Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐ MYNDUM hluta hóps sem býður sig fram til stjórnar Heimdallar undir yf- irskriftinni „háværari Heimdall.“ Við viljum að Heimdallur verði á ný stjórnmálafélag sem einkennist af krafti og baráttugleði. Félag sem hefur áhrif og berst fyrir jákvæð- um breytingum á íslensku sam- félagi. Þannig félag hefur Heimdallur jafnan verið. Fjölmörg dæmi þess má finna í sögu Heimdallar sem spannar nú næstum 80 ár. Má þar nefna mótmælastöðu við rúss- neska sendiráðið á þeim tíma þeg- ar samhyggjan réð lögum og lof- um þar í landi, fjölmenna kappræðufundi við löngu horfnar ungliðahreyfingar og margvíslegar uppákomur sem vöktu athygli á baráttumálum félagsins. Því miður hefur lítið farið fyrir slíkum að- gerðum undanfarið. Við viljum þó ekki dvelja við hið liðna heldur líta fram á veginn. Við viljum að Heimdallur verði enn á ný það fé- lag sem hæst lætur, félagið sem berst af krafti fyrir breytingum. Leiðarstjarnan í starfi Heim- dallar hefur í gegnum árin verið frelsi einstaklingsins. Þá leið- arstjörnu myndum við að sjálf- sögðu vilja hafa okkur til leiðbein- ingar. Frelsið þarf að ná til allra, ekki má vera um að ræða frelsi sumra. Þess vegna viljum við styðja við bakið á þeim sem vilja flytjast til Íslands, þess vegna styðjum við fullt jafnrétti kynjanna, þess vegna styðjum við lítið ríkisvald, þess vegna finnst okkur skipta máli að dregið sé úr reglubyrði fólks og félaga, sérstök skattlagning einstakra atvinnu- vega eða ívilnanir annara verði af- numdar. Það er vegna viljans til að breyta, viljans til að hafa áhrif á þau mál sem skipta máli fyrir ís- lenskt samfélag og viljans til þess að skipa Heimdalli þann sess í þjóðmálaumræðunni sem hann á skilið sem við bjóðum okkur fram til stjórnar Heimdallar fyrir vet- urinn 2006-2007. Vilji til að hafa áhrif Nanna Kristín Tryggvadóttir og Sindri Ástmarsson fjalla um Heimdall og stjórnarkjör í fé- laginu » Við viljum að Heimdallur verði á ný stjórnmálafélag sem einkennist af krafti og baráttugleði. Nanna Kristín Tryggvadóttir Höfundar eru frambjóðendur Dallsins til stjórnar Heimdallar. Sindri Ástmarsson LÁNASJÓÐUR íslenskra náms- manna (LÍN) hefur tekið miklum breytingum síðastliðin ár og eru þær langflestar námsmönnum til hagsbóta. Þrátt fyrir það má alltaf gera betur og er það án efa sameiginlegt markmið fulltrúa námsmanna og fulltrúa stjórnvalda í stjórn LÍN að gera lánasjóð- inn enn betri en hann er í dag. Í því sambandi vilja fulltrúar námsmanna benda á nokkur atriði sem mega betur fara í úthlutunarreglum sjóðsins. Á næstu mán- uðum verða þessi atriði kynnt hvert fyrir sig fyrir námsmönnum, stjórnvöldum og sam- félaginu í heild sinni. Fyrsta málið sem tekið verður fyrir er bætt fyrirkomulag varðandi lán fyrir skólagjöldum, annars vegar að lánað sé fyrir skólagjöldum í grunnháskólanám er- lendis og hins vegar að það hámark sem náms- menn geta fengið lánað fyrir skólagjöldum hér á landi verði skipt upp fyrir grunn- nám og framhaldsnám. Lánað fyrir skólagjöldum í grunnháskólanámi erlendis Samkvæmt núgildandi úthlut- unarreglum LÍN er lánað fyrir skólagjöldum bæði í grunnnámi og framhaldsnámi á Íslandi en náms- menn erlendis fá aðeins lánað fyrir skólagjöldum í framhaldshá- skólanámi. Í ágúst síðastliðnum kom fram skýrsla sem unnin er af sérfræð- ingum OECD og fjallar um há- skólamenntun á Íslandi. Þar kemur fram mikilvægi þess að íslenskir námsmenn haldi áfram að sækja sér menntun erlendis. Stjórnvöldum er hrósað fyrir að gera ekki greinarmun á fram- færsluláni til námsmanna hérlendis eða erlendis. En eftir stendur þó spurningin um lán til skólagjalda í grunnháskólanámi erlendis. Það má búast við að Íslendingar hætti að sækja sér menntun í marga af þekktustu háskólum heims þar sem það er ekki í boði að fá lánað fyrir skólagjöldum. Það má því segja að stjórnvöld séu með þessum aðgerð- um að stjórna því hvert námsmenn séu að sækja sér menntun og leggja hindrun í veg fyrir þá sem kjósa að halda utan strax eftir stúdents- próf, þar sem þeir hafa einfaldlega ekki möguleika á að fara út vegna skorts á fjár- magni. Alþekkt er að góðum námsmönnum, sem hafa sannað sig í háskólum erlendis, eru oft boðnir styrkir eða starf við kennslu til að hafa upp í skóla- gjöldin. En í upphafi námsins er ekki um neitt slíkt að ræða og vekur það því spurn- ingu hvaða stefnu stjórnvöld eru að marka í þessum mál- um. Engum dylst með hvaða hraða íslenskt þjóðfélag hefur þróast á skömmum tíma og ekki má gleyma þátt þeirra einstaklinga sem hafa farið utan í nám og borið með sér ferska strauma, nýjar hugmyndir, nýja tækni og tengslanet er þeir sneru til baka að námi loknu. Eins og þessu er háttað í dag brjóta úthlutunarreglur LÍN hugs- anlega í bága við fjórfrelsisákvæði EES-samningsins. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið hefur verið fyrir SÍNE er menntun skilgreind sem þjónusta í EES-samningnum. En ákvæði í samningnum kveða á um að engin höft skuli vera á frelsi ríkisborgara aðildarríkja EB og EFTA til að veita þjónustu í öðru aðildarríki EB og EFTA. Þar að auki hefur mennta- málaráðherra skrifað undir Bo- logna-yfirlýsinguna en meginmark- mið hennar er að í Evrópu verði til hágæða háskólasamfélag þar sem landamæri eða aðrar hindranir standa ekki í vegi fyrir hreyfanleika nemenda og kennara. Það er án efa mikil hindrun fyrir evrópskt há- skólasamfélag að námsmenn geti ekki fengið lán ef þeir kjósa að stunda grunnnám sitt í háskóla í Evrópu sem krefst skólagjalda. Fulltrúar námsmanna vilja að námsmenn sem kjósa að stunda nám sitt erlendis og þeir sem kjósa að stunda það hér heima sitji við sama borð þegar kemur að út- hlutun skólagjaldalána. Hámark skólagjaldalána Að hámarki er hægt að fá kr. 3,2 m.kr í skólagjaldalán á Íslandi og lán vegna skólagjalda erlendis eru í ákveðnu hlutfalli af þeirri upphæð. Fulltrúar námsmanna telja eðlilegt að hafa tiltekið hámark en að hver námsmaður geti ráðstafað því hvort sem er í grunnnám eða framhalds- nám. Hægt væri að útfæra þak skóla- gjaldalána þannig að ákveðið há- mark er í grunnnám og ákveðið há- mark í framhaldsnám. Ef lánþegi nýtir sér ekki heimild sína fyrir skólagjaldaláni í grunnnámi bætist sú upphæð við framhaldsnámsheim- ildina. Þeir háskólar sem hafa heimild til að innheimta skólagjöld á Íslandi hafa nýtt sér þá heimild óspart og er nú svo komið að upphæð skóla- gjalda virðist hækka langt umfram verðlagsþróun á ári hverju. Að okk- ar mati er ein leið til að sporna við þessari þróun sú að setja ákveðið hámark á lán fyrir skólagjöld í grunnnám hérlendis og ákveðið hlutfall af því í grunnnám erlendis líkt og tíðkast í dag með framhalds- námið. Þannig geta stjórnvöld stoppað þá þróun sem hefur átt sér stað síðastliðin ár enn fremur kom- ið í veg fyrir enn meiri skuldasöfn- un hjá íslenskum námsmönnum. Þessi grein er skrifuð fyrir hönd fulltrúa námsmanna í stjórn LÍN, sem eru eftirfarandi náms- mannahreyfingar Bandalag ís- lenskra námsmanna (BÍSN), Sam- band íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE), Stúdentaráð Háskóla Ís- lands (SHÍ) og Iðnnemasamband Íslands (INSÍ). Enn betri lánasjóður – skólagjaldalán Eyrún Jónsdóttir og Hjördís Jónsdóttir skrifa um námslán »… vilja fulltrúarnámsmanna benda á nokkur atriði sem mega betur fara í úthlut- unarreglum sjóðsins. Hjördís Jónsdóttir Eyrún er framkvæmdastjóri BÍSN og Hjördís er framkvæmdastjóri SÍNE. Eyrún Jónsdóttir NÚ AÐ lokinni norrænni menn- ingarhátíð heyrnarlausra sem haldin var á Akureyri í sumar finnst mér umræða um viðurkenn- ingu á táknmáli sem fyrsta máli heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra ætti að fá sína umfjöll- un. Því miður er ég ekki svo rík að geta sagt fyrir hönd þjóð- ar minnar að hún hafi viðurkennt tákn- málið rétt eins og aðrar Norð- urlandaþjóðir hafa gert, þótt það sé á mismunandi hátt. Allavega búa heyrn- arlausir á Norð- urlöndum við ákveðið öryggi í táknmáls- túlkunarmálum. Hér á Íslandi virðist sem réttindi heyrn- arlausra á þessu sviði séu sem viðhengi við rekstur Samskipta- miðstöðvar heyrn- arlausra og heyrn- arskertra. Í stuttu máli búa heyrn- arlausir á Íslandi við ákveðið óöryggi hvað þetta varðar. Rök fyrir því er að finna hérna í greininni. Staðan hér á landi er sú að táknmálið hefur enn ekki verið viðurkennt af stjórnvöldum. Þó hafa heyrnarlausir barist lengi fyr- ir því, þeir hafa haft mótmæli fyrir utan Alþingishúsið og um það hafa verið skrifaðar greinar í blöð og mikilvægi viðurkenningarinnar ítrekað. Nefndir hafa verið settar á fót og skilað af sér einhverjum og engum niðurstöðum eftir margra ára bið. Heyrnarlausir hafa því algera óbeit á einhverju nefndarstarfi á vegum stjórnvalda um málefni þeirra. Frumvarp um viðurkenningu hefur verið flutt tvisvar sinnum á Alþingi, fyrst á árinu 2003 og í seinna skiptið 2004. Því miður var ekki mikill áhugi hjá menntamálanefnd að taka það til umræðu í nefndinni eða þá að leggja einhverja vinnu í það svo það fór í bæði skiptin í ruslafötuna í nefndarherberginu eins og svo mörg góð mál sem þingmenn stjórnarandstöðunnar leggja fram og enginn er vilji stjórnliða að taka þau fyrir. Hins vegar er það af táknmálinu sjálfu að segja að nokkrar stoðir fyrir sjálfa viðurkenninguna eru til staðar. Það er þá helst að nefna það að menntamálaráðherra setti á fót í nóvember 2004 félagslegan táknmálstúlkunarsjóð sem er 10 milljónir á ári og kom þar pínulítil viðurkenning á mikilvægi þess að heyrnarlausir gætu pantað túlk til ýmissa félagslegra þarfa í daglegu lífi, eins og það að sinna fasteigna- viðskiptum, eða íþrótta- og tóm- stundastarfi barna sinna, jafnvel fara á hvers konar námskeið. Þessi sjóður hefur verið mikið notaður af heyrnarlausum og nú stefnir í að þessar 10 milljónir verði uppurnar í nóvember á þessu ári. Ástæð- urnar fyrir því eru meðal annars þær að heyrnarlausir eru meðvit- aðir um notagildi sjóðsins og eru meiri þátttakendur í samfélaginu en var og svo mun væntanlega að öllum líkindum skella á gjald- skrárhækkun á næstunni sem mun leiða til umtalsverðrar hækkunar á hverri túlkaðri klukkustundu. Hins vegar er stór galli á þessum sjóði sá að hann er ekki tryggður heyrnarlausum um aldur og ævi, heldur er þetta bara enn ein bráðabirgðaákvörðun eftir geð- þótta menntamálaráðherra sem þó er vissulega góðra gjalda verð en ótrygg þegar til lengdar lætur. Þannig séð eru réttindi heyrn- arlausra á forsendum táknmálsins tryggð í rekstri ríkisstofnunar, sem gengur út á það að sé enginn peningur í sjóðnum til staðar þá fái heyrnarlausir enga fyr- irgreiðslu fyrir sig til að sinna sínum dag- legum félagslegu þörf- um eins og virkir þátt- takendur í samfélaginu. Þetta er mikilvæg stoð í ferlinu að viðurkenningunni en það verður að segj- ast því miður að hún er sú veikasta af öll- um. Af því sem áunnist hefur að réttindi heyrnarlausra á for- sendum táknmálsins séu tryggð á opinber- um vettvangi, er meðal annars að finna í lög- um um réttindi sjúk- linga, aðalnámskrá grunnskóla og aðal- námskrá framhaldskól- anna. Því miður er slíkt ekki að finna enn í aðalnámskrá leik- skóla og er það miður. Táknmálsfræði og táknmálstúlkun er kennd við Háskóla Ís- lands og er þar með stórum áfanga náð að táknmálsfræðin sé kennd á há- skólastigi. Þá er líka vert að nefna Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Samkvæmt lögum vinnur sú stofnun meðal annars að rannsóknum á táknmáli, kennslu þess og námsgagnagerð líka. Einn- ig sér stofnunin um táknmáls- túlkun. Ein stoðin sem vantar í þetta og hefur afar lítt verið sinnt af stjórn- arvöldum í gegnum árin, það er menningarlíf heyrnarlausra. Það snýst um leiklist, myndlist, bók- menntir o.fl. rétt eins og heyrandi sinna sinni menningu af alhug. Það kom vel í ljós á nýafstaðinni fyrstu alþjóðlegu leiklistarhátíð heyrn- arlausra, Draumar 2006, sem hald- in var á Akureyri 10.–16. júlí sl. hvað aðrar þjóðir eru duglegar að styðja við bakið á leiklistarhópum heyrnarlausra og veita heyrn- arlausum aðgang að menningu heyrnarlausra á forsendum tákn- málsins það brautargengi sem til þarf. Á meðan enginn er stuðning- urinn er ansi lítið um að vera í menningarlífi heyrnarlausra á for- sendum táknmálsins og ekki nema von að heyrnarlausir séu ekki mik- ið inni í menningarumræðu lands- ins. Þetta þarf að styrkja á næstu árum, sá styrkur elur af sér meðal annars fjölbreytta atvinnumögu- leika fyrir heyrnarlausa. Þessi upptalning er ekki tæm- andi en þó þær helstu, stoðirnar eru mikilvægar fyrir viðurkenn- inguna sjálfa rétt eins og þak er húsi mikilvægt. Við skulum þá bara segja að nú þegar hafa verið reistar þrjár stoðir, þá fjórðu, nefnilega menningarinnar, þarf að byggja upp og leyfa að dafna. Þeg- ar þessar fjórar stoðir eru komnar þá vantar bara þakið og það er viðurkenningin sjálf sem heldur þessum stoðum föstum saman á þeim grundvelli sem hún snýst um, nefnilega táknmálinu og þar með eru réttindi heyrnarlausra á for- sendum táknmálsins tryggð. Réttindi og viður- kenning íslenska táknmálsins Sigurlín Margrét Sigurð- ardóttir fjallar um málefni heyrnarlausra Sigurlín Margrét Sigurðardóttir » Staðan hér álandi er sú að táknmálið hefur enn ekki verið viður- kennt af stjórn- völdum. Þó hafa heyrnarlausir barist lengi fyr- ir því … Höfundur er varaþingmaður Frjáls- lynda flokksins í SV-kjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.