Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ER ástæða til að fagna öll- um merkjum um að umhverfismál verði á dagskrá fleiri stjórn- málaflokka en Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í komandi kosningum til Alþing- is. Það er sannarlega mál til komið að allir stjórnmálaflokkar vakni til vitundar um mikilvægi þessa málaflokkar og svari þar með kalli sífellt stækkandi hóps kjós- enda, sem krefst þess að flokkarnir axli ábyrgð í umhverf- ismálum. Ég hef tek- ið undir með Sam- fylkingu, sem kynnti niðurstöðu stefnu- mótunar sinnar í náttúruvernd- armálum í vikunni sem leið, og ég hef fagnað því að hægri- sinnaðir stjórn- málamenn geri nú til- raunir til að finna umhverfisstefnu stað innan Sjálfstæðisflokksins. En helst hefði ég kosið að slík stefna og stefnubreytingar risti djúpt og séu trúverðugar. Trúverðugleiki Ég hlustaði á þáttinn Í vikulok- in sl. laugardag á Rás 1, þar sem Dofri Hermannsson svaraði fyrir stefnumótun Samfylkingarinnar í náttúruverndarmálum. Sú fullyrð- ing hans að enginn flokkur hafi hingað til bent á verkfæri sem nægt gætu til að skila árangri í náttúruverndarmálum helgast mögulega af vanþekkingu eða í versta falli vísvitandi rangfærslu. Auðvitað verður að skoða útspil Samfylkingarinnar í því ljósi að kosningar eru á næsta leiti og eðli máls samkvæmt skerpa flokkarnir á stefnu sinni í aðdraganda þeirra. Öllum er ljós sá vandræðagang- ur sem hingað til hefur einkennt framgöngu Samfylkingarinnar í málefnum er snerta náttúruvernd. Ástæðan er ekki síst stuðningur flokksins við stóriðjustefnu rík- isstjórnarinnar og Kárahnjúka- virkjun. Því þótt tveir þingmenn Samfylkingarinnar hafi haft uppi öndverð sjónarmið greiddi yf- irgnæfandi meirihluti þingflokks- ins atkvæði með Kárahnjúkavirkj- un. Einnig lýsti formaður flokksins því yfir í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar að Samfylk- ingin styddi framkvæmdirnar á þeim forsendum sem ríkisstjórnin lagði upp með. Þá hefur ekki farið leynt að flokksmenn Samfylking- arinnar hafa dregið vagninn í áformum um álver á Húsavík og Örlygur Hnefill Jónsson varaþing- maður hefur þegar haft uppi há- vær mótmæli gegn nýbakaðri stefnu. Margir samfylkingarmenn hafa líka lýst yfir stuðningi við stækkun álveranna á Grund- artanga og í Straumsvík og Sam- fylkingin í Hafnarfirði með sinn meirihluta í bæjarstjórn hefur sjálfdæmi um hvort áformin um meira en tvöföldun á framleiðslu ALCAN nái fram að ganga. Heildstæð stefna Margir hafa orðið til að benda á að nýkynnt náttúruverndarstefna Samfylkingarinnar geti verið kom- in til af ótta við að tapa fylgi yfir til okkar Vinstri-grænna, sjá. t.d. skorinorðan pistil Sigríðar Á. And- ersen í Fréttablaðinu sl. sunnu- dag. Kjósendur taka afstöðu í þeim efnum en um áðurnefnda fullyrðingu Dofra Hermannssonar tel ég nauðsynlegt að hafa nokkur orð. Svonefnd rammaáætlun Sam- fylkingarinnar um náttúruvernd er öðru fremur óska- listi. Hún tekur hvorki mið af þeim lagaúr- ræðum sem þegar eru til staðar né tillögum að rökstuddri Nátt- úruverndaráætlun sem Umhverfisstofnun lagði fram á árinu 2003. Öll svæðin sem Samfylkingin telur upp á óskalistanum hafa verið til umfjöll- unar á vettvangi VG, sem hluti af heild- stæðri stefnu í nátt- úruverndarmálum og orkumálum, enda nán- ast ógerningur að skilja þar á milli. Sú stefna gerir ráð fyrir að við stöndum undir þeim skuldbindingum sem við höfum und- irgengist á al- þjóðavettvangi er varða sjálfbæra þróun og verndun líf- fræðilegrar fjöl- breytni. Í krafti sjálf- bærrar orku- og atvinnustefnu VG hef- ur þingflokkurinn svo flutt þing- mál sem gerir ráð fyrir að öll áform um stóriðju verði stöðvuð til ársins 2012. Þannig höfum við ítrekað lagt til að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað, stofnun Vatnajök- ulsþjóðgarðs verði hraðað og hann nái frá strönd til strandar, taki til alls áhrifasvæðis Vatnajökuls ásamt Vonarskarði og Tungna- fellsjökli og til alls vatnasviðs Jök- ulsár á Fjöllum. Sjálfstætt þing- mál um friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum höfum við flutt síðan 2003 og nú síðast með stuðningi þing- manna úr öllum flokkum. Lands- fundir VG hafa lagt til að Langi- sjór verði friðlýstur og einnig Brennisteinsfjöll. Þá tókum við virkan þátt í átökunum um Græn- dal, sem tímabundið var bjargað úr klóm orkufyrirtækjanna og einnig mótmæltum við því að Orkuveita Reykjavíkur sækti um rannsóknarleyfi í Kerling- arfjöllum. VG í Skagafirði náði að koma í veg fyrir virkjun jökulánna í Skagafirði á síðasta kjörtímabili, en Samfylkingin í Skagafirði stóð hins vegar að því nýverið að biðja um álver í Skagafjörð. Kosningar í nánd Af þessari upptalningu má ljóst vera að ummæli Dofra Her- mannssonar standast ekki skoðun og bera vott um að umhverf- isstefna Samfylkingarinnar sé til- komin vegna kosninganna fram- undan. Við það er ekkert að athuga. Í aðdraganda kosninga er eðlilegt að flokkarnir kíki í fata- skápinn og verði sér úti um ný spariföt ef þau gömlu eru ekki lengur klæðileg. En það kemur svo í hlut kjósenda að meta hversu vel nýju fötin eru sniðin og hönnuð og hvernig til hefur tekist með þráðinn sem þau eru ofin úr. Nýju fötin Sam- fylkingarinnar Kolbrún Halldórsdóttir fjallar um umhverfismál og stefnu Samfylkingar í þeim efnum Kolbrún Halldórsdóttir » Í aðdrag-anda kosn- inga er eðlilegt að flokkarnir kíki í fataskáp- inn og verði sér úti um ný spari- föt ef þau gömlu eru ekki lengur klæðileg. Höfundur er þingmaður fyrir Vinstri- hreyfinguna – grænt framboð. Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Gunnar Jóhannesson skrifar um trú og vísindi. Guðjón Sveinsson: Rík þjóð en fátæk í anda. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN virðist vera búin að taka upp vinnubrögð Hafró hvað það varðar að skýra gang náttúrunnar út frá reiknilíkani. Ég vil taka það fram að ég hef mjög miklar mætur á mörgum sérfræð- ingum Nátt- úrufræðistofnunar og þeirri vinnu sem þar er unnin, og ekki síst þess vegna er ég mjög hissa á þeim að ætla sér að taka upp þessi líkön í ljósi þeirrar óumdeilt slæmu reynslu sem hefur verið af reik- nilíkönum Hafró. Er þá skemmst að minnast þess þegar mörg hundruð þúsund tonn töpuðust út úr fiska- talningu Hafró fyrir nokkru. Það hefur komið fram að Nátt- úrufræðistofnun vilji draga úr veiðum á rjúpu vegna þess að talningar sýna að rjúpnastofninn hefur minnkað. Ef niðurstöður talninga eru skoðaðar kemur fram að mest fækkun varð um 63% á svæði sem hefur verið alfriðað um árabil, þ.e. á Mosfellsheiði, á meðan það er fjölgun á svæðum eins og Austur- landi sem er veitt gífurlega mikið á, t.d. er fjölgunin 58% í Jökuls- árhlíð. Það sem kemur einnig fram í skýrslu Náttúrufræðistofnunar er að fyrri talningar á rjúpnastofn- inum hafa verið endurmetnar. Stofnarnir hafa verið taldir of stórir í fyrri mælingum og taldir upp á nýtt með nýjum aðferðum. Þetta er gamalt trix í þessum fræðum þegar reiknimeistarar lenda í vandræðum en það gerist oftar en ekki að útreikningarnir sýna allt aðra nið- urstöðu en náttúran. Þá eru gögnin barin til hlýðni til þess að þau passi inn í reikni- líkanið en sjaldnast er sett spurningarmerki við reiknilíkanið sjálft. Hver man ekki eftir því þegar stærð þorskstofnsins var endurmetin og búið til nýtt hugtak, „aukinn veiðanleiki“, til þess að útskýra eitthvert meint ofmat? Þetta nýja mat á stærð á gengnum stofni sýnir þó ótvírætt hversu mikilli óvissu stofnmatið er háð. Það sem er gagnrýnisverðast við skýrslu Náttúrufræðistofnunar er að hún gerir ráð fyrir því að náttúruleg afföll á veiðistofni séu einhver fasti, þ.e. að alltaf sami hundraðshluti af stofninum deyi af öðrum völdum en veiðum. Þessi fasti er reiknaður út frá afföllum í stofninum á þeim árum sem veiðibann gilti, árin 2003 og 2004. Þeir taka það reyndar fram sjálfir að fyrra árið reyndust af- föllin vera 35% af veiðistofni sem drapst af náttúrulegum orsökum og án veiði, en 28% síðara árið. Þegar breytileiki er svo mikill á milli tveggja viðmiðunarára er hrein vitleysa að taka meðaltal þessara tveggja ára og nota sem óbreytilegan fasta fyrir náttúruleg afföll framtíðarinnar. Vert er að hafa í huga að bæði árin voru einhver hin bestu sumur sem hér hafa komið í áratugi og haustin voru einnig mild. Það er eðlilegt að efast um að einstaklega gott tíðarfar friðunaráranna sé gott til þess að meta breytileikann í náttúrulegum afföllum rjúpna. Það er einnig eftirtektarvert að ráðlögð veiði Náttúrufræðistofn- unar sem reiknuð var 8,77 % af stofnstærð er ekki langt frá því að vera mismunur á milli viðmiðunar- áranna sem notuð eru til þess að búa til umræddan fasta fyrir nátt- úruleg afföll. Fastinn sem búinn var til er 31,498% sem myndi deyja af öðr- um völdum en veiðum. Með svona fasta og reikni- leikfimi er í raun verið að skrifa undir að tíðarfar skipti ekki máli fyrir stærð rjúpnastofnsins og hvað þá stærð stofna annarra af- ræningja en mannsins. Síðan er haldið áfram með reikningana og sér gefin sú hæpna fullyrðing að veiðin sé viðbót við náttúruleg afföll. Það er gert á mjög vafasömum forsendum. Ef fallist er á að veiðin sé hrein viðbót við önnur afföll er í raun verið að afskrifa að aukinn þétt- leiki geti takmarkað stærð rjúpn- astofnsins. Það getur ekki gengið upp. Stærðfræðileg rjúpnaráðgjöf Sigurjón Þórðarson skrifar um stærð rjúpnastofnsins » Þetta nýja mat ástærð á gengnum stofni sýnir þó ótvírætt hversu mikilli óvissu stofnmatið er háð. Sigurjón Þórðarson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. ÞINGFLOKKUR Samfylking- arinnar kynnti í vikunni tillögur sínar um að styrkja stöðu náttúru- og umhverfisverndar á Íslandi. Tillögurnar, sem bera yfirskrift- ina: Fagra Ísland, hafa nær undantekn- ingalaust fengið afar góðar viðtökur, m.a. hjá náttúruvernd- arsamtökum. Það er nýmæli að litið skuli á náttúru landsins í heild sem friðlýsta uns rannsóknir á við- komandi svæði liggja fyrir og mat hefur verið lagt á svæðið með tilliti til þeirra. Á því mati byggist síðan ákvörðun um hvort svæðið verði tekið t.d. til raforkuframleiðslu eða hvort verðmæti þess er talið meira ósnortið, sem kann að leiða til annars konar nýtingar, t.d. í þágu ferðaþjónustu. Þrír verndarflokkar Í tillögum þingflokksins er gert ráð fyrir að náttúrusvæðum lands- ins verði skipt í stórum dráttum í þrjá meginflokka eftir vernd- argildi svæða. Í fyrsta lagi eru svæði þar sem talið er að vernd sé nauðsynlegur nýtingarkostur. Slík svæði verði friðuð með lögum. Þennan flokk má kalla virka vernd en slík svæði verður kappkostað að nýta sem þjóðgarða og vernd- arsvæði eftir því sem því verður við komið. Annar flokkur nátt- úrusvæða nýtur sérstakrar vernd- ar, sem kalla mætti biðvernd. Það eru svæði sem rannsaka þarf bet- ur og/eða talið er að komi til greina til annarrar nýtingar, að heild eða hluta. Þriðji flokkurinn nýtur lágmarksverndar núverandi lagaramma en verða þau svæði „opin“ fyrir ýmissi annarri nýt- ingu en vernd- arnotum. Komum í veg fyrir óbætanlegan skaða Í tillögunum er lagt til að tiltekin svæði landsins verði vernd- uð nú þegar. Ástæða þess er sú að þegar hefur verið sótt um rannsóknarleyfi á þessum svæðum til undirbúnings virkjana og í sumum tilfellum um virkjanaleyfi. Samfylkingin telur því nauðsynlegt að tryggja vernd þeirra uns þær upplýsingar liggja fyrir sem hægt er að leggja til grundvallar upplýstu mati á fram- tíðarnýtingu. Því ýmsar fram- kvæmdir verða ekki aftur teknar og umrót í náttúrunni er stundum óafturkræft um alla framtíð. Faglegt mat og upplýst ákvarðanataka Samfylkingin í Skagafirði hefur nálgast spurninguna um virkjun Jökulsánna þar með sams konar virðingu fyrir náttúrunni og birtist í fyrrgreindum áherslum þing- flokksins. Hún hefur samþykkt að nýting vatnsfallanna verði skoðuð út frá öllum sjónarmiðum og í samhengi við alla nýtingarmögu- leika og að fullt tillit verði tekið til náttúrunnar. Samfylkingin í Skagafirði vill ekki virkja Jökuls- árnar með þeim hætti sem tillögur hafa verið uppi um og breyta þannig ásýnd þeirra en útilokar hins vegar ekki að einhverjir þeir kostir bjóðist í framtíðinni sem ásættanlegir væru. Það gæti þá og því aðeins gerst að a) orka þeirra verði nýtt í héraðinu b) að Skag- firðingum hafi gefist kostur á að kjósa um málið og taka ákvörðun um virkjun með beinum lýðræð- islegum hætti. Þessi afstaða kem- ur mjög vel heim og saman við grundvallarhugsun þá sem býr í tillögum þingflokksins. Raunsæ afstaða Samfylkingarinnar Afstaða Samfylkingarinnar í Skagafirði til virkjana jökulsánna í Skagafirði hefur lengi verið skýr. Hún er náttúrunni vinsamleg, raunsæ og öfgalaus og það er ef til vill þess vegna sem þingmaður Vinstri grænna virðist hafa horn í síðu hennar – ef marka má skrif í Morgunblaðinu. Fagra Ísland – Fagri Skagafjörður Anna Kristín Gunnarsdóttir skrifar um stefnu Samfylking- arinnar í umhverfismálum » Það er grundvall-aratriði að náttúra landsins í heild sé vernduð uns rannsóknir liggja fyrir og mat hefur verið lagt á tiltekið svæði með tilliti til þeirra. Anna Kristín Gunnarsdóttir Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Norðvesturkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.