Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 29
ið skipaður forsætisráðherra Taí-
lands til bráðabirgða og Thaksin
Shinawatra er kominn til Bretlands,
þar sem hann á sitt annað heimili.
Þrátt fyrir að herstjórnin hafi gefið
frá sér yfirlýsingu þess efnis að
Shinawatra þurfi ekkert að óttast
ákveði hann að snúa aftur til Taí-
lands er búið að handtaka varafor-
mann flokks hans. Nú þegar eru líka
farnar að heyrast háværar kröfur
um fullt eignarnám hjá hinni vell-
auðugu Shinawatra-fjölskyldu.
Þetta gerist allt á versta tíma fyr-
ir Thaksin Shinawatra sem nýlega
hafði tilkynnt þá ákvörðun sína að
draga sig í hlé frá stjórnmálum eftir
kosningar sem hann hafði boðað til í
nóvember næstkomandi. Afskipti
konungsins benda þó til að þetta vel
skipulagða og friðsamlega valdarán
eigi ekki eftir að hafa langvarandi
afleiðingar í för með sér og búast má
við að kosningar fari fram á næstu
mánuðum.
Ferðamenn í Bangkok fundu lítið
sem ekkert fyrir atburðum vikunn-
ar en fréttastöð breska ríkisút-
varpsins, BBC, sagði frá því að barir
skemmtanahverfanna væru enn
fullir af vestrænum ferðalöngum
sem kærðu sig kollótta um ástandið
og héldu sínu striki. Valdaránið
virðist þannig hafa heppnast merki-
lega vel og slegið af andvana rík-
isstjórn Thaksin Shinawatra.
Stjórnarkreppan er þó aldeilis ekki
yfirstaðin og trú alþjóðasamfélags-
ins á styrk lýðræðis í Taílandi hefur
tvímælalaust rýrnað.
Taílendingar hafa verið að byggja
upp síðastliðin fjórtán ár.
Þrátt fyrir að Taíland sé lýðræð-
isríki hefur konungur landsins, sem
nú hefur setið að völdum í sextíu ár,
alltaf haft mikil áhrif og notið al-
mennrar virðingar sem trúarlegt
sameiningartákn. Ýmsar herstjórn-
ir hafa komið og farið í valdatíð hans
en hann tók mismikinn þátt í þeim
fjölmörgu byltingum sem áttu sér
stað í Taílandi á seinni hluta tutt-
ugustu aldar. Nú hefur komið í ljós
að þeir hermenn, sem þátt tóku í
valdaráninu fyrr í vikunni, báru gula
borða til merkis um stuðning við
konungsfjölskylduna og konungur-
inn sjálfur hefur opinberlega lagt
blessun sína yfir tímabundna her-
stjórn sem talið er að muni starfa
undir náinni leiðsögn hans. Herfor-
ingjarnir fjórir, sem skipulögðu
valdaránið, tilkynntu gerðir sínar og
áætlanir í sjónvarpsávarpi sem þeir
fluttu fyrir framan flennistórar
myndir af konungshjónunum. Og
CNN-fréttastöðin bandaríska sagði
frá því að sjónvarpsstöðvar landsins
væru farnar að senda út myndir af
kónginum allan sólarhringinn í stað
venjulegrar dagskrár. Í ljósi alls
þessa munu vangaveltur um hlut-
verk konungsins í uppreisninni
halda áfram. Víst má þó telja að
meirihluti þjóðarinnar komi til með
að styðja hverja þá lausn sem hann
kann að finna á núverandi stjórn-
arkreppu.
Þegar þetta er skrifað hefur her-
foringinn Sonthi Boonyaratglin ver-
eftir virta
samfélagi,
g Ta Maha
ppilegt að
frá munk-
u almennt
ni og því
sig þegar
að sama
hafinn en
r og hefur
ðernislega
dinga. En
að sæta
efði brotið
eð því að
s konung-
líklegt að
kjölfarið,
um að falli
u hefð sem
steypt af stóli
ðkjörna ráðamenn frá völdum
íu, íbú-
nir,
ngkok.
ar eru
yðst í
ng-
fur
nberar
ds-
r hann
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Algengt er að maður semlendir í vinnuslysi eigirétt á bótum frá aðminnsta kosti fimm aðil-
um og það flækir málin enn frekar
að bætur frá einum aðila geta orðið
til þess að lækka bætur frá öðrum.
„Þetta er stórt og mikið reiknings-
dæmi og fyrir tjónþolann sjálfan er
það nánast óyfirstíganleg hindrun
að ætla að gera sér grein fyrir því
hvort bæturnar hafi verið reiknaðar
út með réttum hætti,“ segir dr.
Guðmundur Sigurðsson, prófessor í
lögfræði við Háskólann í Reykjavík
(HR), og einn fyrirlesara á ráð-
stefnu um bótarétt vegna vinnu-
slysa sem haldin verður í HR í dag.
Ráðstefnan er haldin í tengslum
við rannsókn sem Guðmundur og
dr. Ragnhildur Helgadóttir, pró-
fessor við HR, hafa unnið að í rúm-
lega ár ásamt fleirum og ber heitið
„Almannatryggingar: Hlutverk og
samspil við önnur bótarúrræði“.
Um 140 manns hafa skráð sig á ráð-
stefnuna sem telst afar gott fyrir
ráðstefnu af þessu tagi.
1.500 vinnuslys árið 2005
Árið 2005 var tilkynnt um ríflega
1.500 vinnuslys til Tryggingastofn-
unar ríkisins og við þessa tölu má
bæta fjölda þeirra sem missa vinnu-
getu vegna sjúkdóma eða annarra
áfalla. Að sögn Guðmundar hafa af-
ar litlar rannsóknir farið fram á
samspili almannatrygginga við aðr-
ar bætur sem sé í sjálfu sér und-
arlegt því almannatryggingakerfið
velti gríðarlegum fjárhæðum á
hverju ári.
Guðmundur segir að kerfið sem
ákvarði bætur vegna vinnuslysa sé
stórt og flókið og fyrir þann sem
lendir í slysi geti það verið sem völ-
undarhús. Þó að bótaréttur tjón-
þega sé óumdeildur geti það kostað
mikla fyrirhöfn og hugsanlega tals-
verð fjárútlát að sækja sér þær
bætur sem viðkomandi á rétt á.
Raunar lendi starfsmenn innan
kerfisins einnig í vandræðum því
s.s. almannatryggingar, sjúkrasjóð-
ir stéttarfélaga og fleiri. Það flæki
málin enn frekar að skaðabætur
geta valdið því að greiðslur frá al-
mannatryggingum skerðist. Hið
sama eigi við um greiðslur frá
sjúkrasjóðum og tryggingafélög-
um, greiðslur frá þessum aðilum
geta valdið því að aðrar bætur
lækki. Það flækir málin síðan enn
frekar að afleiðingar slysa séu
metnar með mismunandi hætti eftir
því hvaða aðili á í hlut, t.a.m. notar
almannatryggingakerfið annan
mælikvarða en lífeyrissjóðirnir og
enn öðrum mælikvarða er beitt þeg-
ar skaðabætur eru reiknaðar út.
„Þetta leiðir til þess að matið er
misjafnt milli kerfanna og það væri
svo sem í lagi ef kerfin tengdust
ekki neitt. En það gera þau hins
vegar því það segir í skaðabótalög-
um að ef menn eiga rétt á bótum frá
lífeyrissjóði eða almannatrygging-
um þá skuli þær bætur dragast frá
skaðabótum eftir tilteknum reglum.
En þá byrjar vandamálið. Hvernig
ætlar þú að reikna út hvaða fjárhæð
á að draga frá bótunum þegar mis-
munandi kerfi beita mismunandi
aðferðum?“ spyr Guðmundur.
Vonandi færi ráðstefnan menn
eitthvað nær svari við þeirri spurn-
ingu og fleirum sem uppi eru varð-
andi kerfið.
kerfið hafi svo marga ranghala að
þeir nái ekki að hafa yfirsýn yfir alla
anga þess. Á ráðstefnunni í Háskól-
anum í Reykjavík verða fyrirlesar-
ar frá flestum þeim aðilum sem
koma að greiðslu bóta en Guðmund-
ur segir að markmiðið með því sé að
menn líti á bótarétt í heild sinni. Að
lokum verður fjallað um hvort kerf-
ið sé óþarflega flókið, nokkuð sem
margir telja að sé raunin.
Flókið samspil bótakerfa
Guðmundur bendir á að í laga-
legri umræðu sé oft fjallað um hvort
menn eigi rétt á skaðabótum en það
gleymist hins vegar að fjöldi ann-
arra aðila komi að þessum málum,
Erfitt fyrir tjónþola
að fá botn í bótakerfið
Morgunblaðið/Júlíus
Vinnuslys Tveir menn slösuðust í þessu slysi á Seltjarnarnesi árið 2001.
Í HNOTSKURN
» Vegna eins og samaslyssins kann því að þurfa
að meta miska, lækn-
isfræðilega örorku, fjárhags-
lega örorku og orkutap.
Bótaréttur tjónþola kallar
því stundum á að hann sé
margmetinn.
» Ráðstefnan hefst í dagklukkan 12 og stendur til
15.30 í stofu 131 í Háskól-
anum í Reykjavík, Ofanleiti 2.
dreifa sælgæti til barna, þannig and-
rúmsloft, svolítið stuð í bænum! Ég
hef verið að spyrja fólk hvað því
finnist og það eru eiginlega allir
glaðir og sáttir við þetta.
Það er enginn ótti en óvissa, ég
get ekki útilokað að eitthvað gerist,
þó að ég sé ekki með einhverjar
áhyggjur. En ekki átti ég von á að að
herinn tæki völdin. Nú eru ein-
hverjar vangaveltur um að konung-
urinn hafi staðið á bak við þetta en
ég hef enga trú á því, hann átti eng-
an annan kost.
En ég sé ekki alveg að þeir séu
búnir að bíta úr nálinni með þetta.
Það verður að hafa í huga að Bang-
kok er allt annað en sjálft Taíland.
Thaksin er að vísu skíthæll og hefur
keypt atkvæði en hann hefur þrátt
fyrir allt unnið stórsigra í þrennum
kosningum hér,“ sagði Viktor
Sveinsson í Bangkok.
m á næsta ári
Reuters
ngi landsins. Hann hefur ríkt í 60 ár og nýtur mikillar virðingar en hefur lítil völd.
AP
verði við aðalstöðvar landhersins, skammt frá
stjórnarinnar, í höfuðborginni Bangkok í gær.
Fyrirlestrar og umræðurá ráðstefnunni byggjastá lýsingu á ímynduðumaðstæðum Gísla Gísla-
sonar, fertugs íbúa við Ofanleiti í
Reykjavík. Þó að tilvikið sé
ímyndað er það dæmigert fyrir
mann sem lendir í þessari stöðu.
Gísli er óvinnufær vegna alvar-
legs vinnuslyss sem varð árið 2003
og ekki er fyrirsjáanlegt að það
breytist í nánustu framtíð. Gísli er
giftur og á þrjú börn, það elsta
fætt 1992. Til að sækja sér þær
bætur sem hann á rétt á tekur við
löng ferð í gegnum völundarhús
laga og reglugerða.
Í kjölfar slyssins fékk Gísli
greidd slysalaun frá vinnuveit-
anda sínum. Að því loknu fékk
hann greiddar tímabundnar bæt-
ur úr sjúkrasjóði verkalýðsfélags
auk dagpeninga og endurhæfing-
arlífeyris frá Tryggingastofnun
ríkisins. Gísli var metinn til 45%
varanlegrar örorku (orkutaps)
samkvæmt 29. gr. almannatrygg-
ingalaga (ATL). Í kjölfarið fékk
hann greiddar eingreiðsluör-
orkubætur frá Tryggingastofnun
ríkisins. Gísli var síðan metinn til
75% almennrar örorku á grund-
velli 12. gr. ATL.
Gísli fékk fullan örorkulífeyri
frá lífeyrissjóði (nú Gildi) frá 15.
júlí 2003 til 15. janúar 2006. Greitt
var á grundvelli örorkumats þar
Læknisfræðileg örorka er 45%.
Varanleg örorka Gísla skv. 5.
gr. skaðabótalaga er 70%.
Matsgerðin var lögð til grund-
vallar skaðabótauppgjöri. Þá var
Gísli slysatryggður sem launþegi
á grundvelli kjarasamnings og
fékk hann greiddar bætur úr
þeirri tryggingu. Við ákvörðun
örorkubóta úr tryggingunni var
45% miskamatið lagt til grund-
vallar.
Bætur geta lækkað bætur
Samkvæmt ofangreindu á Gísli
rétt á bótum frá fimm ólíkum að-
ilum; frá sjúkrasjóði, lífeyrissjóði,
almannatryggingum, trygginga-
félagi og loks á hann rétt á skaða-
bótum. Hugsanlega á hann einnig
rétt á bótum frá sveitarfélagi.
Bætur úr einni átt geta síðan orð-
ið til þess að lækka aðrar bætur
og svo koll af kolli. Sé Gísli ekki
sérfróður í bótarétti yrði hann
væntanlega að ráða sér lögmann
og þar sem hann á rétt á skaða-
bótum yrði lögmannskostnaður
greiddur, að sögn dr. Guðmundar
Sigurðssonar. Að öðrum kosti
yrði hann að standa straum af
lögmannskostnaði sjálfur.
Björn L. Bergsson hæstarétt-
arlögmaður mun á ráðstefnunni
fjalla um hvort kerfið sé óþarf-
lega flókið. Gísla Gíslasyni myndi
örugglega finnast það.
sem orkutap Gísla til fyrri starfa
var metið 100% til 15. janúar
2006. Þá liggur fyrir örorkumat
frá lífeyrissjóði, dags. 30. janúar
2006, þar sem orkutap Gísla til al-
mennra starfa er metið 100% frá
15. janúar 2006 til 30. júní 2007.
Því er ljóst að áframhald verður á
örorkulífeyrisgreiðslum frá lífeyr-
issjóði.
Gísli taldi vinnuveitanda sinn
bera skaðabótaábyrgð á slysinu.
Vinnuveitandinn var með ábyrgð-
artryggingu fyrir atvinnurekstur
hjá tryggingafélagi. Hinn 15. apríl
2005 féllust vinnuveitandinn og
tryggingafélagið á skaðabótarétt
Gísla. Urðu aðilar sammála um að
fá einn lögmann og einn lækni til
að meta afleiðingar slyssins sam-
kvæmt reglum skaðabótalaga svo
og læknisfræðilega örorku.
Niðurstaða matsgerðarinnar
var m.a. eftirfarandi:
Frá og með 20. febrúar 2004
telst heilsufar Gísla orðið stöð-
ugt.
Tímabil tímabundins atvinnu-
tjóns í skilningi 2. gr. skaða-
bótalaga telst frá slysdegi til
20. febrúar 2004.
Gísli telst hafa verið veikur í
skilningi 3. gr. skaðabótalaga
frá slysdegi til 20. febrúar 2004,
þar af rúmfastur í þrjá mánuði.
Varanlegur miski Gísla skv. 4.
gr. skaðabótalaga er 45 stig.
Gísli Gíslason þarf að
rata um völundarhúsið