Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 47 sneri sér að fornbóksölu. Í fornbók- sölunni var Snær réttur maður á rétt- um stað, þaulkunnugur íslenskum bókmenntum og prentlist. Stóð hann þar engum háskólamanni að baki, enda skarpgreindur og gæddur ríkri yfirsýn og nákvæmni. Enginn sem leitaði í smiðju Snæs kom þar að tóm- um kofanum, en ég hygg samt að fornprent, erlendar bækur um Ísland og eldri tíma fagurbókmenntir hafi staðið hjarta hans næst. Þá var hann einnig næmur og glöggur gagnrýn- andi á efni og málsmeðferð og hafði afar gott auga fyrir máli, stíl og upp- byggingu ritverka, jafnt listrænna sem af öðrum toga. Jafnframt var hann um langt skeið eftirsóttur til að verðmeta fágætar bækur og jafnvel heil söfn bóka og tímarita. Þó að Snær væri maður hlédrægur og ekki gjarnt að trana sér fram eða ota sínum tota var hann mikill fé- lagshyggjumaður öðrum þræði. Mál- staður hinna efnaminni og undirok- uðu voru honum hugleikin og sann- girni og réttlætiskennd honum í blóð borin. Hann var formaður í Félagi bókbandsnema á iðnskólaárum sín- um, sat í ritnefnd Iðnnemans um skeið og tók virkan þátt í málefnum brottfluttra Þingeyinga í Reykjavík. Þá var Snær áhugamaður um bók- merki og mynt og eignaðist gott safn slíkra gripa. Þá kom hann einnig að útgáfumálum merkra rita, þ. á m. safnrits föður síns Jóhannesar, Gró- inna spora, sem áður er getið. Ég undirritaður kynntist Snæ fyrst um miðbik ævi hans, er hann rak fornbóksöluna Bókina í Reykja- vík í félagi við sinn góða og trausta samstarfsmann, Gunnar Valdimars- son frá Teigi í Vopnafirði, sem þá var fluttur á mölina eins og stundum var sagt í gamla daga. Þó að þeir félagar, Snær og Gunnar, væru að sumu leyti ólíkir menn áttu þeir það sammerkt að vera vandaðir og vel upplýstir mannkostamenn af gamla skólanum. Viðræður við þá félaga við kaffiborðið voru einatt fræðandi og uppbyggileg- ar, auk þess sem þeir voru báðir gæddir ríkri kímnigáfu og kunnu vel að segja frá. Maður gekk ávallt bjart- sýnni af fundi þeirra og gott var að eiga þá að, ef á bjátaði. Þetta skulu verða lokaorð mín um Snæ Jóhannesson. Honum var ekki að skapi hástemmt lof eða óþarfa há- tíðleiki. Gott var að eiga hann að vini og velunnara. Ég kveð Snæ með virð- ingu og söknuði og færi eiginkonu, dóttur og öðrum aðstandendum hans hugheilar samúðarkveðjur. Guðjón Albertsson. Í minningu Snæs Jóhannessonar Þegar góður vinur hverfur, dvelur maður eftir í depurð og tómleika því að ekkert getur fyllt autt sæti hans. Snær Jóhannesson var vandaður maður til orðs og æðis; hann var ein- arður í viðhorfum, heiðarlegur, hjálp- samur og kímnigáfan var jafnan vak- andi. Auðvitað átti hann erfiðar stundir um dagana eins og aðrir en allt slíkt faldi hann undir glöðu bragði eða ósérhlífinni kaldhæðni þegar því var að skipta. Íslenskir bókaunnendur kannast allir við Snæ. Um árabil vann hann við fornbókasölu, svaraði spurningum um bækur og upplýsti menn um sal- arkynni og afkima bókfræðinnar. Leysti hann vanda margra þegar þeir leituðu fágætra rita sem horfin voru af almennum markaði. Hann var manna fróðastur um bækur, ekki ein- göngu vegna starfs síns, heldur líka vegna þess að hann var mikill áhuga- maður um bókmenntir, víðlesinn og margfróður um bækur og menn. Ég kynntist Snæ á menntaskóla- árunum þegar ég bjó í gömlu húsi innst við Laugaveg. Þetta hús hafði mikla sál og sögu og í þessu sama húsi bjó Snæi með fjölskyldu sinni. Nú er húsið horfið en þar var gott að eiga heima og íbúarnir voru allir einstak- lega gott fólk. Æ síðan höfum við Snæi verið í góðu kallfæri hvor við annan og ekki getur tryggari vin en hann. Heimili þeirra Birnu hefur ekki einungis staðið vinum þeirra og kunn- ingjum opið með einstæðri gestrisni; þar hefur líka ríkt menningarlegt andrúmsloft, glaðværð og geislandi ljúfmennska þeirra hjóna. Oft var þar líka glatt á hjalla á góðum stundum þegar söngur fyllti stofuna og vísur flugu veggja á milli. Snæi og Birna voru einstaklega samhent og sam- rýnd í löngu hjónabandi. Það var ómetanlegt að eiga hjá þeim athvarf og skemmtilegar stundir í gegnum árin. Til þeirra lágu alltaf gagnvegir. Það var sárt að sjá á eftir Snæ vini mínum út á Gjallarbrúna en dauðinn heimtaði sinn toll. Núna er skarð fyr- ir skildi þar sem maður átti áður vís- an félagsskap, samræður, ráðlegg- ingar og gamanmál. Ég er honum þakklátur fyrir ævilanga vináttu sem aldrei bar skugga á. Snæ var eðlislægt að fylgja þeim lífsboðskap Hávamála að gumi hver skuli vera glaður og reifur uns sinn bíður bana. Kímnigáfunni hélt hann fram á hinstu stund þrátt fyrir þung veikindi. Vinum hans er dauft í sinni. Missir þeirra Birnu og Mjallar er þó mestur. Þeim votta ég innilega samúð með þökk fyrir langa og óbilandi vin- áttu. Eysteinn Þorvaldsson. Eg kynntist Snæ Jóhannessyni við snudd í heimi Bókarinnar á Skóla- vörðustíg uppúr 1970. Hann virkaði í fyrstu fáskiptinn og kurteis, leyfði fólki að grúska í friði, en við frekari kynni reyndist hann fróður og gef- andi, – en hélt alltaf einhverju bakatil. Nokkrum árum síðar vorum við orðnir keppinautar í bókum – og upp- úr því urðum við vinir. Það var frábært að vera keppinaut- ur Snæs: við laumupúkuðumst heil- mikið hvor framhjá hinum, sýndum ekki nærri alltaf spilin fyrr en áfanga var náð. Og eftir á að hyggja held eg, að Þingeyingurinn hafi oft haft betur en Skagfirðingurinn. Hann kunni svo flott að geta í hið ósagða og draga réttar ályktanir af tvíræðum ummæl- um. Og svo kynntist eg ástinni hans, henni Birnu. Og heimilinu, þarsem minnsta félagsmálastofnun Reykja- víkur hefur verið starfandi í áratugi: þangað hafa leitað tvístraðar erlend- ar menntakonur, háttstandandi emb- ættismenn, framsæknir menningar- vitar, dularfullar konur, skrifræðis- mæddir prófessorar, fróðleiksfús ungmenni, ættingjar og aðrir vinir, – lestamenn og kettir. Skjól lítilmagna af öllum stigum. Þótt spennandi væri að vera keppi- nautur Snæs var betra að njóta trún- aðar og vera vinur hans og geta sagt alltallt: vælt, skammast, gert grín, hrósað, ausið úr sér fordómunum og skömmustunni, öllu heila klabbinu. Og svo að upplifa þessar fallegu ástir þeirra hjónakorna: Hina skilyrð- islausu ást beggja með varíasjónum og ástina og virðinguna fyrir einka- dótturinni, Mjöll, veg hennar og vel- gengni, sífelld viðleitni að styðja hana og styrkja í lífi og starfi. Snær Jóhannesson var margfróður í bókmenntum og sögu og fræðum bóka, vísindalega sinnaður og einkar nákvæmur, gæddur léttu, skáldlegu innsæi, sem hann ræktaði þó lítt. Hann átti mjög auðvelt með tjáningu í rituðu máli, en varð æ kröfuharðari við sjálfan sig með aldrinum. Hann var viðkvæm manneskja með misharðan skráp, en hélt lítt til haga misgjörðum annarra í eigin garð. Eg sé hann fyrir mér með íhygl- issvipinn og eftirvæntingu í augun- um. Og fallega brosið. Þakka honum skemmtan og tryggð, þolinmæði og hlustun, hið sagða og ósagða og kröfulausa vináttu og bið Birnu og Mjöll og öllu hans góða fólki hugg- unar, blessunar og góðrar heilsu. Bragi Kristjónsson. Með Snæ Jóhannessyni er fallinn frá einn helsti máttarstólpi og hvata- maður myntsöfnunar sem við höfum átt. Snær var í nánum og þröngum hópi sem kom saman á kaffihúsum hér í borg til að ræða heimsmálin, en um tíma á árunum 1968–1969 snerust málin æ meira um þá þörf sem þessir félagar fundu hjá sér til að stofna myntsafnarafélag. Myntsafnarafélag Íslands var síðan formlega stofnað 1969 en þar hafði Snær sig ekki í frammi en stjórnaði heldur bak við tjöldin. Það var hans stíll að vera okk- ur öllum til halds og trausts en aldrei að ota sjálfum sér fram. Sjálfur þekkti ég Snæ alla mína ævi. Sem smá gutti á Reynimelnum kynntist ég fjölskyldunni á nr. 41 og þau bönd hafa síðan aldrei rofnað. Við Snær deildum áhuga á bóka- og myntsöfnun en áhuginn beindist einnig að heimspekilegum málum og stjórnmálum. Snær var hafsjór fróðleiks sem hann miðlaði þeim sem vildu fræðast af honum. Við Snær störfuðum sam- an í fornbókaversluninni Bókinni þar sem ég leysti stundum af á námsár- unum og þar fékk ég að njóta bóka- kunnáttu hans sem var svo víðfeðm að undrun sætti. Það var varla til sú bók sem Snær hafði ekki lesið eða myndað sér skoðun á. Við hjónin áttum alltaf griðastað á Reynimelnum, nótt sem nýtan dag. Hjá þeim Birnu og Snæ stóð aldrei illa á ef okkur bar að garði til að ræða málin eða leita heilræða sem ætíð voru veitt af alúð og hlýju. Það er með miklum söknuði sem ég og öll mín fjölskylda kveður Snæ, en með miklu þakklæti fyrir að hafa not- ið vináttu hans í þessa áratugi. Anton Holt, formaður Myntsafnarafélags Íslands. Og oss er tjáð, að einnig síðast hafni vor eigin saga í drottins bókasafni, og þar kvað vera sitt af hvoru að sjá. En hvort mun þar þann höfund skorta hylli, sem hefur sína lífsbók skráð af snilli, og hvorki tryggð við bók né vini brá? Þegar ég minnist Snæs Jóhannes- sonar vinar míns kemur mér í hug þetta erindi úr Vísnabroti til vinar og bókamanns eftir Tómas Guðmunds- son. Það eru senn fjórir áratugir frá því ég kynntist Snæ. Hann vann þá í Eddunni, hafði numið bókbandsiðn og bar ábyrgð á pappírnum en hann er nú einmitt einn þeirra grunnþátta sem þarf til bókagerðar. Þetta var upphafið að kynnum okk- ar Snæs en þau áttu eftir að verða að vináttu og endast að lokadægri hans. Árið 1972 hefur Snær störf í Forn- bókaversluninni Bókinni. Bókbands- iðn og víðtæk þekking úr prentverk- inu kom sér hvort tveggja vel þar. Snær var auk þess víðlesinn bóka- maður, hafði svolítið fengist við rit- störf og var áhugamaður um bækur. Hann var og manna fróðastur um menn og málefni. Snær var gæddur góðri kímnigáfu og framkoma hans var ljúf og þægileg. Það var fagnaðarefni fyrir mann sem hafði gaman af því að eignast fá- gæta bók að þekkja fornbókasalann Snæ. Og hann átti eftir að reynast mér vel. Ég kom oft í Bókina til Snæs og Gunnars Valdimarssonar. Þar var notalegt að dvelja um stund. Kaffi úr leirkrús á bakvið og uppbyggjandi spjall. Nýjustu fréttir m.a. af því hvernig vinum Snæs vegnaði. Það skipti máli. Það var ekki nóg að út- vega ungum fræðimanni bók. Það skipti líka máli hvernig honum vegn- aði. Veganesti Snæs úr heimahögum var góð skynsemi, kjarnmikið ís- lenskt mál og kímnigáfa. Öll frásögn var krydduð leiftrandi kímni. Þessu fylgdi oft fágætt glettið bros og leik- ræn tjáning. Og á leiksviðinu sem var baksviðs í Bókinni var gamalt tréborð sem á stóð kaffikanna, leirfantarog sykurkar. Stundum bakkelsi. Veggir voru þaktir bókum og blöðum. Einnig voru bóka- og blaðabunkar á gólfum. Aðalpersónan var með gleraugu og einatt sígarettu í hendi. Áheyrendur mismunandi margir. Einn eða fleiri. En Gunnar stóð oft frammi á vaktinni og reddaði því að starfsemin færi ekki úr skorðum. Þannig minnist ég Snæs baksviðs í Bókinni. Allt hið hvers- dagslega var sett fram í lit. Jafnvel á grámyglulegum degi. Sett fram í safaríkum litum og uppbygging markviss og stígandi. Og það birti bókstaflega yfir þegar Snær var í ess- inu sínu. En hver var svo alvaran á bakvið þetta allt? Að útvega gamlar bækur. Notaðar bækur. Fræðibækur hvers kyns, ljóðabækur, skáldsögur, skemmtibækur, bækur í fallegu bandi og ekki síst fágætar bækur. Allt eins og hverjum hentaði. Að selja bækur og útvega öðrum bækur. Bókasöfnurum bæði hér heima og er- lendis, fræðimönnum innlendum og erlendum og yfirleitt öllum. Öllum sem voru að leita að bókum. Snær reyndist mér ákaflega vel. Hann út- vegaði mér jafnvel svo fágætar bæk- ur að ég hefði að öðrum kosti varla getað eignast þær. Og eitt sinn gaf hann mér merkilegt rit sem ekki átti að vera til. Og skilji hver slíkt sínum skilningi. Snær naut þess augljóslega að hjálpa öðrum. Að útvega bók sem vantaði og leitað var að. Þegar hann hafði útvegað bók ljómaði hann oft. Hann virtist ekki síður ánægður en sá sem hreppti hnossið. Það var líkt og hann hefði bætt við bók í sitt eigið bókasafn. Kannski voru bókasöfn okkar hinna hvert og eitt bókasafn hans á sinn hátt. Snær átti að minnsta kosti nokkra hlutdeild í mörgum bókasöfnum. Amor librorum nos unit - bókum unnum við allir - stendur í al- þjóðlegu merki fornbókasala ef ég man rétt. Sannarlega geta gamlar bækur myndað góð tengsl milli manna. Það var líka gaman að heim- sækja Snæ og Birnu eiginkonu hans. Og allt sem hún lagði til umræðunnar var gott ekki síður en kaffið hennar og kökurnar. Snær og Birna höfðu búið sér menningarlegt heimili þar sem ávallt var notalegt að tefja um stund. Ég vil að leiðarlokum þakka Snæ innilega fyrir alla hjálpsemina, skemmtilegar stundir og góða vin- áttu. Birnu og Mjöll og fjölskyldu hans allri sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Snær skráði lífsbók sína af snilli. Hann brá hvorki tryggð við bók né vin. Blessuð sé minning Snæs Jó- hannessonar. Sverrir Kristinsson. Elskulegur sonur okkar, faðir, unnusti, bróðir, barnabarn og frændi, KÁRI BREIÐFJÖRÐ ÁGÚSTSSON, Flúðaseli 74, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 25. september kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Ólafsdóttir, Hörður Eiðsson, Ágúst Elbergsson, Árný B. Kristinsdóttir, María Erla B. Káradóttir, Emma Kolbrún B. Káradóttir, Snædís Sól B. Káradóttir, Loreto Castillo. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN STEFÁNSSON, Hlíðarhjalla 76, Kópavogi, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans fimmtudaginn 21. september verður jarðsunginn frá Digraneskirkju, Kópavogi, miðvikudaginn 27. september kl. 13.00. Guðrún Lilja Guðmundsdóttir, Stefán Stefánsson, Erna Valdimarsdóttir, Anna Guðmunda Stefánsdóttir, Valsteinn Stefánsson, Auðbjörg J. Sigurðardóttir, Lára Stefánsdóttir, Ingvar Stefánsson, Birna Höskuldsdóttir, Þórunn Freyja Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona og amma, SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR Meistaravöllum 9, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 21. september sl. Harpa Jónsdóttir, Andrea Jónsdóttir, Marinó Njálsson, Magnús Gunnlaugsson, Ólöf Steinunn Einarsdóttir, Gunnlaugur Magnússon, Valdís Sveinbjörnsdóttir, Helgi Grétar Magnússon, Nadezda Klimenko, Svanhvít Magnúsdóttir, Ægir Magnússon, Anna Bragadóttir, Katrín, Freyja og Nói Jón. Bróðir okkar og mágur, GUNNAR HVANNDAL, Reykjaheiðarvegi 8, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, mánudaginn 18. september. Jarðarförin auglýst síðar. Elsa Kristinsdóttir, Guðmundur Indriðason, Páll Kristinsson, Ester Ragnarsdóttir, Unnur Kristinsdóttir, Arnar Árnason, Jón G. Kristinsson, Ingveldur Guðnadóttir, Loftur Kristinsson, Erla Sigurjónsdóttir, Jón Áskell Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.