Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
VALDIMAR Leó Friðriksson
þingmaður Samfylkingarinnar
skrifar stóryrta grein í Morg-
unblaðið sl. mánudag. Þar ræðst
hann harkalega og
með aðdróttunum að
Vinstri grænum, að
nafninu til vegna
starfa flokksins í bæj-
arstjórn Mosfells-
bæjar, en í reynd er
um dulbúna árás á
flokkinn í heild og á
landsvísu að ræða. Í
greininni opinberar
þingmaðurinn því
miður síendurtekið
vanþekkingu sína um
starf Vinstri grænna í
sveitarstjórnarmálum
og afskipti okkar af umhverf-
ismálum á þeim vettvangi. Í grein-
inni segir: „VG hefur einungis einu
sinni komist í meirihlutasamstarf í
stjórnmálum, en það er einmitt
hér í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.“
Ennfremur talar hann um „fyrstu
umhverfistengdu ákvörðun VG í
meirihlutasamstarfi í sögu flokks-
ins.“ Hér virðist heimur þing-
mannsins nokkuð þröngur. Und-
irritaður, sem er
sveitarstjórnarmaður VG í Skaga-
firði og starfaði hér í meirihluta á
síðasta kjörtímabili, telur sér því
bæði ljúft og skylt leiðrétta og
uppfræða þingmanninn.
Vinstri grænir standa vörð
um Jökulsárnar í Skagafirði
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð var í meirihlutasamstarfi hér í
Skagafirði allt síðasta kjörtímabil.
Og flokkurinn stóð svo sannarlega
í fæturna í umhverfismálum á
meðan aðrir runnu undan. Hér í
Skagafirði vörðumst við ásókn í að
skagfirsku jökulvötnin yrðu virkj-
uð og eyðilögð, m.a. frá Samfylk-
ingunni. Forystumenn Samfylking-
arinnar, flokkssystkin
þingmannsins, stóðu að sérstöku
bænarskjali, ákalli um álver og
lýstu sig reiðubúin að fórna Jök-
ulsánum fyrir virkjanir í þess
þágu. Það ákall hefur ekki verið
afturkallað. Samfylkingin barðist
fyrir því ásamt Framsókn-
arflokknum allt kjör-
tímabilið að greiða
virkjanafram-
kvæmdum í skag-
firsku Jökulsánum
leið með því að koma
Villinganesvirkjun inn
á aðalskipulag. Það
hefði þýtt í raun, að
ekki væru fleiri hindr-
anir í vegi þess að
ráðast í þá dæma-
lausu framkvæmd.
Með baráttu sinni og
aðild að meirihluta
tókst okkur, Vinstri
grænum að koma í veg fyrir a.m.k.
tímabundið að Jökulsánum í
Skagafirði yrði fórnað í þágu ál-
bræðslna.
Að fela tvískinnung
Samfylkingarinnar
En VG hefur ekki bara verið í
meirihlutasamstarfi í Skagafirði.
Heyrði Valdimar aldrei minnst á
R-listann og aðild Vinstri grænna
að honum? Man hann ekki blönduð
framboð með formlegri aðild
Vinstri grænna í meirihluta á all-
mörgum stöðum á síðasta kjör-
tímabili, rétt eins og á þessu, t.d. á
Álftanesi, í hans eigin kjördæmi?
Nú þekki ég Valdimar Leó að-
eins af góðu einu og finnst því lík-
legast að hér sé um leiða vanþekk-
ingu eða gleymsku að ræða, frekar
en hann fari með ósannindi af
ásettu ráði. Hinsvegar fylgist ég
með í fréttum hvernig for-
ystumenn Samfylkingar vítt og
breitt um landið tala út og suður í
umhverfismálum og ég tala nú
ekki um í virkjana- og stóriðju-
málum. Virðist þar hver aðeins
hlusta á sjálfan sig. Skil ég vel að
Valdimar renni til rifja stefnuleysi
og fortíð Samfylkingarinnar í um-
hverfismálum. En atkvæða-
greiðslur þingmanna og sveit-
arstjórnarfólks flokksins tala sínu
máli í þeim efnum.
Ef þingmanninum er í raun annt
um umhverfismálin, sem ég dreg
ekki í efa, væri honum nær að
beina kröftunum að félögum sínum
í Samfylkingunni. Með því að
skeyta skapi sínu á Vinstri græn-
um er þingmaðurinn að draga at-
hyglina frá vandræðagangi Sam-
fylkingarinnar í
náttúruverndarmálum, jafnvel í
hans eigin kjördæmi svo sem í
Hafnarfirði.
Til hamingju með sigur
Vinstri grænna í Mosfellsbæ
Ég óska íbúum Mosfellsbæjar til
hamingju með góðan sigur Vinstri
grænna í síðustu kosningum og
aðild þeirra að nýjum meirihluta.
Því miður er það oft svo að ný
sveitarstjórn tekur í arf ákvarð-
anir fyrri bæjarstjórna sem reynst
hafa misvitrar, svo sem í umhverf-
is og skipulagsmálum og ekki
kæmi mér á óvart þó Samfylkingin
hefði átt einhverja aðild að þeim
skipulagsákvörðunum sem nú er
deilt um í Mosfellsbæ.
Ég treysti hins vegar engum
betur sem starfa að bæjarmálum í
Mosfellsbæ en Vinstri grænum til
að hafa forystu um að leiða um-
hverfismál til öndvegis í bæj-
arfélaginu þó í samstarfi við aðra
flokka sé.
Um stóryrði og fáfræði þing-
manns Samfylkingarinnar
Bjarni Jónsson svarar grein
Valdimars Leós Friðrikssonar
um skipulagsmál í Mosfellsbæ
» ... ekki kæmi mér áóvart þó Samfylk-
ingin hefði átt einhverja
aðild að þeim skipulags-
ákvörðunum sem nú er
deilt um í Mosfellsbæ.
Bjarni Jónsson
Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi
Vinstri grænna í Skagafirði.
HINN 30. ágúst síðastliðinn
birtist grein í Morg-
unblaðinu undir fyr-
irsögninni „Umtals-
verðar tekjur af
komum skemmti-
ferðaskipa til lands-
ins“. Samkvæmt
henni kemur fram að
skemmtiskipa-
ferðamenn versli fyr-
ir um 320 milljónir
króna auk þess sem
tekjur af hafn-
argjöldum séu mikl-
ar. Því mætti ætla að
mikill ávinningur sé
af þessari tegund
ferðaþjónustu hér á
landi. Varast ber að
álykta um slíkt án
rannsókna á efna-
hagslegum, sam-
félagslegum og um-
hverfislegum
áhrifum. Vinsældir
skemmtiskipaferða-
mennsku hafa aukist
gríðarlega síðustu ár
og hefur hún síðan á
áttunda áratugnum
aukist um 8,4% ár-
lega. Þrátt fyrir það
hefur þessi tegund
ferðaþjónustu lítið
verið rannsökuð. Á
alþjóðlegum vettvangi
hafa hagræn áhrif
einkum verið skoðuð
en minna verið skoð-
uð áhrif á þá staði og
þau samfélög sem
skipin koma til. Á tí-
unda áratug síðustu
aldar gerði Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands könnun meðal er-
lendra skemmtiskipaferðamanna.
Könnunin var unnin fyrir Vestnor-
ræna ferðamálaráðið, Reykjavík-
urhöfn og Reykjavíkurborg með
það að markmiði að safna gögnum
um þróun þessarar tegundar
ferðaþjónustu hérlendis. Könnunin
var lögð fyrir á árunum 1993, 1994
og 1995. Árið 2004 fóru Cruise Ice-
land, hagsmunasamtök aðila í
skemmtiskipaferðamennsku, og
Anna Karlsdóttir, lektor við jarð-
og landfræðiskor Háskóla Íslands,
af stað með þriggja ára könnun
sem nýta mætti til samanburðar
við fyrri könnun. Markmið könn-
unarinnar var að fá viðhorf
skemmtiskipafarþega til áfanga-
staðarins Íslands auk þess að fá
skýrari mynd af eyðslu farþega í
landi. Árið 2006 tók Ferða-
málasetur Íslands við hlutverki
Cruise Iceland. Könnunin var lögð
fyrir farþega á leið frá Akureyri til
Evrópu. Spurt var um kyn, aldur,
menntun og starfsheiti í þeim til-
gangi að fá upplýsingar um hvers
konar farþegar ferðast hingað á
þennan hátt. Auk þess var m.a.
spurt hvaðan farþegar fengu upp-
lýsingar um Ísland, hvað þeir
gerðu í landi, hvernig þeim líkaði
og hvort þeir teldu líklegt eða ólík-
legt að þeir myndu koma aftur til
landsins. Einnig var spurt um
hversu miklu farþegar eyddu í
landi og þeir beðnir að gera grein
fyrir hvað þeir keyptu. Helstu nið-
urstöður gefa til kynna að flestir
farþegar eru á þriðja aldri, þ.e. yf-
ir miðjum aldri, þótt greina megi
aukningu meðal yngra fólks og
jafnvel barnafólks. Farþegum
finnst mikilvægt að áfangastað-
urinn Ísland sé inni í ferðaáætlun
og flestir koma þeir hingað í þeim
tilgangi að skoða náttúru. Mikill
meirihluti skemmtiskipafarþega er
mjög ánægður með Ísland sem
áfangastað. Þegar spurt var um
eyðslu kom í ljós mikill munur á
eyðslu einstaklinga. Einhverjir
eyða ekki krónu í landi á meðan
aðrir eyða allt að 75.000 krónum á
dag. Meðaltalseyðsla ársins 2004
var 6.534 krónur á dag
en 5.290 árið 2005.
Hafa ber í huga van-
kanta meðaltalsú-
treikninga vegna
þessa, auk þess sem
fólk gerði ekki grein
fyrir þeim útlátum
sem það greiddi fyrir
skipulagðar skoð-
unarferðir í landi.
Flestir eyða í póst-
kort, frímerki, mat eða
drykk og einhverjir
kaupa fatnað, bækur
og jafnvel skartgripi.
Það sem skemmtiski-
pafarþegum finnst ein-
kenna Ísland er stór-
kostleg náttúra, hátt
verðlag og vinalegt
fólk. Nú um áramót
mun Ferðamálasetur
ásamt ferðamálafræði-
deild jarð- og land-
fræðiskorar Háskóla
Íslands standa fyrir
útgáfu á könnunum
síðustu þriggja ára. Þá
verður hægt að bera
hana markvisst saman
við fyrri könnun Fé-
lagsvísindastofnunar
en það er afar mik-
ilvægt til að fá heildar-
yfirsýn yfir lengra
tímabil. Nauðsynlegt
er svo að framkvæma
svipaða könnun að tíu
árum liðnum og vera
þá komin með lang-
tímarannsókn á
skemmtiskipaferða-
mennsku á Íslandi. Þótt þessi
könnun sé vissulega gott framtak
og nauðsynlegt er margt varðandi
skemmtiskipaferðamennsku við Ís-
land ókannað. Sem dæmi má nefna
áhrif á umhverfi. Skemmti-
ferðaskip fara sífellt stækkandi en
stærstu skipin sem koma hingað til
lands taka um 2.000 farþega auk
áhafnar. Algeng tala farþega á
skemmtiferðaskipum erlendis er
4.000 manns og verið er að byggja
skip sem tekur 6.000 farþega og
3.000 manna áhöfn. Í þessu sam-
hengi má líkja skipunum við fljót-
andi stórborgir með öllu tilheyr-
andi og er úrgangur og mengun
gríðarleg frá svona stórum skip-
um. Einnig getur verið erfitt fyrir
lítil samfélög á Íslandi og víðar að
taka á móti svo miklum fjölda
ferðamanna í einu. Reykjavík-
urborg er eina þéttbýlið á Íslandi
sem hefur markað sér stefnu varð-
andi skemmtiskipaferðamennsku
en samkvæmt ferðamálastefnu
Reykjavíkurborgar 2004–2010 er
markmiðið að fjölga farþegum
skemmtiferðaskipa um 7% árlega.
Einnig koma þar fram áform um
stórbætta aðstöðu fyrir skemmti-
ferðaskip og aukna áherslu á að
gera Reykjavíkurhöfn að skipti-
höfn. Í ferðamálaáætlun fyrir Ís-
land 2006–2015 er lítið minnst á
skemmtiskipaferðamennsku en þó
tekið fram að víða þurfi að ráðast í
hafnarbætur til að hægt sé að taka
á móti skemmtiferðaskipum. Ís-
lendingar þurfa að marka sér
skýra stefnu varðandi skemmti-
skipaferðamennsku, því er nauð-
synlegt að rannsaka hinar mörgu
og ólíku hliðar áður en farið er út í
dýrar framkvæmdir í þeim tilgangi
að laða hingað fleiri og stærri skip.
Um skemmtiskipa-
ferðamennsku
á Íslandi
Sunna Þórðardóttir og
Anna Karlsdóttir skrifa um
komur skemmtiferðaskipa
og ferðamenn
Anna Karlsdóttir
» Íslendingarþurfa að
marka sér skýra
stefnu varðandi
skemmtiskipa-
ferða-
mennsku …
Sunna er meistaranemi í ferða-
málafræði við Háskóla Íslands. Anna
er lektor við jarð- og landfræðiskor
Háskóla Íslands.
Sunna Þórðardóttir
NEYTENDAMÁL og öflugt
neytendastarf skipta allan almenn-
ing miklu máli. Neytendasamtökin
hafa allt frá því að þau voru stofn-
uð á árinu 1953 verið
leiðandi aðili í neyt-
endastarfi hér á
landi. Það hefur háð
neytendastarfi veru-
lega að samtökin hafa
að mestu þurft að
byggja tekjur sínar á
gjöldum félagsmanna
og opinberir styrkir
hafa verið takmark-
aðir og fyrst og
fremst til að greiða
hluta kostnaðar við
að reka Leiðbeininga-
og kvörtunarþjónustu
Neytendasamtak-
anna.
Í jafnfámennu landi og okkar er
erfitt að byggja upp öflugt neyt-
endastarf miðað við þessar for-
sendur.
Þessu er ólíkt farið t.d. hjá öðr-
um Norðurlandaþjóðum.
Þar eru reknar öflugar neyt-
endastofnanir en jafnframt eru
neytendasamtök þar styrkt með
miklu myndarlegri hætti en hér.
Þetta telja stjórnvöld í þessum
löndum nauðsynlegt til að tryggja
sem mest jafnræði á markaðnum.
Það eru hins vegar neytendur sem
hafa mest um það að segja hve
öflugu starfi Neytendasamtökin
geta sinnt.
Það ákveða þeir með því að ger-
ast félagsmenn í Neytendasamtök-
unum.
Þetta er rifjað upp
hér þar sem fram-
undan er þing Neyt-
endasamtakanna, en
það verður haldið 29.–
30. september nk.
Á þinginu verður
ákveðin stefna og
áherslur í starfi sam-
takanna fyrir næstu
tvö ár. Auk þess verð-
ur ný stjórn kosin.
Neytendasamtökin
eru lýðræðislega upp-
byggð og gert er ráð
fyrir í lögum samtak-
anna að þeir fé-
lagsmenn sem vilja hafa áhrif á
stefnu þeirra eiga auðvelt með
það.
Þetta er gert með tvennum
hætti.
Í fyrsta lagi geta allir skuldlaus-
ir félagsmenn sem áhuga hafa á
að sitja þingið gert það svo fremi
að þeir tilkynni um það með viku
fyrirvara.
Í öðru lagi eru á starfs-
tímabilinu starfandi nefndir um
ýmsa þætti neytendamála og geta
allir félagsmenn tekið þátt í
nefndarstarfinu eftir áhuga hvers
og eins.
Sá sem þetta skrifar hvetur fé-
lagsmenn í Neytendasamtökunum
til að vera virkir í starfi samtak-
anna með því að taka þátt í
þinginu sem framundan er.
Þeir sem hafa áhuga eru beðnir
um að hafa samband, annað hvort
í síma (545 1200) eða með tölvu-
pósti (ns@ns.is). Þeir sem ekki
eru félagsmenn en hafa áhuga á
að sitja þingið geta einfaldlega
haft samband og gengið í Neyt-
endasamtökin um leið og þeir til-
kynna um þátttöku sína á þinginu.
Það skiptir öllu fyrir starfsemi
Neytendasamtakanna að sem
flestir neytendur séu félagsmenn
og taki virkan þátt í starfinu.
Neytendur, sameinumst um að
efla neytendastarf í landinu með
því að auka styrk Neytenda-
samtakanna.
Tökum virkan þátt í
starfi Neytendasamtakanna
Jóhannes Gunnarsson
fjallar um starfsemi
Neytendasamtakanna
» Það skiptir öllu fyrirstarfsemi Neytenda-
samtakanna að sem
flestir neytendur séu
félagsmenn og taki virk-
an þátt í starfinu.
Jóhannes
Gunnarsson
Höfundur er formaður
Neytendasamtakanna.