Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 19 MENNING DAGSKRÁRRIT Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík kemur út á laugardag með ítarlegum upplýs- ingum um dagskrá hátíðarinnar. Hátíðin hefst 28. september næst- komandi og er fullskipað í flokkana Fyrir opnu hafi, Sjónarrönd: Dan- mörk, Þrjár þrennur og Vitranir. Vitranir er keppnisflokkur hátíð- arinnar og keppa þar fjórtán myndir til verðlaunanna „uppgötvun ársins“ sem veitt verða í lok hátíðarinnar, 8, október. Formaður dómnefndar er íranska kvikmyndaleikkonan og leikstjórinn Niki Karimi en einnig sitja í dóm- nefnd Sólveig Anspach og Gunnar Eyjólfsson. Í flokknum Fyrir opnu hafi er boðið upp á fjölbreyttar myndir hvaðanæva úr heiminum. Má þar nefna nýjustu mynd Aki Kaur- ismaki, Ljós í rökkrinu (Lights in the Dusk), og sömuleiðis kvikmynd- ina Zidane. Damörk við sjónarrönd Danskar kvikmyndir eru við- fangsefni Sjónarrandar-flokksins. Verður meðal annars sýnd myndin Forstjóri heila klabbsins eftir Lars von Trier, metaðsóknarmyndin Draumurinn eftir Niels Arden Oplev og teiknimyndin Prinsessan, sem er ádeila á klámheiminn. Í flokknum þrjár þrennur eru þremur ungum og áhugaverðum leikstjórum gerð skil: Barböru Al- bert, Lodge Kerrigan og Bahman Ghobadi. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á slóðinni www.filmfest.is Fjöldi áhuga- verðra kvikmynda Dagskrá kvikmyndahá- tíðar 28. september til 8. október að skýrast HIÐ FRÆGA óperuhús, Metropolit- an-óperan í New York, hefur í hyggju að opna útvarpsstöð sem send verður út með gervihnetti um gervalla Norður-Ameríku um kerfi Sirius gervihnattaútvarpsins. Útvarpsstöðin mun hefja göngu sína í næstu viku með beinni út- sendingu frá frumsýningu á óp- erunni Madama Butterfly í flutn- ingi leikhóps Ensku óperunnar. Á útvarpsstöðinni verður sent beint frá a.m.k. fjórum sýningum Metropolitan óperunnar í viku hverri og þess á milli verða leiknar valdar upptökur úr safni. Metropolitan óperan tilkynnti einnig á dögunum að í vetur verður sex óperusýningum sjónvarpað beint í kvikmyndahúsum í N- Ameríku og Evrópu. Metropolitan óperuútvarp nefna leikstjórana Niels Arden Op- lev, Aleksander Sokurov, Atom Ego- yan, Solveigu Anspach, Hans Stein- bichler, Vijaya Mulay og Anders Østergaard, framleiðendurna Masa Yoshikawa, Paul Hahn og Sigurjón Sighvatsson auk fanga úr Guant- anamó-búðunum: Asif Iqbal, Ruhal Ahmed og Shafiq Rasul, svo fáeinir séu nefndir. Alls telur listinn um 80 manns og eru flestir á leið hingað til að kynna sínar myndir á hátíðinni. Þá hafa auk þess um 50 manns, áhugamenn um kvikmyndir, flestir ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í næstu viku og er búist við hátt í 200 erlendum aðilum á hátíðina, þar af 30 blaðamönnum frá blöðum á borð við Politiken, Gu- ardian, Variety, Boston Phoenix, In- diewire og Dazed and Confused auk þess sem tvær sjónvarpsstöðvar ætla að gera þátt um hátíðina, Ís- land og íslenska kvikmyndagerð. Von er á um 70 kvikmyndagerð- armönnum og öðru fagfólki. Meðal sérstakra gesta Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í þesum flokki má frá Bandaríkj- unum, boðað komu sína á há- tíðina. Hrönn Mar- inósdóttir, fram- kvæmdastjóri Al- þjóðlegu kvikmyndahátíð- arinnar, segir aukinn áhuga er- lends almennings meðal annars mega rekja til kynn- ingar sem forsvarsmenn hátíð- arinnar héldu á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið vor. „Kvikmyndaáhugafólk, mest frá Bandaríkjunum, er á leið hingað til lands til að fylgjast með hátíðinni. Reykjavík hefur þann kost að það er stutt í alls kyns afþregingu fyrir fólk auk hátíðarinnar, sem hefur sér- stöðu meðal annarra hátíða hér heima og erlendis, og við verðum með pakkaferðir á Gullfoss og Geysi fyrir ferðamenn,“ sagði Hrönn. „Þá skipuleggjum við ýmsa sér- viðburði í tengslum við hátíðina. Meðal annars Norðurljós, vettvang fyrir ungt hæfileikafólk á Norð- urlöndum, og Blue Horizons, sér- stakan viðburð haldinn í Bláa lóninu sem sérstaklega er ætlaður fagfólki, framleiðendum og leikstjórum þar sem m.a. er fjallað um hvernig unnt er að koma myndum sínum á fram- færi. Fyrirlesarar eru meðal annars stjórnendur hjá Arte-sjónvarpsstöð- inni, Olaf Grunert, og TvOntario í Kanada, Rudy Buttignol, auk for- stjóra Film Transit í Kanada, Jans Röfekamps.“ Aukinn áhugi frá öðrum löndum Hrönn Marinósdóttir Kvikmyndir | Hátt í 200 erlendir aðilar væntanlegir á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.