Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINN STAÐUR Samvera fyrir eldri borgara í Glerárkirkju í dag, fimmtudaginn 21. september kl. 15:00-16:30. Örn Viðar Birgisson tenór ætlar að syngja við undirleik Hjartar Steinbergssonar, upplestur, fróðleikur, ljóð o.fl. Kaffiveitingar að venju, almennur söngur og helgistund í lok samveru. Verið öll hjartanlega velkomin. Ath. Bíll frá Lindasíðu kl. 14:50 og heim aftur kl. 16:30. Glerárkirkja GLERÁRKIRKJA SLÆMT hret gerði í Eyjafirði síðari hluta maímánaðar í sumar. Ævar Petersen segir að eitthvert samband sé á milli máva og þess að mófuglar sjáist ekki, eins og Björn Stefánsson refaskytta sagði í blaðinu í fyrradag, „en ekki má gleyma því að sumarið í sumar hefur verið með afbrigðum lé- legt á Norðurlandi hvað þessa smá- fugla snertir, sem rekja má til hrets- ins í kringum 20. maí þegar allt fór á kaf. Í framhaldi þess hafa þessir smáfuglar – þúfutittlingar, hrossa- gaukar, stelkar og fleiri – fundist dauðir í tugatali undir börðum. Það hafa orðið meiri háttar dauðsföll í þessum stofnum í hretinu í vor,“ sagði Ævar í gær. Mikið drapst af fuglum í hretinu í Eyjafirði í vor Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hret Hross híma í norðaustan hvassvirði og snjókomu fyrir utan Akureyri í maí í vor. Smáfuglar drápust á þeim tíma í stórum stíl. AKUREYRI ÆVAR Petersen fuglafræðingur telur ólíklegt að mávar hafi útrýmt mófugli inn til dala í Eyjafirði, eins og Björn Stefánsson refaskytta hélt fram í Morgunblaðinu í vikunni. Ævar vill þó ekki útiloka það, en segir þetta ekki hafa verið rann- sakað. „Ég get ekkert fullyrt því okkur vantar gögn en það er margt sem getur spilað inn í,“ segir Ævar Petersen í samtali við Morgunblað- ið. Björn Stefánsson sagði í Morg- unblaðinu í vikunni að þegar hann hefði legið á greni síðustu ár hefði hann séð stóra flokka máva koma fljúgandi og vappa síðan skipulega um móana og éta egg úr hreiðrum. „Þetta sér maður í öllum hliðardöl- um út frá Eyjafirði, meira að segja lengst inni í afdölum, marga kíló- metra frá mannabyggð,“ sagði Björn. En Ævar segir: „Ég er ansi hræddur um að mávar sem sjást svona inn til dala séu fyrst og fremst að ná sér í skordýr, en ekki egg og unga. Ég hef oft séð það.“ Ævar nefnir að munur sé á máva- tegundum. „Það er stór spurning um hvaða máva hann er að tala. Mikið er talað um sílamáv í Reykja- vík, að hann sé hinn versti vargur sem þurfi að fækka en í Eyjafirði er ekki mikið um sílamáv; smá varp í Krossanesborgum og eitt og eitt par verpir annars staðar.“ Ævar segir tvær mávategundir vanalega áberandi í Eyjafirði; hettumáv og stormmáv. „Storm- mávur er reyndar enn frekar sjald- gæfur fugl hér á landi en honum fer fjölgandi. Við teljum hann á fimm ára fresti, ég og Sverrir Thorsten- sen kennari við Glerárskóla, og síð- ustu 20–25 ár hefur honum fjölgað að meðaltali um nærri 8% á ári. Maður sér þá oft í hópum í nýrækt og þá aðallega við að éta maðk.“ Ævar segir mörgum þykja hettu- mávur leiðinlegur fugl og Akureyr- ingar hafi eins og aðrir oft argast út í hann, „en síðan 1980 hefur honum fækkað um 2% á ári.“ Björn viðraði þá skoðun sína í Morgunblaðinu í vikunni að máv mætti að einhverju leyti kenna um ástand rjúpnastofnsins. Ævar nefn- ir að gjarnan sé því haldið fram að sílamávur hafi áhrif á rjúpnastofn- inn „en maður spyr sig að því hvers vegna rjúpu fækkar þá þar sem síla- mávurinn er ekki. Og hettumávur er búinn að vera æði lengi í landinu en ég held að engum hafi dottið í hug að hann hafi þessi áhrif á rjúpuna.“ Ævari Petersen finnst ólíklegt að mávur hafi útrýmt mófugli Mávar í móum eru yfirleitt í skordýraleit Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Máfur eða máfur Þessir ungu hettumáfar - Larus ridibundus - sveimuðu við Glerá á Akureyri í vikunni. Þetta eru líklega ungir fuglir. Stormmávi fjölgar en hettumávi fækkar »Tvær mávategundir eruáberandi í Eyjafirði; storm- mávur og hettumávur. »Stormmávi hefur fjölgað aðmeðaltali um 8% á ári í Eyjafirði síðustu 20–25 ár. »Hettumávi hefur fækkaðum 2% á ári síðan 1980 en Ævar og Sverrir Thorstensen kennari telja fuglana á fimm ára fresti. Í HNOTSKURN Reykjavík | Frank Cassata hefur sent Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, forseta borgarstjórnar Reykjavíkur, bréf þar sem hann lýsir yfir áhyggj- um sínum vegna nýrrar bensínstöðv- ar Essó við Umferðarmiðstöðina. Hann segir ljóst að stöðin verði í Vatnsmýrinni um ókomin ár og eina lausnin, til að svo verði ekki, sé að stöðva framkvæmdir nú þegar og færa landið aftur í fyrra horf með það að leiðarljósi að það geti nýst Landspítalanum og þar með almenn- ingi. Fyrr í sumar mótmælti Frank Cassata fyrirhuguðum framkvæmd- um og stóð fyrir undirskriftasöfnun þess efnis á meðal íbúa í nágrenninu. Framkvæmdir voru stöðvaðar þar sem tilskilin leyfi lágu ekki fyrir en um tveimur vikum síðar gaf bygg- ingarfulltrúinn í Reykjavík út tak- markað byggingarleyfi til handa Esso. Þá kom fram hjá Gísla Mar- teini Baldurssyni, formanni um- hverfisráðs Reykjavíkurborgar, að takmarkað byggingarleyfi þýddi m.a. að breytti borgin afstöðu sinni til svæðisins þyrfti fyrirtækið að skila lóðinni í því ástandi sem hún var áður en framkvæmdir hófust. Fram hefur komið að samningur Esso við Reykjavíkurborg renni út 2016 og þá fái Landspítalinn lóðina. Frank Cassata trúir því ekki og seg- ir að framhaldið sé undir Esso kom- ið. Hann vill fá úr því skorið hvort Esso eða Reykjavíkurborg ráði og hefur óskað eftir fundi með borgar- stjóra um málið. Mótmælir enn bens- ínstöð Telur að Essóstöðin fari ekki úr Vatnsmýrinni Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti samhljóða á fundi sínum í fyrradag að vísa tillögu um að skoða möguleika á að hefja und- irbúning að gjaldfrjálsum grunn- skóla til menntaráðs. Talsverð umræða varð í borg- arstjórn um tillögu Vinstri grænna um að hætta gjaldtöku í grunn- skólum Reykjavíkur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks vildu fella tillöguna en fulltrúar Samfylkingarinnar að henni yrði vísað til menntaráðs. Fulltrúi Frjálslyndra lýsti stuðningi við tillögu Vinstri grænna. Flestir vildu umræðu um málið en töldu það ekki tímabært. Svan- dís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna, lagði þá fram breytingu á tillögunni í þá veru að skoða mögu- leika á að hefja undirbúning að gjaldfrjálsum grunnskóla. Þá var samþykkt með 15 samhljóða at- kvæðum að vísa tillögunni þannig breyttri til menntaráðs. Vilja gjaldfrjálsa grunnskóla Á FUNDUM borgarstjórnar eru borgarfulltrúar jafnan ávarpaðir þannig að fyrst er nefnt orðið borg- arfulltrúi og síðan nafn fulltrúans. Það finnst Stefáni Jóni Stefánssyni, varaborgarfulltrúa, ekki rétt orða- röð og tók hann þetta upp á liðnum borgarstjórnarfundi. Stefán Jóhann óskaði eftir að málið yrði tekið til umræðu og fengnir íslenskufræðingar til að gefa álit um hvort þetta samræmd- ist íslenskum reglum og venjum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- seti borgarstjórnar, svaraði því til að þetta mál yrði tekið til umræðu. Ræða rétta orða- röð í borgarstjórn Reykjavík | Nemendur í Suður- hlíðarskóla eru byrjaðir að taka upp kartöflur í kartöflugarði skól- ans og eru ánægðir með upp- skeruna. „Uppskeran er ágæt og nemendur njóta hennar í skólan- um,“ segir Steinunn H. Theodórs- dóttir, skólastjóri Suðurhlíðar- skóla. Suðurhlíðarskóli er rekinn sjálf- stætt og stendur neðst í Öskjuhlíð- inni. 44 nemendur eru í 1. – 10. bekk. Steinunn segir að náttúru- svæðið í kring sé mikið notað í kennslunni og í lundinum, þar sem nemendur hafi sett niður kartöflur undanfarin þrjú ár, sé verið að byggja upp utanhúss náttúru- fræðikennslustofu. „Þarna ræktum við allt mögulegt, til dæmis kart- öflur og tré, og auk þess er mikið dýralíf á svæðinu, fuglar, sniglar, kóngulær og fleira,“ segir hún. „Krakkarnir eru þarna í útitímum tvisvar í viku, hvernig sem viðrar, rannsaka það sem fyrir augu ber og læra um lífið og náttúruna.“ Steinunn segir að þó nokkur vinna fylgi kartöfluræktinni. Krakkarnir setji útsæðið niður á vorin og eftir að hafa tekið kartöfl- urnar upp á haustin vinni þeir ým- is verkefni í stærðfræði, íslensku og öðrum greinum í tengslum við ræktina. Nemendurnir flokki kart- öflurnar, vigti þær og telji. „Þetta er mikilvægur þáttur í kennsl- unni,“ segir Steinunn H. Theo- dórsdóttir, skólastjóri. Góð uppskera hjá nem- um Suðurhlíðarskóla Morgunblaðið/Kristinn Ánægja Nemendur 1. – 4. bekkjar Suðurhlíðarskóla í Öskjuhlíð í Reykjavík tóku gærdaginn snemma í lundinum góða skammt frá skólanum og skemmtu sér við ánægjulegt, árlegt haustverkefni sem er að taka upp kartöflur. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.