Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 35
Gréta Boða kynnir það nýjasta frá Chanel
• Haustlitirnir 2006
• INIMITABLEmascara
• SUBLIMAGE krem
• Nýjungar í CHANCE
Smáralind
Fimmtudaginn 21. september
Föstudaginn 22. september
Laugardaginn 23. september
1. EFASEMDIR um virkni og
öryggi Kárahnjúkavirkjunar eru
meðal almennings á Íslandi en hann
stendur í ábyrgð fyrir framkvæmd-
inni og rekstri hennar.
2. Virtir og reyndir sérfræðingar,
innanlands og utan, efast um nið-
urstöður áhættumats og arðsemis-
útreikninga á vegum Landsvirkj-
unar; álíta að
grundvallarspurn-
ingum hafi ekki verið
svarað og að betur
megi að verki standa.
3. Landsvirkjun lít-
ur svo á að verkkaupi
eigi að ráða miklu um
útkomu á matsvinnu.
Landsvirkjun hefur
breytt orðalagi og
áherslum í nið-
urstöðum rannsókna.
Hún hefur komið sér
undan því að kosta
rannsóknir sem ráð-
herraúrskurður gerði
ráð fyrir að lokið yrði áður en virkj-
unin tæki til starfa. Landsvirkjun
hefur flýtt verkinu um of og hunds-
að margvíslegar ábendingar um
vankanta á grunnrannsóknum. Hún
hefur ávallt dæmt í eigin sök.
4. Nýverið opinberuðust gögn
sem sýna svart á hvítu að Hálslón
og stíflurnar þrjár hvíla á virku rek-
belti. Aldrei í heiminum hefur jafn
stórt mannvirki verið byggt á jafn
veikum grunni og af jafn lítilli fyr-
irhyggju.
Nýtt áhættumat án aðkomu
Landsvirkjunar er nauðsynlegt til
þess að landsmenn geti af skynsemi
metið kosti þess og áhættur að búa
til Hálslón.
5. Áður en farið var í fram-
kvæmdina var arðsemi Kára-
hnjúkavirkjunar margsinnis dregin
í efa.
Ótal margt hefur hent síðan sem
grafið hefur enn frekar undan arð-
seminni.
Við bætast líkur á því að Hálslón
muni leka stórlega þegar sprungur
gliðna undan fargi vatnsins. Lítið
þarf að tapast af vatni til þess að
stórkostlegt tap verði á rekstri
virkjunarinnar. Skyn-
semin kallar á hlut-
laust og opið arðsem-
ismat.
6. Verði vatni hleypt
í Hálslón mun upp-
blástur og manngerð
gróður- og vistkerf-
iseyðing hefjast með
átakanlegri hætti en
Íslendingar hafa áður
kynnst. Engar mót-
vægisaðgerðir munu
duga gegn þeirri eilífu
uppsprettu fokefna
sem bundin eru í jarð-
vegi svo og aurburði
sem stöðugt mun flytjast í Hálslón
með aurugustu jökulá landsins.
Kostnaður við að reyna að hemja
eyðingu vistkerfis á Vesturöræfum
gæti orðið mikill og samt án þess að
skila árangri.
7. Höfum við efni á því að hleypa
vatni í lónstæðið? Höfum við efni á
því að efna til enn meiri átaka
vegna taps á rekstri virkjunarinnar,
vegna uppblásturs og eyðingar
gróðurlenda, vegna hins tapaða
lands sem er ígildi þjóðgarðs og
býður upp á fjölbreytta fræði- og
ferðamennsku? Hvað kosta átök og
illdeilur?
8. Nýtt áhættu- og arðsemismat
án aðkomu Landsvirkjunar er eina
leiðin til að vega og meta kosti og
galla þess að hleypa vatni á. Þetta
er tilraun til sátta í íslensku sam-
félagi.
Við getum sætt okkur við kostn-
aðinn af því að starfrækja ekki
Kárahnjúkavirkjun, en getum við
sætt okkur við óþarfar nátt-
úrufórnir, uppblástur og vistkerf-
iseyðileggingu með vatnaflutn-
ingum og tilheyrandi ótta um
öryggi stíflna – og taprekstur?
9. Hugsum fram á veg. Kynslóðir
Íslendinga sem á eftir okkur koma
geta notið þess lands sem til stend-
ur að eyðileggja og valið af skyn-
semi nýtingu í anda sjálfbærni; til
dæmis hvort jökulár eigi að falla
frjálsar til sjávar og efla auðlindir
hafs og lands til eilífðarnóns á eigin
forsendum.
10. Verum skynsöm.
Fáum nýtt áhættumat án aðkomu
Landsvirkjunar.
Fáum nýtt arðsemismat án að-
komu Landsvirkjunar.
Fáum nýtt mat á líklegri gróður-
og vistkerfiseyðingu án aðkomu
Landsvirkjunar.
Þá fyrst getum við valið af skyn-
semi!
Munum að landið og auðlindir
þess eru frumburðarréttur komandi
kynslóða.
Skynsemin ráði
Guðmundur Páll Ólafsson
skrifar um umhverfismál » Aldrei í heiminumhefur jafn stórt
mannvirki verið byggt á
jafn veikum grunni og af
jafn lítilli fyrirhyggju.
Guðmundur Páll
Ólafsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
FIMMTUDAGINN 21. september
2006 er stór viðburður í
sögu Hafnarfjarðar
þegar fyrsti aðalfundur
öldungaráðs Hafn-
arfjarðar er haldinn í
Hafnarborg. Þetta á
sér þann aðdraganda
að undirritaður ritaði
grein í nóvember 2005
þar sem hugmyndinni
um öldungaráð var
komið á framfæri.
Skemmst er frá að
segja að henni var
mjög vel tekið í bæj-
arfélaginu og var þá
ekki að sökum að
spyrja. Málið var tekið
fyrir í fjölskylduráði
Hafnarfjarðar og mót-
aðar tillögur um hlut-
verk, tilgang og skipan
ráðsins og síðan haldið
öldungaþing Hafn-
arfjarðar 30. mars sl.
og þar sem tillögurnar
voru kynntar og fengu
öflugan stuðning.
Bæjarstjórn sam-
þykkti svo tillöguna um
stofnun öldungaráðs
Hafnarfjarðar á fundi sínum 4. apríl
2006. Við það tækifæri flutti ég tillögu
að svohljóðandi ályktun ásamt öðrum
bæjarfulltrúum þar sem bæjarstjórn
Hafnarfjarðar lýsti yfir ánægju með
þá almennu hreyfingu og samhug
sem er í bæjarfélaginu til stuðnings
við málefni aldraðra og til marks um
það væri stofnun Aðstandendafélags
aldraðra AFA og öldungaráðs Hafn-
arfjarðar. Þessari ályktun lauk með
þessum orðum: „Markmið Hafn-
arfjarðarbæjar er að
verða fyrirmyndarsveit-
arfélag í málefnum aldr-
aðra.“
Hvað er framundan?
Öldungaráð Hafn-
arfjarðar hefur það hlut-
verk að gæta hagsmuna
eldri borgara í Hafn-
arfirði og vera bæj-
arstjórn til ráðgjafar um
málefni þeirra. Einmitt
á þessum tímamótum
bíða mörg úrlausnarefni
um aukna þjónustu og
breytingar á skipulagi
öldrunarþjónustu í
Hafnarfirði. Tillögur
nefndar heilbrigð-
isráðherra eru leiðarljós
og sjónarmið og ráð öld-
ungaráðs verða mjög
dýrmæt í þeirri vinnu
sem framundan er við
að koma þeim tillögum í
framkvæmd.
Stofnun ráðsins er
mér mikið hjartans mál
og sem bæjarfulltrúi
hlakka ég til öflugs sam-
starfs til framdráttar málstað og
hagsmunum eldri borgara í Hafn-
arfirði.
Til hamingju, öldungaráð Hafn-
arfjarðar.
Öldungaráð
Hafnarfjarðar
Almar Grímsson fjallar um öld-
ungaráð Hafnarfjarðar
Almar Grímsson
» Tillögurnefndar heil-
brigðisráðherra
eru leiðarljós og
sjónarmið og
ráð öldungaráðs
verða mjög dýr-
mæt í þeirri
vinnu sem fram-
undan er.
Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins í Hafnarfirði.
AÐALFUNDUR Heimdallar fer
fram í dag og verður kosið um nýjan
formann félagsins milli
klukkan 15 og 19 í Val-
höll.
Eins og ég tilkynnti
á dögunum gef ég kost
á mér til embættis for-
manns félagsins og
með mér býður sig
fram hópur 11 öflugra
frambjóðenda.
Kjör um embætti
formanns sker úr um
hvort þessi hópur fer
inn í stjórn félagsins en
auk okkar hefur komið
fram eitt annað fram-
boð til stjórnar og for-
mennsku.
Öflugur málsvari
ungs fólks
Baráttan undanfarna daga og vik-
ur hefur verið heiðarleg og mál-
efnaleg og ungum sjálfstæð-
ismönnum til sóma.
Þær málefnaáherslur sem fram-
boð mitt hefur lagt upp með eru að
Heimdallur verði öflugur málsvari
ungs fólks á kosningavetrinum sem
er framundan og að félagið sé opið.
Við viljum leggja áherslu á að
kynna nýjar hugmyndir, breikka
málefnasvið félagsins og að félagið
beiti sér á sem flestum sviðum
stjórnmálanna ásamt
því að veita forystu
flokksins öflugt aðhald.
Snúum bökum
saman
Þá legg ég mikla
áherslu á að allir ungir
sjálfstæðismenn í
Reykjavík snúi bökum
saman í aðdraganda
komandi þingkosninga
og mun gera sérstakt
átak til þess að tryggja
að allir þeir sem hafa
áhuga á að starfa innan
Heimdallar finni
kröftum sínum farveg að loknum að-
alfundi.
Samhentur
hópur
Það er ekki eins manns starf að
halda uppi heilu félagi.
Ég hef verið svo lánsöm að hafa á
bak við mig fjölbreyttan og sam-
hentan hóp frambjóðenda og saman
viljum við halda úti kraftmiklu starfi.
Málefnaáherslur framboðsins má
finna á heimasíðu okkar, www.blatt-
.is.
Ég hvet félagsmenn til að nýta
kosningarétt sinn í dag og veita
þessum hópi brautargengi. Við ætl-
um að beita okkur af krafti í vetur og
láta til okkar taka.
Kjósum sterkan
hóp til forystu
Erla Ósk Ásgeirsdóttir kynnir
framboð sitt til formennsku í
Heimdalli
»Ég hvet félagsmenn til að
nýta kosningarétt
sinn í dag og veita
þessum hópi
brautargengi.
Erla Ósk
Ásgeirsdóttir
Höfundur býður sig fram til
formennsku í Heimdalli.