Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 17 Bagdad. AFP. | Mo- hammed al-Oreibi al-Khalifah, nýr dómari í málaferl- unum gegn Sadd- am Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, og sex samverka- mönnum hans tók við í gær. Hann er sjía-múslími. For- vera hans, Abdullah al-Ameri, var vikið frá í fyrradag og var hann sak- aður um að hafa ekki gengið nógu hart fram gegn Saddam og látið hann komast upp með að vanvirða réttinn. Einnig varð mörgum nóg um þegar hann sagði að Saddam hefði ekki ver- ið einræðisherra, það væru sam- verkamenn hans sem hefðu gert hann að einráðan. Verjendur Saddams andmæltu ákaft mannabreytingunum og gengu út úr réttarsalnum í Bagdad í gær eft- ir mikið rifrildi. „Við viljum benda á að ríkisstjórnin er að blanda sér í gang réttarhaldanna. Við getum ekki stundað störf okkar með réttum og sanngjörnum hætti,“ sagði talsmaður verjendanna, Wudud Fawsi. Khalifah kallaði þá í salinn verjend- ur sem ríkisvaldið hefur skipað að hlaupa í skarðið þegar lögfræðingar Saddams ganga út. Forsetinn fyrr- verandi stóð upp og mótmælti og rak Khalifah hann þá úr salnum þegar Saddam neitaði að setjast. Saddam og félagar hans eru meðal annars ákærðir fyrir þjóðarmorð á Kúrdum á níunda áratungum en þá munu rúmlega 180.000 manns hafa týnt lífi í ofsóknum stjórnvalda. Rak Saddam úr salnum Nýr dómari í Bagdad lætur til sín taka Mohammed al- Oreibi al-Khalifah Addis Ababa. AFP. | Tveimur starfs- mönnum Rauða krossins hefur verið rænt í suðausturhluta Eþíópíu. Sam- kvæmt upplýsingum frá deild Rauða krossins í landinu vilja mannræn- ingjarnir að samtökin dragi úr starf- semi sinni á svæðinu en engin krafa hefur komið fram um greiðslu lausn- argjalds. Um er að ræða Íra og Eþí- ópíumann og var þeim rænt á mánu- dag í bænum Godi. Mennirnir voru í bílalest á vegum Rauða krossins, sex öðrum starfs- mönnum samtakanna tókst að flýja af vettvangi. Rauði krossinn hefur nú ákveðið að hætta starfsemi í hér- aðinu en flestir íbúar þar eru Sómal- ar. Fulltrúar samtakanna hafa verið að störfum í héraðinu í ellefu ár. Rauðakross- mönnum rænt Búdapest. AFP. | Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, hét því í gær að binda enda á óeirðir á götum Búdapest eftir að átök blossuðu þar upp milli mótmælenda og lögreglumanna í fyrrakvöld, ann- að kvöldið í röð. Gyurcsany varaði einnig stjórnarandstöðuna við því að efna til fjöldamótmæla í höfuðborg- inni um helgina. „Við ætlum ekki að sýna þeim þol- inmæði,“ sagði forsætisráðherrann um hundruð mótmælenda sem börð- ust við lögreglumenn í miðborg Búdapest. Eru þetta mestu götu- óeirðir í Ungverjalandi frá falli kommúnista- stjórnarinnar ár- ið 1989. „Stjórnin ætlar að halda ótrauð áfram á einu brautinni sem möguleg er: koma á umbótum til að tryggja framþróun og efnahagslegan stöðugleika,“ sagði Gyurcsany á rík- isstjórnarfundi sem fjölmiðlunum var leyft að fylgjast með. Stjórnarandstöðuflokkurinn Fi- desz tók í gær undir þá kröfu mót- mælendanna að forsætisráðherrann segði af sér eftir að hann játaði að hafa logið að kjósendum um efna- hagsástandið í landinu í aðdraganda þingkosninga í vor. „Forsætisráðherrann og rík- isstjórn hans verða að víkja hver sem niðurstaða sveitarstjórnakosn- inganna [1. október] verður,“ sagði einn af forystumönnum Fidesz í sjónvarpsviðtali. Leiðtogar Fidesz vonast til þess að hundruð þúsunda manna mæti á útifund sem flokkurinn hefur boðað í Búdapest á laugardag. Fundurinn átti í fyrstu að snúast um sveit- arstjórnakosningarnar. Skoðanakannanir benda til þess að Fidesz hafi aukið fylgi sitt að und- anförnu og hafi náð verulegu for- skoti á stjórnarflokkinn. Varað við fjöldamótmælum Gyurcsany og Laszlo Solyom, for- seti Ungverjalands, gáfu út sameig- inlega yfirlýsingu þar sem þeir vör- uðu við fjöldamótmælum í ljósi óeirðanna síðustu daga og hvöttu skipuleggjendur útifunda til að sýna fyllstu aðgát vegna hættu á að átök blossi upp að nýju. Lofar að binda enda á óeirðirnar Ferenc Gyurcsany Peking. AP. | Góðglaður kínverskur ferðamaður beit pöndu í dýragarði í Peking eftir að hún hafði ráðist á hann þegar hann stökk til hennar og reyndi að faðma hana. Kínverjinn hafði drukkið fjórar bjórkollur á veitingastað þegar hann sá pönduna Gu Gu og fann hjá sér hvöt til að taka utan um hana. Hann stökk yfir girðingu til að komast að dýrinu. Pandan varð hrædd og beit manninn í hægri fótinn. Maðurinn reiddist og sparkaði í pönduna sem beit hann í hinn fótinn. Maðurinn beit þá pönduna í bak- ið. Aðrir ferðamenn hrópuðu á vörð og honum tókst að hemja dýrið með því að úða vatni á það. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús. Maður beit pöndu Við leitum ekki þæginda, við sköpum þau. Við bjuggum til fyrstu gormadýnuna í Skandinavíu ásamt því að finna upp rammadýnuna, yfirdýnuna og fyrstu svæðaskiftu gormadýnurnar. Eins og þú sérð leitum við ekki þæginda, við sköpum þau. Komið og upplifið nýjustu uppfinningu okkar – DUX 88:88. Á dýnunni er handfang sem (hægt að taka af) gerir stiglausa stillingu á stífleika dýnunnar mögulega og hefur þann tilgang að skapa bestu mögulegu svefnstellingu fyrir þig . Frá 20 – 23 sept fylgir með í kaupum á DUX 88:88 Flex stillanlegur höfuðgafl ásamt Xleep koddum. Komið og fáið frekari upplýsingar hjá okkur. Sérfræðingur frá DUX í Svíþjóð í versluninni 20-23 sept. Bjóðum 15 % afsl af öllum öðrum dýnum og yfirdýnum á meðan kynningu stendur ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.