Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 258. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
ENGILL OG PÚKI
GUNNAR HERSVEINN SEGIR FRÁ VONUM OG
ÞRÁM SJÓNVARPSÞJÓÐARINNAR >> LESBÓK
SJÓÐHEITIR
BARÁTTA, MÚTUMÁL
OG MONTHANAR
ENSKI BOLTINN
París. AFP. | Sér-
fræðingar Sam-
einuðu þjóðanna
íhuga þann
möguleika að
leggja til bann
við botnvörpu-
veiðum sem um-
hverfisverndar-
sinnar segja að
valdi miklum spjöllum á sjávarbotn-
inum.
Sérfræðingarnir ætla að ræða
hugsanlegt botnvörpubann í haust
og njóta nú þegar stuðnings Kofis
Annans, framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna, og vísindamanna á
vegum samtakanna.
Vilja takmarkað bann
Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir að
aðeins 0,5% heildaraflans í heimin-
um séu veidd með botnvörpum og
slíkar veiðar hafi því tiltölulega litla
efnahagslega þýðingu. Með þessum
veiðarfærum séu hins vegar unnin
mikil spjöll á sjávarbotninum.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur viðurkennt að erfitt
geti reynst að framfylgja banni við
botnvörpuveiðum.
Stavros Dimas, sem fer með sjáv-
arútvegsmál í framkvæmdastjórn-
inni, sagði að stjórnvöld í aðildar-
ríkjum Evrópusambandsins væru
hlynnt banni við botnvörpuveiðum í
úthöfunum þegar hægt væri að
koma því við.
Dimas viðurkenndi að takmarkað
bann í úthöfunum væri „ekki nóg en
betra en ekkert“.
Íhuga botnvörpubann
Sérfræðingar SÞ gagnrýna spjöll á sjávarbotninum
Lathen. AFP, AP. | Að minnsta kosti 23 manns
biðu bana þegar hátæknihraðlest lenti í
árekstri við þjónustuvagn á upphækkaðri
tilraunasporbraut nálægt bænum Lathen í
norðvesturhluta Þýskalands í gær. Tíu slös-
uðust alvarlega.
Hraði lestarinnar var um 170 km á klst.
þegar slysið varð á einteina járnbraut á
stólpum um fimm metra fyrir ofan jörðina.
Þjónustuvagninn er notaður daglega til
að hreinsa járnbrautina en átti ekki að vera
á henni á sama tíma og hraðlestin.
Rakið til mistaka
Yfirvöld sögðu að svo virtist sem slysið
hefði orðið vegna mistaka starfsmanna þar
sem ekkert benti til tækjabilunar.
Hraðlestin var knúin öflugum rafseglum
þannig að hún lyftist og sveif um 10 milli-
metrum yfir járnbrautinni án núningsmót-
stöðu. Lestin hefur náð allt að 450 km hraða
á klukkustund á tilraunabrautinni.
Transrapid International, sameiginlegt
fyrirtæki þýsku stórfyrirtækjanna Siemens
og ThyssenKrupp, smíðaði lestina. Í henni
voru starfsmenn Transrapid, starfsfólk
heimahjúkrunarfyrirtækis og þýsku orku-
veitunnar RWE.
Þróun segulhraðlestarinnar hefur verið
mjög kostnaðarsöm og hún hefur aðeins
verið notuð til farþegaflutninga milli al-
þjóðaflugvallarins í Shanghai í Kína og fjár-
málahverfis borgarinnar.
Reuters
Björgun Nota þurfti krana til að bjarga
fólki og ná líkum út úr hraðlestinni.
Minnst 23
fórust í
hraðlest
Segullest rakst á þjón-
ustuvagn á tilraunabraut
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
ÍSLENSKA kjarnafjölskyldan er
nú að meðaltali með í kringum 850
þúsund krónur í yfirdrátt í bönkum
og sparisjóðum í landinu eða, svo
litið sé til einstaklinga, þá skuldar
hver einasti Íslendingur á aldrin-
um 18 til 67 ára nú um 315 þúsund í
yfirdráttarlán í bankanum sínum.
Almennir vextir á yfirdráttar-
lánum einstaklinga hjá stóru bönk-
unum þremur eru nú rúmlega 23%.
Vaxtabyrðin miðað við hin al-
mennu kjör er því nálægt 195 þús-
und krónum á ári á kjarnafjöl-
skylduna eða um 16.300 krónur í
hverjum mánuði. Eða um sex þús-
und krónur á hvern einstakling á
aldrinum 18–67 ára.
Heildaryfirdráttarlán hjá bönk-
um og sparisjóðum hafa aukist um
40 milljarða króna á síðustu tólf
mánuðum eða um 24% en á sama
tíma hefur verðlag hækkað um
rúm 8%. Í hálffimmfréttum Kaup-
þings banka kemur fram að yfir-
dráttarlánin í bankakerfinu námu
191 milljarði króna í lok ágúst, þar
af er um helmingurinn hjá fyrir-
tækjum en um einn þriðji eða um
63 milljarðar hjá einstaklingum.
„Þetta [yfirdráttarvextir] er með
hæstu vöxtum sem þekkjast í
heiminum, sem lýsir þeim gríðar-
lega hagvexti og þenslu sem verið
hefur á Íslandi,“ segir Tryggvi Þór
Herbertsson, forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar, sem efast þó ekki
um að hinir háu vextir fari að bíta
enda minnki neyslugeta heimil-
anna í framtíðinni með aukinni
vaxtabyrði.
„Vanskil eru í algeru lágmarki
en það sem við gætum verið að sjá
er að í staðinn fyrir vanskil sé yf-
irdráttur að aukast sem aftur
bendir til þess að það sé þyngra í
búi hjá heimilunum en áður,“ segir
Tryggvi.
Yfirdráttarlánin hafa
aukist um 40 milljarða
Kjarnafjölskyldan greiðir rúm 16 þúsund í vexti af yfirdrættinum á mánuði
Í HNOTSKURN
» Sé gengið út frá almenn-um yfirdráttarvöxtum
greiða heimilin hátt í 15
milljarða á ári í vexti af yfir-
dráttarlánum sínum.
»Það gerir um 75 þúsundá ári á hvern 18–67 ára
Íslending.
»Yfirdráttarlán fyrir-tækja eru um 95 millj-
arðar og ætla má að vaxta-
byrðin losi 20 milljarða á ári.
Á VÍSINDAVÖKU Rannsókna-
miðstöðvar Íslands, RANNÍS, var
margt um tækniundrin, m.a. var
gestum boðið að búa til sápuhjúp
um sjálfa sig en venjulegt fólk fær
afar sjaldan gott tækifæri eða af-
sökun til þess.
Það var því eins gott að grípa
tækifærið líkt og ungi maðurinn á
myndinni gerði með stæl. Stelp-
unni sem sést nálgast hjúpinn
ískyggilega mikið fannst fyrir-
bærið sérlega forvitnilegt, raunar
svo forvitnilegt að hún varð að-
eins að koma við hjúpinn sem um
leið sprakk eins og blaðra.
Vísindavaka RANNÍS var hald-
in í Listasafni Reykjavíkur í gær
og var þá m.a. kynnt niðurstaða í
teikni- og ljósmyndasamkeppni
barna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í hávísinda-
legum hjúpi
Vísindamaðurinn í augum | 6