Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 23 SESSELJA Kristjáns- dóttir messósópr- ansöngkona og Guð- ríður St. Sigurðardóttir píanóleikari halda söngtónleika í Hvera- gerðiskirkju í dag klukkan 17.00. Á efnisskránni er fjölbreytt úrval ís- lenskra og erlendra sönglaga. Tónleikarnir eru liður í verkefninu „Tónleikar á landsbyggðinni“ á vegum FÍT og FÍH með stuðn- ingi frá menntamálaráðuneytinu og í samvinnu við Tónlistarfélag Hveragerðis og Ölfuss. Söngtónleikar Söngur og píanó ÁHUGALEIKFÉLAGIÐ Hugleikur sýnir fimm sýningar á leikverkinu Systur eftir Þórunni Guð- mundsdóttur í haust. Systur var upprunalega frumsýnd síðastliðið vor og hlaut í kjölfarið m.a. þrjár viðurkenningar í árlegri verðlaunafhend- ingu leiklist.is, vefjar Bandalags íslenskra leik- félaga; var valin sýning ársins og leikrit ársins, auk þess sem tvær leikkvennanna voru valdar leikkonur ársins í aðalhlutverki. Endurfrumsýnt verður á morgun, sunnudag, en síðasta sýningin verður föstudaginn 20. október. Leiklist Systur á fjalirnar ÞAÐ ER ekki of seint að skoða sumarsýningu Listasafns Íslands, Landslagið og þjóðsagan, en síðasta sýningarhelgi er þó runnin upp. Á morg- un kl. 14 leiðir Harpa Þórsdóttir listfræðingur gesti um sýninguna og bendir á þjóðsagnaminni í verkunum. Í Listasafni Árnesinga verður leiðsögn í dag kl. 15, en þar er það listamaðurinn sjálfur, Aðalheiður Eysteinsdóttir sem fræðir gesti um trjámenn sína og -konur. Þeirri sýningu lýkur einnig á sunnudag. Sýningaleiðsögn Saga og tréfólk NÝVERIÐ var söngleikur með tón- list euro-diskó hljómsveitarinnar Boney M frumsýndur á West End í London. Ber hann nafn eins af vin- sælustu lögum sveitarinnar, Daddy Cool. Söguþráður söngleiksins sæk- ir fanga í hið klassíska leikrit Willi- am Shakespeares um Rómeó og Júl- íu með þeirri smávægilegu breytingu að hér er fjallað um tvö Lundúnagengi sem elda grátt silfur saman. Einstaklingar úr hvoru genginu fyrir sig fella svo saman hugi með hörmulegum afleiðingum. Ódauðlegir smellir á vorð við „Ri- vers of Babylon“, „Brown Girl in the Ring“ og „Mary’s Boychild“, að ógleymdu „Daddy Cool“, eru meðal þeirra laga sem hljóma í söng- leiknum. Michelle Collins, fyrrum stjarna úr bresku sápuóperunni EastEnd- ers, fer með eitt af bitastæðari hlut- verkum söngleiksins ásamt rapp- hljómsveitinni So Solid Crew’s Harvey og Javine, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í raunveru- leikaþáttunum Pop Star. Frank Farian, stofnandi Boney M, er framleiðandi. Daddy Cool á West End Boney M Söngleikur með tónlist Boney M SÆNSKI kvik- myndatökumað- urinn Sven Nyk- vist lést síðastliðinn mið- vikudag á hjúkr- unarheimili í Sví- þjóð. Nykvist hlaut Óskars- verðlaunin fyrir kvikmyndatöku í tvígang, fyrir Bergman-myndirnar Hvísl og hróp árið 1973 og Fanny og Alexander árið 1982. Þá starfaði hann við nokkrar af myndum Woody Allens og var maðurinn á bak við linsuna í What’s Eating Gilbert Grape. Af öðrum myndum hans má nefna Óbærilegan léttleika tilverunnar, Chaplin og Sleepless in Seattle. Leiðir Nykvists og Ingmars Bergmans lágu fyrst saman árið 1954 en Nykvist var sá kvikmynda- tökumaður sem Bergman kaus helst að vinna með, ekki síst vegna þess að hann þótti hafa tilfinningu fyrir lýsingu umfram aðra. Gekk hann gjarnan undir nafninu „ljósa- meistarinn“ vegna þeirrar náð- argáfu sinnar. „Hann kenndi mér mjög margt,“ sagði Lesse Hallstrom, leikstjóri What’s Eating Gilbert Grape, við sænsku fréttamiðlunina TT þegar hann frétti af andláti Nykvist. „Það var hann sem fékk Bandaríkja- menn til að skilja að lýsing getur verið einföld og raunsæ.“ Síðasta mynd Nykvists var Curtain Call árið 1999. Sven Ny- kvist allur Sven Nykvist Tók upp margar myndir Bergmans Sjálfskiptur Beinskiptur Verð á Isuzu D-MAX Crew Cab 2.590.000 kr. 2.490.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 11 0 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 Isuzu hefur fyrir löngu sannað öryggi og endingu á íslenskum vegum. Nú kynnum við nýjan og stórglæsilegan Isuzu D-MAX pallbíl. Hann er þjáll og lipur í akstri, en jafnframt rammbyggður og traustur félagi og á alveg ótrúlega góðu verði. Isuzu D-MAX hefur fengið alveg nýtt útlit og er staðalbúnaður eins og hann gerist bestur, þar má nefna loftkælingu, ABS hemlakerfi, álfelgur o.fl. Isuzu er með 3.0 lítra dísilvél með túrbínu og millikæli og skilar 130 hestöflum. Isuzu D-MAX er farkostur fjölskyldunnar, vinsæll vinnufélagi og verðið ráða allir við! PALLBÍLL Á POTTÞÉTTU VERÐI! Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7942
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.