Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 32
daglegt líf
32 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Aukahlutapakki fylgir með í júlí á meðan birgðir
endast. Upphækkun, heilsársdekk og 16” álfelgur.
Júlípakki: 180.000 kr.
STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 lítra - 158 hestöfl,
fjórhjóladrif, hiti í speglum, hraðastillir (PLUS), hiti
í sætum (PLUS), hiti í framrúðu (PLUS), sjálfvirk
loftkæling (PLUS), kastarar í stuðara (PLUS), sóllúga
(LUX), aðgerðastýri (LUX) og leðurinnrétting (LUX).
Jepplingur á verði fólksbíls.
2.590.000 kr.
www.subaru.is
Forester2.590.000,- Forester PLUS2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,-
Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is
Akureyri
461-2960
Njarðvík
421-8808
Höfn í Hornafirði
478-1990
Reyðarfirði
474-1453
Subaru Forester er mun öflugri en margir stærri jeppar
en samt lipur og léttur í akstri líkt og fólksbíll. Forester var
valinn dráttarbíll ársins í Hollandi og hentar því vel fyrir fellihýsi
og tjaldvagna. Í Rússlandi var hann valinn jepplingur ársins
og bíllinn með minnstu bilanatíðnina í Þýskalandi. Á Íslandi er
hann ódýrasti sjálfskipti jepplingurinn á markaðnum í dag.
Umboðsmenn
um land allt
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Fimm ár eru síðan VanessaBasañez Escobar fluttistásamt eiginmanni sínumStefáni Svavarssyni frá
Mexíkó til Íslands. Á þeim tíma hafa
þau hjónakorn fundið fyrir vöntun á
vörum frá Mexíkó, ekki síst til mat-
argerðar, þótt vissulega hafi úrval
hráefna batnað mikið síðustu ár. Í
ágúst létu þau svo drauminn rætast
og opnuðu verslun við Laugaveg,
Plaza Mexico, sem sérhæfir sig í
gjafavöru, húsbúnaði og matvöru frá
heimalandi hennar.
„Hluti ástæðu þess að við
ákváðum að fara út í þetta var að
okkur langaði að bæta ímynd
Mexíkó,“ segir Stefán þegar blaða-
maður slær á þráðinn til hans.
„Ímynd Mexíkó er kannski ekki
slæm hér á landi en okkur fannst
hún svo vitlaus. Okkur sárnaði líka
að sjá hillurnar í stórmörkuðunum
með „mexíkóskum“ mat sem er ekk-
ert mexíkóskur heldur fyrst og
fremst ameríkaníseraður og ekkert
góður á bragðið heldur. Við vildum
sýna að mexíkóskur matur væri fjöl-
breyttur og alls ekki alltaf sterkur
eins og gjarnan er gefið til kynna.“
Stefán segir þau því bjóða upp á nið-
ursoðin matvæli, krydd og þurr-
vörur frá Mexíkó, svo sem maísmjöl
„til að gera tortillur úr alvörumaís
eins og Mexíkóar borða.“
Íslenskur matur
Stefán segir þau hjón reyndar
orðin sérfróð í að búa til mexíkóskan
mat úr íslensku hráefni. „Til að
byrja með var erfitt að fá það sem til
þurfti í matargerðina enda var varla
hægt að fá lime á Íslandi fyrir fimm
árum. Úrvalið hefur heilmikið batn-
að síðan og núna bætist það við sem
við erum með í búðinni hjá okkur,
bæði af hráefnum en að auki erum
við með tilbúnar mexíkóskar sósur
líkar þeim sem Mexíkóar myndu
sjálfir nota heima hjá sér.“ Áhuga-
samir geta svo nálgast uppskriftir af
mexíkóskum mat sem gerður er úr
íslenskum hráefnum hjá þeim hjón-
um.
Gjafavaran tekur ekki síður pláss
í hillum verslunarinnar en matvaran
og má þar nefna muni úr svörtum
leir, sem aðeins fæst í suðvestur-
hluta Mexíkó, skartgripi úr gulli og
silfri, handmálaða keramikhluti og
bækur og bíómyndir á spænsku.
Hrópað úti á götu
Þennan mánuð beina þau hjón
sjónum sínum sérstaklega að
þjóðhátíðardegi Mexíkó sem var 16.
september síðastliðinn. Stefán út-
skýrir að aðalhátíðarhöldin í Mexíkó
séu jafnan kvöldið áður. „Þá safnast
fólk saman og hrópar „lifi Mexíkó“
og telja svo upp allar helstu þjóð-
hetjurnar og hrópa þeim til heiðurs.
Reyndar voru hátíðarhöldin svolítið
söguleg í ár því það var lengi vel tví-
sýnt um að af þeim yrði. Það eru bú-
in að vera mikil mótmæli í kjölfar
forsetakosninganna og mótmæl-
endur slógu upp tjaldbúðum í mið-
borginni. Þeir ákváðu hins vegar að
færa sig fyrir hátíðarhöldin en for-
setinn stýrði þeim ekki eins og venja
er því hann er frekar óvinsæll í
Mexíkóborg.“
Stefán segir þau Vanessu veita
ýmiskonar upplýsingar um Mexíkó í
búðinni. „Við erum ekki ferðaskrif-
stofa en ef fólk er að hugsa um að
fara í ferðalag til Mexíkó getum við
mælt með stöðum og hótelum og
fleiru í þeim dúr. Hugmyndin er að
verslunin verði eins konar hlið að
Mexíkó.“
Picaditas
½ kg Maseca-maísmjöl
lófafylli af hveiti
½ tsk. salt
vatn
250 g nautahakk
2 litlar kartöflur
½ laukur
100 g rifinn ostur
Byrjið á að gera deig úr Maseca-
maísmjölinu. Blandið hveitinu, maís-
mjölinu og salti saman í skál og bæt-
ið við vatni og hrærið saman. Deigið
á að vera vel hart. Úr deiginu er
gerðar litlar kúlur sem eru press-
aðar flatar með tortillapressu þann-
ig að kökurnar verði um það bil lófa-
stórar. Kökurnar eru steiktar á
pönnu báðum megin án olíu þar til
þær eru bakaðar í gegn. Gott er búa
til litla brún á kökurnar með putt-
unum á meðan þær eru á pönnunni,
svo kjötið detti ekki af á eftir.
Flysjið kartöflurnar hráar, skerið
í teninga og steikið í olíu á pönnu.
Bætið kjötinu og lauknum við þegar
kartöflurnar eru að verða steiktar.
Saltið eftir smekk.
Þegar maískökurnar er tilbúnar
er kjötið sett ofan á þær, svo rifinn
ostur og hver kaka steikt augnblik í
smáolíu þar til osturinn er bráðn-
aður. Best er að borða Picaditas með
sterkri sósu, til dæmis Salsa Ranc-
hera eða Salsa Taquera.
Hlið að Mexíkó við Laugaveg
Morgunblaðið/Kristinn
Mexíkó Vanessa og Stefán veita upplýsingar um heimaland hennar.
Verslunin Litrík gjafavara prýðir hillurnar.
Áður en netið og tölvupóstsamskipti
komu til sögunnar voru fáir með
vinnuaðstöðu heima hjá sér. Nú er
öldin önnur og á vef Berlingske ti-
dende kemur fram að fjórði hver
Dani vinni að hluta til heima hjá sér.
Eftir því sem næst verður komist
er talið að 650.000 manns í Dan-
mörku hafi komið upp vinnuaðstöðu
heima og sú tala gerir Dani að Evr-
ópumeisturum í heimavinnu.
Louise Thomasen, ráðgjafi hjá fyr-
irtækinu Teknologisk Institut í Dan-
mörku, bendir á að um tíma hafi það
komið vel út fyrir fólk skattalega að
vinna heima hjá sér, sem skýri þenn-
an mikla fjölda sem stundi það nú.
Þá er stór hluti þjóðarinnar vel
menntað fólk og fær laun fyrir verk-
efni sem það skilar frá sér í stað þess
að fá borgað eftir viðveru eða tíma-
vinnu, segir Louise Thomasen enn-
fremur í samtali við blaðið.
Opin vinnurými
En það eru ekki bara jákvæðar
ástæður fyrir því að fólk hefur í
auknum mæli fært skrifstofuna sína
heim. Kannanir hafa sýnt að margir
hafa fundið sig þvingaða til að vinna
heima eftir að fyrirtæki hafa gert
breytingar á þá leið að í staðinn fyrir
að vera með skrifstofur er höfð sam-
eiginleg vinnuaðstaða í stóru opnu
rými. Sumum gengur einfaldlega
betur að vinna heima hjá sér verkefni
sem krefjast einbeitingar.
Ekki vinna bara heima
Margrete Bak er lögfræðingur
sem rekur eigið ráðgjafafyrirtæki.
Hún ráðleggur því fólki sem til henn-
ar leitar eindregið að vinna ekki bara
heima heldur frekar að hluta til. Hún
segir að hættan sé sú að ef fólk vinni
eingöngu heima hjá sér þá sé það
ekki sýnilegt og missi af ýmsum
tækifærum sem komi upp á vinnu-
stað.
Starfsfélagi hennar, Carsten Niel-
sen, bendir einnig á að nú á dögum,
þegar lögð sé mikil áhersla á vinnu-
staðamenningu, sé mikilvægt fyrir
starfsfólk að vera á vinnustaðnum til
að tileinka sér þann starfsanda sem
þar ríki.
Heima Talið er að um 650.000 Danir séu með vinnuaðstöðu heima hjá sér.
Fjórði hver Dani
vinnur heima