Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 54
Staðurstund Handhafar Sjónlistarorðunnar 2006 veittu verðlaununum viðtöku í Samkomuhúsinu á Akureyri í gærkvöldi. » 56 sjónlist Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík ætlar að standa fyrir sýningum á framsæknum kvik- myndum allt árið um kring. » 56 hátíð Kvikmyndin Börn kemur til greina sem besta erlenda myndin á Óskarsverðlauna- hátíðinni á næsta ári. » 56 kvikmynd Kunningjar okkar í Supernova verða að breyta nafni sveitar- innar en hið nýja nafn ætti ekki að koma mörgum á óvart. » 57 Gestir æptu af hrifningu í lok tónleika Peters Maté í vikunni. Jónas Sen kallar tónleikana listræna opinberun. » 59 tónlist Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Kannski er þetta frægastasetning úr barnaleikriti,að minnsta kosti á Íslandiog líklega á Norðurlönd- unum: Ekki ger’ eins og mamma þín segir, Jens. Allir vita að vont er að fá tannpínu, en hafi maður lifibrauð af því að skemma tennur barna er kannski ekki sérlega skemmtilegt að segja upp á besta aldri, fara á eftirlaun og setjast í helgan stein – ekki frekar en í öðrum störfum. Eða þá að vera rek- inn, þó svo maður hafi verið óvinsæll í starfi. Leikararnir tveir og leikstjórinn gera sér grein fyrir því að gaman er að spreyta sig á þessu verkefni, þrátt fyrir að persónurnar tvær séu ekki líklegar til þess að hljóta mikla sam- úð hjá áhorfendum. Og þó; þau eru á þeirri skoðun að þótt félagarnir tveir séu í leiðinlegri kantinum, eða a.m.k. ekki beinlínis skemmtilegir, hafi þeir nóg að gera. Á alltaf erindi „Leikritið á alltaf erindi, þetta er eitthvað sem allar kynslóðir þurfa að horfa á og hlusta á – svo lengi sem við höfum tennur,“ sagði Ástrós Gunnarsdóttir leikstjóri í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Hún er þekktari sem dansari og danshöfundur en hefur áður starfað í leikhúsi, aðallega sem aðstoðarmaður leik- stjóra. „Ég held að ekki sé vanþörf á svona boð- skap núna þegar allt veður í sætindum,“ segir Ástrós. Guðjón Davíð Karls- son, sem leikur Baktus í sýningunni, segist hafa afskaplega gaman af hlut- verkinu. „Mér finnst sumar línurnar í leikritinu stórkostleg- ar; það að segja Ekki ger’eins’og mamma þín segir, Jens er eins og að segja Að vera eð’ ekki vera í Hamlet. Maður fær hreinlega gæsahúð af því að segja þetta!“ Þeir Ólafur Jón eru sammála um að það sé „stórkostlegt að leika fyrir börn, þau eru mjög góðir áhorf- endur; láta skoðun sína óspart í ljós og eru ekki að fela neitt. Það er ekki hægt að fela neitt fyrir börnum,“ eins og Guðjón Davíð orðar það. Karíus, Ólafur Jón Ingunnarson, segir: „Maður kastar ekki til hönd- unum í barnaleikriti frekar en öðr- um,“ og Ástrós leikstjóri tekur undir og heldur áfram: „Enda eiga börnin einungis skilið það besta.“ Guðjón Davíð segir: „Sýningin er full af gleði, kátínu og rokki. Við höf- um bara æft leikritið í þrjár vikur, verðum að vera tilbúin á réttum tíma og það er bara gott mál. Sýningin er tiltölulega stutt en samt erfið lík- amlega fyrir leikarann. Algjört svita- bað!“ Erfitt verk Segja má að tvímenningarnir séu á fleygiferð allan tímann, dansandi og syngjandi, og Ástrós leikstjóri segist telja að áhorfendur fái mikið fyrir peninginn. „Sýningin er erfið bæði fyrir leikarana og tækjamann- inn; það er mikil vinna í lýsingu og hljóðum.“ Þau benda öll á mikilvægi þess að bjóða upp á „lifandi“ sýningu. „Krakkar eru vanir því að hafa sjón- varpsskjáinn fyrir framan sig, en hér er ekki einu sinni svið á milli okkar og þeirra. Þetta hlýtur að vera óg- urlegt ævintýri fyrir þau og jafn- framt skemmtilegt,“ segir Guðjón Davíð. Segja má að verkið sé löngu orðið sígilt og því í raun óþarft að kynna það, enda gengur það í endurnýjun lífdaga með hverri nýrri kynslóð ungra leikhúsgesta. Verk Thor- björns Egners eru ætíð vinsæl en þetta er í fyrsta sinn sem Karíus og Baktus eru settir upp norðan heiða. Það sem er líklega nýstárlegast í þessari uppsetningu LA er tónlistin, sem flutt er í nýrri grallaraútgáfu hljómsveitarinnar 200.000 naglbíta; hún er rokkaðri en áður og segja má að það sé helsta breytingin sem þær kynslóðir verða varar við, sem séð hafa leikritið áður. Ófrýnilegu grallararnir Karíus og Baktus munu væntanlega gera allt vitlaust á Akureyri næstu vikurnar; þeir höggva, berja, öskra og heimta í munninum á Jens, sem gefur þeim nóg af sætindum! Það er spurning hvort börnin verða jafndugleg og áður að biðja foreldrana að skutla sér í nammibúð og áður! Gengur í ættir Komið hefur fram í Morgunblaðinu að Skúli Helgason, kunnur útvarps- maður á árum áð- ur og núverandi framkvæmda- stjóri Samfylk- ingarinnar, fer með hlutverk sögumannsins í uppsetningu LA að þessu sinni, en faðir hans, Helgi heitinn Skúla- son leikari, var leikstjóri sjónvarps- myndar um Karíus og Baktus fyrir margt löngu og var þá sögumaður. Þeir Guðjón Davíð og Ólafur Jón benda einmitt á þá skemmtilegu staðreynd, í samtali við Morg- unblaðið, að þriðja kynslóðin sé mætt til leiks í uppsetningu LA. „Þetta er kannski ættgengt; nú er það Teitur, ungur sonur Skúla, sem fer með hlut- verk Jens. Honum er agalega illt í tönnunum í sýningunni. Það er kannski verið að ala hann upp í að verða sögumaður í verkinu um Karíus og Baktus seinna meir,“ segir Guðjón Davíð. Góð liðsheild Ástrós Gunnarsdóttir leikstjóri ásamt Guðjóni Davíð Karls- syni (t.v.) sem leikur Baktus ,og Ólafi Steini Ingunnarsyni sem fer með hlutverk Karíusar, í sýningu Leikfélags Akureyrar, sem frumsýnd er í dag. Karíus og Baktus Hafa í nokkrar kynslóðir reynt að fá hann Jens til að borða meira nammi. eftir Thorbjörn Egner í þýðingu Huldu Valtýsdóttur Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson og Ólafur Steinn Ingunnarson Lýsing: Sveinn Benediktsson Leikmynd og búningar: Íris Eggertsdóttir Gervi: Ragna Fossberg Tónlist: 200.000 naglbítar endurútsetur og flytur Leikstjóri: Ástrós Gunnarsdóttir Karíus og Baktus Þeir eiga alltaf erindi, segir Ástrós Gunnarsdóttir leikstjóri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Karíus og Baktus eru Hamlet barnaleikrita sjónvarp |laugardagur|23. 9. 2006| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.