Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 19
MENNING
DAGSKRÁRRIT Alþjóðlegrar kvik-
myndahátíðar í Reykjavík kemur út
á laugardag með ítarlegum upplýs-
ingum um dagskrá hátíðarinnar.
Hátíðin hefst 28. september næst-
komandi og er fullskipað í flokkana
Fyrir opnu hafi, Sjónarrönd: Dan-
mörk, Þrjár þrennur og Vitranir.
Vitranir er keppnisflokkur hátíð-
arinnar og keppa þar fjórtán myndir
til verðlaunanna „uppgötvun ársins“
sem veitt verða í lok hátíðarinnar, 8,
október.
Formaður dómnefndar er íranska
kvikmyndaleikkonan og leikstjórinn
Niki Karimi en einnig sitja í dóm-
nefnd Sólveig Anspach og Gunnar
Eyjólfsson.
Í flokknum Fyrir opnu hafi er
boðið upp á fjölbreyttar myndir
hvaðanæva úr heiminum. Má þar
nefna nýjustu mynd Aki Kaur-
ismaki, Ljós í rökkrinu (Lights in
the Dusk), og sömuleiðis kvikmynd-
ina Zidane.
Damörk við sjónarrönd
Danskar kvikmyndir eru við-
fangsefni Sjónarrandar-flokksins.
Verður meðal annars sýnd myndin
Forstjóri heila klabbsins eftir Lars
von Trier, metaðsóknarmyndin
Draumurinn eftir Niels Arden Oplev
og teiknimyndin Prinsessan, sem er
ádeila á klámheiminn.
Í flokknum þrjár þrennur eru
þremur ungum og áhugaverðum
leikstjórum gerð skil: Barböru Al-
bert, Lodge Kerrigan og Bahman
Ghobadi.
Frekari upplýsingar um hátíðina
má finna á slóðinni www.filmfest.is
Fjöldi
áhuga-
verðra
kvikmynda
Dagskrá kvikmyndahá-
tíðar 28. september til
8. október að skýrast
HIÐ FRÆGA óperuhús, Metropolit-
an-óperan í New York, hefur í
hyggju að opna útvarpsstöð sem
send verður út með gervihnetti um
gervalla Norður-Ameríku um kerfi
Sirius gervihnattaútvarpsins.
Útvarpsstöðin mun hefja göngu
sína í næstu viku með beinni út-
sendingu frá frumsýningu á óp-
erunni Madama Butterfly í flutn-
ingi leikhóps Ensku óperunnar.
Á útvarpsstöðinni verður sent
beint frá a.m.k. fjórum sýningum
Metropolitan óperunnar í viku
hverri og þess á milli verða leiknar
valdar upptökur úr safni.
Metropolitan óperan tilkynnti
einnig á dögunum að í vetur verður
sex óperusýningum sjónvarpað
beint í kvikmyndahúsum í N-
Ameríku og Evrópu.
Metropolitan
óperuútvarp
nefna leikstjórana Niels Arden Op-
lev, Aleksander Sokurov, Atom Ego-
yan, Solveigu Anspach, Hans Stein-
bichler, Vijaya Mulay og Anders
Østergaard, framleiðendurna Masa
Yoshikawa, Paul Hahn og Sigurjón
Sighvatsson auk fanga úr Guant-
anamó-búðunum: Asif Iqbal, Ruhal
Ahmed og Shafiq Rasul, svo fáeinir
séu nefndir. Alls telur listinn um 80
manns og eru flestir á leið hingað til
að kynna sínar myndir á hátíðinni.
Þá hafa auk þess um 50 manns,
áhugamenn um kvikmyndir, flestir
ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í
Reykjavík hefst í næstu viku og er
búist við hátt í 200 erlendum aðilum
á hátíðina, þar af 30 blaðamönnum
frá blöðum á borð við Politiken, Gu-
ardian, Variety, Boston Phoenix, In-
diewire og Dazed and Confused auk
þess sem tvær sjónvarpsstöðvar
ætla að gera þátt um hátíðina, Ís-
land og íslenska kvikmyndagerð.
Von er á um 70 kvikmyndagerð-
armönnum og öðru fagfólki. Meðal
sérstakra gesta Alþjóðlegrar kvik-
myndahátíðar í þesum flokki má
frá Bandaríkj-
unum, boðað
komu sína á há-
tíðina.
Hrönn Mar-
inósdóttir, fram-
kvæmdastjóri Al-
þjóðlegu
kvikmyndahátíð-
arinnar, segir
aukinn áhuga er-
lends almennings
meðal annars mega rekja til kynn-
ingar sem forsvarsmenn hátíð-
arinnar héldu á kvikmyndahátíðinni
í Cannes síðastliðið vor.
„Kvikmyndaáhugafólk, mest frá
Bandaríkjunum, er á leið hingað til
lands til að fylgjast með hátíðinni.
Reykjavík hefur þann kost að það er
stutt í alls kyns afþregingu fyrir fólk
auk hátíðarinnar, sem hefur sér-
stöðu meðal annarra hátíða hér
heima og erlendis, og við verðum
með pakkaferðir á Gullfoss og Geysi
fyrir ferðamenn,“ sagði Hrönn.
„Þá skipuleggjum við ýmsa sér-
viðburði í tengslum við hátíðina.
Meðal annars Norðurljós, vettvang
fyrir ungt hæfileikafólk á Norð-
urlöndum, og Blue Horizons, sér-
stakan viðburð haldinn í Bláa lóninu
sem sérstaklega er ætlaður fagfólki,
framleiðendum og leikstjórum þar
sem m.a. er fjallað um hvernig unnt
er að koma myndum sínum á fram-
færi. Fyrirlesarar eru meðal annars
stjórnendur hjá Arte-sjónvarpsstöð-
inni, Olaf Grunert, og TvOntario í
Kanada, Rudy Buttignol, auk for-
stjóra Film Transit í Kanada, Jans
Röfekamps.“
Aukinn áhugi frá öðrum löndum
Hrönn
Marinósdóttir
Kvikmyndir | Hátt í 200 erlendir aðilar væntanlegir á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík