórn verði að takast á
við þann ójöfnuð sem smám saman
er að verða í samfélaginu. Þá telur
Lúðvík að efla þurfi samkeppnislög-
in, bæta stöðu neytenda og vinna að
fleiri málum.
Lúðvík
sækist eftir
1. sætinu
Lúðvík
Bergvinsson
SAMKOMULAG hefur náðst milli
forustumanna Frjálslynda flokksins
og Nýs afls um að flokkarnir standi
saman í kosningunum framundan.
„Stefnuskrár og sjónarmið hvors
aðila um sig hafa verið skoðuð og er
niðurstaðan sú að þrátt fyrir ákveð-
inn áherslumun í einstökum málum
þá sé ekkert til fyrirstöðu þess að
samstaða náist á milli fólks.
Í framhaldi af þessu hefur forusta
Nýs afls ákveðið að samtökunum
verði breytt úr stjórnmálaflokki og
stjórnin hvetji félagsmenn í Nýju afli
til að ganga í Frjálslynda flokkinn.
Þannig muni fólk í Frjálslynda
flokknum og Nýju afli snúa bökum
saman til öflugrar sóknar gegn mis-
skiptingu í þjóðfélaginu, pólitískri
spillingu, sérhagsmunum og síðast
en ekki síst til baráttu fyrir að nátt-
úruauðlindir verði í almannaþágu og
til nýtingar og eignar þjóðarinnar,“
segir í fréttatilkynningu.
Frjálslyndir og
Nýtt afl saman
Fréttir á SMS