Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Íslensk tunga er ekki kyrr-stæð fremur en aðrartungur. Orðaforðinn end-urnýjast stöðugt m.a. til að unnt sé að tjá sig um nýja hluti og ný viðfangsefni. Dæmin sanna að Íslendingum er sú list í blóð borin að smíða ný orð eða aðlaga erlend orð íslensku mál- kerfi. Það er því ekkert at- hugavert við það að upp komi ný orðatiltæki og ný orða- sambönd en slík nýmæli verða að samræmast málkerfinu og vera rökleg, þau verða að falla að málkennd manna. Í sumum tilvikum vill verða nokkur mis- brestur á þessu. Skal nú vikið að nokkrum slíkum dæmum. Kunnugt er orðatiltækið blása eldi að e-u ‘koma e-u neikvæðu af stað, magna e-ð’ en það mun vera sjaldgæft í nútímamáli. Sama er að segja um orða- tiltækið blása í glæðurnar í svip- aðri merkingu. Vera kann að merking þeirra liggi að baki nýju orðatiltæki (blása í seglin) sem umsjónarmaður rakst ný- lega á: Í stað þess að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar er blásið í seglin og örstutt myndbrot með blótsyrðum sýnt í sjónvarpinu daginn eftir (6.6.06). Vant er að sjá hvernig þetta nýmæli er hugsað. Í íslensku eru kunn fjölmörg orðatiltæki með stofnorðinu borð ‘samningaborð’, t.d. e-ð stendur út af borðinu ‘e-u er ólokið’; fá e-ð/allt upp á borðið ‘ræða öll atriði, draga ekkert undan’ og sitja báðum megin borðsins ‘vera tvíbentur í af- stöðu sinni’. Þá vísar orða- sambandið hreint borð til þess þegar e-u hefur verið lokið eða gengið hefur verið frá e-u. Af þeim meiði er trúlega afbrigðið slá e-ð út af borðinu, t.d.: slá þyrfti frekari virkjunaráform í Þjórsárverum út af borðinu (30.6.06). Hér mætti fremur bú- ast við myndinni sópa e-u út af borðinu, sbr. þ. etw. vom Tisch wischen. Annað nýmæli: Það [fyrirbrigðið pappírslöggur] var hlegið út af borðinu (15.6.06). Tíminn sker úr um hversu líf- vænleg slíkar nýjungar munu reynast. Orðatiltækið vera ómyrkur í máli merkir ‘tala tæpitungu- laust; segja hug sinn skýrt og vafningalaust; nota stór orð’. Lo. myrkur vísar til þess sem er óljóst eða hulið og er bein merk- ing því ‘segja e-ð skýrt, berum orðum’. Þess ber að gæta að engar traustar heimildir eru fyr- ir afbrigðinu vera myrkur í máli. Eftirfarandi dæmi samræmast því ekki málvenju: talsmaður [stjórnvalda] var myrkur í máli [vegna hryðjuverka] (25.4.06) og [borgarfulltrúinn] talaði um von- brigði og var myrkur í máli yfir skugga sem hann taldi að hefði borið á farsæl samskipti þeirra [NN] (30.5.06). Um þolmynd Svo kölluð persónuleg þolmynd er mynduð með hjálparsögn- unum vera/ verða og lýsingarhætti þátíðar af aðalsögn sem stýrir þolfalli, t.d.: Maðurinn barði strákinn/ strákana (germynd) > Strák- urinn/strákarnir var barinn/voru barðir (þolmynd). Eins og sjá má breytist þolandi (andlag í þf., strákinn/strákana) germynd- arsetningarinnar í frumlag (nf., strákurinn/strákarnir) og lýsing- arháttur þátíðar af aðalsögn sambeygist nefnifallslið þol- myndarsetningarinnar í falli, kyni og tölu (var barinn/voru barðir). Í nútímamáli gætir þess nokk- uð að ekki sé gætt samræmis við myndun þf.-þolmyndar, t.d. [innan hornklofa er hefðbundin málnotkun sýnd]: var [voru] við- komandi fyrirtækjum boðið [boðnir] falsaðir milljón dollara seðlar sem trygging fyrir láninu (15.10.05); Um sjö þúsund tonn af erfðabreyttu sojamjöli var [voru] flutt hingað til lands (29.4.06); þeim hafði verið gert [gerð] grein fyrir því hvað til stæði (21.8.06) og Hluti af nú- verandi starfsemi Byggðastofn- unar yrði þá flutt [fluttur] til at- vinnuþróunarfélaga (Mbl. 1.12.05). Í ensku og ýmsum öðrum málum er algengt að þolmynd sé notuð með forsetningarlið sem táknar geranda (e. by-passive), t.d. The picture was taken by me. Í nútímaíslensku er slík málbeiting fremur óvenjuleg enda hefur fsl. af e-m sérstaka merkingu í íslensku, sbr.: Mynd- in var tekin af mér (‘frá mér; ég er á myndinni’) og Þessi saga er sögð af henni (‘um hana’). Úr handraðanum Sögnin geta beygist svo: geta- gat-gátum-getað/(getið). Lýsing- arháttarmyndin getið er notuð í merkingunni ‘nefna’ og ‘geta barn’ en annars er notuð mynd- in getað. Sögnin geta er oft notuð sem hjálparsögn í merkingunni ‘vera fær um e-ð’ og tekur hún þá með sér lh.þt. í hk.et., t.d.: Hann getur ekkert að þessu gert; þú hefðir getað sagt mér þetta fyrr; Mér gat ekki dottið þetta í hug o.s.frv. Þessi notkun á sér hliðstæður í fornu máli. Sögnin geta tekur einnig oft með sér nafnhátt af sögninni hafa og vísar orðskipanin þá til möguleika, t.d.: hún gæti hafa lesið þetta áður; snjókoman get- ur ekki hafa verið mikil; Ari leitar að … því sem síst getur hafa í munni gengist; Hann get- ur hafa stórskaðað sig o.s.frv. Elstu dæmi um orðskipanina eru frá 18. öld og hefur hún trú- lega orðið til fyrir áhrif frá dönsku: kunne have (været). Hún hefur fyrir löngu öðlast fastan sess í íslensku enda er skýr merkingarmunur á orða- samböndum hefði getað og gæti hafa. Orðasambandið hefði getað hafað á sér hins vegar enga stoð í íslensku máli: sagði að Zidane hefði getað hafað brotið bringu- beinið á Materazzi (14.8.06). Dæmin sanna að Íslendingum er sú list í blóð borin að smíða ný orð eða að- laga erlend orð íslensku mál- kerfi jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 86. þáttur. Í MORGUNBLAÐINU þann 5. september s.l var fyrirsögnin „Norðfjarðargöng á dagskrá á eftir göngum á Vestfjörðum“. Samgöngubætur eru okkur Ís- lendingum ofarlega í huga til bóta á vegsambandi innan héraðs sem tenging við aðra landshluta. Allt þetta stuðlar að betra öryggi fólks heima í héraði, frekari aðsókn ferðafólks sem nýtur þess að aka um velbyggða vegi, brýr og göng á leið sinni um landið okkar. Þrátt fyrir að sam- göngubæturnar séu kostnaðarsamar fyrir þjóðina þá hljóta lóðin á vogarskálinni að vega þyngra þegar kemur að betri sam- göngum og umferð- aröryggi. Ekki síst í ljósi þess að sjóflutn- ingar hafa lagst af og vöruflutn- ingar hafa færst nánast allir á þjóð- vegi landsins og valdið auknu sliti og álagi á vegmannvirkin. Margt þarf að laga í samgöngu- málum landsins og verkefnin eru næg. Tökum nokkur dæmi þessu til stuðnings. Umferðarmenningin, hraðakstur nærri skólum, girðingar meðfram þjóðvegi 1, einbreiðar brýr, háskalegir vegir, m.a Óshlíð, Þvottárskriður og fjallvegir víða um land sem dæmi. Fjárveitingar af fjárlögum Al- þingis til samgöngumála þurfa að vera nægilega miklar hverju sinni og til langtíma litið til að hægt sé að gera ærlegt átak í þessum mála- flokki. Síðustu tölur af umferðarmann- skaðaskiltinu uppi á Hellisheiði seg- ir 19 látnir Þetta er nítján manns of mikið. Það væri ráð að taka mark á orðum Ólafs Helga Kjart- anssonar sýslumanns á Selfossi og fleiri góðra aðila um úrbætur í umferðarmálum. Ólafur Helgi hefur lengi haldið sínum skoðunum á lofti varð- andi bætta umferð- armenningu, hækk- aðan bílprófsaldur, þróaðri ökukennslu þar sem m.a yrði kennt að meta betur aðstæður, hraða öku- tækja, aka í lausamöl, mætast á þröngum vegi og aka í snjó og hálku. Sum- staðar má sjá mikinn skort á tillits- semi og almennri kurteisi í umferð- inni. Blikkandi ljós, flaut, fingur og hnefar á lofti, hatursfullt augnaráð þrátt fyrir að hámarkshraðinn sé 80 90 km. Umferðin er ekki réttur vettvangur til útrásar neikvæðra hvata. Til þess eru líkamsrækt- arstöðvarnar, kvartmíluklúbbar og mótorkrossæfingasvæði og margt fleira afstressandi til staðar. Foreldrar skólabarna á höf- uðborgarsvæðinu eru uggandi um börnin sín vegna ógætilegs aksturs- lags um götur næst skólunum, þrátt fyrir 30 km hámarkshraða og áberandi aðvaranir um að börn séu í nánd. Margar áskoranir hafa verið sendar til yfirvalda enda þörf á úr- ræðum brýn. Löggæslumyndavélar hafa sannað sig með miklum ágæt- um og væri ráð að koma löggæslu- myndavélum fyrir nærri grunnskól- unum þar sem hámarkshraði er 30 km og bæta við aðvörun um að lög- gæslumyndavélar séu til staðar. Ég tel að það dragi fljótt úr hraða öku- tækja um þær götur ekki síst þegar von er á passamynd ásamt mynd- arlegri hraðasekt með póstinum. Börnin eru ekki alltaf með hugann við umferðina og verðum við öku- menn að gæta okkar vel hvað það atriði varðar nú þegar daginn tekur að stytta og börnin fara í og úr skóla. Ég vísa til greinar frá lög- reglunni þar sem sagt er að ekið sé of hratt nærri grunnskólum, máli mínu til frekari stuðnings. Þar seg- ir lögreglan þetta stóralvarlegt mál. Hvað varðar girðingamál með- fram þjóðvegi 1 þá er unnið að frið- un vegstæða fyrir búfé. Í framhaldi af því er lausaganga búfjár bönnuð sbr. þingskjal 1401 808, Skýrsla samgöngumálaráðherra um stöðu samgöngumála 2005. Halda þarf áfram að girða þjóðveg 1 af og aðra aðalvegi þar sem umferð er þung og hætta talin vera af sauðfé. Oft er vegarollunum blótað í sand og ösku og ekki að ósekju, þótt sumar ær séu orðnar vanar umferðinni og séu lítið að hreyfa sig þótt bíll komi. Hvað stórgripi varðar þá er það fátítt núorðið að nautpeningur eða hestar valsi lausir um þjóðvegina. Girðingar geta gefið sig, hrossin fælst við flugeldaskothríð eða ann- að tilfallandi sem fælir þau. Og síst við ábyrgan bónda að sakast. Bændur eiga sinn atvinnu- og til- verurétt eins og aðrar starfsstéttir hér á landi. Frekar á að sýna skiln- ing og rétta hlut bænda en sífellt að níða þá niður. Á ferð minni um hringveginn í sumar ók ég yfir margar einbreiðar brýr. Hvað varð um átakið sem átti að gera fyrir nokkrum árum síðan varðandi það að gera allar brýr vel byggðar og tvíbreiðar á þjóðvegi 1? Látum brýrnar á jökulánum vera vegna þeirra náttúruhamfara sem hafa og munu gerast við flóð í þess- um ám. Afl jökulánna er ógnarlegt eins og nýleg dæmi sýna. Vegamál Vestfjarða er hlutur sem þarf ræki- lega að taka á og færa til betri veg- ar. Það er ekki nóg að hefla mal- arveginn, það þarf meira til. Nú eru Norðfjarðargöng komin áleiðis að teikniborði verkfræðing- anna, strax á eftir göngum á Vest- fjörðum. Taka þarf fjölförnustu vegina eins og Óshlíðina og Þvott- árskriðurnar til skoðunar, hvað sé hægt að gera til úrbóta. Óska ég mest að framkvæmdavilji sam- gönguyfirvalda haldist óbreyttur fyrir vestan og austan. Ég sé fyrir mér í framtíðinni net jarðganga eystra. Net ganga sem tengdi Eski- fjörð, Norðfjörð, Mjóafjörð, Seyð- isfjörð og enduðu við Egilsstaði norðanmegin. Þessi tenging myndi hafa í för með sér mikla hagræð- ingu í samgöngumálum, ferða- öryggi og betri tengsl fjarðanna og annarra landshluta á milli. Samgöngubætur Þrymur Sveinsson skrifar um umferðaröryggi »Umferðin er ekkiréttur vettvangur til útrásar neikvæðra hvata. Þrymur Sveinsson Höfundur er öryggisráðgjafi. VARMÁ í Mosfellsbæ er ein af náttúruperlum sveitarfélagsins. Nú er fyrirhugað að byggja stórt hverfi norðan við ána, í landi Helgafells. Þess nýja íbúð- arbyggð þarf auðvitað að tengjast vegakerfi bæjarins en það vill enginn hafa vegina of nálægt sér. Auk þess er umhverfi Varmár viðkvæmt svæði og þarf að taka tillit til þess. Tengibrautin inn í Helgafellshverfið nýja er ekki auðveld við- fangs, enda á hún að tengja 3000 manna byggð sem best við Vesturlandsveg og miðbæ Mosfellsbæjar. En það er rétt að taka það skýrt fram að lega brautarinnar hefur verið samþykkt af öllum stjórn- málaflokkum, þar á meðal Samfylking- unni, á öllum stigum bæjarkerfisins í Mosfellsbæ. Það var alltaf ljóst að þeir sem búa næst tengibrautinni voru henni andvígir. Það hefur legið fyr- ir lengi og ekkert nýtt í þeim efn- um. Flestir vita að oddviti VG í Mos- fellsbæ verður fyrir þyngri búsifj- um vegna brautarinnar en nokkur annar, enda býr hann aðeins í um 20 metra fjarlægð frá henni. Hann er því vanhæfur til að fjalla um hana í bæjarstjórn og hefur hvergi komið að afgreiðslu málsins. Væri brautin lögð annarstaðar yrði að fara í gegnum önnur íbúð- arsvæði, mun fjölmennari, auk þess að leiðin yrði lengri. Byggja þyrfti mikla brú yfir Varmá á mjög fallegu og við- kvæmu svæði. Sumir nátt- úruverndarsinnar virðast ekki hafa neinar áhyggjur af því. Eitthvað hefði nú verið sagt við því, sem eðlilegt er, ef VG í Mosfellsbæ hefði reynt að koma brautinni ann- að, til að oddviti þeirra losnaði við óþægindin af henni yfir á aðra. Lega brautarinnar hefur verið kærð til umhverfisráðuneytisins og réttast á þessu stigi málsins að bíða úrskurðar ráðu- neytisins. Í skipulags- og byggingarnefnd Mos- fellsbæjar hefur fulltrúi Samfylking- arinnar alltaf sam- þykkt tengibrautina, líka eftir kosningar, og aðeins nokkrum dög- um áður en flokkurinn lagði til í bæjarstjórn að lega brautarinnar yrði endurskoðuð. Þetta er auðvitað ein- kennandi fyrir Sam- fylkinguna og í takt við nýfædda umhverf- isstefnu flokksins sem hefur hingað til verið stefnulaus í umhverf- ismálum. Í grein í Morg- unblaðinu hinn 18. september reynir Valdimar Leó Frið- riksson, þingmaður Samfylkingarinnar, að tengja þetta mál trúverðugleika VG í umhverfismálum á landsvísu. Það er auðvitað út í hött enda hafa ekki aðrir komið þar að ákvörðunartöku en fulltrúar VG í Mosfellsbæ. Þeir hafa það að leiðarljósi að umhverfisspjöll í bænum verði sem minnst, þrátt fyrir mikla uppbygg- ingu. Stóryrði og rangar ályktanir ein- kenna grein Valdimars sem ástæðulaust er að elta ólar við. En rétt er að benda á að Varmá er ekki á náttúruminjaskrá, eins og hann segir í grein sinni, heldur að- eins ósar hennar. Valdimar þarf að gæta sín á því að segja satt og spara stóryrðin, þótt prófkjör sé framundan. En það mátti svo sem reyna. Tengibraut við Helgafellshverfi í Mosfellsbæ Ólafur Gunnarsson svarar grein Valdimars Leós Friðrikssonar Ólafur Gunnarsson » Valdimarþarf að gæta sín á því að segja satt og spara stóryrðin, þótt prófkjör sé framundan. Höfundur situr í skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar fyrir hönd VG. Ritað var: Viðhorf þeirra til hvors annars er óbreytt. RÉTT VÆRI: Viðhorf þeirra hvors til annars er óbreytt. Eða: Þeir hafa óbreytt viðhorf hvor til annars. Gætum tungunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.