Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
HEIMURINN ER STÓR OG ÞÚ ÁTT
MIKIÐ ÓSÉÐ
ER ÞAÐ?
JÁ VÁ HVAÐ
HANN ER
STÓR
HEYRÐU
ÞETTA ER
EKKI BARN,
ÞETTA ER BARA
HUNDUR Í
BARNAFÖTUM
GÚGÚ!
RÓSA, VIÐ
ERUM KOMIN
HEIM!
HVERNIG
VAR KALVIN
Í KVÖLD?
SVONA SLÆMUR... OG ÉG VIL
500 kr. FYRIR
FRAM FYRIR
NÆSTA SKIPTI
JÆJA,
GJÖRÐU SVO
VEL OG
GÓÐA
NÓTT
HÚN ER
NÚ EKKI
ÓDÝR
ÞESSI
STELPA
VILTU
VERA HEIMA
Á HVERJU
KVÖLDI
ÞANGAÐ TIL
KALVIN
VERÐUR 18?
HELGA!
ÉG ER KOMINN
HEIM!
HVAÐ
ER Í
MATINN Í
KVÖLD?!?
ÉG ER AÐ
ELDA SVOLÍTIÐ
TIL HEIÐURS
MAGANUM
ÞÍNUM!
HVAÐ
ER ÞAÐ?
SVÍNA-
VÖMB!!
ÉG VILDI
AÐ ÉG
GÆTI FENGIÐ
AÐ TALA
VIÐ LASSÍ!
ÞVÍ MIÐUR,
LASSÍ ER MEÐ
LEYNINÚMER SVO
AÐ ÖFUGUGGAR
GETI EKKI HRINGT Í HANA
UM MIÐJA NÓTT...
EÐA ÞAÐ
SAGÐI AÐ
MINNSTA
KOSTI KONAN Í
118
FILIPE! HVAÐ HEFURÐU
GERT VIÐ HÁRIÐ Á MÉR?!?
ÉG BAÐ UM AÐ HAFA
ÞAÐ AÐEINS DEKKRA,
NÚNA LÍT ÉG ÚT EINS OG
VOND NORN!
EN
ANNARS ER
ÞAÐ FÍNT
GOTT.
LOF MÉR ÞÁ
AÐ KLÁRA
ÉG NÁÐI AÐ BJARGA
STELPUNNI MEÐ ÞVÍ AÐ
GRÍPA BITANN
ÉG ER AUMUR EFTIR BAR-
DAGANN VIÐ NASHYRNINGINN
ÉG GET EKKI
HALDIÐ HONUM
Ídag, 21. september, er Alþjóð-legur Alzheimersdagur. Afþví tilefni mun Rann-sóknasetur í barna- og fjöl-
skylduvend (RBF) standa fyrir mál-
þingi á Hótel Loftleiðum
næstkomandi laugardag, 23. sept-
ember. Yfirskrift málþingsins er
Heilabilun – Fjölskyldusjúkdómur
21. aldar?
Hanna Lára Steinsson er for-
stöðumaður RBF: „Í nóvember eru
liðin 100 ár síðan Alzheimerssjúk-
dómurinn var greindur í fyrsta sinn.
Alzheimers er hrörnunarsjúkdómur
í heila og eru einkenni hans m.a.
skert minni og skerðing á getu til
daglegra athafna,“ útskýrir Hanna
Lára: „Talið er að á Íslandi séu um
3.000 manns með heilabilun og af
þeim hópi þjást um 60% af Alzheim-
erssjúkdómnum. Vegna hækkandi
lífaldurs og stærri árganga aldraðra
er talið að árið 2030 verði 5.500
manns hér á landi Alzheim-
erssjúklingar“
Bakhjarlar málþingsins á laug-
ardag eru félagsmálaráðuneytið,
heilbrigðismálaráðuneytið, Velferð-
arsvið Reykjavíkurborgar, Rann-
sóknarstofa HÍ og LSH í öldr-
unarfræðum og FAAS – Félag
aðstandenda Alzheimersjúklinga:
„Ánægjulegt er hve margir koma að
málþinginu. Á laugardag verðum við
með fjölbreytta dagskrá: Fyrst mun
Christine Swane fjalla um þróun
þjónustu við Alzheimerssjúklinga og
aðstandendur þeirra í Danmörku,“
segir Hanna Lára: „Þvínæst mun ég
fjalla um úrræði í nútíð og framtíð
fyrir sjúklinga og aðstandendur
þeirra, en á eftir erindi mínu verður
sýnt brot úr nýrri fræðslumynd,
Hugarhvörf, um Alzheimers þar
sem Kristbjörg Kjeld og Alfreð
Gíslason leika. Að því loknu mun
Helga Vala Helgadóttir fjölmiðla-
kona og dóttir Alzheimerssjúklings
segja frá sinni persónulegu reynslu
og að lokum ætlar María Th. Jóns-
dóttir, formaður FAAS og maki Alz-
heimerssjúklings fjalla um stöðu að-
standenda.“
Í hléi verður kynnt bókin Í skugga
Alzheimers: ástvinir segja frá sem
Hanna Lára er höfundurinn að:
„Bókin byggist á átta djúpviðtölum
við aðstandendur Alzheim-
erssjúklinga og er ætluð bæði fag-
fólki og nemendum í heilbrigðisvís-
indum, og ekki síður almenningi til
fróðleiks. Bókinni er ætlað að auka
skilning samfélagsins á sjúkdóm-
inum, en algengt er að fólk hafi mikl-
ar ranghugmyndir um Alzheimers.“
Rannsóknasetur í barna- og fjöl-
skylduvernd starfar á vegum fé-
lagsráðgjafarskorar Háskóla Ís-
lands. Rannsóknasetrinu er ætlað að
efla fjölskyldurannsóknir í fé-
lagsráðgjöf og stendur fyrir ým-
iskonar fræðslu og málþingum.
Á heimasíðu rannsóknasetursins,
www.rbf.is, má finna nánari upplýs-
ingar um starfsemina. Þar má einnig
finna nákvæmari dagskrá málþings
laugardagsins. Frekari upplýsingar
um Alzheimerssjúkdóminn m.a.
finna á slóðinni www.alzheimer.is,
upplýsingavef FAAS.
Ráðstefnan á laugardag stendur
frá 13 til 15.40. Aðgangur er öllum
heimill og skráning óþörf, en þátt-
tökugjald, kr. 1.500, greiðist við inn-
ganginn.
Heilsa | Málþing verður haldið á Hótel
Loftleiðum á laugardag kl. 13
Alþjóðlegur Alzheim-
ersdagur er í dag
Hanna Lára
Steinsson fædd-
ist í Reykjavík
1964. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum
í Reykjavík 1984,
B.A. prófi í upp-
eldis- og mennt-
unarfræðum frá
Háskóla Íslands 1992, hlaut starfs-
réttindi í félagsráðgjöf frá sama
skóla 1994 og M.A. gráðu í uppeld-
is- og menntunarfræðum 2002,
einnig frá sama skóla. Hanna Lára
leggur nú stund á doktorsnám í fé-
lagsráðgjöf. Hún var félagsráðgjafi
í rannsóknarstöðu við LSH Landa-
koti 1997-2006 en hefur verið for-
stöðumaður RBF frá mars 2006.
Hanna Lára á tvo syni.
Kvikmyndaleikstjórinn og hand-ritshöfundurinn hálsmikli
George Lucas sýndi mikla gjafmildi
á dögunum þegar hann gaf skól-
anum sínum litlar 175 milljónir
bandaríkjadala í styrk, jafngildi
rösklega 12 milljarða króna. George
Lucas útskrifaðist árið 1966 frá Há-
skólanum í Suður-Kaliforníu (USC),
þar sem áhugi hans á kvikmynda-
gerð kviknaði fyrst fyrir alvöru.
Peningagjöf leikstjórans vinsæla
er sú stærsta í sögu háskólans, en
fyrra metið átti milljarðamæring-
urinn og útgáfujöfurinn Walter An-
nenberg sem gaf skólanum 120 millj-
ónir bandaríkjadala árið 1993.
Af gjafafénu verður 75 milljónum
bandaríkjadala varið til byggingar
nýtísku kennsluhúsnæðis fyrir
heimsfræga kvikmyndagerðardeild
háskólans.
Söngbomban Beyonce hlaut flest-ar tilnefningar til MOBO-
verðlaunanna. MOBO verðlaunin
eru sérstaklega tileinkuð afrekum
svartra tónlistarmanna, en Beyonce
hlaut fjórar tilnefningar, m.a. fyrir
besta lagið, „Deja Vu“. Hún var
einnig tilnefnd fyrir besta tónlistar-
myndbandið fyrir sama lag. Hin
breska Corinne Bailey Rae kom fast
á hæla þokkadísarinnar tónvísu með
þrjár tilnefningar. Aðrir sem til-
nefndir eru fyrir besta lagið eru
Gnarls Barkley með lagið „Crazy“,
Mary J. Blige með lagið „Be Witho-
ut You“ og Ne-Yo með lagið „So
Sick“
Verðlaunaafhendingin mun fara
fram á miðvikudag.
Fólk folk@mbl.is