Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkomulag um skiptingu land- grunns utan 200 sjómílna milli Ís- lands, Færeyja, meginlands Nor- egs og Jan Mayen í suðurhluta Síldarsmugunnar var undirritað í New York í gær. Samkomulagið var undirritað af þeim Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra Íslands, Per Stig Møller, utanrík- isráðherra Danmerkur, Jóannes Eidesgaard, lögmanni Færeyja og Jonas Gahr Støre, utanríkisráð- herra Noregs. „Þetta samkomulag er niður- staða afar jákvæðra samningavið- ræðna landanna undanfarna mán- uði og markar tímamót í landgrunnsmálum á Norðaustur- Atlantshafi. Samkomulagið felur í sér viðurkenningu á landgrunns- réttindum Íslands yfir 29.000 fer- kílómetra svæði vestast í Síldar- smugunni í beinu framhaldi af íslensku efnahagslögsögunni norð- austur af landinu,“ segir Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í ut- anríkisráðuneytinu, en hann var formaður íslensku samninganefnd- arinnar í þessum viðræðum. Hlutur Norðmanna mestur Svæðið afmarkast af punktunum A, B, C og F sem sjá má á með- fylgjandi korti. Gert er ráð fyrir að Færeyjar öðlist landgrunnsréttindi yfir 27.000 ferkílómetra svæði norður af færeysku efnahagslög- sögunni sem afmarkast af punkt- unum F, C, D og E á kortinu. Loks gerir samkomulagið ráð fyrir að Noregur, sem gerir tilkall til um- fangsmeiri landgrunnsréttinda í suðurhluta Síldarsmugunnar, bæði út frá meginlandi Noregs og frá Jan Mayen, öðlist slík réttindi yfir því sem eftir stendur af svæðinu, 55.528 ferkílómetrum, austan punktanna A, B, C, D og E á kort- inu. Tekið skal fram að skipting landgrunnsins hefur ekki áhrif á réttarstöðu hafsins ofan þess sem verður áfram úthaf. Samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna eiga strand- ríki sjálfkrafa landgrunn að 200 sjómílum sem eru jafnframt ytri mörk efnahagslögsögunnar. Mörg ríki, þ.á m. Ísland, eiga hins vegar víðáttumeira landgrunn samkvæmt ákvæðum hafréttarsamningsins. Viðkomandi ríki skulu senda land- grunnsnefnd SÞ ítarlega greinar- gerð um mörk landgrunnsins utan 200 sjómílna og yfirfer nefndin greinargerðina, leggur tæknilegt mat á hana og gerir tillögur um ytri mörk landgrunnsins. Á grund- velli tillagna nefndarinnar getur strandríkið ákveðið á endanlegan og bindandi hátt mörk landgrunns- ins gagnvart alþjóðlega hafsbotns- svæðinu sem liggur þar fyrir utan. Ákveðinn fyrirvari Framangreind skipting land- grunnsins í suðurhluta Síldar- smugunnar er með fyrirvara um að aðilum takist hverjum fyrir sig með greinargerð til landgrunns- nefndarinnar að sýna fram á tilkall sitt til jafnstórs hafsbotnssvæðis og samkomulagið kveður á um að hann skuli fá í sinn hlut. Takist ein- hverjum aðilanna ekki að sýna fram á slíkt tilkall minnkar hlut- deild hans sem því nemur. Gert er ráð fyrir að Ísland muni geta sýnt fram á tilkall til þess svæðis sem samkomulagið kveður á um að komi í þess hlut, enda liggur það alfarið innan 60 sjómílna frá svo- nefndum hlíðarfæti norðaustur af landinu og telst því til landgrunns samkvæmt ákvæðum hafréttar- samningsins. Í samkomulagi Íslands, Dan- merkur/Færeyja og Noregs er gert ráð fyrir að aðilar skuli svo fljótt sem verða má, og seinast þremur mánuðum eftir að máls- meðferð þeirra gagnvart land- grunnsnefndinni er lokið, ganga frá þremur formlegum tvíhliða samningum þar sem kveðið verði endanlega á um afmörkun land- grunnsins þeirra á milli. Aðilar hafa komið sér saman um sam- ræmda fyrirmynd að tvíhliða samningunum og fylgir hún sam- komulaginu. Gert er ráð fyrir að samningarnir þrír öðlist allir gildi á sama tíma. „Miðað við núverandi þekkingu eru ekki taldar miklar líkur á að ol- íu sé að finna í suðurhluta Síld- arsmugunnar. Hins vegar ber að hafa í huga að athygli manna bein- ist í vaxandi mæli að ýmsum öðrum auðlindum á landgrunninu, allt frá málmum til erfðaefnis lífvera á hafsbotni. Með tækniframförum eykst bæði vitneskja um slíkar auðlindir og möguleikar á nýtingu þeirra. Líklegt er að réttindi yfir landgrunninu fái aukna þýðingu í framtíðinni og af Íslands hálfu er því lögð áhersla á að öðlast yfirráð yfir sem víðáttumestum land- grunnssvæðum. Auk landgrunns í suðurhluta Síldarsmugunnar er af Íslands hálfu gert tilkall til landgrunns ut- an 200 sjómílna á Reykjaneshrygg, þar sem það hefur eitt ríkja sett fram slíka kröfu, og á Hatton Rockall-svæðinu þar sem Dan- mörk/Færeyjar, Bretland og Ír- land hafa einnig sett fram kröfur um landgrunnsréttindi. Íslending- ar hafa talið það þjóna hagsmunum sínum að freista þess að ná sam- komulagi um skiptingu umdeildra svæða á borð við suðurhluta Síld- arsmugunnar og Hatton Rockall- svæðið áður en einstakir aðilar leggja greinargerðir sínar fyrir landgrunnsnefndina og hún fjallar um þær. Samkvæmt starfsreglum nefndarinnar getur hún ekki fjallað um greinargerðir einstakra ríkja er lúta að umdeildum landgrunns- svæðum nema allir deiluaðilar fall- ist á það.“ Vel viðunandi „Að mati utanríkisráðuneytisins er sú niðurstaða, sem framangreint samkomulag gerir ráð fyrir, af mörgum ástæðum hagstæð fyrir Ísland. Má þar nefna í fyrsta lagi að hlutur Íslands í landgrunninu í suðurhluta Síldarsmugunnar er vel viðunandi. Í annan stað er niður- staðan til þess fallin að auka al- mennan trúverðugleika Íslands sem ríkis er gerir tilkall til land- grunnsréttinda utan 200 sjómílna á þessu og öðrum hafsvæðum. Síðast en ekki síst getur samkomulag Ís- lands, Danmerkur/Færeyja og Noregs um skiptingu landgrunns- ins á áðurnefndu svæði, áður en það kemur til umfjöllunar land- grunnsnefndarinnar, haft mikil- vægt fordæmisgildi fyrir Hatton Rockall-málið, en tveir fyrstnefndu aðilarnir eru jafnframt aðilar að því máli,“ segir Tómas H. Heiðar. Mikilvægt fordæmis- gildi fyrir framtíðina Samkomulag undirritað í New York milli Íslands, Danmerkur/Færeyja og Nor- egs um skiptingu landgrunns utan 200 sjómílna í suðurhluta Síldarsmugunnar Undirritun Ráðherrarnir við undirskriftina í New York í Bandaríkjunum í gær. Jóannes Eidesgaard, Per Stig Möller, Jonas Gahr Störe og Valgerður Sverrisdóttir. Samkomulagið getur haft mikið fordæmisgildi. ($ )  ($ * +, ($ -   '  "  ! "    "                                $  % "  $     $  & $  %  !"# $ %$$ &$$$ %'$$ '$$$ (  )  "  ! "   * +       Í HNOTSKURN »Skipting landgrunnsinshefur ekki áhrif á rétt- arstöðu hafsins ofan svæð- isins, það verður áfram úthaf á alþjóðlegu svæði. »Samkomulagið af mörgumástæðum hagstætt fyrir Ís- land að mati utanríkisráðu- neytisins. »Líklegt er að réttindi yfirlandgrunninu fái verulega aukna þýðingu í framtíðinni. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „Samkomulagið markar tímamót í landgrunnsmálum á Norðaustur-Atlantshafi enda er það hið fyrsta sinnar tegundar þar. Eftir því sem næst verður komist er þetta einnig í fyrsta skipti sem þrjú ríki ná sam- komulagi um afmörkun landgrunns utan 200 sjómílna í heiminum,“ segir Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur og for- maður íslensku samninganefndarinnar. „Það samkomulag sem liggur nú fyrir á sér ekki langan aðdraganda. Snemma á þessu ári tilkynntu norsk stjórnvöld okkur um þá fyrirætlan sína að leggja greinargerð um ytri mörk landgrunns Noregs utan 200 sjómílna, meðal annars í Síldarsmugunni, fyrir land- grunnsnefndina síðar á árinu. Leituðu þau eftir sam- þykki Íslands fyrir því að nefndin fjallaði um grein- argerðina að því er suðurhluta Síldarsmugunnar varðar. Á tvíhliða fundi um málið fyrir utan Ósló dagana 13. og 14. mars sl. var Norðmönnum gerð grein fyrir þeirri almennu afstöðu Íslendinga að ekki væri unnt að fallast á að landgrunnsnefndin fjallaði um greinargerðir ein- stakra ríkja er lytu að umdeildum svæðum sem Ísland gerði tilkall til nema áður lægi fyrir samkomulag við- komandi landa um skiptingu hlutaðeigandi svæðis. Í framhaldi af því var ákveðið að efna til þríhliða fundar Íslands, Noregs og Danmerkur/Færeyja í Kaupmanna- höfn 19. apríl sl. Á þeim fundi var rætt um möguleika á skiptingu landgrunnsins í sunnanverðri Síldarsmug- unni og þokaðist nokkuð í samkomulagsátt. Á fundi samninganefnda landanna í Ósló 8. og 9. júní sl., sem einkenndist af gagnkvæmum samningsvilja og sveigjanleika af hálfu allra aðila, náðist svo sam- komulag um skiptingu landgrunnsins og árituðu for- menn samninganefndanna drög að texta samkomulags- ins sem nú hefur verið undirritað,“ segir Tómas H. Heiðar. Markar tímamót í landsgrunnsmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.