Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 22
grikkland
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Það er undir okkur sjálfum komið aðgera lífið skemmtilegra og ein leiðtil þess er að búa til hluti úr perl-um. Það er svo frábært að búa
sjálfur til hluti, hvort sem þeir eru til gjafa
eða til að hafa á eigin heimili, og vita að
engin annar slíkur hlutur er til nákvæmlega
eins í öllum heiminum. Og það er líka gam-
an að fá slíka hluti gefins,“ segir Christina
Deventer sem nýlega opnaði Perlukafarann,
fyrstu búðina á Íslandi þar sem allt fæst til
perluþræðingar (Beadwork). Einnig býður
Christina upp á námskeið í perluþræðingum
og hún selur gjafavörur gerðar með þessum
hætti, ýmist eftir afríska listamenn eða
hana sjálfa. Christina er frá Suður-Afríku
og er því alin upp við þessa ævafornu afr-
ísku hefð sem hefur breiðst út til Ameríku
og Bretlands og er mjög vinsæl þar. „Ég
heillaðist af þessu strax sem barn og lærði
þetta þá af konum sem sátu á götum úti
heima í Suður-Afríku og þræddu perlur upp
á bönd eða víra. Þær bjuggu til alls konar
hluti, bæði skartgripi, gjafavörur og nytja-
hluti. Í Afríku geta bestu listamennirnir
nánast búið til hvað sem er með þessum
hætti og heilu þjóðbúningarnir eru einnig
gerðir úr perlum.“
Christina segir að þetta sé rétt eins og öll
föndurvinna, mjög slakandi. „Ég tek mér
gjarnan klukkutíma hlé þegar ég er að læra
og bý til hálsmen, eyrnalokk eða eitthvað
annað, til að slaka á,“ segir Christina sem
stundar fjarnám í tónlistarsögu og lista-
sögu. Perlurnar og smáhlutirnir sem fást í
Perlukafaranum og notaðir eru í perluþræð-
inguna, eru margs konar, ýmist úr gleri,
plasti eða tré og sumir handunnir en aðrir
fjöldaframleiddir. Og sumar perlurnar eru
„alvöru“, hafa verið sóttar á hafsbotn af
perluköfurum og þá eru eðli málsins sam-
kvæmt engar tvær perlur eins. Christina
segist ekki hafa kafað eftir perlum en þó
hefur hún opnað ostru og fundið perlu.
Morgunblaðið/Kristinn
Heillaðist ung af perlum. Christina bjó sjálf til eyrnalokkana og hálsmenið sem hún ber.
Perlukafarinn Holtasmára 1 Kópavogi
s. 534-0255 www.perlukafarinn.is
perlukafarinn@perlukafarinn.is
Perlukafari frá
Suður-Afríku
|fimmtudagur|21.
9. 2006| mbl.is
FÆST kunnum við að meta að annað
fólk standi of þétt upp við okkur. Ný
rannsókn bendir til að hið sama gildi um
álfa, tröll, skrímsli sem og venjulegt fólk
í sýndarveruleika netheima.
Vefritið forskning.no hefur eftir tíma-
ritinu Nature að þegar fyrstu fjöldaþátt-
tökuleikirnir hófust á Netinu hafi margir
litið á þá sem tækifæri til að kasta öllum
samskiptareglum raunveruleikans fyrir
róða. Hver sem er gat breyst úr hugleys-
ingjum í hetjur um leið og leiðigjarnar
kurteisisvenjur og aðrar óskrifaðar regl-
ur mannheima misstu þýðingu sína. Stöð-
ugt koma hins vegar fram vísbendingar
um hið gagnstæða. Mikið af hefð-
bundnum reglum mannlegs samfélags
virðast fylgja þátttakendum slíkra leikja
í sýndarveruleikann. Nýjasta rannsóknin
í þessum efnum sýnir hvernig þeir haga
sér með tilliti til hins persónulega svæðis
hvers leikmanns í spilinu.
Í raunveruleikanum finnst fæstum
þægilegt að aðrir einstaklingar standi of
nærri þeim þegar þeir ræða saman. Fjar-
lægðin milli tveggja einstaklinga er að
auki lengri milli karlmanna en kvenna
og þeir eru einnig ólíklegri til að halda
augnsambandi lengi. Þá eru minni líkur
á að augnsamband tveggja einstaklinga
haldist eftir því sem fjarlægðin milli
þeirra er minni og þetta er óháð því af
hvoru kyni þeir eru.
Kyn stjórnanda
skipti ekki máli
Í ofangreindri rannsókn voru skoðaðir
yfir 1.600 leikmenn í fjöldaþátttöku-
leiknum Second Life og í ljós kom að
þátttakendur hegðuðu sér á sama hátt og
manneskjur gera í raunveruleikanum.
Þannig virtust tvær karlpersónur í leikn-
um standa fjær hvor annarri en tvær
kvenpersónur og karlarnir viku sér frek-
ar undan augnsambandi en konurnar.
Það kom á óvart að í þessum efnum
skipti engu máli hvort sá sem stýrði per-
sónunni var karlkyns eða kvenkyns.
Sömuleiðis kom í ljós að þegar fjar-
lægðin milli tveggja persóna var orðin
minni en tveir metrar litu þær frekar
undan.
Að sögn Nick Yee frá Stanford háskóla
virðast því sömu lögmál gilda um fé-
lagsleg samskipti, hvort sem þau eiga sér
stað í raunveruleikanum eða sýndarveru-
leikanum.
Fólk hefur því enn enga ástæðu til að
hegða sér eins og álfar – jafnvel þótt það
sé það í raun! Annað líf Sömu reglur gilda um fjarlægð milli manna í sýndarveruleiknum og hinu raunverulega lífi.
Haltu þig
fjarri
daglegtlíf
Er meiri hætta á sýkingum í
þeim tilfellum þar sem lífrænn
áburður er notaður frekar en
tilbúinn? » 24
Á eyjunni Icaria gerðist eitt-
hvað og ég varð ástfangin af
landinu, náttúrunni og fólkinu
segir Ólöf Erna Leifsdóttir. » 26
Selfyssingurinn Egill Bjarnason
vaknaði við vopnaða ísraelska
lögreglumenn nótt eina á
Hebron Hostel. » 27
ferðablogg
Ólöf Ósk Kjartansdóttir kaupir
ekki kjöt í matinn en hún kaupir
gjarnan fisk og skreppur í bak-
aríið eftir fersku brauði. » 25
maturneytendur