Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 264. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Andri Snær Magnason rithöfundur og Illugi Gunnarsson hagfræðingur fjalla um þetta viðkvæma mál á opnum morgunfundi Samtaka iðnaðarins fimmtudaginn 5. október á Hótel Nordica. Sjá nánar dagskrá á www.si.is Hver er stefna stjórnvalda? Er hægt að sætta sjónarmið um nýtingu og verndun? 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðaustan-átt, 8-15 m/s, hægari síðdegis. Súld eða rigning na- og a- en léttskýjað s- og sv-lands. Hlýjast suðvestantil.» 8 Heitast Kaldast 13°C 5°C HALLDÓR Blöndal alþingismaður mun ekki gefa kost á sér til áfram- haldandi þingmennsku fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Norðausturkjör- dæmi í kosningunum á vor. Þetta tilkynnti hann á aðalfundi Sjálfstæð- isfélags Akureyrar í gærkvöldi. „Mér finnst fara vel á því að ég lýsi því yfir hér í mínu gamla félagi, Sjálfstæðisfélagi Akureyrar, að ég muni ekki gefa kost á mér til endur- kjörs í alþingiskosningunum í vor. Hér á Akureyri hóf ég mín stjórn- málaafskipti og hef tekið þátt í kosn- ingabaráttunni í öllum alþingiskosn- ingum síðan 1963, fyrst sem pólitískur blaðamaður og erindreki, en síðan 1971 sem frambjóðandi og síðar alþingismaður,“ sagði Halldór. Hann sagði að þetta væri orðinn langur tími og margs að minnast, margra góðra vina, baráttufélaga og stuðningsmanna, sem hann minntist með hlýhug og þakklæti. „Starf stjórnmálamannsins er fjöl- breytilegt og krefjandi, oftast skemmtilegt en getur orðið lýjandi þegar á móti blæs og maður kemst lítið áleiðis með þau mál sem mað- ur er að berjast fyrir. Þegar ég lít til baka standa auðvitað nokkur mál upp úr, sem miklu skiptu fyrir einstök byggðar- lög eða kjördæm- ið í heild,“ sagði Halldór. Hann nefndi í því sambandi jarð- göngin til Ólafsfjarðar og göngin frá Siglufirði til Ólafsfjarðar, „sem eru líftaug þessara byggðarlaga. Það mál hefði aldrei náðst fram án full- tingis Davíðs Oddssonar. Síðast en ekki síst nefni ég Háskólann á Ak- ureyri. Sverrir Hermannsson var búinn með fjárlagakvótann, sem menntamálaráðuneytið hafði, en há- skólinn stóð út af. Þá króaði ég Þor- stein Pálsson fjármálaráðherra af úti í horni í efri deild fyrir 3. umræðu fjárlaga og sagði að háskólinn yrði að fá fjárveitingu og það varð.“ Halldór sagði að hér væri ekki um skyndiákvörðun að ræða. Hann og Kristrún kona hans hefðu tekið hana fyrir síðustu alþingiskosningar. „Hún hefur staðið á bak við mig í mínu stjórnmálastarfi. Sá árangur sem ég hef náð er því að þakka að ég hef átt góða konu,“ sagði Halldór. Halldór Blöndal sækist ekki eftir endurkjöri Halldór Blöndal ÞINGVALLANEFND kynnti sér í gær nýja og stór- bætta aðstöðu fyrir ferðafólk við tjaldstæðið í Vatns- koti á bökkum Þingvallavatns. Framkvæmdum lauk fyrir veiðitímabilið í sumar og var sérstök áhersla lögð á að bæta aðbúnað fyrir fatlaða til muna. „Þessi aðstaða er nýmæli, það er hvergi sem fatlaðir hafa líka aðstöðu til veiða á Íslandi,“ sagði Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra og formaður nefndarinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Sér- stakri bryggju fyrir fatlaða hefur verið komið upp, ásamt því sem almenn aðstaða fyrir veiðimenn hefur verið stórbætt.“ Með Birni á myndinni eru félagar hans í nefndinni, Össur Skarphéðinsson, alþingismaður, og Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, auk Sigurðar K. Oddssonar, skipaðs þjóðgarðsvarðar. Morgunblaðið/Golli Kynntu sér aðbúnað í Vatnskoti BYRJA á að safna vatni í Hálslón í næstu viku, en þá reiknar Lands- virkjun með að vatnsrennsli Jökulsár á Dal verði undir nauðsynlegum mörkum til að vatns- söfnunin fari nægi- lega hægt af stað. Undir- búnings- vinnu er nánast lokið og stíflur orðnar nægilega háar til að hefja vatnssöfn- un, þ.m.t. hin steypta vatnskápa Kárahnjúkastíflu. Lónið verður að flatarmáli 57 ferkílómetrar og 2.350 milljónir rúmmetra þegar það er fullt. Þegar búið er að renna loku fyrir hjá- veitugöng þau sem Jökla hefur runnið um í sveig fram hjá Kárahnjúkastíflu fer að safnast vatn í lónstæðið. Lok- um verður og rennt fyrir aðrennsl- isgöngin, sem liggja frá lóninu, um Fljótsdalsheiði til stöðvarhúss virkj- unarinnar í Fljótsdal, þegar lónið tek- ur að fyllast. Á því 57 ferkílómetra svæði sem Hálslón mun þekja þegar það er fullt, eru auk gróðurlendis þekkt burðar- og farsvæði hreindýra auk fornminja frá því um 950, sem hafa verið rann- sakaðar og skrásettar. Hálslón byrjar að myndast  Hálslón | 6 SVÆÐI og bygg- ingar sem varnar- liðið skilur eftir sig gætu nýst undir varanlega aðstöðu Náttúru- minjasafns og Náttúrufræði- stofnunar Íslands að mati Jónínu Bjartmarz um- hverfisráðherra sem hefur lýst áhuga sínum á því að ljúka margra áratuga þrautagöngu Náttúrufræði- stofnunar með því að finna henni nýjan stað í nágrenni Keflavíkur- flugvallar. „Þegar rætt er um völlinn, hús- eignir og annað sem þar er, þá hugsa ég eins og margir aðrir um nýting- armöguleika þar,“ segir hún. „Í ljósi sögu Náttúrufræðistofnunar og þeirra þrenginga sem hún hefur búið við, þá hef ég velt því fyrir mér hvort ekki séu forsendur fyrir því að safnið verði innan hins samfellda íbúasvæð- is á höfuðborgarsvæðinu og jafn- framt nálægt Keflavíkurflugvelli og ekki síst nálægt ferðamönnum sem koma til landsins. Þannig mætti lyfta svæðinu og finna lausn á húsnæðis- vandanum. Það eru því ákveðin rök fyrir því að safnið sé í næsta ná- grenni við „anddyri“ landsins.“ Náttúru- fræðistofn- un flutt til Keflavíkur? Jónína Bjartmarz Á HVERJU ári koma upp nokkur tilfelli þar sem erlendar konur fæða börn á eigin kostnað, jafnvel þó að íslenskir makar þeirra séu sjúkra- tryggðir. Ástæðan er einfaldlega sú að móðirin þarf að hafa verið búsett á Íslandi í samtals sex mánuði til að teljast sjúkratryggð hérlendis nema annað leiði af milliríkjasamn- ingum. Væri móðirin hins vegar ís- lensk með íslenska sjúkratryggingu og faðirinn erlendur myndi fæð- ingin greiðast af íslenska heilbrigð- iskerfinu. Fæðing hérlendis getur kostað allt frá tæpum 254 þús- undum króna, ef um eðlilega fæð- ingu án aukakvilla er að ræða, upp í tæpar 680 þúsund krónur, ef um er að ræða keisaraskurð með auka- kvillum. Erfitt reyndist að fá upp- gefinn nákvæman fjölda þeirra kvenna sem hér um ræðir árlega, en hjá LSH fengust þær upplýs- ingar að á tímabilinu janúar til ágúst á þessu ári hefðu verið gefnir út fimmtíu reikningar vegna fæð- ingar ósjúkratryggðra kvenna. „Mér finnst þetta fáránlegt kerfi. Ég hef alltaf átt lögheimili á Íslandi og borgað hér skatta síðan ég byrj- aði að vinna. Stór partur af þeim fer í heilbrigðisþjónustuna. En loksins þegar ég þarf á þessari þjónustu að halda vegna barnsins míns þá eru mér öll sund lokuð af því að ég er giftur útlenskri konu,“ segir Hafliði Sigfússon, sem á von á barni með bandarískri eiginkonu sinni, Katherine Davidson, í næsta mánuði. | 10 Þurfa að greiða fyrir fæðinguna Ósátt við kerfið Hafliði Sigfús- son og Katherine Davidson Í HNOTSKURN »Halldór var kjörinn á þing1979 en hafði tvö kjör- tímabilin þar á undan verið varamaður. »Hann var landbúnaðar- ogsamgönguráðherra árin 1991–1995 og samgöngu- ráðherra 1995–1999. »Hann var forseti Alþingisfrá 1999–2005 og hefur síðan þá verið formaður utan- ríkismálanefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.