Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is DÓMARI í Suður-Afríku hefur vísað frá spill- ingarákæru á hendur Jacob Zuma, fyrrverandi varaforseta landsins, eftir að saksóknarar óskuðu eftir því að réttarhöldum í málinu yrði frestað. Þúsundir stuðningsmanna Zuma fögnuðu frá- vísuninni fyrir utan dómhús í borginni Pieterma- ritzburg eftir að dómarinn skýrði frá ákvörðun sinni í gær. Thabo Mbeki vék Zuma úr embætti fyrir rúmu ári eftir að fjármálaráðgjafi varaforsetans fyrr- verandi var dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir spillingu. Zuma var sakaður um samsekt, sagður hafa þegið mútur frá suður-afrískum dótturfyr- irtækjum franska vopnafyrirtækisins Thales, reynt að koma í veg fyrir rannsókn á meintum lög- brotum þeirra og leggja stein í götu réttvísinnar. Zuma neitaði sakargiftunum og sakaði andstæð- inga sína í stjórnarflokknum Afríska þjóðarráðinu (ANC) um að hafa staðið fyrir ákærunni. Þetta er í annað skipti á fjórum mánuðum sem Zuma fer með sigur af hólmi í dómsmáli. Hann var sýknaður í maí af ákæru um að hafa nauðgað konu sem greinst hafði með HIV-veiruna. Thiven Reddy, lektor í suður-afrískum stjórn- málum við Háskóla Höfðaborgar, sagði að Zuma væri nú í góðri aðstöðu til að ná forystu í barátt- unni um forsetaembættið. Dómarinn í málinu virt- ist hafa tekið undir staðhæfingar Zuma um að ákæran væri liður í samsæri um að halda honum frá völdunum og margir kjósendur hefðu því sam- úð með honum. Dómari í Suður-Afríku vísar ákæru á hendur Zuma frá Er nú talinn í góðri aðstöðu til að ná forystu í baráttunni um embætti forseta AP Sigurglaður Jacob Zuma hefur ástæðu til að fagna eftir að hafa sigrað í tveimur dómsmálum. STARFSMENN dýragarðs í Beerwah í Ástralíu fylgj- ast með minningarathöfn um sjónvarpsmanninn og „Krókódílaveiðarann“ Steve Irwin sem lést eftir að gaddaskata stakk hann. Um 5.000 manns voru við at- höfnina, þeirra á meðal ekkja Irwins, dóttir þeirra, ætt- ingjar, vinir og kvikmyndastjörnur. AP „Krókódílaveiðarans“ minnst í Ástralíu Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is SUMIR segja að hann sé „erkihauk- ur“, harðlínumaður sem ætli sér að auka skriðþunga Japana í al- þjóðakerfinu m.a. með því að breyta stjórnarskránni og greiða þannig fyrir því að herafli landsins geti látið til sín taka erlendis. Aðrir telja hann raunsæismann og benda því til sann- indamerkis á að honum sé sýnilega umhugað um að bæta samskiptin við nágrannaþjóðir, einkum Kínverja. Sannast sagna er ekki hlaupið að því að greina nákvæmlega hvaða skóla stjórnmálanna Shinzo Abe, næsti forsætisráðherra Japans, tilheyrir. Íhaldsmenn í Japan taka vinsæld- um hans fagnandi og telja Abe fall- inn til að efla þjóðarstoltið þar eystra. Flokkshestar eru sama sinn- is; í gær var Abe kjörinn leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins og tekur við embætti forsætisráðherra á þriðjudag í næstu viku. Abe tekur við embættinu af Juni- chiro Koizumi sem notið hefur mik- illa vinsælda og virðingar. Vinsældir þessara tveggja manna ná langt út fyrir raðir flokksins enda geta frjáls- lyndu lýðræðissinnarnir tæpast kvartað: þeir hafa farið með völdin í Japan nánast sleitulaust í 50 ár. En valdaflokkar þurfa reglulega að leita endurnýjunar og því er nú horft til Abe þar eð stjórnarskráin meinar Koizumi að sitja annað kjör- tímabil. Og Abe sýnist boða ákveðnar breytingar. Fyrir það fyrsta er hann unglamb í stjórnmálalegu tilliti, hann verður 52 ára í dag, fimmtudag, og fyrsti forsætisráðherra landsins sem fæddur er eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Koizumi hefur vissulega skapað þá ímynd að þar fari nútímalegur og alþýðlegur stjórnmálamaður en þeir sem muna fyrri leiðtoga japanskra stjórnmála, steinrunna og óræða eldri menn, gera sér ljóst að hér ræðir um mikla breytingu. Stefna Abe þykir á hinn bóginn nokkuð óljós. Mesta athygli hafa vakið ummæli hans um nauðsyn þess að stjórnarskránni verði breytt. Bandaríkjamenn þröngvuðu því plaggi upp á Japana árið 1947. Í henni er skýrlega kveðið á um að herinn þjóni þeim tilgangi einum að verja Japan og bann, sem raunar hefur gefið eftir á síðustu árum, lagt við því að liðsaflanum sé beitt utan heimalandsins. Abe hyggst nú láta smíða nýja stjórnarskrá sem „hæfir Japan á 21. öldinni“. Hann hefur hvatt til umræðu um hvort réttlæt- anlegt væri af hálfu Japana að gera árásir á eldflaugapalla Norður- Kóreumanna. Fyrir fáeinum árum hefði slík hvatning verið óhugsandi. Umskiptin sem hann boðar eru engan veginn bundin við stjórn- arskrána. Abe er ötull talsmaður þess að unnið sé skipulega að því að efla þjóðarstolt Japana. Hann hefur m.a. lofsungið nýjar kennslubækur sem sumum þykja í meira lagi hæpnar og gagnrýna hversu lítt og þá mildilega fjallað er um glæpaverk Japana í síðari heimsstyrjöld. Trú- lega eru hér fundnir skýrustu drætt- irnir í stefnu hans; Abe er talsmaður japanskrar „þjóðhyggju“. Þjóðarstoltið sem Abe upphefur og endurskoðunarhyggjan mælist heldur illa fyrir meðal nágranna- þjóða. Kínverjar og Kóreumenn hafa gagnrýnt Abe fyrir að efast um lögmæti stríðsglæparéttarhaldanna í Tókýó og líkt og Koizumi hefur hann kallað yfir sig fordæmingu með því að sækja heim Yasukuni, helgi- stað í Tókýó þar sem heiðruð er minning hermanna (og í einhverjum tilvikum stríðsglæpamanna) sem fallið hafa fyrir keisarann. Abe sýnist því boða breytingar en þrátt fyrir það er hann um flest skil- getið afkvæmi valdakerfisins sem leitast við að viðhalda sér í Japan sem annars staðar. Öflugt ættarveldi Nýi forsætisráðherrann tilheyrir afar öflugu og lífseigu ættarveldi enda eru slíkar stofnanir mótandi í japönskum stjórnmálum. Faðir hans, Shintaro Abe, var utanrík- isráðherra 1982–1986 en náði aldrei að lesa sig alla leið upp slímugu stöngina og hreppa embætti for- sætisráðherra. Afi hans í móðurætt, Nobusuke Kishi, var forsætisráð- hera 1957–1958 og gegndi ráðherra- embættum á stríðsárunum. Hann var handtekinn og sakaður um stríðsglæpi en ekki var réttað í máli hans. Vitað er að Abe hefur miklar mætur á þessum afa sínum og dáist að pólitískri endurkomu hans. Frændi Abe, Eisaku Sato, var um skeið forsætisráðherra á sjöunda áratugnum. Shinzo Abe er atvinnustjórn- málamaður. Síðustu árin hefur hann verið hægri hönd Koizumis forsætis- ráðherra, skrifstofustjóri rík- isstjórnarinnar og helsti talsmaður hennar. Og nú hefur honum tekist að uppfylla væntingar og kröfur áa sinna og pólitískra velgjörðarmanna. Shinzo Abe, verðandi forsætisráðherra Japans, vill auka skriðþunga þjóðarinnar á alþjóðavettvangi Ættarlaukur boðar þjóðhyggju AP Sáttur Hinn 52 ára gamli Shinzo Abe (t.h.) ásamt Junichiro Koizumi, fráfarandi forsætisráðherra. Í HNOTSKURN » Shinzo Abe, nýr leiðtogiFrjálslynda lýðræð- isflokksins og næsti forsætis- ráðherra Japans, fæddist 21. september 1954. »Hann lagði stund á stjórn-málafræði við Seikei- háskólann og lauk þaðan prófi 1977. Hann stundaði fram- haldsnám í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Hann vann um skeið fyrir Kobe-stálfyr- irtækið en hóf stjórn- málaafskipti 1982. Abe tók sæti föður síns á þingi 1993. París. AFP. | Steingervingafræðingar hafa fundið leifar af barni frum- manna sem uppi var fyrir meira en þrem milljónum ára í Awash-dal í Eþíópíu. Er talið að barnið, senni- lega stúlka, hafi verið af tegundinni Australopithecus afarensis. Um er að ræða mjög heillega hauskúpu og tók fimm ár að grafa leifarnar af mikilli varfærni úr jarð- veginum þar sem þær fundust árið 2000. Yfirleitt er nú talið að A. af- arensis hafi að flestu leyti líkst öpum meira en mönnum og sjaldan gengið á tveim fótum. Elstu frummennirnir urðu sérstök grein, er skildi sig frá öpum, fyrir fimm til sjö milljónum ára en forfeður sjálfs nútímamanns- ins, homo sapiens, komu fram á sjón- arsviðið fyrir um 200.000 árum. Þekktasta dæmið um A. afarens- ins er leifar Lucy sem fannst á sömu slóðum í Awash-dal í Eþíópíu fyrir 32 árum. Er þegar farið að nefna stúlk- una „dóttur Lucy“, að sögn frétta- vefjar BBC. Leifar af „dóttur Lucy“? Páfagarði. AFP. | Benedikt XVI páfi sagði þegar hann ávarpaði þúsundir píla- gríma á Péturs- torginu í Róm í gær að reiði múslíma yfir ný- legri ræðu hans í Þýskalandi væri afleiðing „óheppi- legs misskilnings“. Páfi kvaðst bera virðingu fyrir fylgismönnum allra trúarbragða og „einkanlega múslím- um“. Hann áréttaði að orðin, sem músl- ímum mislíkaði, væru tilvitnun í keisara á miðöldum, ekki hans eigin orð. „Ég bætti við tilvitnun um sam- bandið milli trúar og ofbeldis,“ sagði páfi. „Þessi orð voru því miður mis- skilin.“ Segir orð sín mis- skilin Benedikt páfi Kveðst bera virðingu fyrir múslímum ENGINN slasaðist en sex bílar brunnu þegar sprenging varð í bíl við Vasatorg í miðborg Gautaborg- ar um hádegisbilið í gær, að sögn vefsíðu blaðsins Dagens Nyheter. Logarnir úr bílunum teygðu sig upp eftir húsveggjum og fjölda fólks dreif að til að sjá hvað væri að gerast. Slökkviliðsmenn og sjúkraliðar voru fljótir á vettvang og eldarnir voru slökktir skömmu eftir 12. Lögreglan segir að eigandi bílsins sem sprengdur var sé þekktur af- brotamaður og vinni á veitinga- stað. Hann var færður til yfir- heyrslu. Líklegast er talið að málið eigi sér rætur í innbyrðis átökum glæpahópa. „Við getum amk. slegið föstu að þessu var ekki beint gegn almenningi heldur eiganda bílsins,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Sprenging í Gautaborg ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.