Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 45 Nú er haustið á heimleið í dalinn. Það er hljótt þetta septemberkvöld. Yfir dagsólar dvínandi glæður húmið dregur sín þungbúnu tjöld. Meðan angurblíð, einmana kveðja berst frá ásum og fölbleikum mó rennur hljómkviða hallandi sumars inn í heiðanna dulúðgu ró. (Ólína Jónasdóttir) Elsku Unnur Bettý mín, þegar sú harmafregn barst okkur að þú hefðir látist í bílslysi var margt sem fór gegnum hugann á þeirri sorgar- stundu. Hvers vegna? Þessu er erfitt að svara, að svo ung og yndisleg stúlka skuli tekin burt svo fljótt. Þróttmikil stúlka, sem rétt er að hefja sitt lífshlaup. Minningarnar þjóta gegnum hugann eins og þegar Unnur Bettý Guðmundsdóttir ✝ Unnur BettýGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 5. september 1987. Hún lést af slysför- um 28. ágúst síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Hofsósskirkju 9. september. þú varst að segja mér frá framtíðaráformum þínum, hvað þig lang- aði að læra. Að ljúka við tréiðnarnámið og fara síðan til Dan- merkur til að nema arkitektúr. Elsku Unnur Bettý, hvíl þú í friði og minn- ingin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Kæru Guðrún, Guð- mundur, Björn Svavar og Brynjar Örn, harm- ur ykkar er mikill við fráfall ykkar elskulegu dóttur og systur. Megi Guð vernda ykkur og styrkja. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. (Björn Halldórsson í Laufási.) Björn afi og Jórunn amma. Elsku Unnur Bettý, vinkona mín og frænka. Það var sorgardagur þegar þær fréttir bárust mér og minni fjöl- skyldu að þú hefðir dáið í bílslysi. Sorgin og reiðin greip mig heljar- taki, þvílíkt óréttlæti og synd að þessi fallega og góða stúlka hafi ver- ið tekin frá okkur svo fljótt. Minningarnar um þig sem litla brosandi stúlku hellast yfir mann og þær eru margar sem ég mun geyma hjá mér um ókomin ár. Ég minnist sérstaklega þeirra stunda sem við áttum saman í Reykjavík þegar þú hringdir stundum í mig og baðst mig um að keyra þig eitthvað. Það voru bæði erfiðar og góðar stundir en þrátt fyrir margar hindranir þá gastu oftast brosað og allt ljómaði í kringum þig. Það er brosið þitt sem ég mun aldrei gleyma og allar minn- ingarnar sem ég mun geyma í hjarta mínu. Blessuð sé minning þín elsku frænka og megir þú hvíla í friði og ró. Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: ,,Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (Björn Halldórsson í Laufási) Elsku Guðrún, Gummi, Bjössi og Brynjar, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, megi Guð almáttugur styrkja okkur öll á sorgartímum og þerra tárin. Steinar Már Björnsson. út fyrir landsteinana komið. Við fór- um í ferðalag um Evrópu og keyrð- um um átta lönd. Hápunktur ferð- arinnar hjá Stínu var að koma í Svartaskóg. Þar var sjúkrahúsið Schwarzwald klinik skoðað, en þar var vinsæll sjónvarpsþáttur tekinn upp. Hann var sýndur í sjónvarpinu hér á landi og horfði Stína á hvern einasta þátt. Við sátum úti á veitinga- stað við Lorelei með hvítvínsglas og dáðumst að umhverfinu. Einnig fór- um við í ógleymanlega heimsókn í Tí- volí Kaupmannahafnar. Eftir að við fluttum til Íslands aft- ur fórum við oft að heimsækja Stínu. Hún var mjög góð við börnin mín og sýndi þeim mikinn áhuga. Vildi alltaf vita hvað var í gangi, hvernig gengi í skólanum eða íþróttum. Hin síðari ár gerði hún of grín af frænkum sínum, Sirrý og Stínu, fyrir að vera ekki með neina kærasta til að kynna fyrir henni. Elsku Stína, það var mín gæfa að fá að kynnast þér og vera með þér í gegnum árin, þú sýndir mér einlæga vináttu. Það sem þú kenndir mér var að finna það jákvæða í lífinu hvernig svo sem aðstæður voru. Yndisleg kona hefur fengið hvíld- ina. Hafðu þökk fyrir allt og Guð geymi þig. Dóra Gerður Stefánsdóttir. Nú í dag, hinn 23. september, verður Kristín Bjarnadóttir eða hún Stína mín kvödd. Stína var engin venjuleg kona í mínum augum þó hún væri í raun mjög venjuleg. Kannski óvenjulega venjuleg. Hún var kona sem maður gat elskað og borið óþrjótandi virðingu fyrir. Að hafa þekkt hana og hennar fjölskyldu hefur gert mig og börnin mín að betri manneskjum. Stína var þannig per- sóna að hún fékk mann til að hugsa svo margt, m.a. um tilgang lífsins. Til hvers að eltast við og eignast hluti? Felst hamingjan í því? Nei, Stína var ekki manneskja sem hugsaði þannig. Hún var mjög nægjusöm og fannst hún alltaf hafa nóg af öllu. Hún vildi ekki mikinn íburð eða safna hlutum, hlutum sem við „unga fólkið“ köllum í dag sjálfsögð lífsgæði. Stínu leið vel, hún hafði nóg. Í mat og drykk var hún einnig hófsöm og þegar henni var boðið eitthvað þá svaraði hún oft- ast: „bara lítið“. Stína var frekar lítil vexti en samt svo stór á margan hátt. Ég kynntist Stínu, og Jónu systur hennar, fyrst fyrir rúmum 24 árum síðan. Tvær systur héldu þá heimili og bú saman í Meiri-Tungu 1, en áð- ur hafði Þórður bróðir þeirra búið með þeim. Hann hafði þá látist tveimur árum áður, en ég skynjaði þó vel að hann lifði samt sterkt áfram með fjölskyldunni. Enda voru þau systkinin öll miklar og sterkar per- sónur, vel gefin og víðsýn. Yngsti bróðir Stínu var Valtýr. Hann var sá eini af systkinunum sem gekk menntaveginn og varð læknir. Valtýr giftist Sigríði Jóhannsdóttur og eign- aðist með henni 4 börn. Ég var svo heppin að kynnast yngsta syni Val- týs og tengjast þannig inn í fjölskyld- una. Börn Valtýs, þau Bjarni, Jó- hann, Valtýr og Siddý, höfðu þá öll dvalið langtímum saman í sveitinni hjá þeim systkinum og Valtýr og Siddý gengu auk þess í tvö ár í Laugalandsskóla. Öll börn Valtýs voru sem þeirra eigin börn. Það var hlúð að þeim og þeim kennt margt um lífið og tilveruna. Þá hefur oft verið fjör á bænum, því í dag eru sagðar margar sögur af hinum ýmsu uppátækjum þeirra barna. Alltaf héldu þau systkini ró sinni og tóku fagmannlega á öllum málum sem upp komu þótt þau hefðu ekkert lært um barnauppeldi og hefðu ekki sjálf eignast börn. Svona voru þau systk- inin. Þannig unnu fjölskyldurnar vel saman og sérstaklega þegar erfið- leikar steðjuðu að. Það var mikið áfall þegar tengdapabbi veiktist al- varlega og tengdamamma varð að vinna mikið úti frá 4 börnum. Þá voru Stína og fjölskyldan í Meiri-Tungu mikil hjálp þótt það hafi verið erfitt fyrir tengdamömmu að senda börnin svona mikið í burtu frá sér. En börn- unum leið vel í sveitinni og eru þau öll þakklát fyrir þá umhyggju ástúð sem þau þáðu þar. Öll börn Valtýs og Sigríðar konu hans hafa nú eignast börn og eru nú afkomendur þeirra orðnir 12. Öllum þessum börnum hefur Stína fylgst vel með og verið sem besta „amma“ þeirra allra. Hún hefur fylgst með uppeldi, gefið góð ráð og verið góður vinur. Stína hafði allt að gefa, en vildi lítið þiggja. Ef hún gat hjálpað ein- hverjum einhvers staðar þá var hún komin og til þjónustu reiðubúin. Eft- ir að við Valtýr kynntumst kom ég oft í sveitina og oft vorum við hérna um hverja helgi. Hér var alltaf nóg að gera og hérna leið okkur alltaf vel. Það er því kannski ekki skrítið að við byggðum okkur hús og settum upp heimili okkar í Meiri-Tungu. Okkur þótti afar vænt um þegar Stína átti erfitt með að vera ein í gamla bænum og hún flutti til okkar. Það var mikill styrkur fyrir börnin okkar, þá sér- staklega hana Völu, að fá að hafa Stínu á heimili okkar, þangað til hún flutti á Lund vegna hrakandi heilsu. Stína var mjög vel gefin og þótt hún væri ekki langskólagengin þá kunni hún dönsku og kunni einnig fyrir sér í ensku og frönsku. Hún sá í fjöldamörg ár um reikninga Holta- hrepps og Laugalandsskóla. Einnig var hún virkur þátttakandi í sam- félaginu, s.s. sat í sóknarnefnd Ár- bæjarkirkju og var heiðursfélagi í kvenfélaginu Einingu. Stína var kona sem ekki talaði illt um nokkurn mann. Hún var passa- söm bæði til orðs og æðis. Hún var kona sem hafði mikla reisn yfir sér og henni hélt hún til hinsta dags. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Lundi þann 10. september sl. Þótt hún hefði ekki eignast nein börn sjálf, þá átti hún samt öll börnin sem voru hjá henni síðustu stundirnar. Takk fyrir allt, Stína mín, Sigrún Björk. Elsku Stína, ég kveð þig sárlega í dag, en veit þó að betri staður beið þín. Minning þín mun lifa lengi með mér. Ég minnist þess að sitja inn í eldhúsi hjá þér sem lítill krakki, þar sem þú bjóst til besta skyr í heimi, „sykur undir og yfir“. Meiri-Tunga hefur ekki verið sú sama eftir að þú yfirgafst gamlabæinn, en í huga mín- um ert þú ennþá þar, elsku frænka mín, gangandi upp og niður stigana og fylgja okkur út til að skoða féð. Síðustu árin sem þú bjóst á Hellu á ég margar góðar minningar. Þú viss- ir alltaf hvað allir voru að gera á hverjum tíma. Spurðir um alla til að vera klár á öllu og engum gleymt. Þú ert ein sterkasta kona sem ég hef kynnst. Þú barst höfuðið hátt, varst ákveðin, en alltaf hugulsöm, góð og sást það besta í hverjum og einum. Þú hefur veitt mér mikið sjálfstraust, því þegar ég talaði við þig fannst mér ég geta gert allt sem mig dreymir um og annað minna kæmi ekki til greina. Í dag ber ég nafnið þitt með stolti og virðingu. Ég vona að ég hafi erft meira en nafnið eitt, ég vona að í mínu blóði renni þessi styrkur og ákveðni sem mun leiða mig eins langt og þú hafðir trú á. Ég sakna þín afar mikið, en minn- ingin þín mun lifa og veita okkur öll- um styrk. Guð geymi þig, elsku Stína frænka. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín Kristín Jóna. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Stína, nú ertu komin til Guðs og búin að hitta hina englana. Við biðjum að heilsa afa Valtý, og við vitum að þú heldur áfram að fylgjast með okkur eins og þú hefur alltaf gert. Sofðu rótt í alla nótt. Valdís Jóna og Gunnar Breki, Uppsölum, Svíþjóð. HINSTA KVEÐJA Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Faðir minn, FRIÐRIK JÖRGENSEN, er látinn. Ólöf Heiða Friðriksdóttir. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Okkar ástkæra, KRISTÍN SVEINSDÓTTIR frá Hríshóli, Reykhólahreppi, Vitateigi 5, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 26. september kl. 14.00. Garðar Halldórsson, Gígja Garðarsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Gunnar Þór Garðarsson, Lilja Ellertsdóttir, Alda Garðarsdóttir, Guðmundur Viggósson, Svavar Garðarsson, Sveinn Vilberg Garðarsson, Elsa Guðlaug Geirsdóttir, Ingimar Garðarsson, Anna Signý Árnadóttir, Halldór Garðarsson, Anna Edda Svansdóttir og ömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.