Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fjalla› er um umsóknir flrisvar á ári. Umsóknarfrestir er: 25. September 2006. Frekari uppl‡singar og umsóknarey›ublö› fást hjá fer›amannará›um og á heimasí›unum www.tourist.fo og www.icetourist.is YASHINTA (fyrir miðju) grætur eiginmann sinn, Mar- ianus Riwu, en hann og tveir aðrir kristnir menn voru líflátnir í Indónesíu í gær fyrir að hafa verið í farar- broddi fyrir hópi kristinna manna, sem myrtu um 200 manns í íslömskum skóla í trúarbragðaátökum í land- inu á árunum 2000 og 2001. Reuters Aftökur í Indónesíu Beirút, Jerúsalem. AFP, AP. | Sheikh Hassan Nasrallah, leiðtogi hinna herskáu Hizbollah-samtaka sjía-múslíma í Líbanon, vísar afdráttarlaust á bug kröfum alþjóðasam- félagsins um að samtökin afvopnist. Hann sagði á fjöl- mennum útifundi í Beirút í gær, þar sem fagnað var „guðdómlegum sigri“ yfir Ísraelum, að enginn her í heiminum væri nógu sterkur til að afvopna Hizbollah. Kveðið er á um afvopnun vígasveita samtakanna í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en ályktunin er grundvöllur gildandi vopnahlés Hizbollah og Ísraela. „Það er enginn her í heiminum fær um að taka vopnin úr höndum okkar með valdi,“ sagði Nasrallah sem kom í fyrsta skipti fram opinberlega í gær síðan átök Ísraela og Hizbollah brutust út 12. júlí sl. Þá sagði Nasrallah Hizbollah enn ráða yfir um 20.000 flugskeytum. Meira en þúsund manns létu lífið í átökunum milli Hizbollah og Ísraela, aðallega óbreyttir, líbanskir borgarar. SÞ hafa sent mörg þúsund manna, alþjóðlegt friðar- gæslulið til Suður-Líbanons og á það að aðstoða her Líb- anons við að ná þar yfirráðum. Svæðið hefur í reynd verið undir stjórn vígasveita Hizbollah sem á tvo ráðherra í samsteypustjórn Líbanons. Yfirlýsing Nasrallah er talin vera bein ögrun við Fouad Siniora forsætisráðherra og stjórn hans en flestir ráðherrarnir eru andvígir nánum tengslum Hizbollah við Íran og Sýrland. Mark Regev, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneyt- isins, fordæmdi hreyfinguna og Nasrallah, leiðtoga henn- ar, í gær, að sögn ísraelska dagblaðsins Haaretz. „Al- þjóðasamfélagið getur ekki sætt sig við að þessi ofstækismaður, sem haldið er uppi með peningum frá Ír- an, hræki í andlit alþjóðasamfélagsins,“ sagði Regev. Nasrallah sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin væri ófær um að „vernda Líbanon, endurbyggja það og sameina það“ og hvatti til myndunar nýrrar þjóðstjórnar í land- inu. Þá sagði hann Hizbollah hafa eflst við stríðið gegn Ísrael, sem stóð í rúman mánuð. Talið er að um 500.000 manns, aðallega sjía-múslímar, hafi sótt útifundinn. Hizbollah fagnar „guðdómlegum sigri“ Nasrallah segir samtökin ekki láta vopnin af hendi Fagnað Spjald með myndum af (f.v.) Mahmoud Ahmad- inejad, forseta Írans, Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og Sheikh Hassan Nasrallah, leiðtoga Hizbollah, á úti- fundi liðsmanna Hizbollah í Beirút í Líbanon í gær. Reuters Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HAMAS, hreyfing íslamista úr röð- um Palestínumanna, samþykkir að stofnað verði sjálfstætt ríki Palest- ínumanna á svæðunum sem Ísrael hernam 1967 en neitar sem fyrr að viðurkenna Ísrael. Fram kom í máli Ismail Haniya, forsætisráðherra og Hamas-manns, við kvöldbænir í gær að samtökin vildu gera 10 ára vopna- hlé við Ísraela. Segja Hamasmenn að þann tíma sé hægt að nota til styrkja efnahag hins nýja Palestínu- ríkis. En Haniya hvikaði ekki frá andstöðunni við tilverurétt Ísraels. „Sjálfur mun ég ekki veita forystu nokkurri ríkisstjórn sem viðurkenn- ir Ísrael,“ sagði hann. Ísraelar höfn- uðu þegar vopnahléstilboði Hamas. Nýlega var tilkynnt að Hamas og Fatah, flokkur Mahmoud Abbas for- seta, hygðust mynda samsteypu- stjórn á grundvelli tillagna sem nær allir flokkar Palestínumanna sam- þykktu í júní. Þar er tilvera Ísraels með óbeinum hætti samþykkt og sagt að stofna beri Palestínuríki á Vesturbakkanum og Gaza. Hernaði gegn Ísraelum er ekki hafnað af- dráttarlaust en sagt að einbeita beri kröftunum gegn hermönnum Ísraela á Gaza og á Vesturbakkanum. Abbas flutti ræðu á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna á fimmtu- dag og fullyrti að ný ríkisstjórn Pal- estínu myndi viðurkenna Ísrael. Samningar frá 1993 „Ég vil ítreka hér að framtíðar ríkisstjórn Palestínu mun, hvernig sem hún verður skipuð, viðurkenna alla samninga sem Frelsishreyfing Palestínu (PLO) og Palestínustjórn hafa undirritað,“ sagði Abbas. Með þessum orðum vísaði Abbas meðal annars til samnings sem Ísraelar og Palestínuleiðtoginn þáverandi, Yass- er Arafat, gerðu 1993 um gagn- kvæma viðurkenningu ríkjanna. Hamas vann þingkosningarnar í janúar en ríkisstjórn samtakanna hefur verið hunsuð af stórveldunum sem hafa stöðvað nær allan fjár- stuðning við Palestínu og krefjast þess að Hamas-menn hafni öllu of- beldi og viðurkenni tilverurétt Ísr- aels. Hamas-samtökin stóðu árum saman fyrir hryðjuverkum gegn Ísr- aelum en hafa nú haldið að sér hönd- um í þeim efnum í meira en ár. Í stefnuskrá samtakanna er tekið fram að Ísraelsríki skuli lagt niður og stundum segja Hamasmenn að reka beri alla gyðinga á brott frá svæðinu. Haniya segist aldrei munu viðurkenna Ísrael Ummælin stangast á við yfirlýsingu Abbas Palestínuforseta í ræðu hjá SÞ Ismail Haniya Mahmoud Abbas Í HNOTSKURN »Alls búa tæpar fjórar millj-ónir Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza auk nokkurra milljóna í öðrum löndum. »Stuðningur við Hamas hef-ur minnkað vegna þreng- inganna sem stefna samtak- anna hefur kallað yfir þjóðina. »SÞ segja að neyðarástandsé að verða á Gaza vegna skorts á brýnum nauðsynjum. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is BANDARÍKJASTJÓRN hótaði að sprengja Pakistan „aftur á steinöld“, tækju stjórnvöld þar ekki fullan þátt í baráttunni gegn al-Qaeda-hryðju- verkasamtökunum. Kemur það fram í viðtali við Pervez Musharraf, for- seta Pakistans. Musharraf sagði þetta í viðtali, sem „60 mínútur“, fréttaskýringa- þáttur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, átti við hann, en þátturinn verður birtur á morgun, sunnudag. Í út- drætti úr honum kemur fram, að Richard Armitage, fyrrverandi að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hafi átt fund með yfirmanni pakistönsku leyniþjónustunnar eftir hryðjuverkaárásirnar í Banda- ríkjunum 11. sept. 2001 og sett þá fram ýmsar „fáránlegar“ kröfur. Þeim hafi hann fylgt eftir með þess- um orðum: „Búið ykkur undir sprengjuregn. Búið ykkur undir að verða sprengd aftur á steinöld.“ Musharraf sagði, að Armitage hefði einnig krafist þess, að Pakist- anstjórn kæmi í veg fyrir, að ein- hverjir einstaklingar eða hópar þar í landi fengju að lýsa yfir stuðningi við árásirnar á Bandaríkin. Útdrátturinn var birtur sama dag og Bandaríkjastjórn hrósaði Pakist- anstjórn fyrir samvinnu í hryðju- verkastríðinu en Musharraf ætlaði að eiga fund með George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær. Segir Bandaríkjastjórn hafa hótað að sprengja Pakistan „aftur á steinöld“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.