Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ www.haskolabio.isHAGATORGI • S. 530 1919 ICELAND FILM FESTIVAL 2006 Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA 30. ÁGÚST - 21. SEPTEMBER Renaissance kl. 8 B.i. 12.ára. Where the Truth Lies kl. 5:45 B.i. 16.ára. Down in the Valley kl. 10:15 B.i. 16.ára. A Cock and Bull Story kl. 5:45 B.i.16 .ára. RENAISSANCEWHERE THE TRUTH... HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN BJÓLFSKVIÐA eeee blaðið eee H.J. - MBL BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON BÖRN kl. 5:45 - 8 - 10.15 B.i.12 AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 LEYFÐ BJÓLFSKVIÐA kl. 8 - 10:15 B.i.16 PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 10:15 B.i. 12 MAURAHRELLIRINN m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI / KEFLAVÍK NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10 Leyfð STEP UP kl. 8 - 10 Leyfð MAURAHR... Ísl tal. kl. 6 Leyfð eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS eeee S.U.S. XFM 91,9. V.J.V. TOPP5.IS eeee MEÐ HINUM EINA SANNA JACK BLACK OG FRÁ LEIKSTJÓRA “NAPOLEON DYNAMITE” KEMUR FRUMLEGASTI GRÍNSMELLURINN Í ÁR. UNITED 93 kl. 10:10 B.i. 12 LADY IN THE ... kl. 10:10 B.i. 12 ÞETTA ER EKK... kl. 8 Leyfð YOU, ME AND... kl. 8 B.i. 12 eeee HEIÐA MBL eee ÓLAFUR H. TORFASON RÁS2 BÖRN ER EIN BESTA ÍSLENSKA MYNDSEM FRAM HEFUR KOMIД PÁLL B. BALDVINS. DV “BÖRN ER ÁHRIFAMKIÐ LISTAVERK SEM SKILUR ÁHORFANDANN EFTIR DJÚPT SNORTINN.” DOWN IN THE VALLEY MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Fyrir nokkru yf-irgaf Víkverji borgina tímabundið og dvaldi á stað þar sem hvorki var síma- samband né rafmagn, ekki rennandi vatn nema í ám og lækjum og aðeins hörð náttúra Íslands blasti við svo langt sem augað eygði. Víkverji naut dval- arinnar út í ystu æsar, hætti að hugsa um allt heimsins böl og efn- ishyggja var honum víðsfjarri. Þótt veð- urguðirnir hafi ekki verið Víkverja mjög hliðhollir í þessari ferð öskraði hann bara upp í vindinn og barðist á móti honum brosandi. En sælan er oft skamm- vinn og sá dagur kom að Víkverji þurfti að snúa aftur til byggða. Þeg- ar Víkverji ók inn í borgina eftir dvölina á fjöllum fann hann hvernig hnúturinn settist að í maganum og hvernig hann kveið fyrir að þurfa að takast á við þá yfirborðsmennsku og hégóma sem einkennir samfélagið; þar sem mýflugur verða stöðugt að úlfalda og enginn er maður með mönnum nema hann fái allt fyrir ekki neitt. Víkverji fann enga löngun til að taka þátt í þessu sam- félagi aftur enda kann hann best við sig fjarri mannabyggðum, en til- neyddur þurfti hann að skoða tölvupóstinn, svara símanum, kveikja á sjónvarpinu og fylgjast með sam- félaginu til að vera partur af því. Það sem sló Víkverja samt mest þegar hann fór að skoða það sem átti sér stað meðan hann var á fjöllum var hversu mikið við náum að gera úr ómerkilegum hlutum. Fjölmiðlar eru yfirfullir af fréttum um eitthvað sem skiptir engu máli og hugur fólks hringsnýst vegna einhvers sem ósköp einföld lausn er til á. Flest vandamál okkar eru ekki vandamál heldur eru til- komin vegna þess að við höfum það of gott, það er eins og við búum til vandamál til að hafa eitthvað til að berjast við því ekki þurfum við að berjast við náttúruna lengur nema þegar við viljum. Víkverji er nú aft- ur orðinn þátttakandi í þessu góð- ærissamfélagi en mikið saknar hann fjalladvalarinnar þar sem allt var einfaldara, hugsunin skýrari og vandamálin smávægilegri. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is       Orð dagsins: Allt sem faðirinn gefur mér, mun koma til mín, og þann sem kemur til mín, mun ég alls eigi brott reka. (Jóh. 6, 37.) Í dag er fimmtudagur 21. september, 264. dag- ur ársins 2006 árnað heilla ritstjorn@mbl.is velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Slæmt háefni í fiskbúðum Í VELVAKANDA 19. sept. sl. kvartar Gyða Jóhannsdóttir undan lélegu hráefni í fiskbúðum. Ég er henni alveg sammála. Fiskbúðir eru þó misjafnar hvað gæði snertir, og sumar skera sig úr. Oftast nær fæ ég ágætisfisk þar sem ég versla. Annað mál er að miðað við það verð sem fiskur er seldur á nú á dög- um ætti kúnninn að geta ætlast til þess að fá fyrsta flokks hráefni. Kjör aldraðra og öryrkja hafa ver- ið mjög svo í hinni almennu umræðu, ásamt mikilli fátækt meðal almenn- ings. Manneldisráð hefur mikið kvartað undan lítilli fiskneyslu meðal fólks og leggur áherslu á aukna neyslu heils- unnar vegna. En hefur fólk almennt tekið verð fiskafurða í fiskbúðum til athugunar. Þegar verð t.d. á stórlúðu er nær 2.000 kr. má spyrja hvort annað sé ekki í boði hjá fólki sem hef- ur lítið milli handa. Ég býst varla við að aukin fiskneysla verði nema því aðeins að verð lækki. Fiskur á ekki að vera munaðarvara meðal fólks. Nú hefur fyrirtæki eitt keypt upp nokkrar fiskbúðir og hyggst bjóða upp á meira úrval af fiskréttum sem er vel. Væri ekki frábært ef þetta fyrirtæki myndi lækka afurðir sínar samtímis þannig að fiskneysla ykist frá því sem nú er vegna verðs. Svanur Jóhannsson. Skondið SVERRIR Hermannsson taldi sam- kvæmt gluggagrein í Mbl. bls. 36 16. sept. sl. að hann og hans flokkur myndi vera tilbúinn í framboð á eig- in forsendum, en vita jafnframt að fæst þeirra markmiða myndu ganga fram í svokölluðu „Ráðstjórn- arflokka samstarfi“. Vinur minn einn sagði: Er þetta ekki vændi? Annar sagði að ef Framsókn hyrfi yrði ekkert tóma- rúm merkjanlegt. Skrítið. Nýlega erlendis var ég spurður – og eiginlega sagt um leið að við Ís- lendingar ættum heimsins falleg- ustu konur. Værum í 1.–5. sæti sem hamingjusamasta og ríkasta þjóð heimsins og samt aldrei sammála um eitt né neitt. Undarlegt fólk. Sverrir segir Moggann gera á fæturna með því að Frjálslyndir verði seint afl til atkvæða. Hárrétt hjá Mogga. Sverrir og co. Farðu í þinn bás og aðstoðaðu okkur. Það er til fólk sem vissulega vill nýta þinn viskubrunn. Með mestu vinsemd og virðingu, Helgi Steingrímsson. Góð umfjöllun í NFS ÉG vil þakka fyrir ágæta umfjöllun í NFS 18. sept. sl. um umferðaröng- þveitið hér á höfuðborgarsvæðinu. Kom fram í umfjölluninni að innan borgarmarka Reykjavíkur væru menn allt að 45 mínútur í vinnuna á morgnana og eflaust annað eins að vinnudegi loknum. Nú hefur nýr meirihluti verk að vinna, eftir áralanga óstjórn og að- gerðaleysi í þessum málum. Fram til góðra verka, nýr meirihluti. Vegfarandi. 80ára afmæli. Ídag, 21. sept- ember, er áttræð Borghildur Þórð- ardóttir, Sléttuvegi 17. Borghildur verð- ur að heiman á af- mælisdaginn. 75ára afmæli. Ídag, 21. sept- ember, verður 75 ára Ásta Hauks- dóttir. Hún tekur á móti vinum og ætt- ingjum laugardag- inn 23. september á heimili sínu, Búlandi 31, milli kl. 15 og 18. 50ára afmæli. Ídag, 21. sept- ember, er fimm- tugur Jón Gunn- arsson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann og eiginkona hans, Halla Ragnarsdóttir, sem varð fimmtug 16. ágúst sl., munu taka á móti þeim sem vilja gleðjast með þeim á þessum tímamótum í Ými, sal Karla- kórs Reykjavíkur, kl. 20 laugardaginn 23. september nk. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Heilinn á bak við landvinningaBeach Boys, Brian Wilson, í popptónlistinni, hefur nú ráðið sinn gamla félaga Al Jardine, til að spila með sér á nokkrum hljómleikum. Wilson hefur verið að spila plöturnar Pet Sounds og Smile í heild sinni og mun Jardine slást með í för á fern- um tónleikum í vetur, en þá er fyr- irhugað að flytja Pet Sounds. Tón- leikarnir verða haldnir seint í nóvember á austurströnd Bandaríkjanna. Þrætur á milli fyrrum strandadrengjanna eru hálf- gerður brandari í poppmenningunni, þar sem þeir hafa á síðustu áratug- um keppst við að kæra hvor annan eins og mest þeir mega. Sérstaklega hefur Mike Love verið iðinn við kol- ann en svo virðist sem kærara sé á milli Jardine og Wilson.    Leikstjóri hinnar lofuðu Capote,Bennett Miller, er nú að vinna að nýrri mynd sem mun kallast The Immortalist. Miller var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir Capote, en hún var hans fyrsta alvörumynd. Enn er margt á huldu hvað sögu- þráðinn varðar en um er að ræða framtíðarmynd, sem tekur á „lífs- framlengingum“ eða „life extension“ eins og segir í frétt um málið. Mill- er segir þetta ekki vísindaskáldskap heldur fjalli myndin um raunveru- lega hluti sem hægt er að koma í framkvæmd með þeirri líf- fræðitækni sem mannskepnan býr yfir í dag. Handritið verður skrifað af Dante Miller, sem er einnig að vinna að verkefni tengdu Okla- homa-sprengjumanninum, Timothy McVeigh.    Hin „erfiða“ ekkja Kurt heitinsCobain, Courtney Love, svipt- ir hulunni af nokkrum leynd- ardómum tengdum tímamótaplötu Nirvana, Nevermind. Þetta gerir hún í sérstöku afmæl- isriti tileinkuðu plötunni og er það breska tímaritið NME sem stendur að útgáfunni. Hún staðfestir að eitt laga plötunnar sé um hana en neitar hins vegar að gefa upp nákvæmlega Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.